Morgunblaðið - 25.07.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.07.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Vígsla varnargarðs við Herðubreiðarlindir Mývatnssveit - Það var haldið há- tíðlegt á dögunum að lokið er gerð varnargarðs sem ætlað er að verja Herðubreiðarlindir fyrir ágangi Jökulsár á Fjöllum. Samgönguráðherra, forseti Al- þingis, oddviti Skútustaðahrepps og formaður Ferðafélags Akur- eyrar ásamt nokkrum öðrum gest- um fóru að þessu tilefni í Lindar þar sem athöfn fór fram á varnar- garðinum nýja. Ingvar Teitsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, flutti ræðu og rakti sögu varnargarða á þessum stað, en fyrst var hamlað gegn jökulfljótinu 1945 og var þar á ferðinni Páll Arason frá Þúfna- völlum ásamt fleiri Eyfirðingum. Þessi hópur vann „meirihlutann af degi“ með handverkfærum við að byggja varnargarð. í hópnum var meðal annarra Davíð skáld frá Fagraskógi. Hann orti þessa vísu um framkvæmdina: Enginn vættur við þeim sá, veg þeir ruddu um hraun og gjá. Hentu grjóti í hyldjúp lág, hlóðu stíflu í Jökulsá. Mikið vatn í ánni Annar garður var byggður 1957 og sópaði áin honum burt í flóði um 1975. Eftir það var byggður nýr og hærri garður. Undanfarin 20 ár hafa sífellt verið að koma hlaup, ekki síst í Kreppu, sem hafa Morgunblaðið/Kristján Sturla Böðvarsson og Ingvar Teitsson koma hornsteini í garðinn. valdið verulegum skemmdum á gróðri og mannvirkjum 1 Lindun- um. Loks kom stóra hlaupið í Kreppu 1. ágúst 1999 og flæddi þá mjög mikið vatn út yfir Herðu- breiðarlindir og spillti þar gróðri. f nóvember siðastliðinn fór Dyngjujökull að skríða fram. Þar með var ljóst að mun meira vatn en ella yrði í Jökulsá í sumar. Því var mjög brýnt að stórefla varnar- garðinn til að vernda Herðubreið- arlindir. Ferðafélag Akureyrar beitti sér fyrir því að farið yrði í styrkingu varnargarðsins og naut þar til stuðnings margra aðila. Þar réð úrslitum stuðningur for- seta Alþingis, Halldórs Blöndal, og þakkaði Ingvar Halldóri sér- staklega hans mikilvæga framlag í þessu máli. Einnig þakkaði hann samgönguráðherra fyrir stuðning hans, en ráðuneyti hans mun greiða kostnaðinn við gerð þessa varnargarðs. Sturla Böðvarsson ávarpaði við- stadda og lét í ljós þá ósk að varn- argarðurinn mætti duga vel um ókomin ár. Því næst lagði Sturla hornstein í garðinn með aðstoð Ingvars Teitssonar. Að þessu loknu hélt hópurjnn inn að Drekagili og þaðan í Öskju þar sem gengið var að Víti og Knebelsvörðu. Samgöngur- áðherra hafði ekki fyrr komið á þessar slóðir. Munið frábæru Flugfrelsistilbodin til Kaupmannahafnar og London! % iilboa daglega, Ungbórn 0-2 ára grelfta 7.000 k/. _itynilia yUUUr málift! Einnig umboðsmenn um land allt. Athuglð aö ganga þarf frá grelðslu vlB bókun. Glstlng er staöfest vlö bókun. Samvinnuferðir Landsýn Á w Ft n i fwnin H i n I ólcUnar^ grtiinn ef' ioio .sa Morgunblaði ð/Kristj án Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff heilsa upp á gesti í skrúðgarðinum á Húsavík. Forseti fslands á 50 ára afmæli Húsavíkurkaupstaðar Portúgal T\zff»r viknr ÍK cnrvHl 31. julí Tvær vikur (6 sastl) 2 saman í íbúö 52.990 kr. á mann + skattur. 34 saman í íbúö 44.990 kr. á mann + skattur. Rugvallarskattur er 2.905 kr. á mann og 2.220 kr. fyrir börn. Enginn barnaafsláttur. frá 44.990 kr. MaHorca 7.agustfrá 44.990 kr. 2 vikur (11 satl) 2 saman I Ibúö 54.990 kr. á mann + skattur. ' T.'