Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 6
S E SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Háskólinn á Akureyri er sterk stofnun í örri þróun og hefur mótandi áhrif á umhverfi sitt og menntun í landinu. Háskólinn á Akureyri býður góða starfsaðstóðu í metnaðarfullu umhverfi á Akureyri. Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla að sœkja um laus störf. HASKOLAKENNARAR AKUREYRI Háskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða í tvær stöður háskólakennara (prófessor, dósent eða lektor) í upplýsingatækni. Starfsaðstaða verður í rekstrardeild Háskólans. Önnur kennarastaðan verður fyrst um sinn fjármögnuð af styrkveitingu Björns Rúrikssonar til þess að efla kennslu og rannsóknir í upplýsingatækni. Æskileg sérsvið eru: • Fjárfesting í upplýsingakerfum, innleiðing og rekstur þeirra. • Kerfisgreining og hönnun upplýsingakerfa. Önnur sérsvið koma til greina, svo sem: gagnasafnsfræði, hagnýting upplýsingatækni í heilbrigðisvísindum, dreifð vinnsla o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun, a.m.k. meistaragráða í viðkomandi fræðigrein. • Forystuhæfileikar við uppbyggingu nýrrar þekkingar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil, vísindastörf, kennslustörf, stjórnunarstörf og önnur störf. Með umsóknum skulu send eintök af þeim vísindalegu ritum sem umsækjendur vilja láta taka tillit til. Nauðsynlegt er að í umsókn komi fram hvaða verkefnum og rannsóknum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar kemur. Ætlast er til að umsækjendur láti fylgja nöfn og símanúmer minnst tveggja aðila sem leita má til um meðmæli. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri. Nánari upplýsingar veita Jón Birgir Guðmundsson (jonbirgir@radgardur.is) og Vigdís Rafnsdóttir (vigdis@radgardur.is) hjá Ráðgarði Akureyri frá kl. 9-12 í síma 461 4440. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs á Akureyri fyrir 20. ágúst n.k. merktar: „Háskólakennari í upplýsingatækni" HERITID THERMO PLUS EUROPE A ISLANDI HF. Framleiðslustjóri í verksmiðju Thermo Plus í Reykjanesbæ eru framleidd til útflutnings kæli- og frystitæki í flutningabifreiðar og vörugeymslur. Thermo Plus leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi til að stýra framleiðslu í verksmiðju fyrirtækisins. Starfssvið • Ábyrgð og umsjón með daglegri framleiðslu • Áætlunargerð og úthlutun verkefna • Skýrslugerð • Gæðaeftirlit Hæfniskröfur • Iðnmenntun, iðnrekstrarfræði og/eða reynsla í framleiðslustjórnun • Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagni, frumkvæðni og sjálfstæði í störfum • Reynsla af tölvunotkun, töflureikni, ritvinnslu, upplýsingakerfi o.fl. • Enskukunnátta er skilyrði Um er að ræða krefjandi starf í spennandi umhverfi. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Jóhannesson í síma 421 7710 eða í tölvupósti kristinn@thermoplus.is Umsóknir sendist til Thermo Plus Iðjustíg 1, 260 Reykjavnesbæ fyrir 30. júlí. ——. ■«!■■■■!■!■ BSmUBigS! lieilliillli í! ■!■!!■■■■!■■ iiliasiiiiii I b a 11111 s 111 Frá Háskóla íslands Rannsóknastofa í kvennafræðum Starf forstöðumanns Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands erlausttil umsóknar. Rannsóknastofa í kvenna- fræðum er þverfaglegur samstarfsvettvangur rannsóknastarfsemi á sviði kvenna- og kynja- fræða innan Háskóla íslands og aðila utan Háskólans, innlenda og erlenda. Við stofuna eru stundaðar rannsóknir á sviði kvenna- og kynjafræða. Stofan veitir upplýsingar og ráð- gjöf varðandi rannsóknir og á vegum hennar eru fyrirlestrar, fundir, námskeið, ráðstefnur og útgáfa á sviði kvenna- og kynjafræða. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri og starfs- emi rannsóknastofunnar. Starf forstöðumanns er samvinnuverkefni Háskóla íslands og Reykjavíkurborgar um jafnréttisrannsóknir til þriggja ára frá 1. september 2000. í samræmi við samstarfssamninginn felst hluti af starfi forstöðumanns í vinnu að rannsóknum á sviði kvenna- og kynjafræða með áherslu á jafnrétt- isrannsóknir. Um fjölþætt starf er að ræða sem kallar í senn á frumkvæði og samstarfshæfni. Umsækjendur skulu hið minnsta hafa lokið meistaraprófi eða jafngildi þess. Menntun eða reynsla á sviði kvenna-og kynjafræða og/eða jafnréttisrannsókna er nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af stjórnunar- og skipu- lagsvinnu. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi ensku og eitt norðurlandamál á valdi sínu. Forstöðumaðurinn verður starfsmaður Háskóla íslands og mun hafa starfsaðstöðu þar. Um fullt starf er að ræða og er gert ráð fyrir að ráðning standi út samningstímabilið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 2000. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um menntun umsækjanda, rannsóknir, ritstörf svo og yfirlit um námsferil og störf. Áætlaður upp- hafstími ráðningar er 1. september nk. Umsóknum skal skila til starfsmannasviðs Há- skóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs- ins. Nánari upplýsingar um starfið veita Herdís Sveinsdóttir, sími 553 3880, netfang herd- is@hi.is og Rannveig Traustadóttir, sími 525 4523, netfang rannvt@hi.is. http://www.starf.hi.is fEræðslumiðstöð Reykjavíkur Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur skólaárið 2000-2001 Kennarar Engjaskóli, símar 899 7845, 861 3542. Almenn kennsla í 6. bekk. Tónmenntakennara. Smíðakennara. Önnur störf. Forstöðumann heildagsskóla, uppeldis- menntun. Aðrir starfsmenn. Upplýsingar gefa skólastjórar. Umsóknir ber að senda í skólann. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir job.is • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.