Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 8
8 E MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Páll Ketilsson segir Netið á góðri leið með að breyta umhverfi héraðs-
fréttablaða allverulega.
= netið =
Nokkur héraös-
fréttablÖð hafa
fylgt kalli tímans,
opnaö vefsíöurog
haldiö úti fréttaþjón-
ustu á Netinu, í mis-
miklum mæli þó. Gísli
Þorsteinsson kynnti
sér starfsemi hér-
aösfréttablaöanna á
nýjum vett-
VangÍ og komst að
því að þau hafa gengið
í endurnýjun Tlf-
daga.
Morgunblaöiö/Halldór Sveinbjömsson
Sigurjón J. Sigurósson, ritstjóri Bæjarins besta á ísafirði, kveðst
leggja rækt við fréttavef blaðsins.
Gamalt
vín á nýjum
belgjum
Upphaf blaöa á íslandi
nær allt afturtil ofan-
verðrar 18. aldar er
Magnús Ketilsson,
sýslumaöurí Dalasýslu,
gaf út Islandske Maan-
eds Tidender áriö
1773. Hann hefur ugg-
laust ekki örað fyrir þeim breytingum sem
áttu eftir að vera á blöðum í tímans rás
hvað þá að þeirra biði nýr vettvangur: Net-
ið. Fyrir utan landsmálablööin Morgun-
blaðið, Dag og DV hafa nokkur héraðs-
fréttablöð haslaö sér völl á Netinu. Eitt
þeirra er Víkurfréttir á Suðurnesjum,
www.vf.is.
Páll Ketilsson, ristjóri Víkurfrétta á Suð-
urnesjum, sem gefur út samnefnt héraðs-
fréttablaö og tímrit mánaöarlega, segir að
héraðsfréttablöð séu aö ganga í endur-
nýjun lífdaga með tilkomu Netsins. Nú
þurfi þau ekki lengur að bíða með fréttir t
vikutíma heldur eru þær birtar um leið og
búiö er að skrifa þær. „Áður fýrr biöum við
með fréttir í marga daga til þess að setja
það t vikublaöið okkar en nú setjum allt
efni beint á Netiö. Við reynum aö sinna
fréttavefnum okkar af kostgæfni og höfum
náð aö skrifa allt að 20 fréttir á dag.“
Fjölmiðlar sigla inn í nýtt umhverfi
Páll segir að Víkurfréttir, sem er meðal
elstu héraösfréttablaöa á landinu, hafi
verið fyrsti íslenski fjölmiðillinn til þess að
setja allt efni á Netið, árið 1995. „Við juk-
um við vægi vefjarins smátt og smátt en
það var ekki fyrr en um áramót sem við
tókum ákvörðun um að efla fréttaþjónust-
una á Netinu til mikilla muna. Nú horfum
við allt öðrum augum á það efni sem frá
okkur kemur því það fer allt á Netið, burt
séð frá mikilvægi fréttanna. Við ákváöum
að efla vefinn okkar því allt er meira
minna á Netinu og greinilegt að fjölmiðlar
eru að sigla inn í nýtt umhverfi. Það tekur
sjálfsagt tíma fyrir okkur aö aðlagast
þessu nýja umhverfi, en fram að þessu
hefur okkur gengið vel enda tæknin oröin
slík að auðvelt er aö flytja efni og myndir
yfir á Netið." Páll segir aðspurður að Netið
muni eflaust breyta umhverfi héraðs-
fréttablaöa verulega en telur erfitt að spá
fyrir um hver þróunin veröi. „Það má eigin-
lega horfa á þessa þróun úr tveimur átt-
um. Netvæðingin mun eflaust ekki skaða
blöð, eins og Víkurfréttir, sem er dreift frítt
og lifir á auglýsingum, en það horfir öðru
vísi við blöðum sem eru seld í lausasölu
og áskrift því áskrifendur munu hætta að
kaupa blaðið í einhverju mæli um leið og
það er farið á Netið. Má þar nefna Bæjar-
ins besta á ísafirði sem til dæmis hefur
ekki fengið jafn mikiö í auglýsingatekjur á
móti því sem það hefur misst í tekjur
vegna færri áskrifenda.”
