Morgunblaðið - 04.07.2000, Qupperneq 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000__________________________________________MORGUNBLAÐIS
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 B 5 _
KNATTSPYRNA
FOLK
Frakkar Evrópumeistarar eftir
ævintýralegan úrslitaleik
Gullmark í
MROBERT Pires, landsliðsmaður
Frakka í knattspymu sem leikið
hefur með Marseille, hefur ákveðið
að ganga í raðir Arsenal. Pires, sem
lagði upp sigurmark Frakka í úr-
slitaleilmum gegn ftölum í fyrra-
kvöld, hittir fyrir nokkra félaga sína
í franska landsliðinu en þeir Thier-
ry Henry, Patrick Vieira og Emm-
anuel Petit leika allir með Lund-
únaliðinu.
■ PATRICK Vieira mun setjast
niður með forráðamönnum Arsenal
þegar mesta sigurvíman er runnin
af honum og ræða um nýjan 5 ára
samning við Arsenal. Fregnir hafa
borist um að Vieira muni fá 5,5
milljón krónur í laun á viku og hann
verði þar með launahæsti leikmaður
liðsins. Vieira, sem er 24 ára gamall,
lék mjög vel með Frökkum á
Evrópumótinu og heyrst hefur að
stórlið eins og Real Madrid, Inter
Milan og Barcelona hafi borið
víumar í leikmanninn.
■ DA VID Beckham, leikmaður
Manchester United og enska
landsliðsins, segist hafa mikinn
áhuga á að verða fyrlrliði enska
landsliðsins í stað Alan Shearers
sem hefúr lagt landsleikjaskóna á
hilluna. „Það hefur alltaf verið
draumur minn að vera fyrirliði í því
liði sem ég spila með,“ segir Beck-
ham.
■ EVERTON gengur í vikunni frá
kaupum á Steve Watson, leikmanni
Aston Villa. Everton greiðir 280
milijónir króna fyrir þennan 26 ára
gamla vamarmann sem lék með
Newcastle áður en hann gekk í raðir
Aston Villa.
■ S-AFRÍKA er komin í efsta sæti
hjá veðbönkum um að fá að halda
heimsmeistaramótið í knattspymu
árið 2006. Líkumar hjá William Hill
veðbankanum að S-Afríka hreppi
hnossið era 10 á móti 11. England er
í öðru sæti með líkumar 5 á móti 2
og Þýskaland í þriðja sæti með lík-
umar3ámótil.
■ BRASILÍUMENN hafa dregið
umsókn sína um að fá að halda HM
2006 í knattspymu til baka. Þar með
era fjórar þjóðir sem kemur til
greina að haldi keppnina, S-Afríka,
Þýskaland, Engiand og Marokkó.
Stjóm alþjóða knattspymusam-
bandsins mun tilkynna á fimmtudag
hvaða þjóð fær keppnishaldið.
■ LARS Tjærnás, sem var þjálfari
enska liðsins Wimbledon meðan Eg-
il Olsen var þar knattspymustjóri í
vetur, var um helgina ráðinn þjálfari
norska 1. deildarliðsins Hönefoss.
Með því félagi leikur Guðni Rúnar
Helgason, sem fór þangað frá ÍBV í
vor, en Hönefoss er illa statt við
botn 1. deildarinnar og þjálfarinn
var látinn fjúka fyrir helgi.
MBRUNO N’Gotty, knattspymu-
maður sem leikið hefur með AC Mil-
an á Ítalíu, hefur ákveðið að ganga í
raðir Marseille. N’Gotty er miðvall-
arleikmaður sem leikið hefur sex
landsleiki fyrir Frakkland, en hann
lék með liði Paris SG áður en hann
fór til AC Milan.
■ DIEGO Alonso, framherji lands-
liðs tírúgvæ hefur gengið tO liðs við
spænska félagið Valencia. Alonso
hefur undanfarin misseri leikið með
Gimnastia y Esgrima de la Plata í
Argentínu.
