Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ # Futurice 1 þjóðl eg fatahönnunarsýning • Futuri ce alþjóðleg fatahönnunarsýning Alþjóðlega fatahönnunarsýningin Futurice verður haldin í Bláa lóninu aðra helgina í ágúst. Daglegt líf heldur nú áfram kynn- ingu á fatahönnuðum sýningarinnar. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Rögnu Fróðadóttur, eina af fjórum íslenskum hönnuðum með einkasýningu á Futurice. EGAR Ragna Fróðadóttir var valin til að taka þátt í Futurice fékk hönnun hennar viðurkenningu fyr- ir „tímaleysi og spuna í efni“. „Tíma- leysið“ vísar til þess að hönnun hennar telst frekar sigild en „spun- inn í efni“ er kominn til vegna þess að Ragna vinnur mikið með efnin semhún notar. „Eg vinn mikið með áferð í efnum og bý til stóran hluta efnanna sjálf. Eg vinn ný efni úr öðrum efnum. Munstrin eru bróderuð í hverja flík þannig að þetta er allt sérfram- leiðsla. Ég er samt að reyna að þróa þetta þannig að það verði hægt að setja alla vega hluta af þessu í fjöldaframleiðslu. Það er markmið- ið,“ segir Ragna. Ekki ætti að koma á óvart hve mikla áherslu Ragna leggur á efnin því að auk þess að vera fatahönnuð- ur er Ragna menntuð í textílhönnun. „Ég lærði fatahönnun og textílhönn- un í París í þijú ár og vann líka sam- hliða náminu hjá japönskum hönn- uði,“ segir Ragna. Háborg tískunnar hafði greinilega mikið aðdráttarafl fyrir Rögnu því eftir að náminu lauk dvaldi hún í eitt ár í París til að afla sér reynslu. Ragna hafði þó ekki sagt alveg skilið við menntabrautina. „Þegar heim kom vann ég sem stílisti en var líka mikið í búningavinnu. Svo fór ég í textíldeildina í MHÍ og útskrifaðist þaðan í fyrravor. Eftir útskrift hef ég algerlega einbeitt mér að eigin hönnun," segir hún. Áferðar- og munsturhönnun Fötin sem Ragna hannar eru öll sérsniðin. „Þetta eru allt módelflík- ur eins og er. Hver flík er sem sagt eins og sér verk. Efnið er ávallt hannað í tengslum við formið í flík- inni.“ Ragna segir einnig að vegna þess hve efnin eru mikið unnin og mynstruð notist hún frekar við ein- faldar og stílhreinar línur í hönnun sinni. Að eigin sögn fær Ragna innblást- urinn í mynsturhönnun sinni beint frá hjartanu. „Ég vinn þetta á svip- aðan hátt og teikningar; einna líkast abstraktteikningum. Þetta snýst oftast jafnvel meira um áferðina á efninu frekar en bara mynstur. Það mætti kalla þetta nútímalega bród- eringu," segir hún. Ragna undanskilur ekki karl- menn frá heimi tískunnar. „Ég hef aðeins hannað á karla. Mér fínnst það alveg spennandi. Það er þó best J J. 3Bin ItT zjlllíiT tiz Ingibjörg Jónsdóttir er komin hátt á níræð- isaldur en hefur sl. 30 ár skapað fjölda ólíkra listaverka. Listagyðjan er henni enn hliðholi, sér í lagi eftir miðnætti. Kristín Heiða Kristinsdóttir sótti hana heim og gramsaði í forvitnilegum hirslum hennar. INGIBJÖRG býr innan um verkin sín í hlýlegu hreiðri í Garðabænum og segist ekkert ráða við þessa áráttu, þörfin til að skapa hafi fylgt henni síðan hún man eftir sér. „Þetta hefur alla tíð verið í mér, ég byrjaði strax sem smákrakki að viða að mér blómum, skeljum og köngl- um. Ég hafði svo gaman af að hafa þetta í kringum mig. Ég var alltaf að reyna að smíða eitthvað og búa til brúður úr tuskum. En ekki var það talið til framdráttar að vera með hug- ann við slíkt. Aðstæður í afdölum voru þannig að mér áskotnaðist sjald- an blað og ekki var hægt að nálgast liti. Við náðum í tálgusteina úr fjör- unni sem voru mjúkir, tálguðum þá niður í duft, hrærðum út í vatn og notuðum til að mála með. Hugarfarið var mér ekki heldur hliðhoUt. Ég fékk þau skilaboð að mér væri nær að prjóna lepp í skóinn minn. Áherslan var öll á að gera eitthvað gagnlegt. Það var bara gert grín að listrænum tilburðum þegar ég var ung. Af þess- um ástæðum sinnti ég þessu ekkert á mínum yngri árum og listaferill minn byrjar fyrir vikið seint. Ég hef lang- mestu komið í verk í listsköpuninni eftir sextugt." Þegar verkin hennar Ingibjargar eru skoðuð er ótrúlegt að þau séu eft- ir sjálfmenntaða konu á þessu sviði, hún hefur hvorki farið í listaskóla né setið á námskeiðum. En hún lærði einn vetur á Siglufirði hjá „prívat" saumakonu. „Ég nýtti listahæfileikana í sauma- Þegar Ingibjörg prjónaði fyrir Álafoss hélt hún til haga því sem sat í burstanum eftir að hún var búin að kemba flíkumar. tír slík- um ullartæjum vann hún þessa englamynd á einni nöttu. skap því ég hafði jafnt auga fyr- ir því. Ég held ég hafi verið 12 ára þegar ég saumaði á mig fyrsta kjólinn. Ég vann lengi fyrir mér með saumaskap, það var hægt að hafa gott út úr því. Ég fór líka mikið í heimahús því það var sóst mikið eftir því að fá saumakonur heim. Það var ódýr- ara þvf þá fékk ég að borða kvöld- mat hjá viðkomandi. Á stríðsárun- um saumaði ég geysilega mikið upp úr gömlum flíkum því það var svo mikill skortur á efni. Þegar ég kom í hús var fólkið búið að spretta sjálft kápunum og pressa efnið og hafði allt tilbúið fyrir mig. Upp úr þessu saumaði ég svo kápur, dragtir og kjóla.“ Ingibjörg segist ekki sjá eftir að hafa ekki menntað sig á listasviðinu því hún taki illa leiðbeiningu í þessum efnum. Hún verði að fara sínar eigin leiðir. „Verk mín bera þess merki, hvað ég er bundin náttúrunni frá æskuslóðunum enda leita ég mikið út í náttúruna eftir efnivið til að vinna úr. Mér er minnisstætt þegai- við fór- um eldsnemma á morgnana að vitja hrokkelsisnetanna, hve sjórinn var tær og ég sá alla litadýrðina neðan- sjávar.“ I verkunum hennar má finna ull, roð, þara, steina, skeljar, fjöru- gler og jurtir. í málverkunum notar hún yfirleitt vatnsliti en hefur líka fiktað við olíuliti og tauliti. „Mér finnst best að binda mig ekki við eitt form eða eina tegund af efni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.