Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 E 3 netið Á NETSTÖÐINNI Á GRANDA ER FÓLKI KENNT HVERNIG ÞAÐ GETUR TEKIÐ HEILLEGA HLUTI ÚR GÖMLUM TÖLVUM OG BÚIÐ TILTÖLVU ÚR PÖRTUNUM SEM GENGUR FYRIR LINUX-STÝRIKERFI. GÍSLI ÞORSTEINSSON KYNNTI SÉR HVAÐ FRAM FER í HÚSAKYNNUM NETSTÖÐVARINNAR. Tólvur sem öðlast nýtt Netstööinni fara fram námskeið fyrirfólká aldr- inum 15-25 ára, sem áhuga hefur á að vinna við tölvureöa Netiö. Hvert námskeið byggist á kennslu í Linux-stýri- kerfinu auk þess sem nemendur fá kennslu í að taka það sem heil- legt er í gömlum tölvum, búa til nýja og setja á hana stýrikerfiö. Er markmið námskeiðsins að gera fólk sjálfbjarga á tölvur og tengda tækni til þess að hasla sér völl á þeim vettvangi. Guðmundur Ragn- arGuðmundsson, sem erfor- stööumaður Netstöðvarinnar, seg- ir að flestir haldi aö það sé mikil kúnst að setja upp tölvu en svo sé ekki. „Þegar búið er að læra undir- stöðuatriðin er ekkert því til fyrir- stööu að setja saman tölvu og setja inn á hana stýrikerfi. Fólk er stundum svolítið hrætt við þetta en það er mjög þægilegtilfinning að vita hvað erí kassanum." Guðmundur segir að ástæða þess að Linux-stýrikerfi sé sett á tölvurnar sé sú að lítil Linux-vél geti gert ýmislegt er tengist Netinu, til dæmis unnið sem vefþjónn og póstþjónn, en til þess að vinna með gluggakerfi, eins og Windows, þyrfti stærri ogöflugri tölvur. „Þá hentarverrað kenna innri verkan tölvunnar í gluggakerfi því það miðast oftast við að hægt sé að nota vélina án þess að skilja hvernig hún virkar." Vildi koma fólki af stað Aöspurður um hvers vegna hann hafi ákveðiö að koma starf- semi Netstöðvarinnar á legg segir Guðmundur að eftir margra ára vinnu og kennslu í tengslum við tölvur og Netið hafi hann komist að því að margir, sem hefðu áhuga á aö fóta sig á slíkum vettvangi, hefðu ekki til þess tækifæri nema meö miklum tilkostnaði, svo sem framhaldsnámi eða umfangsmikl- um námskeiöum. „Tölvukennsla I skólum snýst mest um að kenna Morgunblaðið/Amaldur Guómundur Ragnar, til hægri, ásamt tveimur piltum í Netstöðinni. Frá vinstri: Ásgeir Halldór Leifsson og Eyjólfur Karl Eyjólfsson. fólki að nota tölvur og það dugar fólki í hefðbundnum störfum. Það er hinsvegar skortur á fólki sem kann að setja upp og reka net- tengd tölvukerfi, vefþjóna og svo- leiöis. Það vantar einnig fólk f uppsetningu, aðlögun oggerð hugbúnaðar. Ég hafði komist að því að margir eru hæfileikaríkir á þessu sviði og hefðu áhuga en ekki hafttök á að koma sér áfram. Því þótti mértilhlýðilegt að koma á fót leiö sem gæti komið áhuga- fólki um tölvur af stað til þess að fá vinnu á þessu sviði. Ég held að meö því að bjóða fólki kennslu og uppsetningu á netkerfum, upp- setningu á tölvum og stýrikerfum væri hægt að koma mörgum á rek- spöl.