Morgunblaðið - 30.06.2000, Side 4
4 E FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
# Futurice alþjóðleg fatahönnunarsýning
Futurice alþjóðle
Framtíð
tísKunnar
*
I Bláa lóninu aðra helgina í ágúst skýrist
framtíð íslenska tískuheimsins. Inga Rún
Sigurðardóttir ræddi við Sæunni Huld Pórð-
ardóttur og systurnar í Aftur, Hrafnhildi og
Báru Hólmgeirsdætur, en bæði Aftur og
Sæunn verða með einkasýningu á Futurice.
RÝNT verður í framtíð tískunnar í
náttúrulegu umhverfi Bláa lónsins
helgina 11.-12. ágúst. Viðburðurinn
sem um ræðir er Futurice, alþjóð-
legur tískuviðburður þar sem ætl-
unin er að sýna það besta sem ís-
land hefúr upp á að bjóða í tísku,
tónlist og hönnun.
Umboðsskrifsstofan Eskimo
models á frumkvæðið að Futurice.
Viðburðurinn er samt sem áður
settur upp í samvinnu við Reykjavík
- menningarborg Evrópu árið 2000.
Þó að tónlist skipi veglegan sess á
Futurice er þetta fyrst og fremst
hátíð tískunnar að sögn aðstand-
enda.
Á dagskrá eru fjórar íslenskar
einkasýningar. Linda B. Ámadóttir
sýnir undir merkinu Svo en Hrafn-
hildur og Bára Hólmgeirsdætur
sýna einnig undir eigin merld, Aft-
ur. Einnig voru Sæunn Huld Þórð-
ardóttir og Ragna Fróðadóttir vald-
ar til verksins.
Þær eru þó ekki einu íslensku
hönnuðirnir sem taka þátt í Futur-
ice. Sjö efnilegir hönnuðir voru
valdir til að taka þátt í sérstakri
samsýningu. Þeir eru Bergþóra
Magnúsdóttir, Brynja Emilsdóttir,
Hugrún Dögg Árnadóttir, María
Ólafsdóttir, Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, Þorbjörg Valdimars-
dóttir og Þuríður Rós Sigurþórs-
dóttir. Hönnuðir frá hinum
norðlægu menningarborgum Evr-
ópu, Bergen og Helsinki, taka einn-
ig þátt í sýningunni fyrir tilstuðlan
Norræna menningarsjóðsins.
Texasbúinn í París, hinn óút-
reiknanlegi Jeremy Scott, verður
einnig með sýningu en Björk sér um
tónlistina fyrir hann. Aðrir tónlist-
armenn sem taka þátt í Futurice
eru m.a. Móa og félagamir úr Gus
Gus.
Á næstu vikum ætlar Daglegt líf
leyfa lesendum sínum að gægjast
inn í íslenska tískuheiminn og kynn-
ast hönnuðunum sem taka þátt í
Futurice.
„F atahönnun er
atvinna, ekki dútl“
GÓÐUR fatahönnuður þarf að hafa
margt til bmnns að bera. „Það er svo
margt sem spilar inn í; sampil efna,
formskin, litaskin og efnisþekking.
Fyrst og fremst er þetta spurning
um að nenna að vinna mikið. Þraut-
seigja og staðfesta hafa sitt að segja.
Það er enginn glæsibragur yfir því að
vera fatahönnuður. Því meiri tíma
sem ég eyði í að hanna föt á aðra því
minna hugsa ég um hvernig ég er
klædd,“ segir Sæunn Huld Þórðar-
dóttir fatahönnuður.
Eftirvæntingin liggur í loftinu í
vinnustofunni hjá Sæunni. „Ég er að
fá efnasendingu í dag,“ segir hún.
Sæunn fær flest sín efni frá London
þar sem hún heimsækir stórar efna-
sýningar til að skoða úrvalið. „Ég
versla líka í gegnum heildsala því að
oft er aðeins tekið við mjög stómm
pöntunum á sýningunum. Ég hef líka
unnið með gamla lagera. Þar er hægt
að finna gömul sérhönnuð efni sem er
kannski aðeins til tuttugu metrar af
og þá bý ég til eitthvað sérstakt úr
þeim. Ég er hrifnust af náttúmlegum
efnum eins og hreinni bómull og silki.
Það er meira líf í þeim en gerviefn-
um,“ segir hún.
Sæunn er ekki alls ókunnug Lon-
don því hún hefur m.a. komið þangað
til að starfa fyrir hinn þekkta breska
hönnuð Alexander McQueen. „Ég
vann sem aðstoðarhönnuður íyrir
vor/sumar 2000 fatalínu hans. Þetta
var mjög krefjandi starf og stressið
fór vaxandi eftir því sem nær dró
sýningunni. Ég gerði heilan helling
af útsaumshönnun til þess að nota á
kjóla og hanska,“ segir hún.
