Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ -\ Þegar fólk fer út í garðinn sinn á sólríkum sumardegi leiðir það sjaldnast hugann að því fjölbreytta lífríki sem þar er að fínna eða hinni hörðu lífsbaráttu sem þar er háð. Sveinn Guðjónsson ræddi við dr. Guðmund Halldórsson skordýrafræðing um pöddulífíð og tilveruna í húsagarðinum. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur festi dýrin á fílmu. VALINKUNNUR skógræktarmaður sagði eitt sinn að ef trén hefðu sál væri hún áreiðanlega mun fallegri en sálir okkar mannanna. Dr. Guð- mundur Halldórsson skordýrafræðingur kvaðst ekki þora að halda því afdráttarlaust íram að skordýrin hefðu sál enda nógu erfítt að skilgreina sálina í okkur mönnunum. „Ég vil heldur ekki fullyrða neitt um tilfínningalíf skordýra en ég get þó fullyrt að þau drepa ekki af hatri eða illsku heldur eingöngu þegar líf þeirra liggur við,“ sagði Guðmundur þegar þessi heimspekilega spurning var borin undir hann. Með hækkandi sól tekur náttúran að iða og suða og allt fer á fleygiferð. Grösin spretta og ým- is kvikindi, skordýr, margfætlur og áttfætlur, sem einnig má kalla pöddur, fara á kreik til að kljást við Iífið og tilveruna. Sjálfsagt eru menn ekkert að hugsa um iðandi pöddur þegar þeir fara út í garðinn sinn en einmitt þar er aragrúi líf- vera sem hver um sig berst harðri baráttu fyrir tilveru sinni. Þessar lííverur þurfa ekki bara að vara sig hver á annarri heldur ekki síður á mann- inum, sem telur sig eiga garðinn og ráða yfír hon- um. Ef til vill er hann mesti skaðvaldurinn í þessu fjölskrúðuga lífí-íki þegar öllu er á botninn hvolft. Varhugaverð íhlutun í náttúruna Margur garðeigandinn telur það til dyggða að úða garðinn sinn eitri á hverju ári og er það oft eitt af fyrstu vorverkunum. Guli varúðarmiðinn ber þá samkvæmt skilningi garðeigandans skyldurækni hans fagurt vitni, eða svo heldur hann sjálfur að minnsta kosti. En ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Að vísu kemur það fyrir að stök tré og jafnvel heilu limgerðin líta út eins og brunarústir eftir kvikindi, einkum blaðlýs og fírðrildalirfur, og getm- þá verið þörf á að grípa til róttækra aðgerða. En menn verða þó að gæta sín á að fara ekki offari í eiturhernaðinum. Eitrið drepur ekki aðeins skaðvaldana heldur einnig gagnlegar pöddur eins og til dæmis sveifflugulirf- ur og sníkjuvespur, sem jafnan vinna af miklum dugnaði við að halda hinum blaðétandi vágestum í skefjum. Hætt er við að jafnvægið í lífríki garðs- ins raskist og jafnvel getur farið svo að allur fæðupíramítinn hrynji við þessar aðgerðir. Dr. Guðmundur Halldórsson er skordýrafræð- ingur hjá Skógrækt ríkisins að Mógilsá. Hann nam hagnýta skordýrafræði við landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn með „gróðurskað- valda“ sem sérsvið. Að dómi Guðmundar er skefjalaus eiturhemaður í görðum afar varhugá- verður enda eitrun íhlutun í náttúruna sem menn ættu ekki að grípa til nema brýna nauðsyn beri til. „Eitrun er alltaf neyðarlausn,“ segir hann þeg- ar talið berst að eiturúðun í görðum. „Oft er engin þörf á að úða gegn blaðlús og sjaldnast er þörf á að úða á hverju ári. Eitrun er það síðasta sem menn eiga að grípa til en hér á landi virðist það vera útbreiddur misskilningur að þörf sé á að eitra á hverju ári og gjaman yfír allan garðinn. Þetta þekkist hvergi nema hér á landi.