Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 D 7 DAGLEGT LÍF GUÐNI JÓNSSON Tilhlökkunin er kvíðablandin Morgunblaðið/Þorkell Guðni með dfædda barnið innan seilingar. Ekki er vitað hversu algengt couvade er, en þó eru nokkrar vís- bendingar um tíðni. Þannig leiddi rannsókn L.Y. Bogren (1983) í ljós að 16 af 81 verðandi föður þjáðust af couvade, eða 20% hópsins. I ítalskri rannsókn frá 1994 var farið yfir upplýsingar um tíðni hvers ein- kennis fyrir sig og kom fram að hún var á bilinu 11-65%. I rannsókninni sjálfri var rætt við 73 verðandi feð- ur þar sem eiginkona þeirra var á síðasta mánuði meðgöngu og til samanburðar 73 karla sem áttu hvorki von á barni né áttu barn yngra en eins árs. Tilfinningaleg einkenni á borð við kvíða, ótta og breytingar á kynlöngun voru mun algengari hjá þeim körlum sem áttu von á barni, en líkamleg einkenni hrjáðu hins vegar fleiri úr saman- burðarhópnum með einni undan- tekningu sem var flökurleiki. Þar sem einkenni couvade hrella karl- menn mest frá 3.-6. mánaðar með- göngu getur þessi niðurstaða að hluta til skýrst af því að meðgöng- unni var að ljúka í hópnum sem spurður var. Couvade-heilkenni var fyrst lýst í læknisfræðilegu tímariti árið 1865. Umræðan er enn af skornum skammti og rannsóknir tiltölulega fáar. Flestar rannsóknir beinast að fólki í sambúð og forvitnilegt væri að athuga hvort couvade er bundið við karla í hjónabandi eða sambúð. Mörg tilfelli couvade eru væg og ekki uppspretta mikilla áhyggna og leysast farsællega ef karlinum finnst hann geta rætt málin við barnsmóður sína. „ÉG ER miklu meðvitaðri um mat- aræði eftir að Anna varð ófrísk," segir Guðni Jónsson sem á von á barni með konu sinni Önnu Katrínu innan tíðar. „Ég borða hollara fæði nú en áður en dett samt annað slag- ið í draslmatinn," heldur Guðni áfram. Við erum bæði meðvituð um þetta og erum náttúrlega að hugsa um þriðja aðilann líka. Ég er til dæmis duglegri að borða fisk núorð- ið en hann hefur aldrei verið í sér- stöku uppáhaldi. Ég hef þyngst svolítið á þessum tíma og held að það tengist því að ég hef dregið úr hreyfíngu. Við Anna fórum til dæm- is oft saman út að hjóla en erum hætt því.“ Guðni og Anna eru bæði 29 ára og barnið sem er í vændum er fyrsta barn Önnu en Guðni á fyrir sjö ára gamla dóttur, Hafdísi Rún. „Þessar tvær meðgöngur eru að sumu leyti ólíkar hvað mig varðar,“ segir Guðni. „Ég var mun yngri þegar Hafdís kom í heiminn og viðbrigðin voru meiri. Þetta er auðvitað mikil skuldbinding en fyrst og fremst skemmtileg, annars væri maður ekki að þessu. Núna er ég betur undir það búinn að takast á við þetta hlutverk en í fyrra skiptið." Guðni og Anna kynntust fyrir fjórum árum og kusu að taka sér góðan tíma í að kynnast og ferðast um heiminn. Eft- ir að Anna varð barnshafandi hefur ríkt mikill spenningur og tilhlökkun á heimilinu en Guðni viðurkennir að tilhlökkunin sé kvíðablandin. „Kvíð- inn eykst þegar nær dregur fæð- ingu. Ég vinn með einhverfum ungl- ingum og einhverfa kemur oft ekki í ljós fyrr en á þriðja til fimmta ald- ursári. Þessi uggur um að barnið sé ef til vill ekki heilþrigt hverfur því ekki við fæðingu. Ég vinn með konu sem eignaðist barn um miðjan júní- mánuð og segja má að við höfum fylgst að í meðgöngunni, hún og hennar maður og við Anna. Við deildum þessum ótta en burtséð frá því er gott að geta rætt við fólk i svipuðum