Morgunblaðið - 31.05.2000, Side 64

Morgunblaðið - 31.05.2000, Side 64
64 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Dómur götunnar Anil’s Ghost, skáldsaga eftir Micha- el Ondaatje. Bloomsbury gefur út 2000. 307 síður, kostaði 3.495 kr. í Eymundsson í Kringlunni. FYRST er líklega rétt að biðjast velvirðingar á því að óbreyttur sagnfræðingur skuli ætla sér að fara að skrifa dóm um bókmennta- verk sem þetta. Bækur Michaels Ondaatje eru nefnilega alls ekkert léttmeti - Bókmenntir með stóru B - og stíllinn er oft á tíðum nokkuð óhefðbundinn fyrir þá sem óinn- vígðir eru í huliðsheima bók- mepntafræðinnar. A hinn bóginn verða víst allar bækur að standast dóm götunnar >engu síður en stækkunargler bók- menntafræðinganna. Las aukin- heldur mér til mikillar ánægju bók- ina The English Patient sem tryggði höfundinum hin eftirsóttu Booker-bókmenntaverðlaun árið 1992 og tel mig því ekki algeran nýgræðing. Anil’s Ghost er fyrsta bók Onda- atjes frá því að The English Pat- ient kom út. í millitíðinni hefur leikstjóranum Anthony Minghella tekist með eftirminnilegum hætti að fanga andrúmsloft harmþrung- innar sögu Ondaatjes í kvikmynd sem sópaði til sín verðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni 1997. Anil’s Ghost er ekki síður metn- _ aðarfullt verk þó að hún sé ef til vill ekki alveg jafn margslungin og The English Patient. Bókin gerist á Sri Lanka en sem kunnugt er hefur skálmöld sett svip sinn á líf eyjar- skeggja undanfarna áratugi. Sögu- hetjan Anil Tissera snýr aftur til ættjarðar sinnai1 eftir langa fjar- veru; verkefni hennar að rannsaka ásakanir um að stjórnvöld hafi stundað þá iðju að taka af lífi póli- tíska andstæðinga sína.Við nálg- umst átökin oftast nær með augum Anil - sem þátttakendur en um leið sem vestrænir áhorfendur, hún er nefniiega hvort tveggja í senn. Ondaatje er sjálfur fæddur á Sri Lanka og þar ólst hann víst upp áð- . ur en hann flutti til Englands og Aiíðar til Kanada. Það blasir enda við að hér skrifar hann af þekkingu á málefninu. Hafi það verið ætlun- arverk hans að gefa lesandanum nasasjón af lævi blöndnu loftinu á Sri Lanka er óhætt að segja að höf- undinum takist vel til, lærdómurinn er sá að stríð sé tilgangslaust og að borgarastríð séu tilgangslausust allra því þar berast bræður á bana- spjót án þess að nokkur maður muni lengur hvers vegna. Og þótt sagan sé að mínu mati ekki eins grípandi og The English gatient má Öndaatje eiga það að liann hefur gott vald á enskri tungu - og notar sér það með góðum ár- angri. Myndmál hans birtist á stundum Ijóslifandi í huga manns, svo fullkomlega hefur hann beislað tungumálið sem verkfæri sitt. Þessa bók væri í raun hægt að lesa þó að hún væri um ekki neitt - hún pr svo fallega skrifuð. Davíð Logi Sigurðsson HEILSAÐ UPP Á GÖMUL LEIKFÖNG OG NÝ Bókin er skemmtilega myndskreytt og kannast eflaust margir við þessa trélest. Gormurinn gdði hefur skemmt börnum síðan hann kom á markað árið 1945. Húlahringir og endalaus hamingja Flestir hafa leikið sér með leikföng. Silja Björk Baldursdóttir rakst á bókina Toys for a Lifetime og rifjaði upp kynni sín af æskuleikföngunum og kynntist um leið öðrum nýjum. HVER kannast ekki við ánægju- hrollinn sem fylgir því að rekast aft- ur á gamla dúkku eða gulnaða lita- bök? Það er svo gaman að hitta gamla kunningja. Leikfóngin deildu sorgum okkar og gleði og voru hluti af fjölskyldunni. Mamma, pabbi, litla systir, hundurinn - og bangs- inn. Að blaða í myndabók um leik- fóng er eins og að skoða fjölskyldu- albúm og rifja upp liðnar stundir. Það er ekki fyrr en eftir svolitla stund, og margar hlýjar minningar, að þú uppgötvar hvemig bók þú ert að skoða. Þú ert að skoða bók fyrir foreldra - ekki bók fyrir þig. Þetta er bók fyrir fdlk sem á böm, ekki bók um þig sem bam. En haltu samt áfram að lesa - og stelstu til þess að brosa til playmókalla og fjarstýrðra bfla. Sú sem leiðir þig í gegnum heim leikfanganna heitir Stevanne Auerbach. Hún er sérfræðingur þeirra