Rotterdam
FRAKKAR sneru á sunnudag nánast öruggu tapi upp í sigur með
ævintýralegu jöfnunarmarki í blálokin gegn ítölum. David Trezegu-
et skoraði svo úrslitamarkið í framlengingu og tryggði þar með
Frökkum Evrópumeistaratitilinn. Frakkar eru því í hópi aðeins
tveggja liða sem hafa orðið bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Hin
þjóðin er V-Þýskaland en V-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar árið
1972 og síðan heimsmeistarar 1974.
Irís B.
Eysteinsdóttir
skrífar
Italir beittu bragði sem næstum
virkaði gegn Frökkum á sunnu-
dag. í stað þess að beita stífum varn-
arleik eins og í hin-
um leikjum keppn-
innar hófu þeir
leikinn með áköfum
sóknarleik. Það kom
Frökkum nokkuð í opna skjöldu og
það tók dálítinn tíma fyrir þá að átta
sig á að þeir þyrftu einnig að verjast
ætluðu þeir sér að vinna leikinn.
Það vora töfrar ítala sem sköpuðu
fyrsta mark leiksins. Totti sendi
boltann með hælnum á Gianluca
Pessotto, sem sendi boltann á Del-
vecchio, sem skoraði örugglega
framhjá Fabian Barthez á 56. mín-
útu. Markið kom Frökkum á óvart
og tóku þeir að sækja af miklu afli
eftir það. Hvorki gekk né rak þó í
sóknarlotum þeirra og urðu því
stjömuleikmenn eins og Zinedine
Zidane og Marcel Desailly pirraðir
við mótlætið.
Italir bökkuðu talsvert eftir mark-
ið og freistuðu þess að halda fengn-
um hlut. Þeir fengu þó tvö frábær
tækifæri til að gera út um leikinn.
Bæði féllu í skaut varamannsins Al-
essandros Del Piero þar sem hann
skaut fyrst framhjá en Barthez vai’ði
hið síðara. Hefði Del Piero skorað,
hefðu ítalir nær öragglega fagnað
titli.
Varamennirnir
gerðu gæfumuninn
Þegar öll von virtist úti fyrir
Frakka gerði Roger Lemerre þjálf-
ari liðsins breytingar á liðinu, sem
áttu eftir að gera gæfumuninn. Allir
þrír varamennirnir hjálpuðu til við
mörkin.
Þegar leikklukkan sýndi 93 mínút-
ur og 20 sekúndur skoraði Sylvain
Wiltord. Barthez sendi háa sendingu
fram völlinn sem Trezeguet skallaði
til Wiltord á vinstri kantinum.
Cannavaro hefði getað skallað frá en
þess í stað fór boltinn rakleiðis til
Wiltord sem tók nokkrar snertingar
og skaut síðan lágum bolta í hornið
fjær. Frábær markvörður Itala,
Francesco Toldo, var með hendur á
knettinum en náði ekki að verja.
Þetta ævintýralega mark jafnaði
leikinn og færði áhorfendum
skemmtilega framlengingu.
Bæði lið sóttu stíft þrátt fyrir að
mikið væri í húfi. Það var síðan
Trezeguet sem skoraði sigurmarkið
eftir frábæra sendingu frá Robert
Pires eftir 13 mínútna leik í fram-
lengingu. Trezeguet dúndraði bolt-
anum í bláhomið, sem var óverjandi
fyrir Toldo.
Fögnuður Frakka var ógurlegur
því með þessu gullmarki endaði leik-
urinn. Frakkar voru þar með fyrstu
ríkjandi heimsmeistararnir til að
vinna Evrópumeistaratitil.
Kraftaverkið kom
„Við höfum unga leikmenn í liðinu
sem eru stórkostlegir knattspyrnu-
menn. Eg er feginn að hafa valið þá í
liðið og ánægður með að þeir hafi
unnið titilinn fyrir okkur,“ sagði
Lemerre í geðshræringu eftir leik-
inn.
