Morgunblaðið - 25.07.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.07.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 37 UMRÆÐAN Hugleiðing eftir Þingvallahátíð ÉG FÓR á Þingvöll laugardaginn 1. júlí. Það gerum við hjónin þrisvar til fjórum sinn- um á ári okkur til sálubótar en af ýmsum ástæðum höfðum við ekki farið á stórhátíð- irnar 1974 og 1994. Þetta var því mitt síð- asta tækifæri að sjá hátíð á þessum helga stað. Veðrið var gott . Umferðin nánast eng- in og allt skipulag eins og best verður á kosið. Tveggja kílómetra labb frá bílastæði að hátíðarsvæði var æskileg hreyfing fyrir mann, sem gengur 5-10 km á degi hverjum. Hins vegar sóttist okkur Elisabetu og sonarsyni okk- ar leiðin seint, einkum eftir að Öx- ará kom í augsýn og hægt var að kasta út í hana steinum. Stiginn Kristnihátíd Framundan er, segir Hilmar Jónsson, uppgjör um málefni kristninnar. við fossinn var stórkostlegur og á að standa um langa framtíð. Hann minnti okkur Elísabetu á þjóðgarð í Júgóslavíu, sem við komum í 1988, þar sem óteljandi fossar voru gerðir aðgengilegir með stig- um. A góða barnamessu og hluta af Þrymskviðu hlustuðum við í sólskininu og þegar heim kom sá ég stórkostlega gospel-tónleika á stóra sviðinu. í fréttum og öllum fjölmiðlum löngu fyrir hátíðina var gert ráð fyrir 50-70 þúsund manns. Elín Hirst sagði í sjónvarpsvið- tali um kvöldið að þarna hefðu ver- ið um 6-7 þúsund manns. Hvað var að gerast? Einn af vitrustu mönnum þjóð- arinnar sagði við mig daginn eftir: „Þetta var svar 80% þjóðarinnar við KFUM- fólki og vinstri sinnuðum gáfumönnum á borð við Kolbrúnu Hall- dórsdóttur, er mót- uðu dagskrána. Við sátum fiest heima og ég er stoltur af minni þjóð. Svo á ríkis- stjórnin sinn þátt í almennri reiði.“ En ekki stóð á hrokan- um, þegar rök og staðreyndir brustu: I sjónvarpsþætti sagði framkvæmdastjóri hátíðarinnar við Mar- gréti Sverrisdóttur, þegar hann var mát í kappræð- unni: „Varaþingmaðurinn segir ..“ I sama þætti virtist prestur ekki vita að við hefðum gengið páfa á hönd árið 1000. Ófriðnum linnir ekki innan kirkjunnar: Mér var sagt af presti, sem ekki fekk boðs- kort á Þingvöll. Hann er á svört- um lista. Af þessu tilefni tel ég að Sigurður Guðjónsson, ágætur rit- höfundur og góðviljaður maður, ætti að draga kæru sína til baka á fyrrverandi biskup, Sigurbjörn Einarsson. Sú kæra er ekki til bóta. í þessum forarpolli fara marxistar hamförum undir leið- sögn Gunnars Kristjánssonar, prófasts á Reynivöllum. Hann sagði við útför Halldórs Laxness, að Kiljan hefði verið frelsis- og mannvinur. Fyrr má nú rota en dauðrota. Blessaður forsetinn læt- ur ekki sitt eftir liggja. Hann krossaði Vilborgu Dagbjartsdótt- ur, einan rithöfunda, í tilefni kristnihátíðar. Fyri’ á tíð voru voru prestar höfuðskáld og menn- ingarvitar nú er farið inn í kirkjur með auman leirburð og ófullburða verk eins og þar sé um Davíð Stef- ánsson eða Matthías Jochumsson að ræða. Það uppgjör, sem ýmsir greindir menn hafa séð óumflýjan- legt, er nú framundan um málefni kristninnar. Höfundur er rithöfundur. rNESTISKÖRFUR- 2ja og 4ra manna körfur frá kr. 14.900-24.900 IfJPIPAR OG SALT Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614 Stefnt að verðlaun- um á NM unglinga RÚMLEGA 280 keppendur frá öllum N or ðurlöndunum mæta til leiks á meist- aramóti unglinga 20 ára og yngri í frjáls- íþróttum, sem haldið verður á Skallagrím- svelli í Borgarnesi dag- ana 26. og 27. ágúst næstkomandi. Þetta er í iyrsta sinn sem þessi keppni er haldin