Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Andúð eykst gegn tóbaksfíklum Tóbaksreykingar hafa minnkað á heimsvísu ekki síst í landinu sem færði heiminum tóbakið. Reyklausum svæðum fjölgar í takt við aukið upplýsingaflæði um skaðsemi reykinga. Tóbaksvarnarnefnd hefur fengið sterk viðbrögð við nýlegri auglýsingaher- ferð sem einnig nær til reyklausra. Fjöldi Sígarettureykingar á mann í 4 löndum 1960-1999 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 TOBAKSREYKINGAR eru heldur að minnka í Banda- ríkjunum, þar reykti hver maður 8% færri sígarettur í lok ársins 1999 en í byrjun þess. Að sama skapi hafa tóbaksreykingar dregist saman um rúm 2% á jarðkúl- unni allri, að því er segir í frétt frá bandarísku umhverfissamtökunum World Watch Institute. Minnkandi vinsældir tóbaksreykinga vestra eru sagðar vera vegna þess að fólk fær æ betri upplýsingar um skaðsemi reyk- inga, tóbaksverð hefur hækkað, skattar á tóbak hafa verið hækkaðir og öflugar herferðir gegn tóbaks- reykingum verið famar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þá hefur um- burðarlyndi þjóðarinnar gagnvart reykingum minnkað á síðustu árum. Grátbroslegt þykir að landið sem færði heiminum tóbakið skuli verða fyrst til að hafna því. Reyktum sígarettum á hvem íbúa hefur fækkað í Bandaríkjunum und- SLAGORÐIÐ „hver einasta sígar- etta veldur þér skaða“ þykir áhrifa- mikið en tóbaksvamameftid hefur vakið mikla athygli fyrir auglýs- ingaherferðina sem sett var í gang í byrjun ársins. Herferðin þykir sterk enda vom myndimar beinskeyttar en þær sýna m.a. fitu kreista úr ós- æð reykingamanns. Auglýsingamar em ástralskar að uppmna en Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri tóbaksvemdar- nefndar, komst í kynni við auglýs- ingarruirer hann sótti ráðstefnu í Sydney. Áætlað er að 190 þúsund Ástralir hafi hætt að reykja eftir að hafa lesið skilaboð á borð við þessi: „Þegar þú reykir rotna lungun í þér - svo einfalt er það“. „Við fengum strax mjög sterk við- brögð við herferðinni. Auglýsing- amar virtust líka vera umræðuefni úti um allan bæ,“ segir Þorsteinn Njálsson, læknir og formaður tób- aksvamamefndar. „Áróður er flókið mál að eiga við. Það er engin ein formúla til sem dugar á allt og alla,“ segir hann og tekur til við að lýsa þeirri steftiu sem þeir Þorgrímur byijuðu með fyrir fimm árum. „Markmiðið hjá okkur hefur alltaf verið að koma umræð- unni í gang í þjóðfélaginu og fá al- menning til að tjá sig um reykingar. Einnig fannst okkur mikilvægt að ná sambandi við félagasamtök, fyr- irtæki og íþróttafélög; að fara út í samfélagið," segir Þorsteinn. Róknar f orvarnir Þorsteinn segir að ekki sé gott að finna réttu leiðina til forvama- fræðslu í skólum. „Ég tel að aðal- ástæðan fyrir því að krakkar reykja sé sú að þeir vilji vera fullorðnir. Þannig að ef samfélagið tekur ákveðna afstöðu gegn reykingum hjálpar það til að draga úr reyking- um krakkanna. Ef reykingamaður treystir sér ekki til að hætta en vill samt ekki að bömin sín reyki er anfarna tvo áratugi. Árið 1980 reykti hver maður að jafnaði 2.810 sígarett- ur en í fyrra 1.633 sígarettur, eða 42% færri rettur yfir árið. Sérhver jarð- arbúi reiknast til að hafa reykt 1.027 sígarettur árið 1990 en 915 árið 1999, eða 11% færri sígarettur. Reykingar eru að dragast saman meðal næstum allra þeirra þjóða sem mest tóbak nota, svo sem meðal Frakka, Kínveija og Japana. Fjöldi sígarettna sem hver Frakki reykir á ári hefur hrapað um 19% frá því þeir reyktu hvað mest árið 1985, Kínverj- ar reyktu 8% færri sígarettur á árinu 1999 en 1990 og Japanir hafa dregið úr reykingum sem nemur 4% frá 1992 að því er kemur fram í upplýs- ingabanka bandaríska landbúnaðar- ráðuneytisins um tóbak. Upplýsingar og sannanir um skað- semi sígarettureykinga verða sí- fellt umfangsmeiri. í svipinn eru þekktir 25 sjúkdómar sem raktir eru til reykinga, þar á meðal hjartasjúkdómar, heilablóðfall, sjúkdómar