“ Hvíiðan kemur Islendingum þessi ósiður? Túnfeti á holtasóley á Vatnsendahæð. Ljósmyndir/OddurSigurðsson Morgunblaðið/Golli Dr. Guðmundur Halldórsson skordýrafræð- ingur rannsakar birki á Mógilsá. Birkinetvængjulirfa í vígahug, en hún er afkastamikil blaðlúsaæta. Fiðrildalirfur á sigurskúfi í Blesugróf. Fluga dauð af sveppasýkingu. „Ég held að þetta stafí að sumu leyti af því að menn em tregir til að skipta út þeim tegundum í garðinum sem verða fyrir barðinu á blaðætum. Menn eiga að losa sig við þessa vandræðageml- inga sem alltaf þarf að úða og oft er það ekki nema eitt tré eða ein trjátegund sem þannig er ástatt um. Gallinn er sá að blaðlús, ef við tökum bara hana sem dæmi, fjölgar sér margfalt hraðar en rándýr- in sem lifa á henni. Ef menn eitra rækilega drepa þeir kannski mutíu prósent af blaðlúsinni og sama hlutfall af rándýmnum. Þessar örfáu lýs sem eftir em fjölga sér svo margfalt hraðar en rándýrin og þar af leiðandi em menn komnir í enn verri ógöngur en áður. Fyrr en varir blossar upp sterkur stofn af blaðlús sem erfitt getur reynst að ráða við. Auðvitað geta komið upp tilvik, eitt og eitt tré, sem nauðsynlegt er að gera eitthvað við. En mér virðist að menn séu yfirleitt að úða allt sem grænt er í garðinum og það getur ekki verið eðlilegt ástand. Það næst aldrei jafnvægi í lífríki garðsins með því móti.“ Ef við tökum bara venjulegan húsagarð sem dæmi, hvað má búast við að þar séu margar pöddutegundir við leik og störf? „Ég efast nú um að þar séu margar tegundir að leik enda hef ég aldrei séð pöddur leika sér,“ seg- ir Guðmundur brosandi og bætir við: „Við sjáum til dæmis fugla oft hafa í frammi leikræna tilburði sem virðast ekki þjóna neinum tilgangi og hrafn- ar gera sér oft að leik að stríða öðmm dýmm, svo sem hundum og mönnum. En atferli skordýra, svo ég haldi mig bara við þau, virðist eingöngu miðast við að halda lífi og viðhalda stofninum. Það er afar erfitt að segja til um hversu margar skor- dýrategundir em að jafnaði í venjulegum húsa- garði. Það fer eftir því hvemig garðurinn er sam- settur og hversu fjölbreyttur hann er. Heildar- fjöldi skordýrategunda á Islandi er um 1200 og margar þeirra em mý og aðrar tegundir sem bundnar em við vatn.“ Guðmundur sagði að nauðsynlegt væri að greina dýrategundimar í hina ýmsu flokka ef nokkur von ætti að vera til að fá heildarsýn yfir fjölbreytileika þess lífs sem iðar og suðar í græn- um gróðri, á trjáberki, í rótum og í mjúkri mold- inni. Af nógu væri að taka. „Ef við byijum á skordýmm sem éta lifandi plöntur, svokallaða skaðvalda frá sjónarhóli okk- ar mannanna, þá gætu það verið allt upp í tuttugu tegundir. Svo er annar eins fjöldi tegunda að éta Jarðyglulirfa hámar í sig Brandygla sýgur jurtaleifar, þær em skaðlausar og raunar mjög gagnlegar. Við getum kallað þær tegundir „end- urnýtingardeildina“. Svo höfum við kvikindi sem em rándýr, það er að segja þau éta aðrar pöddur, og þau geta líka verið mjög gagnleg. Ekki má heldur gleyma gagnsemi þeirra dýra sem bera frjó á milli. Svo er enn ein deildin og það em dýr sem lifa sem sníkjudýr á öðmm dýmm, þau geta bæði verið gagnleg og skaðleg." Hörð lífsbarátta En hvað með þessar algengustu tegundir sem fólk sér og allir þekkja, til dæmis ýmsar flugur, kóngulær, bjöllui- og langfætlur? - spyr blaða- maður og vÚl nú koma inn í umræðuna dálætis- pöddunum sínum svo sem fískiflugunni síkviku, litskrúðugri hunangsflugunni, geðvondum geit- ungnum, pattaralegri krosskóngulónni með sinn meistaralega gerða vef og svartgljáandi jám- smiðnum, að ógleymdri hrossaflugunni leggja- löngu: „Ef við nefnum fyrst þessar algengustu teg- undir sem fólk sér þá em líklega flugumar fyrirferðarmestar. Það fer væntanlega ekki fram hjá neinum þegar hunangsflugur birtast í garð- inum, svo ekki sé talað um geitunga, sem sumir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.