hér- lendis. Keppnin er liða- keppni þannig að tveir keppendur verða í hverri grein í hverju liði, en liðin eru frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð auk þess sem fjórða liðið er sameiginlegt lið Dana og íslendinga. Það verða því átta keppendur í hverri einstaklings- íþróttir Þetta mót verður fyrsta alþjóðlega frjálsíþrótta- mótið, segir Jónas Egilsson, sem haldið er utan höfuðborgar- svæðisins. grein en fjögur lið í boðhlaupum. Það sem telja má til nymælis, a.m.k. hef- ur það ekki sést á Islandi í marga áratugi, er kappganga. Keppt verður í 10.000 metra göngu karla og 5.000 metra göngu kvenna. Alls munu 20-25 íslenskir frjáls- íþróttamenn, 20 ára og yngri, etja kappi við bestu norrænu jafnaldra sína í fijálsíþróttum. Islensku sveit- ina leiða efnilegustu frjálsíþrótta- menn landsins, sem skipa svonefnd- an Aþenuhóp FRI. Þar má nefna Silju Úlfarsdóttur, besta sprett- hlaupara okkai- í kvennaflokki og Einar Karl Hjartarson Ólympiu- kandidat, en þau munu einnig taka þátt í heimsmeistaramóti unglinga, sem fram fer í Chile í október á þessu ári. Meðal keppenda verður að öllum líkind- um Ingi Sturla Þóris- son, sem hefur tekið stórstígum framförum í grindahlaupi í sumar, auk annarra efnilegra íþróttamanna. A síð- asta ári var keppni þessi haldin í Finnlandi og komust fjórir ís- lendingar á verðlauna- pall. Stefnt er að því að íslenskir keppendur hreppi fleiri verðlaunnú. Endanlegt val íslensku keppendanna fer fram að aflokinni Bikarkeppni FRÍ, sem haldin verður í Hafnarfirði og Kópavogi 12. og 13. ágúst nk. Þetta mót verður fyrsta alþjóðlega frjálsíþróttamótið sem haldið er utan höfuðborgarsvæðisins, en hingað tU hafa þessi mót farið fram í Reykja- vík, Mosfellsbæ eða Hafnarfirði. Ákvörðun stjórnai’ FRÍ að halda mótið í Borgarbyggð er í samræmi við stefnu sambandsins að dreifa verkefnum sem víðast og efla um leið starfið í héraði. Fijálsíþróttaaðstaða hér á landi hefur verið að batna að undanfömum árum og nú er svo komið að alls eru sex fijálsíþróttavellir lagðir gerviefni á landinu og nýr völlur verður vígður á Egilsstöðum í Austur-Héraði á næsta ári í tUefni Landsmóts UMFÍ. Hins vegar er ljóst að veUi skorth- á Norðurlandi og á Suðurnesjum til að utanhússaðstaða geti talist viðunandi fyrir frjálsíþróttir í landinu. En slíkt stendur vonandi til bóta. Undirbúningur mótahaldsins í Borgarnesi er í höndum heimamanna og hefur hann gengið einstaklega vel. Höfundur er formaður Frjálsíþrótta- sambands Islands. Jónas Egilsson Hreinn kroppur alltaf allsstaðar „Sturta"án vatns, sápu og handklæðis 8 stórir rakir.„Sports & Leisure Wash" þvottaklútar. Frábært í bílinn, fellihýsið, bakpokann, bátinn, töskuna eða hvar sem er. Verstöðin ehF. Suðurlandsbraut 52, s. 588 0100 Fást um land allt. Er húðin þurr ? Hydraxx Forte rakakrem fyrir ofnæmishúð fæst í apótekum ymus.vefurinn.is LIÐ-AKTIN Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á liðum Skólavörðustig, Kringlunni & Smáratorgi Vega dagur í Lyfju Lágmúla Ráðgjöf frá kl. 14-17 i dag Kemur þér beint að efninu! Ótvíræður kostur þegar draga á úr ólykt. Lykteyöandi innan frá, vinnur gegn andremmu, svitalykt og ólykt vegna vindgangs, kemur lagi á meltinguna. c£h LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúla® Lyfja Hamraborg® Lyfja Laugavegi Lyfja Setbergi* Útibú Grindavfk® (fsso) Olíufélagiðhf www.asso.ls Ekkert grín ... en alvöru golfsett, kerrur, hanskar, kúlur og fleira fyrir golfarann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.