Morgunblaðið - 02.07.2000, Page 3

Morgunblaðið - 02.07.2000, Page 3
MbRGÚNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 E 8 Eitthvaö fýrir þig? Framleiðslufyrirtæki (214961) Röskur starfsmaður óskast sem fyrst til starfa hjá traustu og snyrtilegu framleiðslufyrirtæki. Vinnutími er 8:00-18:00 mán/þri/mið/fim. og til hádegis á föstudögum. Mötuneyti er á staðnum. Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 25 ára. Vilt þú... (216483) vinna á skemmtilegum vinnustað, þar sem ríkir góður starfsandi, mikið er að gera og dagurinn líður hratt? Við erum að leita að hressu fólki sem er tilbúið að vinna hjá þjónustufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Starfið felur í sér afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini og hentar öllum aldurshópum. Unnið er á vöktum. Við leitum að framtíðarstarfsfólki en þó er möguleiki á sumarstarfi eingöngu. Afgreiðsla (216512) Stórt þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða afgreiðslufólk á kassa sem fyrst. Um er að ræða snyrtilegan vinnustað og er starfsandi mjög góður. Unnið er á vöktum og er bæði um sumar- og framtíðarstörf að ræða. Starfið hentar vel báðum kynjum og fólki á öllum aldri. IKEA (216879) Boltaland er undraveröld fyrir mikilvægasta fólk í heimi „börnin“. Þar geta þau leikið sér á meðan foreldrarnir sinna erindum sínum í IKEA. Við leitum að ábyrgðarfullum og traustum einstaklingi til að starfa í boltalandi. Viðkomandi þarf að hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af að starfa með börnum. Vinnutími er 10:00-18:00 - möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma. Áfyllingar (217331) Þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða einstakling í áfyllingar. Starfið felst í að fara í verslanir á höfuðborgarsvæðinu, sjá um áfyllingar og fylgjast með uppröðun. Um framtiðarstarf er að ræða og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst. Byggingavöruverslun - lager (215173) Ein af stæm byggingavöruverslunum landsins óskar eftir að ráða hressan og jákvæðan starfsmann í almenn lagerstörf. Starfið felst i vörumóttöku, tiltekt í verslanir, afgreiðslu, ffágangi á pöntunum og þjónustu við viðskiptavini. Lyftarapróf er kostur en ekki skilyrði. Vinnutími er 8:00-18:00 og annar hver laugardagur 10:00-16:00. Sérvinnsluverkstæði (215188) Fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur byggingaiðnaði óskar eftir að ráða til sín öflugan starfsmann á sérvinnsluverkstæði. Starfið felst í vinnu í vélasal, plötusög o.fl. Reynsla af vélavinnu æskileg en ekki skilyrði. Vinnutími erfrá kl. 8:00-18:00. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst. Smur- og hjólbarðaþjónusta (213235) Olíufélagið hf. óskar eftir að ráða til sfn hressan og þjónustulipran einstakling á eina af þjónustustöövum sínum í Reykjavík. Um er að ræða hefðbundin olíuskipti og hjólbarðaþjónustu fyrir fólksbíla og jeppa. Viðkomandi þarf að vera traustur og samviskusamur og geta byrjað fljótlega. Vinnuaðstaða ertil fýrirmyndar og starfsandi er mjög góður. Vinnutími erfrá kl. 8:00-18:00 alla virka daga. Meiraprófsbílstjóri (215302) Stöndugt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir starfsmanni með meirapróf. Starfið felst aðallega í að dæla upp olíuafgöngum úr skipum, bátum og bensínstöðvum. Einnig er unnið á holræsabíl þegar svo ber undir. Bílakosturfyrirtækisins er mjög góður. Umsækjendur þurfa að vera vinnusamir, hraustir og áreiðanlegir. Fastur vinnutími er 8:00-17:00 virka daga - mikil yfirvinna. Vaktavinna (217274) Starfsfólk óskast i vaktavinnu hjá nokkrum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða afgreiðslu, þjónustu og símasvörun, auk útivinnu. Sumar- og framtíðarstörf. Þrif - dagvinna (215287) Gott veitingahús í Reykjavík óskar eftir manneskju í öll almenn þrif og aðstoð í eldhús. Æskilegt er að umsækjendur séu 35 ára eða eldri. Umsækjendur þurfa einnig að vera snyrtilegir og áreiðanlegir. Reynsla af svipuðu starfi er kostur en þó ekki skilyrði. Vinnutími er 8:00-16:00 virka daga auk u.þ.b. fjögurra tíma vinnu aðra hvora helgi. Límskurður (216004) Fyrirtæki sem er í bílamerkingum, gluggamerkingum o.fl. óskar eftir að ráða hörkuduglegt fólk í límskurðardeild fyrirtækisins. Um er að ræða vinnslu bæði á staðnum og eins úti í bæ. Viðkomandi verður að vera vandvirkur og eiga gott með að vinna undir álagi. Reynsla kostur en ekki nauðsynleg. Vinnutími er 8:00- 18:00 virka daga, auk tilfallandi yfirvinnu. Um er að ræða framtíðarstörf. Verkstæði (216019) Traust fyrirtæki óskar eftir að ráða nú þegar duglega blikksmiði, járnsmiði eða menn vana smíðavinnu á verkstæði. Um er að ræða smíði á skiltum og umhverfismerkingum af ýmsum toga. Þrifaleg vinna og góð laun í boði. Vinnutími er 8:00-18:00, auk tilfallandi yfirvinnu. Um framtíðarstörf er að ræða. Lagerstarf (215004) Framleiðslufýrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann á lager. Viðkomandi þarf að hefja störf I ágúst og í síðasta lagi 1. sept. n.k. Fyrirtækið er staðsett í Reykjavík og er lageraðstaðan mjög góð og snyrtileg. Vinnutími er 8:00-17:00 yfir vetrartímann en 8:00-16:00 á sumrin. Tvisvar á ári eru miklir uppgangstímar og yfirvinna þá mikil. Mötuneyti er á staðnum. Æskilegt að viökomandi sé eldri en 25 ára. Véivirki og/eða bifvélavirki (217119) Traust þjónustufyrirtæki staðsett í Reykjavík óskar eftir að ráða vélvirkja og bifvélavirkja á vélaverkstæði. Viðkomandi þarf að hefla störf fljótlega. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu. Nánari upplýsingar veittar hjá Vinna.is. Ráðið verður í störfin sem fyrst - allar upplýsingar um framgang mála veittar á Netinu, æskilegt að mynd fylgi umsókn. Vinna.is Domus Medica Egilsgötu 3 101 Reykjavík Sími 511-1144 Fax 511-1145 www.vinna.is Vinna.is er í eígu Gaiiup og Ráðgarðs * vmnajs aTvmRUfniÐLun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.