Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ " AFGREIÐSLUMAÐUR REYKJAVÍK Staða afgreiðslumanns hjá rekstrardeild, vélalager j Vegagerðarinnar í Reykjavík er laus til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra. Starfssvið: • Akstur sendiferðabifreiða. • Sækja vörur til verslana. • Akstur á vörum til og frá vöruflutninga- miðstöðvum og flugfélögum. • Ýmis önnur tilfallandi störf á varahlutalager. Menntunar- og hæfniskröfur: • Bílpróf. • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af j lagerstörfum. i • Góðir samstarfshæfileikar. 3 I j Nánari upplýsingar veita Jón Birgir Guðmundsson ! í síma 461 -4440 og Magnús Haraldsson ísíma 533-1800 frákl. 9-12. C » Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á Akureyri eöa í Reykjavík i fyrir 31. júlí n.k. merktar: L > „Vegagerðin - rekstrardeild" "V/Wa \ VEGAGERÐIN Ráðhús Reykjavíkur Laus störf Ráðhús Reykjavíkur, þróunarsvið, auglýsir eftir starfsmanni í gagnamál. Fyrirliggjandi verkefni á Þróunarsviði er m.a. mótun gagnastefnu Reykjavíkurborgar, útgáfa Árbókar Reykjavíkur, auk annarra útgáfna af tölfræðilegu tagi. Viðkomandi mun starfa með verkefnisstjóra gagnamála á Þróunarsviði. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun, t.d. af félagsvísindasviði með áherslu á aðferðafræði og tölfræði. • Skipulagshæfileikar. • Ritfærni og tölvukunnátta. • Nákvæmni og reynsla af vinnu með töl- fræðileg gögn. • Lipurð í mannlegum samskiptum og frum- kvæði í starfi. • Vilji til að vinna í hóp. • Vald á ensku og Norðurlandamálum. • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með gagnagrunna. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Skrifleg umsókn, ásamt upplýsingum um hæfni, menntun og fyrri störf, sendist á Þróun- arsvið Reykjavíkur, Ráðhúsi Reykjavíkur, merkt atvinnuumsókn. í umsókninni þarf að koma fram hversu vel umsækjandi uppfyllir ofan- greindar kröfur. Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2000. Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll H. Hannesson, verkefnisstjóri gagnamála, í síma 563 2085 eða í tölvupósti, netfang: pallh@rhus.rvk.is Þróunarsvið Reykjavíkurborgar er nýtt svið sem hefur m.a. það hlutverk að undirbúa stefnumótun, safna og miðla gögnum innan sem utan borgarkerfisins. Á Þróunarsviði er ekki deildarskipting heldur verkefnastjórnun. Borgarstjórinn í Reykjavík. TAL er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki á sviði þráðlausra samskipta. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 130 starfsmenn sem þjóna um 50 þúsund viðskiptavinum. TAL er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem býður GSM- og Internetþjónustu auk símtala til útlanda. TAL hefur náð góðum árangri með sterkum og samhentum hópi fólks. Ef þú vilt takast á við spennandi og krefjandi verkefni hjá ört vaxandi fyrirtæki þar sem hlutirnir gerast hratt, þá bjóðum við þig velkominn í hópinn. í boði eru góð laun og gott starfsumhverfi fyrir fólk sem sýnir ábyrgð, metnað og frumkvæði í starfi. Neðangreind störf fela í sér virka þátttöku í þróun TALs sem er ungt og ferskt fyrirtæki sem hefur tryggt sér sterka stöðu á íslenskum fjarskiptamarkaði. Eftirfarandi störferu laus til umsóknar í símstöðvadeild Tals: Símstöðvadeild Tals sér um þróun nýjunga í GSM símstöðva-, talhólfa-, SMS- og frelsiskerfum ásamt eftirliti og rekstri. Deildin hefur átt mjög stóran þátt í þróun nýrrar þjónustu og má þar meðal annars nefna Talfrelsi, fyrirframgreidd símkort, FarTAL (roaming) og SMS þjónustu. Ýmsar nýjungar eru á döfinni ásamt áframhaldandi þróun á ofangreindum kerfum og verkefnum. Kerfissérfræðingur Fyrirséð er mikil þróun nýrrar þjónustu í Talhólfa og SMS kerfum fyrirtækisins. Kerfissérfræðingur Tals mun vinna að hönnun og aðlögun kerfanna auk eftirlits og viðhalds búnaðar. Starfið felur í sér töluverð samskipti við erlenda framleiðendur. Kerfissérfræðingur Talhólfs og SMS mun fá alla nauðsynlega þjálfun erlendis auk þess sem starfið felur i sér þátttöku í ráðstefnum tengdum framþróun kerfanna. Óskað er eftir háskólamenntuðum starfsmanni á sviði verkfræði, tæknifræði eða tölvunarfræði. Rafeindavirki með reynslu af þessum kerfum kemur einnig til greina. Góð enskukunnátta er skilyrði og þekking á Unix er æskileg. Sérfræðingur símkerfa Sérfræðingi símkerfa er ætlað að taka þátt í rekstri allra kerfa símstöðvadeildar. Hann mun einnig sjá um framkvæmd og rekstur tenginga símkerfa við fjarskiptanet Tals. Sérfræðingur símkerfa mun fá aila nauðsynlega þjálfun innanlands og erlendis. Óskað er eftir rafeindavirkja eða símvirkja með reynslu af rekstri símstöðva og/eða símkerfa. Sérfræðingur eftirlitskerfa Óskað er eftir starfsmanni til þróunar á eftirlitskerfum símstöðvadeildar. Starfið felur í sér söfnun gagna frá öllum kerfum deildarinnar og úrvinnslu þeirra. Auk þess mun sérfræðingur eftirlitskerfa sinna forritunarverkefnum fyrir deildina. Óskað er eftir forritara með góða reynslu og þekkingu á eftirfarandi: Unix/Linux, HTML/Java forritun og SQL fyrirspurnum. Starfsumsóknir þurfa að berast skriflega eða með tölvupósti til Reynis Valdimarssonar, deildarstjóra símstöðvadeildar TALs hf. Síðumúla 28,108 Rvk. Netfang:reynir@talhf.is. Umsóknum skal skilað fyrir 24. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Reynir Valdimarsson í síma 570 6000. þú átt orðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.