Morgunblaðið - 31.05.2000, Side 31

Morgunblaðið - 31.05.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 31 LISTIR Dulúð og drama tdn- skáldanna CAPUT-tónlistarhópurinn frumflytur fímm íslensk verk í Salnum í Kópavogi í kvöld. Súsanna Svavarsdóttir hitti forsvarsmenn hópsins o g tvö tónskáld sem sögðu henni frá spennandi efnisskránni. Finnur Torfi Stefánsson Úlfar Ingi Haraldsson þá hver fiðluleikarinn yrði en ég er ákaflega glaður yfir því að Sig- rún Eðvaldsdóttir skuli leika það ög trúi því að hún muni gera það mjög vel.“ Eg heyrði því fleygt að þetta væri nýrómantískt verk. „Eg forðast að gefa eigin verkum einkunn- ir, vegna þess að tón- listin er auðvitað að- eins það sem gerist í hugarheimi hlust- andans. Ég vil forðast að gefa hlustandanum fyrirmæli um það hvernig hann kýs að hlusta á verkið.“ FÓTSPOR fugls í sandi er heitið á tónleikum sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld og eru þeir liður í tónleikaröð Tónskáldafélags íslands. Á tónleik- unum, sem eru á dagskrá Listahátíð- ar í Reykjavík og Reykjavíkur - menningarborgai- Evrópu árið 2000, frumflytur CAPUT-tónlistarhópui'- inn verk eftir fimm íslenska höfunda, þá Úlfar Haraldsson, Finn Torfa Stefánsson, Hauk Tómasspn, Þorkel Sigm-björnsson ogÁskel Másson. CAPUT, sem er einn framsækn- aSti tónlistarhópur I slands, var stofn- aður árið 1987 og sérhæfir sig í flutn- ingi á nýrri tónlist. Hann hefur fiumflutt fjöldamörg tónverk eftir ís- lensk og erlend tónskáld, haldið tón- léika í þrettán Evrópulöndum og komið fram á ýmsum virtum tónlist- arhátíðum, t.d. á Varsjárhaustinu og Gulbenkian-tónlistarhátíðini í Port- úgal. CAPUT hefur leikið inn á tíu geisladiska sem gefnir hafa verið út heima og erlendis, hefur hlotið ein- róma lof fyrh’ tónleika sína og hljóð- ritanir og er nú í fremstu röð nor- rænna nútímatónlistarhópa. Kjarn- inn í CAPUT er 14 manna sinfóníetta og aðalstjórnandi hennar er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Tónlistarhópurinn hefur verið við æfingar í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi og þegar blaðamann ber þar að garði einn hrollkaldan, bjartan vordaginn er verið að æfa Dual Clos- ure eftir ungt og afar efnilegt tón- skáld sem við höfum lítið fengið að kynnast fram að þessu, Úlfar Har- aldsson. Verkið er samið á þessu ári og er hluti af doktorsverkefni Úlfars við há- skólann í San Diego í Bandaríkjunum. Og þar sem tónskáldið er á svæðinu liggur beint við að spyrja hann um verkið og forvitnast um hans hagi. Framsækið nám í íhaldssamri borg „Þetta verk er samið fyrir CAP- UT-hópinn,“ segir Úlfar. „Það er samið fyrir klarinettu og kammer- sveit. I því hefur klarinettan sérstöðu á sama hátt og einstaklingur sem sker sig úr hópnum í leikyerki og það er Guðni Franzson sem leikur klarin- ettusólóið." Úlfar hefúr verið við nám og störf í San Diego í Bandaríkjunum síðastliðin sjö ár en síðustu tvö árin hefur hann meira og minna verið við kennslu þar og verið bassaleikari í lausamennsku. En hvers vegna San Diego? „Ég fór fyrst og fremst þang- að vegna kennara míns, Brians Fern- eyhoughs, sem einnig var kennari Hauks og Finns. En auk þess er þetta lítil og framsækin deild sem er mun tengdari Evrópu en Bandaríkj- unum, kannski vegna þess hvað grunvöllur fyrir íramsækni er takm- arkaður í Bandaríkjunum.“ Úlfar lætur vel af dvölinni í San Diego en segir borgina mjög íhaldssama, en það sé í lagi vegna þess að tónlistar- deild háskólans hafi mest tengsl við Frakkland, Þýskaland og Spán. Það hafa ekki verið flútt mörg verk eftir Úlfar á íslandi. Þó skrifaði hann verk fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands sem var frumflutt á Ungnorrænum músíkdögum árið 1997 og hét Jarð- arsinfónían. Fyrir stuttu flutti ástr- alskur slagverksleikari einnig verk eftir hann hér. Hins vegar hefur Úlf- ar fengið talsverðan flutning á verk- um sínum erlendis. Hann segist þó vera að byrja að kynna þau hér heima pg næsta vetur mun hann dvelja á íslandi. „Ég hef hugsað mér að fylgja eftir kennslu sem ég byi'jaði á hér í fyrra, í tónsmíðum og tónfræðum," segir hann. „Ég vil gjaman fá dálitla fjar- lægð á Ameríku og finna aftur tengslin hér efth’ allan þennan tíma. Það er mjög nauðsynlegt fyrir lista- menn sem stai'fa erlendis að halda í tengslin við uppmna sinn. Við þurf- um öll þann grundvöll til að starfa á.