Morgunblaðið - 30.06.2000, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
+
g fatahönnunarsýning •
1
________________________________FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 E 5 |
PAGLEGT LÍF
Futurice alþjóðleg fatahönnunarsýning #
Morgunblaðið /Arnaldur
Auk þess að vera fatahönnuður er Sæunn lærður dansari.
Innblásturinn fyrir hönnun sína
fær Sæunn úr öllum áttum. „Ég fæ
jafnmikinn innblástur af því að fara í
byggingavöruverslun og að skoða
gamla þjóðbúninga. Af því að ég er
lærður klæðskeri hef ég líka mjög
gaman af öllu handbragði. Ég skoða
oft föndurbækur til að fá hugmynd-
ir,“ segir hún.
I tískuheiminum er ekkert nýtt
undir sólinni írekar en í öðru að sögn
Sæunnar. „Sömu hlutirnir eru alltaf
að endurtaka sig en sífellt á nýjan
hátt. Það þarf ekki að fínna upp hjólið
oftar en einu sinni.“
Hvernig skyldi Sæunn lýsa eigin
hönnun? „Ég er að hanna á konur
sem eru meðvitaðar um tískuna.
Ekki fyrir konur sem eru bara að
leita sér að þægilegum bol og galla-
buxum,“ segir hún.
Einn af uppáhalds hönnuðum
Sæunnar er Yves Saint Laurent, ekki
síst þegar hann var upp á sitt besta.
„Mér finnst tíska of oft fara út í fífla-
gang. Það er eitthvað sem er ekki
hægt að ásaka Yves Saint Laurent
um. Hann hefur alltaf sýnt kvenlík-
amanum og kvenímyndinni svo mikla
virðingu,“ segir hún. Hún nefnir
einnig John Galliano sem hönnuð
sem hún fylgist vel með. „Það er líka
fullt af ungum hönnuðum að gera
góða hluti, sérstaklega í Bretlandi en
ég hef alltaf horft meira á Bretland í
þessu sambandi," segir Sæunn.
Ekki er á dagskránni hjá Sæunni
að hanna karlmannsföt. „Ég hef eng-
an sérstakan áhuga á að hanna fyrir
stráka. Þeir eiga helst að vera í klæð-
skerasaumuðum jakkafötum," segir
hún og hlær við.
Sæunn vill endilega koma því á
framfæri að fatahönnuðu séu ekki
alltaf við saumavélina. „Ég bý til
snið, ákveð frágang og efni. Svo sendi
ég þetta til saumastofu og vinn með
henni. Fatahönnuðir þurfa ekki að
vera að sauma. Það er útbreiddur
misskilningur," segir hún.
Sem stendur er Sæunn að leita fyr-
ir sér hvar nýja fatalínan fyrir Futur-
ice fari í framleiðslu. „Ég er að leita
að framleiðslufyrirtækjum og lít til
Asíu í því sambandi. Ég er einnig í
viðræðum við umboðsaðila í Bret-
landi en þetta á eftir að koma betur í
ljós.“
aðra upp,“ segir Bára. Hrafnhildur
tekur undir þetta. „Við erum ótrú-
lega hreinskilnar og gagnrýnar hvor
á aðra. Við erum líka oftast í svipuð-
um pælingum. Eins og einn vina okk-
ar segir þá „þyrlum" við saman hug-
myndum," segir hún. Fyrir þá sem
ekki vita þá er sögnin „að þyrla“
skemmtilegt íslenskt orð yfir enska
orðið „brainstorming".
Eins og hjá öðrum hönnuðum
„Futurice" hvílir mikil leynd yfír
sýningunni í ágúst. „Það fær enginn
að koma inn í hugmyndaherbergið
okkar,“ segja þær samtaka. „í ágúst
verður allt sem við sýnum nýtt. Fata-
lína er eitthvað sem við vorum að
fara að gera hvort sem var. „Futur-
ice“ ýtti bara á eftir okkur,“ segir
Bára. Hrafnhildur ítrekar þetta og
segir jafnframt að sýningin eigi án
efa eftir að koma sér mjög vel fyrir
þær.
Þeim finnst báðum skemmtilegt
hve margir þekktir, erlendir blaða-
menn hafa boðað komu sína hingað
til lands til að fylgjast með „Futur-
ice“. „Það er mjög gott fyrir íslenska
tískuheiminn að fá almennilega um-
fjöllun um sýninguna. Staðreyndin
er nefninlega sú að það er því miður
ekkert tískutímarit á íslandi og það
vantar umfjöllun um tísku hérlend-
is,“ segir Hrafnhildur.
Bára tekur undir þessa skoðun.
„Blaðamennirnir þarna úti lifa og
hrærast í tískuheiminum og það
verður gaman að heyra skoðun
þeirra,“ segir hún. Systurnar eru þó
alls ekki óvanar umfjöllun í erlendum
tímaritum því nú þegar hafa m.a.
Dazed and Confused og Harper’s
Bazaar ijallað um Aftur.
Þær systur eru báðar sammála því
að það sé mjög spennandi að taka
þátt í tískusýningu að hætti fag-
manna. „Þetta er í fyrsta skipti sem
haldin er alvöru tískusýning á íslandi
þar sem það verður faglega staðið að
öllu. Það er líka eins gott að þetta
verði alvöru sýning því það er ekkert
hægt að blekkja ritstjóra Vogue.
Sýningin myndi samt takast enn bet-
ur ef íslensk stjórnvöld og fyrirtæki
væru tilbúnari til að styrkja okkur,“
segir Hrafnhildur að lokum.
Hót l Kirkjub:
Kirkj bæjarklau^
ICELANDAIR. HOTELS
Ftughotel
Keflavík
Loftleiðír Hótel Esja
k Reykjavík
Hótel
Flúðtti
Hótel Höfn
Höfn í Hornafirði
Hótel Hérað
EgiUstÖðum