í öndunarfærum, ýmsai- tegundir krabbameins og getuleysis meðal karla. Alþjóðaheilbrigðisstofnun Samein- uðu þjóðanna, WHO, áætlar að 4 milljónir manna deyi árlega fyrir ald- ur fram vegna sígarettureykinga. Um 400 þúsund Bandaríkjamenn deyja á ári hveiju vegna þessa eða jafnmargir og landar þeirra sem létu lífið í heimsstyijöldinni síðari. Áætlað er að dag hvem deyi 2.000 Kínverjar úr afleiðingum tóbaksreykinga, eða álíka margir og ef 5 júmbó-þotur full- ar af farþegum færust á dag og eng- inn kæmist lífs af. Sífellt fleiri sannanir fyrir heilsu- spillandi afleiðingum tóbaks hafa smám saman rýrt trú fólks á mál- flutningi tóbaksframleiðenda þess efnis að tóbaksreykingar hefðu engin áhrif á heilsu manna. Þar með þykja framleiðendumir ekki lengur trú- verðugir. Þeir fóra að tapa málum sem fóru fyrir rétt og vora þeir í vax- andi mæli gerðir ábyrgir fyrir heilsu- tjóni reykingamanna. I lok nóvember árið 1998 þurftu framleiðendur að greiða 50 ríkjum Bandaríkjanna sam- tals 251 milljarð dala upp í kostnað sem þeir höfðu orðið fyrir vegna sjúk- dóma er rekja má til reykinga. Það samsvarar 1.000 dölum fyrir hvem Bandaríkjamann. Framleiðendur hækkuðu tóbaks- verð til að standa straum af kostnað- inum. Pakki af sígarettum hækkaði í Bandaríkjunum frá janúar 1998 til janúar 2000 um 79%, eða úr 1,31 döl- um í 2,35 dali fyrir pakkann. Stjóm- völd létu heldur ekki sitt eftir liggja heldur hækkuðu skatta sem lagðir era á sígaretturnar. Þá kröfðust stjórnvöld þess að Tóbaksstofnunin, hagsmunasamtök tóbaksframleið- enda, yrði lögð niður. Dyram stofn- unarinnar var læst í hinsta sinn 29. janúar í fyrra og 60 störf þar með lögð niður. Þar að auki er búið að banna tóbaksauglýsingar í sjónvarpi og útvarpi í Bandaríkjunum og Evrópusambandsþingið hefur sam- þykkt lög sem banna allar tóbaksaug- lýsingar frá og með árinu 2006. Þess er einnig að vænta að tóbaksreyking- ar verði með öllu bannaðar í banda- rískum flugvélum. Það sama er uppi á teningnum á veitingastöðum í Banda- ríkjunum. Bannað er t.d. með öllu að reykja á veitingastöðum í fimm ríkj- um Bandaríkjanna, Kalifomíu, Nev- ada, Maryland, Minnesota og Ver- mont. Þá er bannað að Beittar auglýsingar örva umræðuna hann að senda þeim röng skilaboð." Þorsteini fínnst því mjög mikil- vægt að auka umræðuna um reyk- ingar f þjéðfélaginu. „í ársbyijun fúr nefndin af stað með auglýsinga- herferð sem þótti frekar gróf. Þetta gerðum við til þess að fá umræðuna í gang í samfélaginu. Við höfum öðru hverju dembt yfir almenning frekar „hraustlegum“ auglýsingum ef svo má segja. Það þýðir ekkert að birta heilsfðuauglýsingar sem enginn les vegna þess að þær ná ekki að vekja neina athygli. Við viljum fá fólk til að hugsa um að það er ekki sjálf- sagður hlutur að hægt sé að reykja hvar sem er án þess að taka tillit til annarra," segir hann. Á reyklaus.is, vef tóbaksvamar- nefndar, kemur fram að árið 1997 hafi markað tímamót í sögu for- vama. Á því ári var heildarsala tóbaks sú minnsta síðan árið 1954 ef miðað er við fjölda fslendinga 15 ára og eldri og horft á tóbakssölu ÁTVR. Sala hefur minnkað um 4% Á vefnum kemur einnig fram að tóbakssala fyrstu þijá mánuði þessa árs hafi verið rúmlega 4% minni en á sama túna árið áður miðað við tölur frá ÁTVR. Þar kemur einnig fram að líklega sé það öflugri herferð nefndarinnar í byijun ársins að þakka. „Tóbaksumræðan í Bandaríkj- unum hefúr líka hjálpað okkur alveg gríðarlega mikið. Þar er réttur manna til reyklauss andrúmslofts metinn mjög mikils. Bandaríkja- menn viðurkenna að fólk hafi rétt til að reykja en það fyrirgeri jaftiframt þeim rétti ef það spillir fyrir öðmm. Allt sem takmarkar það rými sem reykingamenn hafa og eykur einnig tillitssemina gagnvart þeim sem reykja ekki virðist hjálpa öllum. Það hjálpar reykingamönnum að hætta að reykja og auðveldar hinum sem ekki reykja að vera í hreinu lofti,“ segir Þorsteinn. Á