Morgunblaðið - 25.07.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 25.07.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 37 UMRÆÐAN Hugleiðing eftir Þingvallahátíð ÉG FÓR á Þingvöll laugardaginn 1. júlí. Það gerum við hjónin þrisvar til fjórum sinn- um á ári okkur til sálubótar en af ýmsum ástæðum höfðum við ekki farið á stórhátíð- irnar 1974 og 1994. Þetta var því mitt síð- asta tækifæri að sjá hátíð á þessum helga stað. Veðrið var gott . Umferðin nánast eng- in og allt skipulag eins og best verður á kosið. Tveggja kílómetra labb frá bílastæði að hátíðarsvæði var æskileg hreyfing fyrir mann, sem gengur 5-10 km á degi hverjum. Hins vegar sóttist okkur Elisabetu og sonarsyni okk- ar leiðin seint, einkum eftir að Öx- ará kom í augsýn og hægt var að kasta út í hana steinum. Stiginn Kristnihátíd Framundan er, segir Hilmar Jónsson, uppgjör um málefni kristninnar. við fossinn var stórkostlegur og á að standa um langa framtíð. Hann minnti okkur Elísabetu á þjóðgarð í Júgóslavíu, sem við komum í 1988, þar sem óteljandi fossar voru gerðir aðgengilegir með stig- um. A góða barnamessu og hluta af Þrymskviðu hlustuðum við í sólskininu og þegar heim kom sá ég stórkostlega gospel-tónleika á stóra sviðinu. í fréttum og öllum fjölmiðlum löngu fyrir hátíðina var gert ráð fyrir 50-70 þúsund manns. Elín Hirst sagði í sjónvarpsvið- tali um kvöldið að þarna hefðu ver- ið um 6-7 þúsund manns. Hvað var að gerast? Einn af vitrustu mönnum þjóð- arinnar sagði við mig daginn eftir: „Þetta var svar 80% þjóðarinnar við KFUM- fólki og vinstri sinnuðum gáfumönnum á borð við Kolbrúnu Hall- dórsdóttur, er mót- uðu dagskrána. Við sátum fiest heima og ég er stoltur af minni þjóð. Svo á ríkis- stjórnin sinn þátt í almennri reiði.“ En ekki stóð á hrokan- um, þegar rök og staðreyndir brustu: I sjónvarpsþætti sagði framkvæmdastjóri hátíðarinnar við Mar- gréti Sverrisdóttur, þegar hann var mát í kappræð- unni: „Varaþingmaðurinn segir ..“ I sama þætti virtist prestur ekki vita að við hefðum gengið páfa á hönd árið 1000. Ófriðnum linnir ekki innan kirkjunnar: Mér var sagt af presti, sem ekki fekk boðs- kort á Þingvöll. Hann er á svört- um lista. Af þessu tilefni tel ég að Sigurður Guðjónsson, ágætur rit- höfundur og góðviljaður maður, ætti að draga kæru sína til baka á fyrrverandi biskup, Sigurbjörn Einarsson. Sú kæra er ekki til bóta. í þessum forarpolli fara marxistar hamförum undir leið- sögn Gunnars Kristjánssonar, prófasts á Reynivöllum. Hann sagði við útför Halldórs Laxness, að Kiljan hefði verið frelsis- og mannvinur. Fyrr má nú rota en dauðrota. Blessaður forsetinn læt- ur ekki sitt eftir liggja. Hann krossaði Vilborgu Dagbjartsdótt- ur, einan rithöfunda, í tilefni kristnihátíðar. Fyri’ á tíð voru voru prestar höfuðskáld og menn- ingarvitar nú er farið inn í kirkjur með auman leirburð og ófullburða verk eins og þar sé um Davíð Stef- ánsson eða Matthías Jochumsson að ræða. Það uppgjör, sem ýmsir greindir menn hafa séð óumflýjan- legt, er nú framundan um málefni kristninnar. Höfundur er rithöfundur. rNESTISKÖRFUR- 2ja og 4ra manna körfur frá kr. 14.900-24.900 IfJPIPAR OG SALT Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 Stefnt að verðlaun- um á NM unglinga RÚMLEGA 280 keppendur frá öllum N or ðurlöndunum mæta til leiks á meist- aramóti unglinga 20 ára og yngri í frjáls- íþróttum, sem haldið verður á Skallagrím- svelli í Borgarnesi dag- ana 26. og 27. ágúst næstkomandi. Þetta er í iyrsta sinn sem þessi keppni er haldin