Stóru miðlarnir fylgist með
Ekki hefur verið fylgst með því hve marg-
ir hafa nýtt sér fréttaþjónustu Víkurfrétta
frá áramótum en Páll segir að ástæðan sé
sú að talningavélin virki ekki sem skyldi,
en það standi til bóta. Hann segir að vef-
urinn hafi vakið athygli stóra fjölmiðlanna,
sem hafa náð í fréttir frá Víkurfréttum, og
fengiö góð viöbrögð bæjarbúa sem eru óð-
um að átta sig á þessu breytta umhverfi.
Uppsagnir eftir að biaðíð fór á Netið
Bæjarins besta, sem er eitt elsta hér-
aðsfréttablað landsins, var sett á vefinn
árið 1996. Var hægt að lesa það með
Acropat Reader en útgáfa þessi var fremur
þung og tók langan tíma fyrir lesendur að
hlaða blaðinu inn. Því var útgáfu hætt í
maí áriö 1999. Nýr vefur, www.bb.is, var
opnaöur 8. janúar á þessu ári en auk
margra frétta úr blaðinu, sem er 12-16
síöur og kemur út vikulega, er vefurinn
uppfærður meö fréttum allan daginn.
Sigurjón J. Sigurðsson, sem er ritstjóri
blaðsins og vefjarins, segir fjölmargar nýj-
ungar hafa verið settar upp á síöunni og
enn fleiri eigi eftir aö líta dagsins Ijós,
gangi allt eftir. „Síðastliðinn vetur vorum
við beintengdir við skíðasvæöið í Tungu-
dal, bæði með rituðum upplýsingum og
myndum sem Tölvuþjónustan Snerpa ehf.
á ísafirði hefur sett upp á svæöinu. Þessi
þjónusta verður áfram næsta vetur. Þá
höfum viö sett upp í samstarfi við Snerpu,
sem hannaði vefinn, atburðadagatal, þar
sem hægt er að nálgast upplýsingar um
hvað eina sem er að gerast á svæðinu. Þá
er í bígerð að opna sérstakt umræðutorg
þar sem hægt verður að skiptast á skoð-
unum um hin ýmsu mál auk fjölmargra
annarra nýjunga sem ekki er hægt að
greina frá að sinni,“ sagói Sigurjón.
Sigurjón segir að frá því að Bæjarins
besta fór á vefinn hafi hann orðið talsvert
var við að fólk hafi sagt blaöinu upp. „Það
er fyrst og fremst fólk sem býr utan Vest-
fjaröa, einhverjir tugir áskrifenda, sem
hafa hætt að kaupa blaðið. Það munar um
minna fyrir blað eins og BB að missa svo
marga áskrifendur. Því miður hefur blaðið
fengið litlar tekjur inn á móti, auglýsingar
á Netinu hafa gefið lítið í aðra hönd þrátt
fyrir að allt að 4.500 heimsæki vefinn á
sólarhring á virkum dögum. Ég veit ekki til
þess aö nokkurt landsbyggðarblað á Net-
inu fái jafn margar heimsóknir og BB.“
Vestfirðingar erlendis skoði blaðið
Sigurjón, sem stofnaði Bæjarins besta
ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni árið 1984,
segir að Vestfirðingar skoði vef blaðsins
mikið en einnig fólk sem býr utan svæð-
isins og Vestfirðingar erlendis. „Við höfum
fengiö mikil og góð viðbrögð eins og sést
á gestabókinni. Kveójur koma víða að og
allir eru ánægðir að fá blað á Netinu sem
segir frá gangi mála á Vestfjörðum. Þá má
geta þess að Fjóröungssamband Vestfirð-
inga sá ástæðu til að álykta um ágæti
vefjarins á síðasta fundi sínum. Jafnframt
voru fýrirtæki, stofnanir og sveitarfélög
hvött um að tryggja að vefurinn gæti hald-
ið áfram að tryggja lifandi umræðu um
Vestfirðingafjórðung með því að auglýsa á
vefnum. Ég hef sjálfur sent fyrirspurn til
sveitarfélaga og nokkurra fyrirtækja á
svæðinu um að þau auglýsi hjá mér og er
að vonast eftir jákvæöum viöbrögöum. Ef
auglýsingum fjölgar er ekkert því til fyrir-
stöóu aö efla vefinn enn frekar en nú er.“
Ónaöi ekki fyrir þessum viðbrögðum !*£!£■..
