Morgunblaðið - 25.07.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.07.2000, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hækkanir vátryggingafélaga á ökutækjatryggingum Ekki kemur til aðgerða af hálfu Fjármálaeftirlitsins FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ mun ekki grípa til aðgerða vegna þeirra hækkana á ökutækjatryggingum sem vátryggingafélögin tilkynntu nýverið um. Telur eftirlitið að þó að fjárhagsstaða stóru vátryggingafé- laganna sé sterk og fé hafi losnað úr tjónaskuld fyrri ára hafi félögin sýnt fram á aukinn tjónakostnað og óstöð- ugleika í greininni. Fjármálaeftirlitið hafi þess vegna ekki forsendur til þess að grípa til aðgerða nú á grund- velli þess að iðgjöld séu ósanngjöm í garð vátryggingataka, sbr. 2. mgr. 55. gr. laga nr. 60 frá 1994. Fram kemur í yfirlýsingu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér í gær að hafa beri í huga að vátrygginga- félögin starfi á samkeppnismarkaði og að félög sem keppi á vátrygginga- markaði eigi að hafa talsvert svigrúm til iðgjaldaákvarðana. Segir enn fremur að vátrygginga- félögin hafi almennt bætt rökstuðn- ing fyrir iðgjaldahækkunum gagn- vart viðskiptamönnum sínum og með því orðið við tilmælum Fjármálaeft- irlitsins. Stóru innlendu vátrygg- ingafélögin hafi sent frá sér ítarlegar greinargerðir um forsendur iðgjaldabreytinga, birt greinargerðir á heimasíðum sínum og skrifað við- skiptamönnum sérstök bréf. Þessi vinnubrögð séu mikilsverður áfangi í bættri upplýsingagjöf. Það er hins vegar mat eftirlitsins að nauðsynlegt sé að vátryggingafé- lögin haldi áfram á þeirri braut að bæta upplýsingagjöf til neytenda og að brýnt sé að hvert vátryggingafé- lag taki forsendur iðgjaldaákvarðana sinna til endurskoðunar um leið og frekari reynsla er fengin. Þeim beri að fylgjast vel með þróun í greininni og bregðast við henni með iðgjalda- breytingum, til hækkunar eða lækk- unar ef tilefni er til. Unnið að athugun á framkvæmd bónusreglna Kemur fram í yfirlýsingu Fjár- málaeftirlitsins að það muni fylgjast náið með þróun greinarinnar á næstu mánuðum og að það leggi áfram áherslu á aukið gagnsæi í starfsemi vátryggingafélaganna. Enn fremur að Fjármálaeftirlitið vinni í tengslum við þetta mál að athugun á fram- kvæmd bónusreglna og mögulegri endurskoðun vátryggingaskilmála lögboðinna ökutækjatrygginga varð- andi gildistöku og endumýjun. Fjármálaeftirlitið vekur loks at- hygli á því að þeir viðskiptavinir sem eru með gjalddaga í ökutækjatrygg- ingum þann 1. ágúst næstkomandi geti sagt upp vátryggingasamning- um sínum fram að endumýjun vegna þess hve seint félögin komu fram með umræddar hækkanir. Vegna þess hve seint hækkanimar komu fram séu vátryggingatakar ekki bundnir af fyrfrmælum skilmála um að segja upp samningi 30 dögum fyr- ir gjalddaga. Telur stofnunin að tryggingafélögum hafi borið að gera viðskiptavinum sínum grein fyi-ir þessu og gerir athugasemd við að til- tekin félög létu þessa ekki getið í til- kynningu til viðskiptavina. Bruni í Njörva- sundi TVEIMUR var bjargað út úr risíbúð í húsi við Njörvasund 37 aðfaranótt sunnudags en íbúðin var þá orðin full af reyk. Kviknað hafði í eldavél á jarðhæð en sú íbúð var mannlaus. íbúi í kjallara hússins varð eldsins fyrstur var og vakti mann á efri hæð. Sá vaknaði svo illa að hann réðst á unga manninn og síð- an á slökkviliðsmenn og lög- reglu og varð að fjarlægja hann af