Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 6
6 D FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF sókn S. Shapiro og J. Nass frá 1986 er couvade skilgreint sem röskun með heilt litróf af sjúklegum við- brögðum karla við meðgöngu, allt frá líkamlegum einkennum yfir í sturlun. Aðrir nefna sálræn ferli eins og barnsburðaröfund, ótta við ógnarlega áreynslu konunnar í fæð- ingu, kvíða yfir að missa stjórn á að- stæðum, togstreitu andspænis föð- urhlutverkinu, þörfina fyrir áþreif- anlega staðfestingu á faðerni o.fl. sem orsök couvade. Undirrót couv- ade virðist því geta verið fjölbreyti- leg. Algengast er að einkenni couv- ade hefjist í lok fyrsta hluta meðgöngunnar og nái hámarki í lok annars hluta hennar, þ.e. þegar konan er gengin sex mánuði með. Stundum er sagt að eina lækningin við couvade sé fæðing barnsins en það er ekki alveg rétt. í fyrsta lagi þjást sumir karlar eftir fæðingu á svipaðan hátt og konur sem fá fæð- ingarþunglyndi. Hjá örfáum virðist það geta þróast út í alvarlega geð- ræna erfiðleika. í öðru lagi er aug- ljóst að samræður við maka, góðan vin eða ráðgjafa geta hjálpað hinum tilvonandi föður og dregið úr ein- kennum. Helstu einkenni, samanber t.d. rannsókn H. Klein (1991), eru þyngdaraukning, flökurleiki, melt- ingartruflanir, þreyta, tannpína, höfuðverkur, óstjórnleg löngun í til- tekna fæðu, pirringur, viðkvæmni og þungir þankar, kyndeyfð, slæm húð, kuldahrollur, hiti, mikil/lítil matarlyst, hægðatregða, niðurgang- ur, aukin neysla áfengis, svimaköst og svefnleysi. heilshugar þátt í henni og þyng;iast með konum sínum, kasta upp, verða kvíðnir og viðkvæmir. Kristín Elfa Guðnadóttir tók púlsinn á þungun karla. FYRIRBÆRIÐ sállíkamleg (geð- vefræn) þungun karla kallast couvade og er orðið dregið af frönsku sögninni couver sem merkir að klekjast. Margir karl- menn þjást af couvade í mismiklum mæli og þótt allir hafi skilning á og samúð með vanlíðan kvenna á meðgöngu eru fáir sem átta sig á að sumum karlmönnum líð- ur ekkert skár. Karl- maður sem þyngist eða kastar upp á meðgöngu þykir hálf- hjákátlegur og kannski er það þess vegna sem karlmenn tala lítið um líðan sína á þessum tíma. Couvade er hins vegar ekkert hlægilegt og sýnir slíkt viðhorf best gamaldags hugmyndir um kynhlutverk ef eitt- hvað er. Couvade í skilningnum sjúkdómsmynd eða heilkenni, and- stætt couvade sem siðvenju, á sér langa sögu og bæði afbrigðin hafa ef til vill fylgt manninum frá upphafi vega. Vígsla inn í föðurhlutverkið Pótt couvade sé ekki nýtt í sög- unni er það lítt þekkt, samanber að ekkert orð er til yfir þetta ástand á íslensku. Gríski landfræðingurinn Strabo (27 f. Kr.-14 e. Kr.) ferðaðist víða og rakst á couvade á ferðum sínum og einnig öllu þekktari ferða- langur tólf öldum síðar, sjálfur Marco Polo. Lengst af hefur ástand- ið verið tengt frumstæðum þjóðum en ljóst er að það er einnig fyrir hendi í tæknivæddum samfélögum. Munurinn er sá að í þeim samfélög- um þar sem couvade er eða var hefð er hegðun og líðan karlsins viður- kennd og viðbúin. Til- gangurinn með couvade er m.a. að styðja konuna, halda frá henni og barn- inu illum öndum með því að draga athyglina að föðumum og loks tjá á táknrænan hátt viðbrögð föðurins við meðgöngu og fæðingu. Oft er þessi gerð couvade bundin við fæð- inguna og líkir þá faðirinn eftir fæð- ingarhríðum og fæðingu. Líkamleg framsetning á kvíða Eftir að uppvíst varð að karlmenn á Vesturlöndum geta fengið couv- ade-heilkennið hafa læknar og hjúkrunarfræðingar tekið höndum saman við mannfræðinga og félags- fræðinga í rannsóknum á fyrirbær- inu. Niðurstöðurnar eru hikandi og enn er fátt vitað um ástæður en meira um sjúkdómseinkenni. Ymsar tilgátur eru þó á lofti. Couvade er þannig talið lífeðlisfræðilegt heil- kenni þar sem faðirinn tjáir ósam- kvæmar tilfinningar til barnsmóður og bams í líkamlegum einkennum. Flestum ber saman um að couvade- heilkennið sé einhvers konar iík- amleg framsetning á kvíða. í rann- Flestum ber saman um að couvade- heilkennið sé líkamleg fram- setning á kvíða verðandi feður Meðgangan er síður en svo einkamál kvenna. Karlmenn víða um heim taka ARNAR HAUKSSON LÆKNIR Verðugir full- trúar komandi fæðingar Morgunblaðið/Kristinn „Meðgangan er miklu meira fjölskyldu- verkefni en áður var.