hér- lendis. Keppnin er liða- keppni þannig að tveir keppendur verða í hverri grein í hverju liði, en liðin eru frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð auk þess sem fjórða liðið er sameiginlegt lið Dana og íslendinga. Það verða því átta keppendur í hverri einstaklings- íþróttir Þetta mót verður fyrsta alþjóðlega frjálsíþrótta- mótið, segir Jónas Egilsson, sem haldið er utan höfuðborgar- svæðisins. grein en fjögur lið í boðhlaupum. Það sem telja má til nymælis, a.m.k. hef- ur það ekki sést á Islandi í marga áratugi, er kappganga. Keppt verður í 10.000 metra göngu karla og 5.000 metra göngu kvenna. Alls munu 20-25 íslenskir frjáls- íþróttamenn, 20 ára og yngri, etja kappi við bestu norrænu jafnaldra sína í fijálsíþróttum. Islensku sveit- ina leiða efnilegustu frjálsíþrótta- menn landsins, sem skipa svonefnd- an Aþenuhóp FRI. Þar má nefna Silju Úlfarsdóttur, besta sprett- hlaupara okkai- í kvennaflokki og Einar Karl Hjartarson Ólympiu- kandidat, en þau munu einnig taka þátt í heimsmeistaramóti unglinga, sem fram fer í Chile í október á þessu ári. Meðal keppenda verður að öllum líkind- um Ingi Sturla Þóris- son, sem hefur tekið stórstígum framförum í grindahlaupi í sumar, auk annarra efnilegra íþróttamanna. A síð- asta ári var keppni þessi haldin í Finnlandi og komust fjórir ís- lendingar á verðlauna- pall. Stefnt er að því að íslenskir keppendur hreppi fleiri verðlaunnú. Endanlegt val íslensku keppendanna fer fram að aflokinni Bikarkeppni FRÍ, sem haldin verður í Hafnarfirði og Kópavogi 12. og 13. ágúst nk. Þetta mót verður fyrsta alþjóðlega frjálsíþróttamótið sem haldið er utan höfuðborgarsvæðisins, en hingað tU hafa þessi mót farið fram í Reykja- vík, Mosfellsbæ eða Hafnarfirði. Ákvörðun stjórnai’ FRÍ að halda mótið í Borgarbyggð er í samræmi við stefnu sambandsins að dreifa verkefnum sem víðast og efla um leið starfið í héraði. Fijálsíþróttaaðstaða hér á landi hefur verið að batna að undanfömum árum og nú er svo komið að alls eru sex fijálsíþróttavellir lagðir gerviefni á landinu og nýr völlur verður vígður á Egilsstöðum í Austur-Héraði á næsta ári í tUefni Landsmóts UMFÍ. Hins vegar er ljóst að veUi skorth- á Norðurlandi og á Suðurnesjum til að utanhússaðstaða geti talist viðunandi fyrir frjálsíþróttir í landinu. En slíkt stendur vonandi til bóta. Undirbúningur mótahaldsins í Borgarnesi er í höndum heimamanna og hefur hann gengið einstaklega vel. Höfundur er formaður Frjálsíþrótta- sambands Islands. Jónas Egilsson Hreinn kroppur alltaf allsstaðar „Sturta"án vatns, sápu og handklæðis 8 stórir rakir.„Sports & Leisure Wash" þvottaklútar. Frábært í bílinn, fellihýsið, bakpokann, bátinn, töskuna eða hvar sem er. Verstöðin ehF. Suðurlandsbraut 52, s. 588 0100 Fást um land allt. Er húðin þurr ? Hydraxx Forte rakakrem fyrir ofnæmishúð fæst í apótekum ymus.vefurinn.is LIÐ-AKTIN Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á liðum Skólavörðustig, Kringlunni & Smáratorgi Vega dagur í Lyfju Lágmúla Ráðgjöf frá kl. 14-17 i dag Kemur þér beint að efninu! Ótvíræður kostur þegar draga á úr ólykt. Lykteyöandi innan frá, vinnur gegn andremmu, svitalykt og ólykt vegna vindgangs, kemur lagi á meltinguna. c£h LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúla® Lyfja Hamraborg® Lyfja Laugavegi Lyfja Setbergi* Útibú Grindavfk® (fsso) Olíufélagiðhf www.asso.ls Ekkert grín ... en alvöru golfsett, kerrur, hanskar, kúlur og fleira fyrir golfarann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.