sporum og maður sjálfur er, því meðganga á hug manns allan meðan á henni stendur." Vinir Guðna eru margir hverjir búnir að eignast börn og þótt ekki tíðkist að verja löngum stundum í að ræða barnauppeldi segir Guðni að það fari ekki á milli mála að menn séu stoltir af börnunum sínum og ánægðir með þau. „Einn vinur minn varð ofboðslega lífhræddur eftir að barnið fæddist og hann heldur að það sé vegna þess að ábyrgðin er svo mikil. Hvað yrði um barnið ef eitthvað kæmi fyrir hann? Mér finnst ekki ólíklegt að margir finni fyrir þessari tilfinningu." Missir ekki af mæðraskoðun Guðni vill ekki missa af mæðra- skoðun og hefur í tvígang lagt tölu- vert á sig til að komast með Önnu í skoðun. Hann er mjög ánægður með ljósmóðurina og segist vera dugleg- ur að spyrja auk þess sem hann lesi sér til. „Mér finnst ég samt vera svolítið hjálparvana andspænis þessu öllu. Ég vildi svo gjarnan geta tekið á mig helminginn af verkjun- um sem Anna kemur til með að upp- lifa í fæðingunni en það er auðvitað ekki hægt. Með því að vera virkur þátttakandi á þann hátt sem mögu- legt er tengist ég barninu og upp- lifunin í heild færist nær mér.“ Guðni segir að lokum að það sé eftir- sjá í tilhugsuninni um að þegar fæð- ingin er afstaðin verði meðgöngu- ferlinu lokið. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að ég kem til með að sakna þess.“ Úr dagbók verðandi föður Á heimasíðunni Expectant- father.com er að finna dagbók verðandi föður og þetta brot er frá 17. september 1999: „Ég held að ég sé kominn með bullandi couvade. Síðustu tvær til þrjái’ vikurnar hef ég fundið fyrir eftirfarandi einkennum: 1. Magaverkjum og ógleði. 2. Skyndilegri þyngdaraukn- ingu (sem betui- fer kom skyndilegt þyngdartap tveimur dögum síðar). 3. Óslökkvandi löngun í samlok- ur. Í heila viku hef ég ekki hugsað um neitt nema sam- lokur. Ég borða samlokur í hádegis- og kvöldmat. 4. Þunglyndi. Allt í einu og að ástæðulausu verð ég stund- um þunglyndur og efast um hæfni mína til að vera góður pabbi og eiginmaður. 5. Afbrýðisemi. Ég er að deyja úr afbrýðisemi. Eg reyni að fela það fyrir konunni minni en hún finnur þetta. Um dag- inn fór ég að hugsa að þegar bamið fæðist þá fær hún að haí'a það allan daginn á með- an ég er í vinnunni. Ég veit að afbrýðisemin er ástæðulaus ojg barnið mun elska mig líka. Eg get ekki útskýrt þessa öf- und. Hún er einhvem veginn eins og þunglyndið sem skell- ur á mér allt í einu.“ við farin að sinna félagslegum og sálfræðilegum þáttum meðgöng- unnar. Þetta ætti að skila sér í betri fjölskyldu og heilbrigðari börnum. Oll samfélög í þréun gera þá kröfu að þróunin sé í þessa átt.“ Að mati Arnars er brýnasta verk- efnið sem nú liggur fyrir að með- gangan fái að þróast sem eðlilegur þáttur í lífinu og sé gerð cins einfóld og þægileg og hægt er. „Ég tel mik- ilvægt fyrir okkur að einfalda með- gönguna og mæðraeftirlitið og færa meðgöngueftirlit meira yfir á for- eldrana sjálfa. Þá verður um leið að skapa meiri aðgang að fræðslu en það gerum við í gegnum tölvur og tölvupóst. Innan þriggja til fimm ára verður hægt að stunda mæðra- eftirlit í gegnum tölvur og líklega verðum við fyrst í heiminum til að taka það upp.