“ Úlfar lauk BA-prófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík og segist að- eins hafa ætlað að vera í tvö ár í Bandaríkjunum. „En ég náði að skapa mér grundvöll til að vinna þar og fékk þannig tækifæri til að borga mest af námskostnaðinum sjálfur. Ég áttaði mig líka á því að það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að þróa það sem maður er að gera. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri.“ Fannst ég geta gert kröfur til CAPUT Annað verkið á tónleikunum er Fiðlukonsert eftir Finn Torfa Stef- ánsson. Verkið var samið fyrir CAP- UT-hópinn fyrir um fimm árum en að sögn forsvarsmanns hans, Guðna Franzsonar, hefur hópurinn ekki haft tök á því að flytja hann fyrr - að- allega vegna þess hversu flókinn fyrsti kaflinn er. Um það segir tón- skáldið: „Það var ekki ætlun mín að hafa verkið flókið. Mig langaði til að hafa það lagrænt og hugsaði mér fiðl- una sem laglínuhljóðfæri. Fiðlan er einkar vel til þess fallin. Það eru auð- vitað kaflar í verkinu sem eru ekki auðleiknir en ég samdi verkið fyrir CAPUT og fannst ég geta gert kröf- ur til þeirra. Hins vegar vissi ég ekki Af klettinum Viðbjóði Annars vorum við Snorn Sigfús, kollegi minn, að velta því fyrir okkur á dögunum hver væru sérkenni ís- lenskrar nútímatónlistar. Við kom- umst að því að það sem einkennir helst íslensk verk sé dulúð og drama - sem eru fyrirbrigði sem eru fyrir hendi í rómantískri tónlist." En hvers vegna eru íslensk tónskáld svona dul- úðug og dramatísk? „Það er líklega út af birtuskilyrðunum hér á íslandi. Það er þetta skrautlega samband birtu og skugga. Við vitum aldrei hver raunveruleikinn er; hann er allt- af að breytast. Það er klettur fyrir of- an sveitabæinn minn sem heitir Við- bjóður. Ég- véit í rauninni ekkert hvernig sá klettur lítur út. Það ræðst af birtuskilyrðum." Fleh'i voru tón- skáldin ekki á æfingunni þennan dag. Þau voru að heiman og Guðni Franzson og hljómsveitai’stjórinn, Guðmundur Oli Gunnarsson, svöruðu því til að verk Áskels og Þorkels hefðu verið sérstaklega pöntuð fi'á Listahátíð og verk Hauks sé úr hópi fimm verka sem Caput pantaði frá honum. „Verk Áskels er fyrir sjö hljóð- færaleikara," segja þeir, „og byggt á þjóðlegu stefi - er fantasía um Kvölda tekur, sest er sól. Þetta verð- ur líklega verkið sem við íonim með til Bandaríkjanna í haust í tónleika- ferð. Verk Þorkels, Þjóðhátíðarregn, er fyrir tvo söngvara og fjóra hljóðfæra- leikara. Það eru þau Bergþór Pálsson og Marta Halldórsdóttir sem syngja. „Þetta er búrleska éða gleðispil við texta Sigurðar Pálssonar. Það gerist á 17. júní í rigningu og fjallar um par sem fer í bæinn kápulaust og lendir í hrakningum. Hún og hann syngja ljóðið en flauta, klarinett, fiðla og selló leggja til umhverfíshljóðin og tvö millispil. Ef til vill er einhver togstreita framan af en allt fellur í ljúfa löð að lokum - með svolitlum kuldahrolli." Fimmta verkið á tón- leikunum er eftir Hauk Tómasson og heitir „Talnamergð". Það er fyrir sópran og tólf manna kammersveit og er byggt á Ijóði pólsku skáldkon- unnar Wislawa Szymborska í þýð- ingu Þóru Jónsdóttur. Þeir Guð- mundur Óli og Guðni segja verkið mótað af ljóðinu í stórum dráttum. Annars vegar fylgir það erindaskip- an en hins vegar mótast það af heild- artúlkun á ljóðinu. Það er Marta Halldórsdóttir sem syngur ljóðið. Flytjendur á tónleikunum eru Kol- beinn Bjarnason, flauta, Eydís Franzdóttir, óbó, Guðni