„Ég ákvað að hefja leikinn með
hershöfðingjana mína en þegar þeir
þreyttust setti ég bara ungu her-
mennina inná. Við þurftum á snerpu
í sóknarleiknum að halda og Sylvain
og David fundust mér bestu menn-
irnir í starfið. Þetta var sigur sókn-
arboltans, ég leyni því ekkert. En
ítalir spiluðu öðruvísi bolta og kom-
ust mjög nálægt því að sigra. Þeir
spiluðu einnig sóknarbolta. Ég sagði
alltaf að þótt aðeins væri sekúnda
eftir myndum við leika af fullum
krafti. Eftir nokkra stund varð vonin
að örvæntingu og ég vonaðist eftir
kraftaverki. Kraftaverkið kom - við
náðum að kreista það fram,“ bætti
Lemerre við.
Skoraði gegn
ísiandi
Trezeguet hefur áður skorað mik-
ilvæg mörk fyrir Frakka. Það var
einmitt hann sem skoraði í naumum
3:2-sigri gegn íslandi í Frakklandi í
undankeppni Evrópumótsins.
„Ég spurði sjálfan mig engra
spurninga. Ég bara þramaði boltan-
um eins fast og ég gat þegar hann
kom,“ sagði Trezeguet glaður um
sigurmarkið.
Reuters
David Trezeguet, til vinstri, horfir hér á eftir knettinum hafna í þaknetinu - og Evrópumeistaratitillinn var Frakka.
Henry maður ieiksins
Thierry Henrv spilaði frábærlega
í leiknum og skapaði hvað eftir ann-
að mikinn usla í vörn ítala með hraða
sínum og leikgleði. Hann var valinn
maður leiksins af UEFA eftir leikinn
- í þriðja skiptið í keppninni.
„Liðið hefur heilmikið af góðum
kostum en án þess andlega styrks
sem við höfum hefðum við líklega
aldrei náð þessu. Að vinna fyrst
heimsmeistaratitilinn og síðan
Evrópumeistaratitilinn er ótrúlegt,
fyrir mér er það ólýsanlegt. Sumir
segja að við séum betra lið núna því
við unnum á útivelli, en málið er bara
að það eru engir auðveldir leikir til í
fótbolta."
Zoff gráti næst
ítalir voru niðurlútir í leikslok
enda var sigrinum hreinlega stolið af
þeim. Þjálfarinn, Dino Zoff, var gráti
næst. „Hvemig heldurðu að mér líði?
Mér líður hörmulega. Þetta var mik-
ilvægur atburður í lífi mínu og hon-
um lauk með ósigri. Frakkarnir voru
sterkari aðilinn. Við fengum samt
líka fullt af marktækifæram. Við
töpuðum í framlengingu en það er
ekki hægt að segja að við höfum ekki
barist."
Bitur Del Piero
Varamaðurinn Del Piero, sem
hefði getað gert útum leikinn þegar
hann fékk tvö dauðafæri, var von-
svikinn.
„Ég er alltof bitur til að gera mér
grein fyrir tapinu ennþá. Að sjá titil-
inn hrifsaðan frá okkur þegar aðeins
30 sekúndur voru eftir er bara hreint
út sagt of erfitt. Ég er eyðilagður.
Bæði færin sem ég klikkaði á vora
ferleg mistök. Ef ég hefði nýtt fyrra
færið, þá hefði hið síðara ekki skipt
höfuðmáli."
Heppnin snerist gegn okkur
Miðjumanninum Stefan Fiore
fannst lið hans hafa verið jafngott
Frökkunum. „Þetta var án efa besta
frammistaða okkar í keppninni. Mér
fannst við vera jafngóðir Frökkun-
um og stundum meira að segja betri.
Kannski snerist heppnin sem við
höfðum gegn Hollendingum gegn
okkur. Við höfum ekkert til að
skammast okkar fyrir. Tuttugu sek-
úndum frá leikslokum voram við
Evrópumeistarar," sagði hann.
