Morgunblaðið - 25.07.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 25.07.2000, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Vígsla varnargarðs við Herðubreiðarlindir Mývatnssveit - Það var haldið há- tíðlegt á dögunum að lokið er gerð varnargarðs sem ætlað er að verja Herðubreiðarlindir fyrir ágangi Jökulsár á Fjöllum. Samgönguráðherra, forseti Al- þingis, oddviti Skútustaðahrepps og formaður Ferðafélags Akur- eyrar ásamt nokkrum öðrum gest- um fóru að þessu tilefni í Lindar þar sem athöfn fór fram á varnar- garðinum nýja. Ingvar Teitsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, flutti ræðu og rakti sögu varnargarða á þessum stað, en fyrst var hamlað gegn jökulfljótinu 1945 og var þar á ferðinni Páll Arason frá Þúfna- völlum ásamt fleiri Eyfirðingum. Þessi hópur vann „meirihlutann af degi“ með handverkfærum við að byggja varnargarð. í hópnum var meðal annarra Davíð skáld frá Fagraskógi. Hann orti þessa vísu um framkvæmdina: Enginn vættur við þeim sá, veg þeir ruddu um hraun og gjá. Hentu grjóti í hyldjúp lág, hlóðu stíflu í Jökulsá. Mikið vatn í ánni Annar garður var byggður 1957 og sópaði áin honum burt í flóði um 1975. Eftir það var byggður nýr og hærri garður. Undanfarin 20 ár hafa sífellt verið að koma hlaup, ekki síst í Kreppu, sem hafa Morgunblaðið/Kristján Sturla Böðvarsson og Ingvar Teitsson koma hornsteini í garðinn. valdið verulegum skemmdum á gróðri og mannvirkjum 1 Lindun- um. Loks kom stóra hlaupið í Kreppu 1. ágúst 1999 og flæddi þá mjög mikið vatn út yfir Herðu- breiðarlindir og spillti þar gróðri. f nóvember siðastliðinn fór Dyngjujökull að skríða fram. Þar með var ljóst að mun meira vatn en ella yrði í Jökulsá í sumar. Því var mjög brýnt að stórefla varnar- garðinn til að vernda Herðubreið- arlindir. Ferðafélag Akureyrar beitti sér fyrir því að farið yrði í styrkingu varnargarðsins og naut þar til stuðnings margra aðila. Þar réð úrslitum stuðningur for- seta Alþingis, Halldórs Blöndal, og þakkaði Ingvar Halldóri sér- staklega hans mikilvæga framlag í þessu máli. Einnig þakkaði hann samgönguráðherra fyrir stuðning hans, en ráðuneyti hans mun greiða kostnaðinn við gerð þessa varnargarðs. Sturla Böðvarsson ávarpaði við- stadda og lét í ljós þá ósk að varn- argarðurinn mætti duga vel um ókomin ár. Því næst lagði Sturla hornstein í garðinn með aðstoð Ingvars Teitssonar. Að þessu loknu hélt hópurjnn inn að Drekagili og þaðan í Öskju þar sem gengið var að Víti og Knebelsvörðu. Samgöngur- áðherra hafði ekki fyrr komið á þessar slóðir. Munið frábæru Flugfrelsistilbodin til Kaupmannahafnar og London! % iilboa daglega, Ungbórn 0-2 ára grelfta 7.000 k/. _itynilia yUUUr málift! Einnig umboðsmenn um land allt. Athuglð aö ganga þarf frá grelðslu vlB bókun. Glstlng er staöfest vlö bókun. Samvinnuferðir Landsýn Á w Ft n i fwnin H i n I ólcUnar^ grtiinn ef' ioio .sa Morgunblaði ð/Kristj án Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff heilsa upp á gesti í skrúðgarðinum á Húsavík. Forseti fslands á 50 ára afmæli Húsavíkurkaupstaðar Portúgal T\zff»r viknr ÍK cnrvHl 31. julí Tvær vikur (6 sastl) 2 saman í íbúö 52.990 kr. á mann + skattur. 34 saman í íbúö 44.990 kr. á mann + skattur. Rugvallarskattur er 2.905 kr. á mann og 2.220 kr. fyrir börn. Enginn barnaafsláttur. frá 44.990 kr. MaHorca 7.agustfrá 44.990 kr. 2 vikur (11 satl) 2 saman I Ibúö 54.990 kr. á mann + skattur. ' T.'