reyklaus.is kemur fram að reykingar hér á landi hafa minnkað um Qórðung á rúmum áratug. Kann- anir sem gerðar vom fyrir tóbaks- vamarnefnd sýna að árið 1999 reyktu 27% fullorðinna fslendinga daglega. Illutfall reykingamanna hefúr lækkað að meðaltali um 1% á ári undanfarin ár en árið 1985 töld- ust 40% landsmanna á aldrinum 15- 69 ára vera reykingamenn. reykja í opinberam farartækjum og á vinnustöðum í mörgum löndum. Kariar óttast getuleysið Þar til nýlega hafa bandarískir tóbaksframleiðendur ekki haft mikl- ar áhyggjur af minnkuðum tóbaks- reykingum Bandaríkjamanna enda sáu þeir fram á mikla landvinninga í þriðja heiminum. Þeim yflrsást að áróður gegn reykmgum nær þangað líka. Stjómvöld nokkurra þróunar- ríkja hafa t.d. lögsótt bandarísk tóbaksfyrirtæki í Bandaríkjunum með það að markmiði að tóbaksfram- leiðendur greiði kostnað sem þau hafa orðið fyrir vegna tóbakstengdra sjúkdóma. Herferðir gegn tóbaksreykingum fengu heldur betur meðbyr þegar í ljós kom að reykingar era algengasta orsök getuleysis meðal karla. Karl- menn verða oft fyrst varir við þrengsli og stíflur í smáum æðum, sem rekja má til reykinga, vegna þess að þeir fara að eiga í vandræðum með að fá hold sitt til að rísa. Þessa verður oft vart töluvert áður en kransæðam- ar stíflast. Markmiðið er að minnka umburðarlyndið Eftir því sem félagslegar afleiðing- ar tóbaksreykinga verða ljósari og þeim sem deyja af völdum tóbaks- reykinga fjölgar, þeim mun þyngri verður áróðurinn gegn reykingum í heiminum. Ríkisstjórnir sem áður litu á sígarettur sem tekjulind hafa nú auknar áhyggjur af vaxandi kostn- aði vegna sjúkdóma sem reykingam- ar valda. Alþjóðaheilbrigðismála- stoínun Sameinuðu þjóðanna hefur ýtt úr vör metnaðarfullu átaki til að draga úr reykingum alls staðar í heiminum. Er vonast til að það leiði af sér samkomulag milli þjóða heimsins í því skyni að hafa stjórn á tóbaks- reykingum. Markmiðið er að um- burðarlyndi fólks gagnvart reyking- um verði álíka lítið og kostnaður vegna jieirra er mikill. HJALPLEGAR SLÓÐIR: www.krabb.is www.reyklaus.is www.ash.org www.cdc.gov/tobacco www.committedquitters.com www.who.int/toh Þorsteinn er mjög ánægður með þann árangur sem hefur náðst í bar- áttunni gegn reykingum. „Þetta er afrek hjá íslensku þjóöinni." Nýjustu tölur tóbaksverndamefndar sýna að í janúar á þessu ári reyktu 23,2% karla og 20,7% kvenna þannig að stöðugt dregur úr reykingum. „Það ríkir sterkur andi meðal þjóða að ráðast gegn reykingum og gera eitthvað i málinu." Þorsteinn tekur sem dæmi að fyrir nokkrum árum veitti Alþjóðabankinn Ung- veijum lán með því skilyrði að þeir notuðu 1% af því til reykinga- forvama. „Sjötfu prósent austur- evrópskra karlmanna reykja. Þeir reykja lélegt tóbak og mikið af því enda deyja þeir margir hveijir allt of ungir,“ segir Þorsteinn og á þá við að þetta séu ekki ákjósanleg skil- yrði til að byggja upp efnahag þar um slóðir. Ein nýjasta auglýsing tóbaks- vemdameftidar sýnir ungan mann pissa á glóandi heit kol í gufubaði. „Það dettur auðvitað engum í hug að gera þetta en öllum dettur í hug að reykja allsstaðar. Við erum að reyna að ná til fólksins sem reykir ekki. Um leið og það fer að segja: „Þú mátt ekki reykja nálægt mér“ gjörbreytist þetta og um leið fjölgar reyklausum stöðum. Það er alls ekki verið að ráðast á reykingamenn. Það er þitt mál hvort þú reykir eða ekki en þú hefur ekki rétt til að reykja ofan í aðra. Óbeinar reyking- ar em líka hættulegar." Þorsteinn er fús til að verða fyrir svörum um hvað sé á döfinni hjá tóbaksvamamefnd. „Við höfúm haft þann háttinn á að hvfla fólk aðeins á áróðrinum inn á milli. Við emm núna á fullu við að undirbúa næsta haust og ég er ipjög bjartsýnn á framti'ðina. Ef fullorðna fólkið með- tekur boðskapinn fylgja krakkarnir með. Svo má ekki gleyma því að það er aldrei of seint að hætta að reykja."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.