Knattspy m u veisla
Tjaldið féll í Rotterdam - á
sunnudag lauk frábærri
knattspymuveislu á glæsilegan
hátt er Frakkar unnu ítali í
drauma úrslitaleik á Evrópumdt-
inu. Keppnin stóð yfir í 3 vikur,
leikinn var 31 leikur og skomð 85
mörk. Fótboltinn sem var leikinn
var betri en oft áður og sem
dæmi má nefna að aðeins 64
mörk vom skomð í sömu keppni
árið 1996. Boðið var upp á mikill
sóknarbolti þar sem lið eins og
Portúgal, Holland og Frakkland
fóra fyrir öðram. Italir, Þjóðverj-
ar og Englendingar léku sinn
hefðbunda knattspyrnu með mis-
jöfnum árangri og þjóðir eins og
Júgóslavía, Rúmenía og Slóvenía
komu á óvart með skemmtilegri
knattspymu. Norðurlöndin ollu
töluverðum vonbrigðum enda
komst ekkert þeirra í undan-
úrslit.
Nokkur atvik frá mótinu skara
framúr og hér birtum við nokkur.
Glæsilegasta markið: Luis Figo
skoraði fyrsta markið í sigri
Portúgals á Englandi 3:2. Figo
hljóp upp völlinn með boltann og
skaut föstu langskoti efst í mark-
hornið. Markið breytti gangi
leiksins og var því bæði áhrifa-
mikið og glæsilegt.
Besta vítið: Þegar ítalinn
Francesco Totti lyfti boltanum
kæmleysislega í mitt markið í
vítakeppni gegn Hollendingum í
undanúrslitum.
Besti vítabaninn: Francesco
Toldo hjá ftalíu varði þijú víti
gegn Hollendingum.
Ævintýralegasta liðið: Holl-
and. Skoraði þijú mörk gegn
Danmörku og Frakklandi og síð-
an sex gegn Júgóslövum.
Áhugaverðasti dómarinn:
Pierluigi Collina frá Ítalíu. Hinn
sköllótti dómari með stóra augun
og öryggið á flautunni var ein
skærasta stjarna keppninnar.
aaark!
NÚ ER ALLT Á SUÐUPUNKTI í B0LTANUM!
Landssímadeildin er jöfn og spennandi og nýir Evrópumeistarar verða krýndir 2. júlí.
Nýttu þér úrslitaþjónustu
Símans GSM og fáðu stöðu og úrslit leikja
með SMS skilaboðum um leið og tölur berast.
Skráðu þig á www.vit.is
og vertu til í slaginn.
Thierry Henry, miðherji Frakka, hughreystir hér fyrrverandi félaga sinn
hjá Juventus Alessandro Del Piero eftir úrslitaleikinn í Rotterdam.
Gráturog
skellihlátur
SÍMINN-GSM
FÆRIR ÞÉR FRAMTlÐIHA
Ameðan ítalska þjóðin grét eftir úrslita-
leik EM fögnuðu Frakkar ákaft. Milli
fjögur og fimm hundrað þúsund manns
söfnuðust saman á Champs Elysees breið-
götunni í París og dönsuðu, sungu og föðm-
uðust þar sem rauð, blá og hvít blys lýstu
upp bæinn.
Fagnaðarlætin fóru að mestu friðsam-
lega fram en 16 lögreglumenn slösuðust
eftir að ungmenni köstuðu flöskum og öðru
lauslegu að þeim.
„Þetta er ótrúlegt. Við vorum smeyk á
tímabili því við lentum undir og það gerir
sigurinn enn sætari,“ sagði Larbi, sem
ferðaðist frá Túnis til að taka þátt í fagnað-
arlátunum.
Frakkai’nir sungu lagið „We are the
Champions" (við eram meistararnir) langt
fram eftir nóttu og sigurboginn var lýstur
upp með neonljósum sem sýndu skilaboðin
„Merci“ eða takk til frönsku meistaranna.
