Morgunblaðið - 31.05.2000, Page 12

Morgunblaðið - 31.05.2000, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Torkenni- legt dufl rekur á land HELGARGESTUR á eyðibýlinu Fossi gekk fram á torkennilegan hlut í flæðarmálinu, um hundrað metrum sunnan við ós Fossár. Gerði hann lögreglunni á Sauðár- króki viðvart sem sendi menn þeg- ar á staðinn. Eftir að hafa skoðað hlutinn, sem var um einn og hálfur metri á lengd og 20-30 sentimetrar í þvermál og með einhverskonar nema á öðrum endanum, var fundurinn tilkynntur til Landhelgisgæslunnar. Við rann- sókn Gylfa Geirssonar, sprengju- sérfræðings, kom í ljós að um ein- hverskonar rannsóknardufl er að ræða. Sagði Gylfí að hvergi væri að sjá nokkur merki um tákn sem gef- ið gætu til kynna hvaðan duflið væri eða til hvers það væri ætlað. Landhelgisgæslumenn tóku dufl- ið í sína vörslu og fluttu með sér suður til frekari rannsóknar. Afhenti trúnaðar- bréf ÓLAFUR Egilsson, sendi- herra, afhenti hinn 25. maí sl, Kim Dae-jung, forseta Suður- Kóreu, trúnaðarbréf sem sendiherra íslands í Suður- Kóreu með aðsetri í Peking. Borgarstjóri skilar rúmlega 900 símaskrám af skrifstofum borgarinnar V erða notað- ar til upp- græðslu lands INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri skilaði hátt í tveimur tonnum af gömlum símaskrám úr Ráðhúsinu og öðrum borgarstofn- unum við táknræna athöfn sem haldin var við Landssímahúsið á Austurvelli í gær. Með þessu vill Reykjavíkurborg sýna gott for- dæmi og starfa í samræmi við um- hverfisverkefnið Skil 21, en síma- skrárnar verða í framhaldinu notaðar til uppgræðslu lands í stað þess að verða að sorpi. Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, veitti síma- skránum viðtöku og aðstoðaði borgarstjóra við að kasta þeim í gám en fram kom í stuttri tölu Ingibjargar að símaskrárnar væru i-úmlega 900 talsins. Sagðist hún vona að þessi pappír yrði síðar meir að gróðri í landnámi Ingólfs hér í Reykjavík eins og verkefnið Skil 21 gerði ráð fyrir. Þórarinn notaði tækifærið til að hvetja fólk til að skila gömlu síma- skránni inn þegar það sækir þá nýju en hann sagði að það væri hluti af umhverfisstefnu fyrirtæk- isins að taka við gömlum síma- skrám og tryggja að þær nýtist til uppgræðslu lands í stað þess að verða að sorpi. „Við lítum raunar svo á að sóma- samleg umgengni um umhverfið sé þáttur í okkar menningu, þannig að þetta sé líka hluti af menningar- borgarátaki borgarinnar,“ sagði Þórarinn. Undir þau orð tók Skúli Helgason, framkvæmdastjóri inn- lendra verkefna hjá Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000, og sagði það sérstakt fagnaðarefni að fánýtir hlutir eins og gamlar símaskrár fengju hagnýtt gildi með þessum hætti. Búinn til grautur úr tættum simaskrám og svínamykju Tekið er við gömlum símaskrám á skrifstofum Landssímans og á bensínstöðvum Skeljungs en þaðan eru þær fluttar í móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. í Berghellu í Kapelluhrauni vestan við Hafnar- fjörð. Þar eru þær tættar niður og síðan sendar á stefnumót við efni af gagnstæðum pól, þ.e. svína- mykju frá svínabúinu að Brautar- holti sem einnig er þátttakandi í Skil 21 og skilar blautum og köfn- unarefnisríkum úrgangi frá svína- búinu inn í verkefnið. Svínamykj- unni er blandað saman við tætta símaskrána þannig að úr verði nokkuð þykkur grautur. I kjölfarið er grautnum blandað saman við timburkurl sem kemur úr trébrettum sem tætt hafa verið niður og eru framlag Eimskips til Morgunblaðið/Porkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, koma símaskrám borgarinnar fyrir í gámi. Morgunblaðið/Golli Tættar símaskrár hrærðar saman við svínamykju. umhverfisverkefnisins. Virkar timburúrgangurinn sem stoðefni í vinnslunni. Þessi blanda er tilbúin í jarðgerð en að 10-12 vikum liðnum er massinn orðinn að stöðugu moldarkenndu efni, moltu, sem er fyrirtaksefni til landgræðslu sem áburður og jarðvegsbætir. Límtré kaupir hlut KB í Vírneti hf. LÍMTRÉ hf. á Flúðum hefur keypt hlut Kaupfélags Borgfirðinga í Vínieti hf. í Borgarnesi, en félagið átti 50% hlutafjár. Guðsteinn Ein- arsson kaupfélagsstjóri segir að sal- an á hlutafé Kaupfélagsins í fyrir- tækinu sé liður í því að bæta lausafjárstöðu félagsins, en hún hafi verið slæm. Kaupfélag Borgfirðinga hefur verið hluthafi í Vírneti frá stofnun fyrirtækisins árið 1956. Það er hins vegar stutt síðan Kaupfélagið eign- aðist