Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDA.GUR 2. JÍJLÍ .2000 MQRGUNBLAÐIÐ Önnur af tölvuteiknuðum myndum sumarsins, Titan A.E. Ein af töluveiknuðum myndum sumarsins er Dinosaur frá Disneyfyrirtækinu. Tom Cruise, Rene Russo, Patrick Stewart, Bruce Willis, Jim Carrey, Travolta, risaeðl- ur, hasarblaðamyndir og margt, margt fleira er að fínna í sumarmyndapakkanum * frá Bandaríkjunum, sem Arnaldur Indriða- son kynnti sér lítillega fyrir skemmstu. STÓRU sumarmyndirnar frá Bandaríkjunum eru byrjaðar að koma hingað í bíóhúsin. Skylmingakapp- inn var sú fyrsta en síðan hafa spennumyndin Horfinn á 60 sek- úndum með Nicholas Cage og Ég, um mig, frá mér til írenu með Jim Carrey verið frumsýndar á Islandi. Hollywood sparar ekkert við gerð stóru sumarmyndanna sinna, hvorki í peningum né mannafla og eru allar mestu stjörnur drauma- verksmiðjunnar á flot dregnar yfir sumarmánuðina. Hér getur að líta nokkrar af helstu myndum sumar- sins 2000, sagt frá aðalleikurum, leikstjórum, efni og gerð þeirra. Óveður, Cruise og Irena Þýski leikstjórinn Wolfgang Pet- ersen, sem hreiðraði um sig í Holly- wood eftir að hann gerði „Das Boot“, sendir frá sér mynd byggða á þekktri bók sem heitir „The Perfect Storm“ og er eftir Sebastian Jung- er. Með aðalhlutverkin fara George Clooney og Mark Wahlberg en sag- an er byggð á sönnum atburðum og greinir frá því þegar nokkrir skip- verjar á sverðfiskaveiðum úti fyrir Gloucester í Massachusetts lenda í bandbrjáluðu veðri. „Við fylgjum frásögn bókarinnar mjög vel eftir“, segir Petersen og var höfundur hennar að sögn ákaf- lega hrifinn af því hversu kvik- myndagerðarmennimir létu sig öll smáatriði miklu varða. „Ég lít á þessa mynd sem svona sambland af „On the Waterfront" og „Twister“, bætir Petersen við. John Woo stýrir Tom Cruise í framhaldsmyndinni „Mission: Impossible 2“. Hún var tekin í Ástralíu og segir af enn frekari æv- •<*» intýrum leyniþjónustumannsins Et- han Hunts. Crusie valdi sjálfur has- arleikstjórann frá Hong Kong til þess að stýra myndinni uppveðrað- ur af tökum Woos á hasaratriðum í myndum eins og „Face/Off‘ og dauðþreyttur eftir að hafa leikið fyrir Stanley Kubrick í tvö ár. Það átti að frumsýna myndina um síð- ustu jól en tökur drógust og kostn- aðurinn fór fram úr áætlunum. Woo og Cruise virðast hafa skilað ágætri afurð, myndinni hefur vegnað mjög vel í miðasölunni vestra. Farrelly-bræðumir („Kingpin", Það er eitthvað við Maríu) gera gamanmyndir sem hneykslað geta áhorfendur um leið og þeir fá þá til þess að hlægja. Ég, um mig, frá mér til írenu er engin undantekning. Jim Carrey leikur góðhjörtuðu lögguna Charlie sem þjáist af per- sónuleikaklofningi er virkar þannig að stundum tekur brjálæðingurinn Hank af honum völdin. „Við vildum að honum liði eins og hann væri í sumarfríi", segja bræðurnir um Carrey, sem lék í myndinni eftir að hafa lagt á sig talsvert erfiði við tök- ur á Manninum í tunglinu. Leik- arinn mun þó ekki hafa slappað neitt af og heimtað fleiri og fleiri tökur löngu eftir að bræðurnir sögðu að nú væri nóg komið. Þeir segja að hann þjáist af fullkomnunaráráttu. Tvær tölvuteiknimyndir eru í sumarpakkanum frá Hollywood. Önnur fjallar um risaeðlur þegar loftsteinn fellur á jörðina. Hún heit- ir einfaldlega „Dinosaur" eða Risa- eðla. „Júragarðurinn var skrímsla- mynd,“ segir annar leikstjóri myndarinnar, Ralph Zondag. „Þessi hefur sín skrýmsli en samúðin ligg- ur meira hjá risaeðlunum.