Franzson, klarinetta, Brjánn Ingason, fagott, Emil Friðfinnsson, horn, Eiríkur Öm Pálsson, trompet, Sigurður Þor- bergsson, básúna, Steef van Ooster- hout, slagverk, Pétur Grétarsson, slagverk, Helga Bi'yndís Magnús- dótttir, píanó, Zþígnietv Dubik, fiðla, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, víóla, Sigurður Halldórsson, selló, og Valur Pálsson, kontrabassi. Sem fyrr segir verða einleikarar og einsöngvarai' þau Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Marta Halldórsdóttir, sópran, Berg- þór Pálsson, baritón, og Guðni Franzson, klarinetta. Stjómandi er Guðmundur Óli Gunnarsson og hefj- ast tónleikarnir klukkan 20.30. Söng’sveitin Drangey á Hólmavík SÖNGSVEITIN Drangey heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju laugar- daginn3.júníkl. 16. Stjórnandi er Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir og undirleikari Ólafur Vignir Albertsson. Einsöngvarar með kórnum eru Margrét Ásgeirs- dóttir og bræðurnh' Gunnar og Sig- mundur Jónssynir. Myndbönd í LÍ Á SÝNINGUNNI Nýr heimur - Stafrænar sýnir sem stendur yfir í Listasafni Islands, Fríkirkjuvegi, er sýnt úrval íslenskra og erlendra myndbandsverka í sal 2. Á sýningunni era verk eftfr marga af þeim listamönnum, sem mótað hafa þessa ungu listgrein á síðustu áratugum. I dag, miðvikudag, kl. 12 og 15 verða sýnd verk Arnulf Rainer: Verlegener und Vergeblicher. Stórverslanir taldar skaða bóksölu New York. AP. VINSÆLDIR stóiverslana á tíunda áratugnum hafa ýtt undir vinsældir metsölubóka á kostnað þeirra rit- vei'ka sem síður seljast, en talin eru búa yfir auknu bókmenntalegu gildi, að því er nýleg könnun á vegum bandaríska rithöfundasambandsins, „The Authors Guild“, bendir til. Árið 1986 voru metsölubækur ein- ungis um 7% allra þeirra innbundnu bóka sem seldar voru, en 1996 hafði þessi tala náð 13%. „Miklar vinsældir stórverslana og netbókaverslana hafa haft það í för með sér að bókaiðnaðurinn líkist nú æ meira öðram verslunariðnaði og það eru færri nú en áður sem gera það gott,“ sagði Nicholas Lemann, rithöfundur og stjórnarformaður vinnuhópsins „Midlist Study Group“. Stórar bókaverslanir á borð við Borders og Barnes & Noble, sem hingað til era taldar hafa boðið upp á meira úrval bóka en stórmarkaðir eru nú einungis sagðai' bjóða upp á meira úival þeirra titla sem seljist í meðallagi vel og era auk þess gagn- rýndar fyrir að leggja áherslu á met- sölubækur og stærri útgefendur. Sé bóksala stórverslana síðan skoðuð kemur í ljós að flestir titlar sem þar era í boði teljast til reyfara og er í skýrslunni bent á nokkur dæmi þess hvernig stóiverslanir hafi skaðað minni útgáfufyrirtæki með innkaupastefnu sinni. Stór- verslanir séu betur í stakk búnar til að veita afslátt af bókaverði en minni bókaverslanir. Þær veiti hins vegar einna helst afslátt af sölu- hæstu bókum sínum og dragi þannig úr sölu annarra bóka. Þá séu stór- verslanirnar ekki síður fljótar að losa sig við bækur sem ekki seljist vel. Gagnrýni rithöfundasambandsins í skýrslunni beinist einnig að al- menningsbókasöfnum sem sögð eru leggja aukna áherslu á metsölubæk- ur í bókakaupum sínum. Minni upp- hæðum en áður sé þá veitt til bóka- kaupa þar sem söfnin leggi nú þess í stað áherslu á að tölvuvæðast. Bertels- mann gefur út Blíðfinn ÞÝSKA bókaforlagið Bertels- mann mun gefa út barnabókina Blíðfinn eftir Þorvald Þor- steinsson haustið 2001. Að sögn Snæbjörns Arn- grímssonar hjá Bjarti, sem gef- ur Blíðfinn út hérlendis, hefur Bertelsmann lofað mikilli kynn- ingarherferð. „Þeir ætla að gefa bókina út fyrst sem „hard- cover“ og síðan kilju og áætla að selja bókina í stóra upplagi." Snæbjörn segir að þetta greiði mjög leið Blíðfinns til annarra landa. „Nokkrar bóka- útgáfur hafa sýnt áhuga á út- gáfu bókarinnar. Þetta eru for- lög í Englandi, Svíþjóð, Noregi, Frakklandi, Danmörku og Ita- líu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.