Að sögn Sæunnar koma mjög
margir að einni fatalínu hjá hönnuði á
borð við McQueen. „Hann þyrfti ann-
ars að hanna um tíu fatalínur á ári og
það er auðvitað ekki hægt.“
Hún segir jafnframt að hérlendis
sé vinna fatahönnuða ekki tekin nógu
alvarlega. „Það er eitthvað svo ís-
lenskt við það að láta detta sér í hug
að það sé hægt að gera heila fatalínu
án aðstoðarmanna og fjárstuðnings.
Héma er eins og það sé litið á fata-
hönnun sem dútl sem hún er auðvitað
ekki. Þetta er mjög raunhæf atvinnu-
grein,“ segir Sæunn.
Mikil vinna á bak við fatalínu
Þarna er hún auðvitað m.a. að vísa
til hinnai' miklu vinnu sem liggur á
bak við fatalínu hennar fyrir Futur-
ice. Sæunn hefur unnið að línunni af
fullum krafti síðan í mars. „Reyndar
hefur mikið af öðrum verkefnum
komið þarna inn í. Sem dæmi má
nefna sýninguna á Akureyri og svo
fórum við til Bergen í apríl,“ segir
hún en Bergen er einmitt ein af
menningarborgum Evrópu í ár.
Sæunn hlakkar mjög til Futurice-
sýningarinnar. „Þetta verður rosa-
lega skemmtilegt. Ég er líka spennt
að sjá sýninguna hjá Jeremy Scott.
Það á að minnsta kosti eftir að ganga
nóg á þarna með þessar fimm sýning-
ar á einu og sama kvöldinu,“ segir
hún.
Ekki er heldur laust við að Sæunn
finni til spennings vegna allra áhrifa-
miklu blaðamannanna sem þarna
verða saman komnir að fylgjast með
sýningunni. „Það þýðii' samt ekkert
að vera að stressa sig og láta þessi
þekktu nöfn hafa áhrif á sig. Ég verð
bara að halda mínu striki," segir hún
einbeitt á svip.
Sæunn vill ekki ljóstra of miklu
upp varðandi sýninguna. „Hún er
enn þá leyndarmál. Hún lætur þó
uppi að hún eigi eftir að sýna tuttugu
alklæðnaði sem samanstanda af 33
flíkum. „Flíkumar passa allar saman
og auðvitað er hægt að raða þeim upp
á fleiri vegu en þessa tuttugu sem ég
geri á sýningunni," segir hún.
Einnig ætlar Sæunn að sýna fjórar
flíkur sem einungis eru gerðar fyrir
sýninguna. „Þær er hægt að sérp-
anta en þær eru ekki hluti af línunni,"
segir hún.
Auk þess að vera klæðskeri að
mennt er Sæunn lærður dansari. „Ég
sé alltaf meiri og meiri tengingu milli
starfanna tveggja. Ég hef unnið hér
heima í leikhúsi sem aðstoðarmaður
búningahönnuða. Það væri eitthvað
sem ég væri til í að gera í framtíðinni;
að hanna búninga fyrir dansara."
Aftur - Hraf nhildur og Bára Hólmgeirsdætur
„Myndum frekar
hætta en nota nýtt“
HRAFNHILDUR og Bára Hólm-
geirsdætur vinna nú á fullum krafti
að nýrri fatalínu fyrir „Futurice"-
sýninguna. Þær hanna íyrir eigið
merki sem þær kalla Aftur. Nafnið
gefur ákveðna vísbendingu um
hönnunarstefnu þeirra. „Við notum
áður nýttan textfl, bæði gömul föt og
efni. Það er regla númer eitt, tvö og
þrjú. Við myndum frekar hætta en
að nota eitthvað nýtt,“ segir Bára.
„Við erum ekki að taka neðan af
buxum og setja pallíettur á þær eða
taka ermar af peysu og búa þannig
til vesti og skella mynd á það. Flík-
umar verða alveg óþekkjanlegar
þegar við erum búnar að breyta
þeim,“ heldur Bára áfram og finnst
greinilega mikilvægt að fólk átti sig
á þessu.
Systumar eru sjálfmenntaðir stfl-
istar og fatahönnuðir. „Við erum
búnar að vera að kaupa inn notuð föt
í sex ár,“ segir Bára. Verslanirnar
sem þær hafa tekið þátt í að móta
eru Spútnik, Gloss og Flauel.