“ Hugmyndin varð til fyrir meira en áratug og átti fyrst að vinna myndina með gömlu aðferðinni, lík- önum og raðmyndum. Áhuginn dofnaði með tímanum en þegar tölvuteikningarnar náðu flugi í myndum eins og Júragarðinum var verkefnið endurræst. Disney er framleiðandi. Góðkunningjar hasarblaðanna Hin tölvuteikinmyndin er Titan A. E. eftir Don Bluth, sem lengi hef- ur fengist við teiknimyndagerð en með misjöfnum árangri. Myndin segir af jarðlingum sem ferðast um geiminn í leit að Titanvélinni sem REUTERS John Travolta fer með aðalhlutverkið í geimtryllinum Battleship Earth sem ekki þótti feitur biti vestra. George Glooney heldur sér fast í sumarmyndinni A Perfect Storm, sem byggist á samnefndri metsölubók. endurskapað getur jörðina eftir að hún hefur verið eyðilögð í geiminn- rás. Matt Damon, Drew Barrymore og Bill Pullman sjá um raddirnar. X-mennirnir eru kunnar hasar- blaðahetjur og hafa verið það í ein 38 ár. Nú hefur verið gerð samnefnd sumarmynd um þá. Shakespeare- leikarinn Partrick Stewart fer fyrir flokki stökkbreyttra mannvera sem eiga í baráttu við ofurmenni og að auki skelfilegan hægri öfgamann, sem Bruce Davison leikur. Myndin kostaði 75 milljónir dollara og Bryan Singer var fenginn til þess að stýra henni. Singer gerði einhverja bestu glæpamynd síðari tíma, Góð- kunningja lögreglunnar. Hann hefur ekki áður fengist við brellumynd eins og X-mennina en fékk áhuga á brellugerð fyrir nokkr- um árum og heimsótti m.a. James Cameron þegar hann var að kvik- mynda „Titanic" og síðar „The Phantom Menace" eða Stjörnustríð 4. Hann varð brögðóttari en Keyser Söze en alls eru 370 tæknibrelluskot í nýju myndinni hans. Stewart er ekki eini breski stór- leikari myndarinnar. Ian McKellen leikur ofurmenni á móti honum og maður spyr sig, eru allir bestu leik- ararnir sokknir í B-myndirnar? Önnur hasarblaðamynd er vís- indaskáldskapurinn „Impostor" með Gary Sinise sem gerist árið 2075. Ein hnattstjórn er yfir heila galleríinu og berst hún gegn að- steðjandi geimverum en geimflaug- arsérfræðingurinn Sinise stekkur á flótta þegar hann er sakaður um að vera geimvera. Eiginkonu hans leik- ur Madeleine Stowe en leikstjóri er Gary Fleder, sem áður gerði fjölda- morðingjatryllinn „Kiss the Girls“. Myndin byggist á sögu eftir einn af helstu postulum vísindaskáld- skaparins, Philip K. Dick. „Tilvist- arkreppa er eitt af meginefnum sög- unnar,“ er haft eftir leikstjóranum Fleder. „Hún fjallar um það sem gerir mann að manneskju." Sá hrikalegi skellur „Battlefield Earth“ með John Travolta fellur einnig í dálk með hasarblaðamynd- um sumarsins. Hún kostaði zilljónir dollara en í ljós kom að fólk vestra hafði engan áhuga á henni enda fékk hún vonda dóma. Myndin er byggð á sögu eftir stofnanda hinnar svoköll- uðu Vísindakirkju, L. Ron Hubb- ards, sem út kom árið 1982 og lýsti því hvernig risavaxnar geimverur höfðu náð völdum á jörðinni og áttu í baráttu við uppreisnarmenn á með- aljarðarbúa. Travolta er sjálfur einn af fram- leiðendum myndarinnar enda í söfn- uði Vísindakirkjunnar og segist leika „eins vondan karakter og hægt er að hugsa sér“. Leikarar og teiknimyndir Þeir í Hollywood hafa verið iðnir við að dusta rykið af gömlum sjón- varpsþáttaröðum og gera úr þeim kvikmyndir. Ein af þeim er Ævin- týri Rockys og „Bullwinkles“ eftir Des McÁnuff, sem byggð er á teiknimyndaseríu frá sjöunda ára- tugnum. Með helstu hlutverk fara Robert De Niro, Rene Russo og Jason Al- exander en erfitt er að lýsa því um hvað myndin nákvæmlega fjallar nema það er eins og vondu kallarnir ætli að drepa alla með leiðinlegu sjónvarpsefni. I myndinni er bland- að saman leikurum af holdi og blóði og teiknimyndafígúrum rétt eins og í Hver skellti skuldinnin á Kalla kanínu? Bruce Willis-mynd sumarsins er ekki hasar heldur fjölskyldugaman. Hún heitir Krakkinn eða „Disney’s The Kid“. Hann leikur mann sem tapað hefur barninu í sjálfu sér en það kemur ekki að sök því atvikin (og Hollywood-brellurnar) haga því svo til að hann kemst í samband við sjálfan sig þegar hann var krakki og fær að vita að hann hafi ekki orðið sá góði maður sem hann ætlaði sér sem barn. Fjölmargar fleiri stórmyndir koma hingað til lands frá sumar- myndaverksmiðjunni á næstu mán- uðum en hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þeim helstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.