“ Guðmundur ásamt fleirum fékk stuðning hjá Reykjavíkurborgfyrir húsnæði oggóðri nettengingu til þess að koma námskeiðum af stað. „Það er Ijóst að margt er hægt að læra af bókum og nám- skeiðum. Þó er það á þessu sviði eins og reyndar í flestu ööru að æfingin skapar meistarann. Þess vegna er mikilvægur þáttur í starf- seminni aö skaþa vinnuaðstöðu sem fólk hefur aðgang að eftir því sem því hentar. Fyrstu skrefin fel- ast í því að æfa það sem tengist kennslunni beint en síöan leiðist fólk út í ýmsar þælingar tengdar Netinu." Það var ekki markmiöið að sögn Guömundaraö Reykjavíkurborg fjármagnaöi daglega starfemi Net- stöövarinnar. Hann segir að upp- hafið hafi gefið þeim góða von um að svo yrði ekki því aösókn var að hans sögn með ágætum í haust. „Fólk sýnir þessari hugmynd mik- inn áhuga og við höfum fengið þó nokkuö af tölvubúnaði frá fyrir- tækjum. Því miður komu upp vandamál með kyndinguna f hús- inu svo hitinn varí lágmarki frá októberfram í lokjanúar. Það erí raun skondið, svona eftir á að hyggja, að þráttfyrirstuðning Reykjavíkurborgar og ýmissa fyrir- tækja máttum við okkur lítils í bar- áttunni við náttúruöflin. Við misst- um semsagt dampinn og erum bara rétt að rífa okkur af stað aft- ur. Nú þegar eru 10 manns með aðstöðu í Netstöðinni og við ætl- um að fara af stað með nokkur námskeið í sumar, en það er ólík- legt að mikil gróska verði f þeim fyrr en með haustinu. Við erum að- allega að endurbæta aöstöóuna og leita að góðum húsgögnum." Okkur vantar alltaf tölvur Margir hafa lagt Netstöðinni lið með því aö koma með tölvur og annað sem til hefur fallið og sagði Guömundur að sá stuðningur væri ómetanlegur. „Landssíminn hefur reynstokkurmjögvel, aðstoðað okkurí kynningarstarfinu og látið okkurhafa margartölvur sem það er hætt að nota. Við þurfum samt alltaf á fleiri tölvum á að halda og lofum að nýta eitthvað úr þeim ef fólk kemur með þær til okkar. Við viljum hvetja fyrirtæki og einstakl- inga að láta okkuríté gamlartölv- ur sem ekki eru lengur í notkun, það hlýtur að vera betra að nýta úr þeim en láta þærfara á haugana." Works Pdjsfeil** 'erð/ð. Ótrúlegur pakki hlaðinn öflugum hugbúnaði. Berðu saman verð og gæði. SCALEO C60-31 • 17" hágæða skjár • 600 MHz Intel Celeron örgjörvi • Intel skjástýring (810 kubbasett) • 64 MB innra minni • 64 radda hljóðkort • 10 GB harður diskur • DVD mynddiskadrif (®) celeron' 1119.990, SCALEO P67-31 '17" hágæða skjár ' 667 MHz Intel Pentium III Coppermine örgjörvi ■ 16 MB 2D/3D ATi XPERT 2000 skják. ' 64 MB innra minni (133MHz) ■ 64 radda hljóðkort /*A' ■ 10 GB harður diskur fPsXJ 1 DVD mynddiskadrif 139.990 WorcL'Vu Flight Simulator 2000 The Worl Enough Uot (ImtijlíS5* Mkmsoft Suite 2000: Frábær hugbúnaðarpakki sem inniheldur eitthvað fyrir alla. • Street & Trips 2000 fKCAKIA > Home Publishim 2000 > Word 2000 > Encarta 2000 «Works 2000 > Money 2000 MICROTEK Nýr USB mynd- lesari. 600 x 1200 dþj upplausn og 42 bita litadýpt. Mjög oflugur hugbúnaðarpakki • ScanWizard 5.0 • PageKeeper StandardJ • OmniPage 3.0 LE [ “ • Adobe PhotoDeluxe 2.0 ] • Ulead Photolmpact 5.0 ! Tölvunum fylgir einnig margmiðlunarlyklaborð, mús með skrunhjóli, hátalarar, Betri þjónu. Windows 98 2nd Ed, • án þess að Ollum tölvum frá BT fylgir Silfurkortið frá Tölvu- simanum og nettenging frá Margmiðlun COMPUTERS SIEMEIMS BT Skeifunni - S:550-4444 • BT Hafnarfirði - S:550-4020 • BT Kringlunni - S:550-4499 • BT Reykjanesbæ - S:421-4040 • BT Akureyri - S:461-5500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.