staðnum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og sömuleiðis að ná mönnunum út. Alls voru fjórir íbúar inni í húsinu þegar eldsins varð vart en tveir komust út af sjálfsdáðum. Talsverðar skemmdfr urðu á íbúðinni á fyrstu hæð vegna elds og reyks. Morgunblaðið/Pétur Ingi Bjömsson Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Glaumbæ, Sigurður Jdnsson á Reyni- stað, Rut Ingdlfsddttir og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Morgunblaðið/Pétur Ingi Bjömsson Margir lögðu leið sína að nýja húsinu við Reynistað sem vígt var á sunnudaginn var. Gamli bærinn á Reynistað í gagnið á ný EFTIR endurbætur og lagfæringar á gamla bænum á Reynistað í Skagafirði hefur hann nú verið tekinn í notkun á ný. Var það gert við athöfn síðastliðinn sunnudag og var Björn Bjarnason menntamálaráðherra viðstaddur. Húsið er eitt af örfáum stafverkshúsum frá 18. öld og stendur enn og erþað heillegasta að sögn Sigríðar Siguðarddttur, safnstjdra í Glaumbæ. Að lagfæringunum hafa staðið Þjdð- minjasafnið og Byggðasafnið í Glaumbæ og styrkti menntamálaráðuneytið verkið einnig. Bæjardyrahúsið verður notað til að vekja at- hygli á sögu Reynistaðar en húsið stendur skammt frá kirkjunni. Kæra veiðifélaga við Breiðafjörð á hendur Hvurslaxi og Stofnfíski Telja hverfandi hættu á að lífríkið skaðist Borgarstjóri við- staddur verðlauna- afhendingu í Paimpol Besta verð- launuð SÉRSTÖK verðlaun féllu í skaut Baldvini Björgvinssyni og áhöfn hans á seglskútunni Bestu þegar verðlaunaafhending fyrir siglinga- keppnina Skippers d’Islande fór fram í Paimpol í Frakklandi á sunnudag. Var áhöfnin verðlaunuð fyrir að hafa verið fyrst í mark, bæði í Reykjavík og í Paimpol, fyr- ir besta samanlagðan árangur í keppninni og fyrir að hafa sett hraðamet á leiðinni Reykjavík - Paimpol. Eins og fram hefur kom- ið varð íslenska áhöfnin í 7. - 9. sæti keppninnar, eftir að reiknað hafði verið með forgjöf sem er mismunandi eftir skútutegundum. Engu að síður er árangur Islend- inganna glæsilegur og hefur vakið mikla athygli. Minnir á tengsl Islendinga og Frakka Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, var við- stödd athöfnina ásamt bæjarstjór- um bæjanna Paimpol og Grav’l- inga. Var fjöldi manns viðstaddur, en verðlaunaafhendingin fór fram í klaustri frá 13. öld. Flutti Ingi- björg Sólrún ræðu á frönsku, þar sem hún lýsti meðal annars tengsl- um þjóðanna og minntist á örnefni hér á landi sem bæru merki um veru Frakka hér; Frakkastíg, franska spítalann o.fl. Einnig flutti Jón Skaptason, formaður Brokeyj- ar, siglingafélags Reykjavíkur, ávarp. Afhenti hann formanni sigl- ingafélagsins í Paimpol fána Brok- eyjar og þakkaði jafnframt íslensku áhöfninni sem hann sagði vera fyrstu áhöfnina til að koma íslendingum á kortið í alþjóðlegri siglingakeppni yfir haf. Keppnin hefur vakið mikla at- hygli ytra og áhugi er á að hún verði reglulegur viðburður, byggð- ur á sögulegum tengslum íslend- inga og Frakka. Mörg viðtöl og myndir hafa birst af íslensku áhöfninni í frönskum fjölmiðlum, m.a. í franska sjónvarpinu, Ouest, Le Telegram og í siglingatímarit- inu Volle. Verðlaunagripur þeirra Bestu- manna, listaverk af skútu, merkt keppnisleiðinni, verður til sýnis í félagsheimili Siglingafélags Reykjavíkur og hjá Besta í Kópa- vogi. NÍU veiðifélög við Breiðafjörð kærðu Hvurslax ehf. og Stofnfisk hf. í upphafi mánaðarins fyrir ólög- legan flutning á regnbogasilungi frá Suðurlandi vestur í Hrauns- fjörð. í