meirihluta í fyrirtækinu. Við- ræður stóðu í vetur um kaup Lím- trés á hlut Kaupfélagsins, en þær töfðust vegna utan að komandi ástæðna, að því er Guðsteinn segir. Hann segir að söluverðið sé trúnað- armál, en það sé vel viðunandi að mati Kaupfélagsins. Guðsteinn segir að rekstur Vírnets hafi gengið mjög vel undanfarin ár og rekstur á þessu ári sé yfir rekstraráætlun. Söluverð- ið taki mið af þessu. Guðmundur Ósvaldsson, fram- kvæmdastjóri Límtrés, segir að auk hlutar Kaupfélagsins hafi Límtré keypt hlut Guðsteins Einarssonar í Vírneti. Límtré eigi því nú tæplega 60% hlutafjár í fyrirtækinu. Hann segir að Vírnet sé mjög gott fyrir- tæki og því góður fjárfestingarkost- ur. Það sé að hluta í sama geira og Límtré og þess vegna sé hægt að ná fram samlegðaráhrifum, m.a. í inn- kaupum. Guðmundur segir að engin áform séu uppi um að gera breyt- ingar á rekstri Vírnets. Áhugi sé á að auka starfsemi fyrirtækisins frekar en hitt. Engin áform séu uppi um að sameina Límtré og Vírnet. Könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í aprfl 2000 Mikil eftirspurn eftir vinnu- afli á höfuðborgarsvæðinu ÆSKILEG fjölgun starfsfólks á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki mælst meiri í aprílmánuði. Sam- kvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í apríl fjölgaði starfsfólki á höfuðborgarsvæðinu um 920, sem jafngildir 1,6% af vinnuaflinu þar. A landsbyggðinni dró úr eftirspurn eftir vinnuafli og er hún í sögulegu lágmarki. Eftirspurnin er áberandi mest í byggingarstarfsemi á höfuðborgar- svæðinu og í ýmiss konar þjónustu við atvinnurekstur, eða um 4,7%, og í samgöngum, eða um 3,2%. Eft- irspum reyndist einnig mikil í verslun og veitingarekstri, eða um 1%. í atvinnukönnunum í aprílmán- uði síðustu ára var eftirspurnin 0,2% árið 1998 og 0,7% árið 1999. Ljóst er að eftirspurn eftir vinnu- afli hefur farið vaxandi með ár- unum og mun hún halda áfram að verða mikil á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. fram á haustmánuði. Eftirspurn í sögulegu lágmarki á landsbyggðinni Á landsbyggðinni dró úr eftir- spurn eftir vinnuafli og töldu at- vinnurekendur æskilegt að fækka fólki um rúmlega 320 eða um 1,0% af vinnuaflinu þar. Eftirspurnin hefur ekki mælst minni í apríl frá því að mælingar Þjóðhagsstofnun- ar hófust á árinu 1985. Eftirspurn eftir vinnuafli fer minnkandi í ílest- um atvinnugreinum, mest þó í fisk- iðnaði og í byggingarstarfsemi, eða um 2,9% og 1,9%. í ýmiss konar þjónustustarfsemi nam fækkunin 1,1% og í verslun og veitingahúsa- rekstri nam fækkunin um 0,6%. Óskir um fjölgun starfsfólks komu einkum fram í öðrum iðnaði. í aprílkönnuninni árin 1998 og 1999 var vilji til að fjölga starfsmönnum enginn á landsbyggðinni. Sam- kvæmt könnuninni mun eftirspum eftir vinnuafli aukast á næstu þremur mánuðum, en.minnka aftur á haustmánuðum. í apríl töldu atvinnurekendur á landinu öllu æskilegt að fjölga starfsfólki um tæplega 600, sem er tæplega 0,7% af áætluðu vinnuafli. Þetta er meiri eftirspurn eftir vinnuafli en á sama tíma í fyrra og mun meiri en í apríl árið 1998. Fjöldi fyrirtækja í könnuninni er um 330. Þau eru í öllum atvinnu- greinum, nema landbúnaði, fisk- veiðum og opinberri þjónustu. Sjúkrahús eru þó með í könnun- inni. Svör bárust frá 290 fyrirtækj- um og 278 fyrirtæki eru með í pör- uðum niðurstöðum. Umsvif þessara fyrirtækja eru um 44,0% af þeirri atvinnustarfsemi sem könnunin nær til, en hún spannar um 70% af allri atvinnustarfsemi í landinu. Morgunblaðið/Sigurgeir "lkT * Nyr hattur áflug- turninn Vestinannaeyjum. Morgnnblaðið. UNNIÐ er að endurbótum á flugturninum í Vestmannaeyj- um, m.a. hefur turninn allur verið klæddur að utan auk þess sem nýr hattur hefur verið smíðaður á hann. Nýi hatturinn er 25 fermetrar að gólffleti en sá gamli var 16 fermetrar. A næstu dögum verður skipt um toppstykkið en það mun ekki hafa truflandi áhrif á flug- umferð þar sem gamli hattur- inn verður hífður af í heilu lagi, án tækja, og þeim nýja komið fyrir samdægurs. Verktakar við þessar breytingar hafa ver- ið Skipalyftan í Vestmannaeyj- um, sem smíðaði gi'indina, og Drangur ehf., sem sér um inn- réttingar og glerjun auk þess að hafa endurnýjað klæðning- una á turninn, að sögn Krist- jáns Eggertssonar. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir kosti um 10 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.