/c. betta íítboö er elngöngu 34 saman I íbúö 49.990 kr. á mann + skattur. fyrlr VISA korthafa 50 saman I íbúö 44.990 kr. á mann + skattur. Rugvallarskattur er 2.495 kr. á mann og 1.810 kr. fyrir börn. Englnn barnaafsláttur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Helgi Sigurðsson, bakarameistari á Húsavík, sker sneið af afmælistert- unni handa forseta íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Forseti íslands og heitkona hans, Dorrit Moussaieff, luku heimsókn sinni til Húsavíkur í hvalaskoðunar- ferð um Skjálfandaflóa. Siglt var á Rnerrinum, fyrsta hvalaskoðunarbát Norðursiglingar, en með í för voru m.a. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, Halldór Kristinsson sýslu- maður, nokkrir bæjarfulltrúar og makar. Siglt var norður að Lundey, þar sem fuglalífið var skoðað og skammt þar frá sýndu nokkrar hrefn- ur sig, gestum til mikillar ánægju. Forsetinn og fylgdarlið dvöldu heil- an dag á Húsavík en dagskráin hófst í nýrri orkustöð Orkuveitu Húsavíkur, þar sem Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, ræsti búnaðinn í hinni nýju stöð. Frá orkustöðinni var haldið í Húsa- víkurkirkju, þar sem séra Sighvatur Karlsson sóknarprestur tók á móti gestum. Þar afhenti forseti íslands Láru Sóleyju Jóhannsdóttur styrk úr Friðrikssjóði, sem ætlað er að styðja við bakið á ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki. Ólafur Ragnar afhenti einmitt Láru Sóleyju hvatningarverð- laun forseta íslands í opinberri heim- sókn sinni til Húsavíkur árið 1997. Eftir að hafa skoðað Hvalasafnið á Húsavík fóru forseti og fylgdarlið í skrúðgarðinn, þar sem 50 ára Húsvík- ingar afhjúpuðu listaverk í garðinum í tilefni dagsins. í Safnahúsinu skoð- uðu gestir Ijósmyndasýningu sem sett var upp í tilefni afinælisins og nutu þar leiðsagnar Guðna Halldórs- sonar, forstöðumanns safnsins. Áður en haldið var til hátíðardagskrái- í íþróttahöllinni, heilsuðu forseti og fylgdarlið upp á vistmenn á Hvammi, dvalarheimili aldraðra. í íþróttahöllinni var fjölbreytt dag- skrá fyrir fullu húsi gesta. Reinhard Reynisson bæjarstjóri setti hátíðina en síðan fluttu ávörp, forseti íslands, Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra, og Friðfinnur Her- mannsson, formaður afmælisnefndar. Á laugardagskvöldið fjölmenntu Húsvíkingar og gestir þeirra, ungir sem aldnir, niður að höfn, þar sem húsvískar hljómsveitir, með Greifana í broddi fylkingar, skemmtu fram á nótt. Samvinnuferöir-Landsýn flytur höfuöstöövar sínar aö Sætúni 1 um næstu mánaöamöt. í fiutnlngunum höfum viö fundiö á lager ýmislegt lauslegt, m.a. LAUS SÆTI í UTANLANDSFERÐIR. Þessí sæti ætlum viö ekki aö taka meö okkur í Sætúniö og viljum því bjóöa þau á sérstökum RÝMINGARAFSLÆTTI. Sóknarhugur og bjartsýni í bæjarbúum FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ávarpi sínu á 50 ára afmæli Húsavíkui’kaupstaðar sl. laug- ardag að hann skynjaði sóknarhug og bjartsýni í bæjarbúum þrátt fyrir að Húsavík hafi orðið fyrir miklum áfoll- um. Nýjar hugmyndir í atvinnulífi og menningu séu að búa bæinn og nýja kynslóð vel og dyggilega undir fram- tíðina. Það væri byggðastefna sem ekki byggðist fyrst og fremst á opin- berum fjármunum eða framkvæmd- um heldur byggðastefna sem byggð- ist á þeim auði sem fólginn er í fólkinu sjálfu, hugmyndum þess, sóknarhug ogkrafti. Fóru í hvalaskoðunarferð „Húsavík hefur nú þegar skipað sér í framvarðasveit íslenskrar ferða- þjónustu, þeirrar atvinnugreinar sem sérfræðingar víða um veröld telja verða vaxtai'brodd efnahagslífs heimsins á nýrri öld. Þið hafið með framtaki ykkar sýnt öðrum lands- mönnum hvert á að halda.“ Morgunblaðið/Kristján Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, heit- kona hans, og Þórunn Harðardóttir á brúarþaki á hvalaskoðunarbátn- um Knerrinum frá Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.