Þær segja að innkaupin hafi kennt
þeim á markaðinn. „Við vitum hvað
er í boði. Það þarf að biðja um ákveð-
in efni og við getum kennt heildsöl-
unum að flokka úr efnin sem við vilj-
um svo við fáum ekkert drasl með,“
segir Bára.
„Efnið er okkur mjög mikilvægt,"
segir Hrafnhildur. Bára tekur undir
það og ítrekar jafnframt að efnið af-
marki þær í hönnun sinni. „Efnin
sem við vinnum með em lítil og við
þurfum að finna út hvemig hægt er
að búa til eitthvað stórt úr mörgum
litlurn," segir hún.
Gott dæmi um þetta er framleiðsla
á gallapilsum. „Ég veit ég get gert
mörg pils því ég hef alltaf aðgang að
gömlu gallaefni. Efnið er samt alltaf
mismunandi. Það er hægt að fjölda-
framleiða pilsin en samt sem áður er
hvert einasta stykki sérsniðið og
sérsaumað,“ segir Bára.
„Okkar sérkenni er það að engar
tvær flíkur em eins. Hver viðskipta-
vinur fær sína eigin sérstöku fiík.
Þetta er það sem við göngum út frá,“
segir Hrafnhildur.
Systumar em búnar að vera að
gera föt í mörg ár. Fötin vom þá ætl-
uð búðunum sem þær keyptu inn
fyrir en ekki fyrir þeirra eigin merki,
Aftur, enda er það aðeins um árs-
gamalt. ,Áður vomm við alltaf að
búa til föt eftir því hvað vantaði á
markaðinn. Þá þurftum við að hugsa
um tískuna hveiju sinni. Það sem
hefur verið í búðunum er framleiðsla
sem við hönnum og stjórnum út frá
þeirra forsendum. Aftur er hins veg-
ar sjálfstætt og í engri samvinnu við
þær. Núna með fatalínuna fyrir
„Futurice" hugsum við lengra fram í
tímann og þurfum ekki að taka tillit
til neinna nema okkar,“ segir Hrafn-
hildur.
Aftur, sem systurnar kalla hug-
mynda- og hönnunarstofu, er að
þeirra sögn sniðið í kringum allt sem
þær langar að gera. „Það gefur okk-
ur tækifæri til að vera stflistar, í inn-
kaupum og fatahönnuðir allt í senn,“
segir Bára. Næsta mánuðinn þurfa
þær að einbeita sér einna mest að
hönnunarhlutanum enda er aðeins
rúmlega mánuður í sýninguna.
Akveðið ferli á sér stað írá teikn-
ingu til flíkur. „Við teiknum upp
hugmyndir okkar og vinnum þær.
Þá förum við með teikningamar og
málin til saumakonu sem oftar en
ekki gegnir einnig hlutverki sníða-
konu. Hún býr síðan til frummynd úr
lérefti. Við vinnum þá með hana
þangað til við erum orðnar ánægð-
ar,“ segir Bára.
Ekki sáttar við viðhorf
almenníngs
Hrafnhildur og Bára eru ekki sátt-
ar við viðhorfið sem fatahönnuðir
mæta varðandi starf sitt. „Meirihluti
fólks gerir ekki greinarmun á milli
þess að vera fatahönnuður og sauma-
kona en það eru tvö mismunandi
störf,“ segir Bára.
Hrafnhildur tekur undir þetta og
fínnst stundum að almenningur viti
ekki alveg um hvað fatahönnun
snýst. „Þetta er það sama og ef fólk
héldi að arkitekt, innanhússarkitekt
og smiður ynnu allir sama starfið.
Fatahönnun er á núllpunkti hérna.
Eftir nokkur ár eiga fatahönnuðir ef-
laust eftir að mæta meiri skilningi.
„Futurice" á eftir að stuðla að því,“
segir hún.
„Það er mjög mikil vinna við fata-
línuna fyrir „Futurice". Við erum
líka alltaf með tvö, þrjú verkefni í
gangi til þess að hafa efni á að sinna
línunni. Við erum að vinna fulla vinnu
samhliða þessu,“ segir Bára.
Systurnar hrósa mjög Steinunni
Sigurðardóttur, fatahönnuði og ráð-
gjafa hönnuða í „Futurice". „Hún
hefur kennt okkur svo marga
hagnýta hluti. Hún hefur líka mikla
reynslu því hún hefur verið einn aðal-
hönnuða bæði Gucci og Calvin
Klein,“ segir Bára.
Þær systur kunna vel við að vinna
saman. „Við hlæjum saman og rök-
ræðum. Getum borið hvað sem er
undir hvor aðra. Við erum eins og
svart og hvítt og bætum því hvor
Morgunblaðið /Arnald
Systrunum Hrafnhildi og Báru líkar mjög vel að vinna saman.