Róm var þrungin þögn
Á Ítalíu var allt öðruvísi umhorfs. Á göt-
um Rómar ríkti þögnin og örvæntingu
mátti lesa úr hverju andliti.
„Þetta er svo innilega ósanngjamt - sví-
virðilegt bara,“ sagði ungur ítali sem horfði
á leikinn á risaskjá utan Vatíkansins. Sumir
vildu ekki einu sinni svara spurningum.
Þeir bara þögðu, ypptu öxlum og sneru baki
sínu í fréttamenn. Með tár í augunum söfn-
uðust þeir döprastu saman og föðmuðust.
Fyrr um daginn leit allt svo miklu betur
út. Ægileg fagnaðarlæti brutust út er Del-
vecchio skoraði fyrsta mark leiksins en svo
tók þögnin við er Frakkar jöfnuðu og sigi’-
uðu síðan.
Þeir sem tilbúnir voru að segja skoðun
sína á leiknum kenndu Del Piero um ósig-
urinn. Áhorfendurnir vora sammála um að
hann hefði átt að gera út um leikinn enda
fékk hann tvö frábær marktækifæri í síðari
hálfleik.
Um 20 Frakkar horfðu á leikinn utan Va-
tíkansins og gerðu sér fulla grein fyrir því
að það hefðu hæglega getað verið þeir með
tárin í augunum. „Þetta var góður leikur og
við voram heppnir að vinna,“ sagði einn
þeirra.
Þjóðverjar búnir að finna þjálfara
Rudi Völler
hitar upp
fyrir Daum
RUDI Völler hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Þjóðverja í knatt-
spyrnu fram til júlí á næsta ári en þá mun Christoph Daum taka við
stjórn liðsins. Annar þekktur knattspyrnukappi á árum áður, Karl-
Heinz Rummenigge, verður Völler til trausts og halds en þýska
knattspyrnusambandinu fannst ekki við hæfi annað en að hafa full-
trúa frá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen með í ráðum.
Sem kunnugt er sagði Erich
Ribbeck starfi sínu lausu eftir
háðuglega útreið Þjóðveija á nýaf-
stöðnu Evrópumóti en þar gerði
þýska stálið heldur betur í brækum-
ar, vann ekki leik og skoraði aðeins
eitt mark.
Þeir Völler og Daum starfa saman
hjá Bayer Leverkusen. Völler er
framkvæmdastjóri félagsins en
Daum hefur séð um þjálfun liðsins.
Daum á eitt ár eftir af samningi sín-
Sex
Frakkarí
EM liðið
Sex Frakkar voru valdir í úrvals-
lið Evrópumótsins sem valið
var á sunnudag, en það skipa:
Markverðir:
Francesco Toldo, Ítalíu og Fabien
Barthez, Frakklandi.
Varnarmenn:
Laurent Blanc og Marcel Desailly,
Frakklandi, Frank De Boer, Holl-
andi, Fabio Cannavaro og Aless-
andro Nesta, Italíu.
Miðjumenn:
Patrick Viera og Zinedine Zidane,
Frakklandi, Luis Figo, Portúgal,
Josep Guardiola, Spáni og Edgar
Davids, Hollandi.
Sóknarmenn:
Thierry Henry, Frakklandi, Nuno
Gomes, Portúgal, Patrick Kluivert,
Hollandi og Raul Gonzalez, Spáni.
Tveir gerðu fimm mörk
Patrick Kiuivert og Savo Milosev-
ic deildu með sér markakóngstitlin-
um á Evrópumótinu. Markahæstfr
voru:
Patrick Kluivert, Hollandi........5
Savo Milosevic, Júgóslavíu........5
Nuno Gomes, Portúgal..............4
Sergio Conceicao, Portúgal........3
Zlatko Zahovic, Slóveníu..........3
Thierry Henry, Frakklandi.........3
um við Leverkusen og hann mun
klára þetta ár hjá Leverkusen áður
en hann tekur við landsliðinu.Völler
hefur litla sem enga reynslu af þjálf-
un en hann þekkir knattspyrnuna út
og inn. Hann lék með liðum á borð við
Leverkusen, Roma og Marseille og
klæddist þýska landsliðsbúningnum
alls 90 sinnum. Völler fær ekki lang-
an tíma til að koma þýska landsliðinu
á réttan kjöl en í september tekur al-
varan við þegar Þjóðverjar mæta
Englendingum í undankeppni HM.