kærunni var einnig fullyrt að mörg tonn af regnbogasilungi hefðu sloppið er eldiskvíar brustu. Veiðiréttareigendur segja háttsemi fyrirtækjanna geta valdið óbætan- legum skaða á h'fríki og náttúruleg- um fiskistofnum ánna. Þeir fóru jafnframt fram á að lögreglan hæfí rannsókn á meintum brotum fyrir- tækjanna. Forsvarsmenn fyrirtækj- anna vísa þessari gagnrýni á bug. Öll nauðsynleg leyfi til staðar Birgir Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hvurslax ehf. segir að kærur veiðiréttarhafa eigi ekki við rök að styðjast. Hvurslax hafi öll nauðsynleg leyfi til rekstursins. Fullyrðing veiðifélaganna um að mörg tonn af eldisfiski hafi sloppið þegar kvíar brustu sé einnig röng. í fyrra hafi þó orðið það óhapp við slátrun á regnbogasilungi að hálft tonn af fiski hafi sloppið út. Birgir segir það vissulega slæmt þegar fiskur sleppur. Hinsvegar sé það lán í óláni að það hafi einmitt verið regnbogasilungur sem hafi sloppið því regnbogasilungur getur ekki fjölgað sér hér við land. Birgir seg- ir veiðiréttarhafana lengi haft horn í síðu fyrirtækisins og vilji í raun losna með öllu við fiskeldisstöðina. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem veiðifélögin kæra Hvurslax. Birgir segir að kærurnar hafi aldrei náð fram að ganga. „Það er alveg sama hvað við myndum gera við myndum alltaf fá kærur á okkur,“ segir Birgir. Furðulegar yfirlýsingar Regnbogasilungurinn sem var al- inn í Hraunsfirði kom frá eldis- stöðvum Stofnfisks hf. á Suður- landi. Vigfús Jóhannsson framkvæmda- stjóri Stofnfisks segir að kæra veiðifélaganna komi sér á óvart. Með því að senda kæruna til fjöl- miðla og án þess að kynna sér mál- ið hjá rekstraraðilum hljóti að vaka fyrir veiðifélögunum að gera fisk- eldisstöðina í Hraunsfirði tor- tryggilega. Vigfús segir að þær upplýsingar sem hann hafi bendi til þess að Hvurslax hafi öll nauðsyn- leg leyfi til eldis og flutningur á regnbogasilungnum því fullkomlega löglegur. Flutningurinn hafi verið í tilraunaskyni og í samráði við dýra- lækni fisksjúkdóma og veiðimála- stjóra. „Það er furðulegt að heyra þessar yfirlýsingar gagnvart regn- bogasilungnum. Þetta er sárasak- laus tegund," segir Vigfús. Búast megi við að flestir fiskanna sem sluppu hafi drepist og útilokað sé að þeir valdi einhverjum varanleg- um skaða á lífríki ánna. Gísli Jónsson dýralæknir fisk- sjúkdóma skoðaði regnbogasilung- inn sem var fluttur í Hraunsfjörð- inn. „Þetta var fiskur sem var heilbrigður og eðlilegur á allan hátt,“ segir Gísli. Ef það sé rétt að um hálft tonn af regnbogasilungi hafi sloppið út sé hættan á skaða fyrir lífríki eða náttúrulega veiði- stofna hverfandi. Regnbogasilung- ur eigi ákaflega erfitt með tímgun í villtri náttúru hér á landi. Hitastig í ám og vötnum sé einfaldlega of lágt. „Hann þarf mjög sérstakar aðstæður til. Hann jafnvel fjölgar sér ekki í villtri náttúru í Dan- mörku þar sem árhiti er miklu hærri en hér,“ segir Gísli. Ómögu- legt sé að regnbogasilungur og laxastofnar blandist. Eini hugsan- legi skaðinn sem geti orðið sé ef lít- ið er um fæði í ánum. Þá sé hugs- anlegt að regnbogasilungurinn éti laxaseiði. Hann segir þó ákaflega ólíklegt að slíkt valdi tjóni á veiði- stofnum í ám. Aðalfæða regnboga- silungs séu flugur og ýmis gróður. „Ég get ekki ímyndað mér að þetta hafi dregið úr stangveiði í ánum,“ segir Gísli. Ekki náðist í veiðimálastjóra í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.