“ ARTHUR BOGASON Onnur lífsreynsla fellur í skuggann „ÉG ER svo hátt uppi núna að ég er eiginlega í sæluvímu. Allar hugsanir og tilfinningar eru meng- aðar af núverandi ástandi og ég er næstum búinn að gleyma hvernig mér leið á meðgöngutímabilinu," segir Arthur Bogason, aðspurður um líðan sína undanfarna mánuði. Arthur og Dagný, kona hans, eignuðust dóttur hinn 21. júní, fimmtán mínútum fyrir jarðskjálft- ann sem reið yfir þá nótt. „Ég læknaðist alveg af jarðskjálftaótta þessa nótt. Ekkert komst að annað en nýyfirstaðin fæðing og ham- ingjan yfir dótturinni.“ Éftir stutta upprifjun segir Arthur tvær sterkar tilfinningar hafa einkennt tímann frá upphafi meðgöngunnar og fram að fæð- ingu: „Oskapleg eftirvænting og mikill kvíði. Ég fann ekki fjrrir neinum líkamlegum einkennum öðrum en þeim að ég léttist en það er nú bara vegna þess að ég tók mig á varðandi mataræði og hreyf- ingu. Kvíðinn var að mestu leyti byggður á því að eitthvað myndi fara úrskeiðis og koma fyrir kon- una eða barnið. Þessi kvíði fór vax- andi í réttu hlutfalli við það að konan gildnaði. Ég bar kvíðann ekkert mikið á torg því það er náttúrlega nóg á konuna lagt, það er ótrúlegt álag að ganga með barn. Meðgöngunni er í raun alls ekkert lokið þegar barnið er fætt. Barnið nærist á móðurinni jafnt fyrir og eftir fæðingu og fæðingin sjálf er bara einn áfangi í með- göngunni. Annað sem ég fann fyr- ir, sérstaklega síðustu vikurnar, var að ég átti erfitt með að ein- beita mér í vinnunni. Hugurinn var alltaf heima. Ég er vanur að vera tuttugu mínútur á leiðinni heim en þær voru komnar niður í sjö til átta því mér lá svo mikið á. Ég verð að viðurkenna að öll mín lífsreynsla samanþjöppuð, fram að þeim tímapunkti að ég varð vitni að því að litla manneskj- Hei sæta! Prqfaðu það nyjastq! Hmni flottir oi’ fínini vnrnjith snnum í skvmnmlegum umbúóum. Útsolustaöir: Lyf og heilsa - Apótek og helstu snyrtivöruverslanir Dreifíngaradili: Cosmic ehf., símí 588 6525 Eyrnalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stœrðir Jvlar árgreiðslustofan apparstíg (sími 5513010) .Stnfnað 191R ^ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Arthur ásamt litlu sólstöðustúlkunni sinni sem fæddist 21. júní. an kom í heiminn, féll í skuggann af þessum eina atburði. Ég held ég hafi ekki mælt sannara orð á æv- inni þegar ég segi að ég hafi ekki séð neitt fegurra. Hins vegar gerð- ist það líka sem ég held að hafi hent marga feður, að mér þótti orðið skuggalega heitt inni í fæð- ingarherberginu," segir Arthur og brosir. „Ég þurfti að anda með konunni svolitla stund til þess að það liði ekki yfir mig. Þetta var þegar verkirnir voru hvað mestir og fæðingin alveg að bresta á. Þá gekk alveg fram af mér hve miklar kvalir Dagný þurfti að ganga í gegnum." Litla stúlkan er fyrsta barn Arthurs en fjórða barn Dagnýjar. Arthur er tæplega hálffimmtugur en Dagný rúmlega fertug og ekki að undra að eftirvæntingin hafi verið mikil. „Ég hvet alla feður til að vera viðstaddir fæðingu barna sinna, þetta er svo ótrúlegur at- burður," segir Arthur. „Ég átti al- veg eins von á því að verða af- brýðisamur út í Dagnýju fyrir að tengjast barninu sterkar en ég Stressið burtl vegna brjóstagjafar, en það hefur ekki gerst. Það er hrífandi að fylgjast með tengslunum sem myndast milli móður og barns. Það var svo greinilegt að stúlkan þekkti rödd móður sinnar nokk- urra daga gömul.“ Nauðsynlegt í nuddpottinnt JK JIUI LJhdl ilsuhúsið Stólnvóieustlg, Kring)gnni o* BmiraUng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.