Morgunblaðið/Sverrir
Kristján J. Kristjánsson segirað viðbrögðin vió
Fréttavef Austurlands hafi komið sér í opna skjöldu.
Fréttavefurinn Fréttir frá Austur-
landi var stofnaöur fyrir rúmu ári
og er óllkur öðrum héraðs-
fréttamiólum að hann er ein-
göngu á Netinu. Kristján J. Krist-
jánsson, sem ‘stofnaði vefinn og
hefur stýrt honum, sagði að það
hefði ekki verið ætlun sín í upp-
hafi aö vefurinn yrði eins viða-
mikill og hann væri nú orðinn.
Hann hefói ætlað sér að búa til
upplýsingavef, www.frettavefur-
inn.is, fyrir brottflutta Austfirð-
inga, ekki sfst þá sem væru bú-
settir erlendis. „Frá áramótum
hef ég gefið vefnum meiri gaum
því heimsóknum fjölgar stöðugt.
Við erum nú að fá átta þúsund
raunheimsóknir á viku, fjóróung-
ur er innanlands, hvaðanæva af
landinu. Þá hefur ekki reynst
vandamál að fá auglýsingar á
síöuna. Það hefur ekki gefist
tlmi til þess að safna auglýsing-
um því ég hef unnið við vefinn
samhliða námi I vetur, var I
hagnýtri fjölmiölun I Háskóla ís-
lands. Vegna
þess hve vel
gengur hef ég
hugsað mér að
stækka og breyta
vefnum enn frek-
ar næsta haust.
Það má eiginlega
segja að er ég
hóf uppsetningu
vefjarins hafi mig
ekki órað fyrir
þessum við-
brögðum, en þau
komu mér óþægi-
lega á óvart því
ég haföi engan
tíma til þess að sinna þessu
þegar aösóknin jókst.“
Kristján segir að sér hefði ekki
tekist að halda úti jafn góðum
vef ef ekki kæmu til þeir sem
hefðu lagt honum lið með því að
senda honum efni. „Ég hef yfir
að ráða góðu neti heimildar-
manna, er með 88 manns á
skrá. Þá er mikiö um að fólk
sendi mér fréttir og láti vel af
vefnum. Einnig hef ég gert samn-
ing við Eystrahorn, á Hornafiröi,
um að fá fréttir frá þeim til þess
að birta á vefnum. Nú þegar
náminu er lokiö hyggst ég halda
á Norðfjörð á ný til þess að
sinna vefnum. Við ætlum að
opna gátt frá Austurlandi þar
sem Fréttavefurinn verður stað-
settur sem og annaö efni, svo
sem vefsíðugerð sem þjónustar
fyrirtæki," segir Kristján, sem
kveðst sjá fram á að hann þurfi
að fá til sín starfsfólk til þess að
sinna þeirri vinnu sem framund-
an er.
Nokkur héraðsfréttablöð
halda úti vefsíöum á Netinu.
Flest halda úti einhvers konar
fréttaþjónustu, en I mismikl-
um mæli.
Bæjarins besta á ísafirði
www.bb.is
Víkurfréttir á Suðurnesjum
www.vf.is
Fréttavefurinn Fréttir
á Austurlandi
www.frettavefurinn.is
Suöurnesjafréttir
www.sudfr.is
Sunnlenska fréttablaðið
www.selfoss.is/sunnlenska
Skessuhorn
www.skessuhom.is
Stykkishólmspósturinn
www.aknet.is/stpostur