Bandaríkjamanna í öllu sem viðkemur barnaleikföngum og skartar doktorsgráðu. Enda er hún betur þekkt sem Dr.Toy (eða dr. Dót...). Hún hefur skrifað fjölmarg- ar bækur um skyld efni og auk þess getur fólk fylgst með nýjungum í leikfangaheiminum á vefsíðu henn- ar (www.drtoy.com). I þessa til- teknu bók hefur hún safnað efni í ákveðinni leikfangabúð: F.A.0 Schwarz, sem hún tengir við eigin æskuminningar, sætar og ljúfar. Við sláumst í hópinn og fylgjum henni um rangala leikfangahallarinnar. I dótabúðinni er af nógu að taka. Og við fömm af stað í lítinn leiðang- ur. Við ferðumst um langa ganga, skimum í himinháar hillur, eram leidd áfram, spennt en ánægð. Við þurfum ekki að hafa komið í búðina, við sjáum þetta alit fyrir okkur í huganum og flökkum um paradís- ina. Leikföngin era kynnt í ýmsum flokkum. Einn kafli bókarinnar er um útileikföng, næsti um spil, slönguspilið og fleira skemmtilegt, annar kafli um leir, liti og föndur, einn um farartæki: lestir og bfla og svoleiðis mætti áfram telja. Minningarnar streyma - og þarna er uppáhalds trélestin mín! Bókin er skemmtilega mikið myndskreytt með líflegum og björtum myndum. Fallegum myndunum fylgja svo fróðleiksmolar - vinsældir leik- fangsins skýrðar og ýmislegt spenn- andi um sögu þeirra látið fylgja með. Margir arkitektar léku sér t.d. með kubbaþegar þeir vora litlir, og hver ætli hafi fundið upp galdraleir- inn? Skaparar hinna ýmsu Ieikfanga hafa verið listamenn, smiðir, mæð- ur, stöðumælaverðir og jafnvel píanóstillingamenn! Það er margt sem kemur á óvart. Og einmitt það óþekkta er gaman að kanna. í fyrstu er skemmtUegast að skoða gamla dótið sitt en svo er nú líka svolítið spennandi að gjóa augunum að þeim leikföngum sem þú áttir ekki. I bókinni er fullt af leikföngum sem ég hefði gefið mikið fyrir að eiga þegar ég var yngri. Og jafnvel sumt sem ég myndi vilja eignast í dag. En athyglisverðasti kaflinn er einmitt sá nýjasti í sögu leikfanganna. Nú er tæknin heldur betur komin til sögunnar! Framtíðarbörnin Oftar en ekki er markmið leik- fanga að sameina leik og lærdóm - gagn og gaman. En sú hugsun hefur öðlast nýja vídd með tilkomu tölv- unnar. Hrein bylting hefur orðið í leikfangaheimi. Meira að segja ég, af kynslóð fyrstu tölvubama - Sinclair Spectrum kynslóðinni, get ekki annað en gapað. Og öfundað börnin í dag - ég hefði viljað eiga svona! Til viðbötar við tölvuspilin og leikjatölvur sem ég sjálf átti, geta börn nú eignast dúkkur með orða- forða upp á 10.000 orð, hannað eigin föt á Barbie-dúkkur með hjálp CD- ROM og átt rafræna vini og gælu- dýr eins og Furby, og skemmt sér með Pokémon, sem er nýjasta af- þreying tæknibamanna. En ekki nóg með það. Þetta var gaman. Svo er líka gagn. Börnin geta lært að lesa og þokkja tölustafina með hjálp heimilistölvunnar ef mamma og pabbi era of þreytt til að kenna þeim. Þau geta átt eigin kjöltutölvu, sérhannaða fyrir börn, og lært þannig undirstöðuatriðin í tölvu- notkun. Og nú geta börn byggt sín eigin vélmenni! Tölvan kennir þeim svo tónlist, söngva og vísur og ef þeim þykir gaman að kubba þá eru til tónsmíðakubbar! Afi átti alltaf stækkunargler sem var spennandi, en hvemig virkar stækkunar„gler" fyrir eyra? Það magnar upp hljóð svo bömin geta heyrt betur um- hverfishljóð - fuglasöng og skor- dýrasuð. Möguleikarnir virðast óþijótandi! Eg myndi vilja vera að fæðast núna. Ben Asen, sá sem tók Ijósmynd- irnar í bókinni, að húlla árið 1963. En í þessum nýja heimi, sem tæknin virðist hafa þjappað saman og minnkað, þá verður til nýtt vandamál. Fjölbreytnin er of mikil. Nú er úr of mörgu að velja. Áður var það einfalt - leggur og skel var það eina sem bauðst, en núna... hvað á að velja?! Dr. Toy kemur til hjálpar enda bókin hugsuð fyrir foreldra sem vilja kaupa réttu Ieikföngin. Að mörgu þarf að huga: hvað gefur þetta barninu, hvaða svið þess þroskar það, hvað er of erfitt og hvaða leikfong era hættu- leg? Þannig er bókin samansafn af ráðleggingum til foreldra hvernig best sé að velja