Daum hefur skipað sér á bekk
meðal bestu þjálfara Þjóðverja.
Hann gerði Stuttgart að Þýskalands-
meisturum árið 1992 og Besiktas að
tyrkneskum meisturam árið 1996 en
Eyjólfur Sverrisson lék undir hans
stjóm hjá báðum félögunum. Daum
hefur stýrt liði Leverkusen undan-
farin ár og undir hans stjóm hefur
liðið þrívegis hafnað í öðru sæti deild-
arinnar.
MLAS Palmas, spænska félagið
semÞórður Guðjónsson hefur svo
gott sem gengið til liðs við, keypti á
föstudaginn nígeríska miðherjann
Dele Adebola frá Birmingham á
Englandi. Adebola gerði tveggja
ára samning við Las Palmas. Hann
var í vikunni valinn í 20 manna
landsliðshóp Nígeríu sem ætlað er
að mæta Liberíu í undankeppni
HM á næstunni.
■ ALESSANDRO Pistone var fyrir
helgina seldur frá Newcastle til
Everton fyrir þrjár milljónir punda,
um 340 milljónir króna. ítalski
varnarmaðurinn undirritaði um leið
fimm ára samning við Everton.
■ CELTIC hefur áhuga á að kaupa
Richard Wright, markvörð
Ipswich, en kappinn var settur á
sölulista hjá nýliðunum eftir að
hann neitaði að framlengja samning
sinn við félagið. Á tímabili virtist
Wright vera á leið til Chelsea, enda
félagið lengi sýnt honum áhuga, en
þar sem knattspymustjórinn Gian-
luca Vialli hefur keypt leikmenn
fyrir tæpa 3 milljarða í sumar hætti
félagið við.
■ MÓTHERJAR KR í forkeppni
meistaradeildarinnar, Birkirkara
frá Möltu, mega ekki ganga til
samninga um kaup á leikmönnum,
samkvæmt úrskurði knattspymu-
sambandsins á Möltu. Átta lið úr
úrvalsdeildinni þar í landi, meistar-
arnir meðtaldir, skulda leikmönn-
um laun og verða að standa í skilum
með þau til að fá að nýju leyfi til
samningagerðar.
STARF YFIRÞJALFARA
KNATTSPYRNUDEILDAR KR
Yfirþjálfari/íþróttafulltrúi sér um, hefur umsjón með og
ber ábyrgð á öllum íþróttalegum og félagslegum
samskiptum deilöarinnar, s.s. við þjálfara, iðkendur,
foreldra, skóla, skiþuleggur æfingar og hefur umsjón
með þjálfun allra yngri flokka deildarinnar. Þjálfun eins
eða tveggja flokka. Knattspyrnudeild KR gerir miklar
kröfur til þjálfara um menntun og hæfni til mannlegra
samskipta. Kennaramenntun eða samsvarandi mennt-
un og þjálfaramenntun eru skilyrði.
Umsóknir sendist:
Knattspyrnudeild KR,
pósthólf 7065,
127 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 10 júlí.
Nánari uppl. gefa Leifur Garðarsson og
Margrét Kristín Jónsdóttir í síma SIO 5310
og
formaður knattspyrnudeildar Guðjón
Guðmundsson í síma 562 1433.
Komið og sjáið Stjörnuna og FH
berjast í CocaCola bikarnum
á Stjörnuvelli í Garðabæ
í kvöld kl 20.00.
Stjarnan til sigurs
MM SJÓyÁÍ^ALME.NNAR
ágrannaslagur