“ „COUVADE er raunverulega ekk- ert annað en samsafn ýmissa ein- kenna sem feður fínna fyrir og tengjast meðgöngu barnsmæðra þeirra. I stuttu máli má segja að feð- umir upplifi svipaða líðan og mæð- umar,“ segir Arnar Hauksson, yfir- læknir Miðstöðvar mæðravemdar á Heilsugæslu Reykjavíkur. „í byrjun var couvade lýst sem ógleði, vanlíð- an, kvíða, þreytu ogþyngdaraukn- ingu en núorðið er tilhneiging til að tengja þetta fleiri breytingum. Vit- að er að bamsfeður aðlagast oft þörfum bamsmæðra sinna á með- göngu. Þeir byrja að elda og borða svipað fæði og þær svo dæmi sé tek- ið. Konur fá oft aukna og afbrigði- lega matarlöngun á þessum tíma og karlar draga gjarnan úr hreyfingu samhliða því sem hreyfigeta bams- mæðra þeirra minnkar. Fyrir vikið þyngjast báðir aðilar.“ Að sögn Arnars er nokkuð um að karlar fái meltingartruflanir á meðgöngunni, enda sjálfgert að einhver óþægindi fylgi breyttu mataræði, sérstaklega ef það er þyngra, feitara og meira um sætmeti en áður var. „Einnig er kvartað undan bakverkjum en þeg- ar von er á barai taka feður meiri þátt í heimilisstörfum ásamt því að sinna fullu starfi utan heimilis, sem gæti skýrt þessa tegund verkja." Skortir fó til rannsókna Amar upplýsir að hvorki hér á landi né erlendis hafi verið gerð tæmandi könnun á líðan feðra á meðgöngu. „Ymsar litlar kannanir em til með þátttöku tiltölulega fárra einstaklinga en viðamiklar rannsóknir á viðhorfi og líðan verð- andi feðra skortir. Ástæðan er sú að fjármunir íþennan málaflokk em af skomum skammti. Það fé sem fæst er yfírleitt nýtt til þess að auka gæði umönnunar hinnar verðandi móður, fæðingaraðstöðu og umönn- un bams eftir fæðingu. Feðumir hafa setið á hakanum og athyglin lítið beinst að þeim. Full þörf er á að framkvæma viðhorfskönnun meðal verðandi feðra og vonandi tekst það fyrr en síðar en á meðan peningarn- ir era af skornum skammti gerist auðvitað ekkert." Að sögn Amars færist í aukana að hann hitti feður sem ganga nán- ast inn í meðgönguhlutverkið. „Þetta em mjög verðugir fulltrúar komandi fæðingar. Þeir fylgjast vel með og eru duglegir að koma með í mæðra- skoðun. Þetta er mjög ánægjulegt og veitir jafnframt vís- bendingu um að tími er til kominn að veita feðrunum meiri at- hygli og fræðslu. Fram til þessa hafa þeir hfmt oft úti í horni og láta lítið fyrir sér fara.“ Amar lætur þess getið að þyngdar- aukning karlsins sé stundum jafnmikil eða meiri en þyngd- araukning konunn- ar. „Svo eiga feðurnir mun erfiðara mcð að létta sig heldur en konan. Hún léttist náttúrlega heil ésköp við fæðinguna en pabbinn verður að fara í meiriháttar lfkamsrækt ef hann á að geta náð þessu af sér aft- ur.“ Amar ítrekar f þessu samhengi að vitneskja um líðan karla sem eiga von á bami sé ófullnægjandi enda sjaldgæft að feður ræði þessi mál að fyrra bragði. „Feðurnir taka þetta sjaldan upp sem er ekki skrýt- ið í (jósi þess hvað þeir fá litla at- hygli. Einstöku sinnum kemur þó fyrir að feður biðja mig að koma af- síðis og tala um að þeir þjáist að hvimleiðum bakverkjum, höfuð- verk, eigi erfitt með svefn og séu kvíðnir. Ég man eftir manni, til dæmis sem þyngdist um 25 kg á meðgöngunni og kvartaði að auki undan bakverkjum. Æskilegt væri að Ijósmóðir og læknir ættu fmm- kvæði að ráðgjöf til feðra, en þar skortir bæði tíma og burði til að fylgja málinu eftir. Eg held að couvade sé kannski ekki alveg eins algengt og lýst er í bókum. Hins vegar held ég að það sé algengt að karlar lagi sig að með- göngunni og lifi sig sterkt inn f hana. Feður í dag hafa miklu betri aðstæður en fyrir tíu ámm, þeir em tekjuhærri, með betri menntun og meiri skilningur er fyrir hendi hjá vinnuveitendum og hjá yfírvöldum. Feðumir njóta því betur meðgöng- unnar. Fyrir vikið er meðgangan miklu meira fjölskylduverkefni en hún var áður.“ Arnar segir íslendinga standa mjög framarlega í meðgöngu- og fæðingarhjálp meðal þjóða heims. Mæðravemd er að flytjast í meira mæli yfir til heilsugæslustöðva sem almennur þáttur heilsueftirlits en stefnt verði að því að sérhæfari vandmál, stuðningur og fræðsla verði við miðstöð mæðraverndar. „Við höfum verið mjög dugleg að bæta aðstöðu foreldra og styðja þá á alla lund á meðgöngu. Við emm komin svo langt að á meðan aðrar þjóðir em að kljást við grunnvanda- mál sem snúa að sjúkdómum emm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.