leikfang við hæfi. Taka þarf mið af þroska bamsins og það er vandasamt að velja. Bangsi kennir barninu að tjá ást sina. Húla- hringurinn kennir þeim að samhæfa hreyfingar líkama síns um leið og þau fá útrás fyrir hreyfiþörf. Og ekki veitir af eftir langa setu fyrir framan tölvuna! Ymis önnur ráð til foreldra fylgja: hvernig best er að geyma leikföngin eða hreinsa, hvernig þú átt að leika þér með börnum, hvaða leikföng er best að taka með í ferðalag o.s.frv. Leyfðu þeim svo sjálfum að finna sinn listræna miðil og eigðu föndur- kassa fullan af tímaritum til að klippa í tætlur! Bókin er full af leiðbeiningum fyrir foreldra - Barnaleiðarvísir - handbók sem ætti að fylgja með hverju bami... Við lesturinn kynnumst við bömun- um betur og sjálfum okkur - sem bömum. Við rifjum upp okkar eigin upplifun fráþví að við voram lítil peð og að það hjálpar okkur að sjálf- sögðu að skilja litla fólkið. Við get- um lesið bókina sem fullorðin og haft gaman af fullorðinshlutum (Lego: stytting á „leg godt“ - leika sér vel - og lego á latínu þýðir að setja saman). Eða bara lesið eins og barn og dáðst að litríkum myndun- um og glaðst á hverri síðu. Rifjað upp gamlar minningar og rifjað upp gleðina um leið. Forvitnilegar bækur with Mark Físchettl Tbe Original Design and Dltimate Destiny of the WORLD WIDB WEB by Its Inventor Forcworri hy Michael DcTtOUZOS, Dircctor of MTT Laboralory for Computer Sdcncc Vefarinn mikli Weaving the Web: The Original Design and Ultimate Destiny of the World Wide Web by its Inventor, bók eftir Tim Berners-Lee. Harper San Francisco gefur út. 226 síður innbundin. Kostaði um 1.500 kr. hjá Amazon á Netinu. FYRIR 20 árum var Tim Bern- ers-Lee nýútskrifaður úr Oxford og starfsmaður evrópsku rann- sóknastöðvarinnar CERN. Þar sem hann sat við Norsk Data tölvu sína fór hann að velta því fyrir sér hversu það myndi auðvelda vinnu allra ef allar upplýsingar sem til- tækar væru innan stofnunarinnar væru tengdar saman, menn gætu vísað í skjöl án þess að skeyta þeim við og treyst því að þau skjöl sem vísað væri í væru alltaf með nýjustu upplýsingum. Þetta var byltingarkennd hugmynd, en mesta byltingin þó að Berners- Lee, sem var alinn upp í evrópsku akademísku umhverfi, sá það fyrir sér að Vefurinn, eins og hann var síðar kallaður, yrði öllum opinn og hugbúnaðurinn byggður á opnum stöðlum. Fyrsta vafrann skrifaði Berners- Lee á Norsk Data vél sinni í Pascal undir Sintran III stýiikerf- inu og kallaði Enquire. Sá vafri glataðist síðar, því er Berners-Lee hvarf til annarra starfa um hríð skildi hann frumkóðann eftir og enginn hirti um að varðveita hann. Hugmyndin var þó komin af stað og í bókinni sem hér er gerð að umtalsefni lýsir Berners-Lee hvernig honum tókst smám saman að sannfæra menn um að taka þátt i að þróa þessa nýstárlegu hug- mynd og að fá stjórnendur CERN til að leggja fé í verkefnið. Berners-Lee er hugsjónamaður, knúinn áfram af hugsjóninni um betri heim og skipulagðari, og treystir því að svo megi búa um hnútana að upplýsingarnar muni gera mennina frjálsa. Kemur ekki á óvart að fyrstu alvarlegu árekstrarnir urðu þegar hann kom vestur um haf að kynna hugmyndir sínar og rakst á vísindalegan rétt- trúnað og gróðahyggju. Það kemur þó víða fram í bókinni að hann hef- ur ekkert á móti því að menn séu að græða á hugmyndinni um Vef- inn og gerði sér þegar grein fyrir því að aðalmálið væri að Vefurinn og það sem á honum yrði fengi að þróast án þess að menn væru með sífellda afskiptasemi. Lokahluti bókarinnar er vanga- veltur Berners-Lee um framtíð vefjarins. Hann sér það fyrir sér að tölvur eigi eftir að geta lesið saman þær upplýsingar sem er að finna á Netinu, sama á hvaða tungumáli þær eru, og „skilið“ þær að því marki að geta auðveldað notendum að finna tengingar og tilvísanir. Heldur er langt í land að það gangi eftir að flestra mati, en ekki voru heldur allir á því að vit væri í Vefnum á sínum tíma. Árni Matthíassoh

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.