Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HHHHHI
>.
O
3
<
FJARREIÐUSTJORI
FJARMALADEILD
REYKJAVÍKURBORGAR
Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða fjárreiðustjóra í fjármáladeiid. Um fullt starf er að ræða og
er æskilegt að viökomandi geti hafið störf fljótlega.
Starfssvið:
• Sjóðsstýring. Annast skammtíma lántökur og/eða fjárfestingar borgarsjóðs. Mánaðarleg
sjóðsvelta borgarsjóðs er um 1,5 milljarðar króna.
• Lánastýring/áhættustýring. Fjármáladeild annast erlendar lántökur fyrir borgarsjóð
og fyrirtæki borgarinnar.
• Gerð greiðsluáætlana.
• Umsjón með innheimtum borgarsjóðs.
• Annast fjárhagslegan frágang á samningum vegna eignakaupa og sölu.
• Starfsmannastjórnun.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg menntun.
• Haldgóð tölvuþekking og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki.
• Góð tungumálakunnátta.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Kappsemi og metnaðurtil að ná árangri.
í boði eru krefjandi og áhugaverð verkefni, góð vinnuaðstaða
og möguleiki á endurmenntun.
Nánari upplýsingar veita Herdís Rán Magnúsdóttir og Lóa Ólafsdóttir
hjá Ráðgarði frá kl. 10-12 í síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 30. júlí n.k. merktar:
„Reykjavíkurborg - fjárreiðustjóri í fjármáladeild"
fjýtí
og öflugt félag á sviði
mjólkuriðnaðar óskar eftir að ráða
framleiðslustjóra til starfa á Akureyri
'WMí
Á liðnu ári keypti Kaupfélag Eyfirðinga alla hluti í MSKÞ ehf. jafnframt stofnaði
KEA um síðustu áramót hlutafélag um starfsemi sína í mjólkuriðnaði - MSKEA ehf.
Á þessu ári munu félögin tvö ásamt félagi í eigu mjólkurbænda - Granir ehf. renna
saman í eitt og öflugt sameinað fyrirtæki sem mun hafa starfsemi á Akureyri og Húsavík.
Sameiginleg velta hins nýja fyrirtækis mun verða um 2,2 milljarðar og er fjöldi starfsmanna
um 100. Þetta nýja fyrirtæki mun vinna úr u.þ.b. fjórðungi mjólkur í landinu.
Framleiðslustjóri
í sameinuðu fyrirtæki í mjólkuriðnaði
Starfssvið
• Dagleg skipulagning og stjórnun framleiðslu
• Yfirumsjón með innkaupum
• Ábyrgð á framleiðslugæðum
• Nýtingar- og kostnaðareftirlit
• Þátttaka f stefnumótandi ákvörðunum f
fyrirtækinu
Menntunar- og hæfniskröfur
Lengra nám mjólkurfræðinga ásamt reynslu af framleiöslu-
stjórnun eða rekstrarverkfræði/tæknifræðimenntun
Reynsla úr matvælaiðnaðinum æskileg
Frumkvæði og metnaður til aö ná árangri i starfi
Góðir stjórnunar- og skipulagshæfileikar
Hæfni f mannlegum samskiptum
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veita Ágúst Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri MSKEA og MSKÞ,
agust.thorbjornsson@simnet.is , sími 864 0662 og Heiðrún Jónsdóttir,
starfsmannastjóri KEA, heidrun@kea.is i síma 460 3438 og 895 2556
Vinsamlegast sendið umsóknirtil MSKEA, bt.
Heiðrúnar Jónsdóttur Hafnarstræti 91-95,
600 Akureyri, fyrir mánudaginn
31. júlf nk.
sÉÉÉifc
Utanríkisráðuneytið
Hjúkrunarfræðingar
Störf í Kosovo og Bosníu-Hersegóvínu
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingum til starfa
með friðargæslusveitum Atlantshafsbanda-
lagsins í Kosovo (KFOR) og Bosníu-Hersegóv-
ínu (SFOR).
Gert er ráð fyrir að ráðningartíminn verði sex
mánuðir og að viðkomandi hefji störf í septem-
ber á þessu ári.
Leitað er að duglegum, samviskusömum ein-
staklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfið-
ar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast
aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að við-
komandi hafi reynslu af störfum á bráðamót-
töku eða gjörgæslu, gott vald á ensku og hafi
mikla aðlögunarhæfileika.
Umsóknir með upplýsingum um menntun,
fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmæl-
endur sendist utanríkisráðuneytinu, alþjóða-
skrifstofu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Um-
sóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðu-
blöðum.
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2000.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir Auðunn
Atlason á almennri skrifstofu utanríkisráðu-
neytisins.
Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út,
nema annað sé sérstaklega tekið fram í um-
sókninni.
Fyrri umsækjendur sem vilja koma til greina
eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar.
Utanríkisráðuneytið.
Mosfellsbær
Fræðslu- og menningarsvið.
Hefur þú áhuga á að vinna með kraft-
miklu fólki að metnaðarfullu skólastarfi
í ört vaxandi bæjarfélagi?
Varmárskóli 1,- 6. bekkur.
Vestursetur.
Enn vantar okkur sérkennara, sem jafn-
framt hefur umsjón með sérkennslu í
útibúi Varmárskóla, Vestursetri. Einnig
leitum við að grunnskólakennara til að
annast almenna kennslu yngri barna e.h.
Upplýsingar gefur Jóhanna Magnúsdótt-
ir, útibússtjóri, s. 586 8200, hs. 566 8166,
GSM 864 0111.
Gaanfræðaskólinn í Mosfellsbæ.
7. —10. bekkur
Kennara vantar enn í ensku og textíl-
mennt, 100% stöður. Einnig leitum við
að forfallakennara í 50% starf.
Upplýsingar gefur Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir, skóiastjóri, í síma 566 6186 eða
hs. 566 6688.
Laun grunnskólakennara eru skv. kjara-
samingum Launanefndar Sambands
íslenskra sveitarfélaga og KÍ/HÍK. Einnig
er í gildi sérsamningur milli grunnskóla-
kennara og Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær er tæplega 6.000 íbúa sveitarfélag. Mikil upp-
bygging hefur átt sér stað f skólum bæjarins á síðustu árum
og ríkjandi er jákvættog metnaðarfullt viðhorftil skólamála.
I bænum er rekið öflugt tómstunda- og íþróttastarf við
góðar aðstæður. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar veitir skól-
anum faglega þjónustu og ráðgjöf jafnframt því sem hún
aðstoðar við nýbreytni- og þróunarstarf og stendur fyrir
simenntun fyrir kennara.
Skólafulltrúi.