/c. betta íítboö er elngöngu 34 saman I íbúö 49.990 kr. á mann + skattur. fyrlr VISA korthafa 50 saman I íbúö 44.990 kr. á mann + skattur. Rugvallarskattur er 2.495 kr. á mann og 1.810 kr. fyrir börn. Englnn barnaafsláttur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Helgi Sigurðsson, bakarameistari á Húsavík, sker sneið af afmælistert- unni handa forseta íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Forseti íslands og heitkona hans, Dorrit Moussaieff, luku heimsókn sinni til Húsavíkur í hvalaskoðunar- ferð um Skjálfandaflóa. Siglt var á Rnerrinum, fyrsta hvalaskoðunarbát Norðursiglingar, en með í för voru m.a. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, Halldór Kristinsson sýslu- maður, nokkrir bæjarfulltrúar og makar. Siglt var norður að Lundey, þar sem fuglalífið var skoðað og skammt þar frá sýndu nokkrar hrefn- ur sig, gestum til mikillar ánægju. Forsetinn og fylgdarlið dvöldu heil- an dag á Húsavík en dagskráin hófst í nýrri orkustöð Orkuveitu Húsavíkur, þar sem Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, ræsti búnaðinn í hinni nýju stöð. Frá orkustöðinni var haldið í Húsa- víkurkirkju, þar sem séra Sighvatur Karlsson sóknarprestur tók á móti gestum. Þar afhenti forseti íslands Láru Sóleyju Jóhannsdóttur styrk úr Friðrikssjóði, sem ætlað er að styðja við bakið á ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki. Ólafur Ragnar afhenti einmitt Láru Sóleyju hvatningarverð- laun forseta íslands í opinberri heim- sókn sinni til Húsavíkur árið 1997. Eftir að hafa skoðað Hvalasafnið á Húsavík fóru forseti og fylgdarlið í skrúðgarðinn, þar sem 50 ára Húsvík- ingar afhjúpuðu listaverk í garðinum í tilefni dagsins. í Safnahúsinu skoð- uðu gestir Ijósmyndasýningu sem sett var upp í tilefni afinælisins og nutu þar leiðsagnar Guðna Halldórs- sonar, forstöðumanns safnsins. Áður en haldið var til hátíðardagskrái- í íþróttahöllinni, heilsuðu forseti og fylgdarlið upp á vistmenn á Hvammi, dvalarheimili aldraðra. í íþróttahöllinni var fjölbreytt dag- skrá fyrir fullu húsi gesta. Reinhard Reynisson bæjarstjóri setti hátíðina en síðan fluttu ávörp, forseti íslands, Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra, og Friðfinnur Her- mannsson, formaður afmælisnefndar. Á laugardagskvöldið fjölmenntu Húsvíkingar og gestir þeirra, ungir sem aldnir, niður að höfn, þar sem húsvískar hljómsveitir, með Greifana í broddi fylkingar, skemmtu fram á nótt. Samvinnuferöir-Landsýn flytur höfuöstöövar sínar aö Sætúni 1 um næstu mánaöamöt. í fiutnlngunum höfum viö fundiö á lager ýmislegt lauslegt, m.a. LAUS SÆTI í UTANLANDSFERÐIR. Þessí sæti ætlum viö ekki aö taka meö okkur í Sætúniö og viljum því bjóöa þau á sérstökum RÝMINGARAFSLÆTTI. Sóknarhugur og bjartsýni í bæjarbúum FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ávarpi sínu á 50 ára afmæli Húsavíkui’kaupstaðar sl. laug- ardag að hann skynjaði sóknarhug og bjartsýni í bæjarbúum þrátt fyrir að Húsavík hafi orðið fyrir miklum áfoll- um. Nýjar hugmyndir í atvinnulífi og menningu séu að búa bæinn og nýja kynslóð vel og dyggilega undir fram- tíðina. Það væri byggðastefna sem ekki byggðist fyrst og fremst á opin- berum fjármunum eða framkvæmd- um heldur byggðastefna sem byggð- ist á þeim auði sem fólginn er í fólkinu sjálfu, hugmyndum þess, sóknarhug ogkrafti. Fóru í hvalaskoðunarferð „Húsavík hefur nú þegar skipað sér í framvarðasveit íslenskrar ferða- þjónustu, þeirrar atvinnugreinar sem sérfræðingar víða um veröld telja verða vaxtai'brodd efnahagslífs heimsins á nýrri öld. Þið hafið með framtaki ykkar sýnt öðrum lands- mönnum hvert á að halda.“ Morgunblaðið/Kristján Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, heit- kona hans, og Þórunn Harðardóttir á brúarþaki á hvalaskoðunarbátn- um Knerrinum frá Húsavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.