Morgunblaðið - 25.07.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 25.07.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 + Sigrid Agnes Kristinsson, fædd Miinch, fæddist í Hamborg 1. nóvem- ber 1927. Hún lést á Landsspftalanum 16. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helga Einarsdóttir, f. 1897, húsmóðir, d. 1968, og Alfred Ferdinandsson MUnch, f. 1899, mat- reiðslumaður, d. 1973. Systkini Sigrid eru Inga María Hannesson, f. 1923, tækniteiknari; Viktor Einar Al- fredsson, f. 1929, tæknifræðingur og Ferdinand Alfredsson, f. 1937, arkitekt. Sigrid Agnes giftist 3. aprfl 1948 Guðmundi Kr. Kristinssyni, f. 5. júlí 1925, arkitekt. Börn þeirra: 1) Einar Otti, f. 1949, dýralæknir, kvæntur Sigríði Rósu Magnús- dóttur, f. 1950. Þeirra börn eru: a) Magnús, f. 1973, í sambúð með Jóhönnu Jakobsdótt- ur, f. 1978, b) Guð- mundur Otti, f. 1977, í sambúð með Völu Dögg Marínósdóttur, f. 1975 og eiga þau eina dóttur, f. 2000, c) Guðbjörg, f. 1981, d) Kristinn Loftur, f. 1986 og e) Einar Bjami, f. 1992. 2) Helga, f. 1950, arkitekt, gift Ingólfi Gísla Ingólfssyni, f. 1941, d. 1996. Böm þeirra em: a) Guðmundur Gísli, f. 1976, í sambúð með Maríu Kristínu Jónsdóttur, f. 1977, b) Helgp Ingólfur, f. 1979, c) Gunnar Öm, f. 1982 og d) Fanney Sigrid, f. 1986. 3) Kristinn, f. 1952, líffræð- ingur, kvæntur Kristínu Norðdahl, f. 1956. Böm þeirra em: a) Snorri Helgason, f. 1974, í sambúð með Armi Lindén, f. 1977, þeirra dóttir er Anja Kristín, f. 2000, b) Anna Rúna, f. 1983, c) Grímur, f. 1991 og d) Birkir, f. 1994. 4) Guðrún Anna, f. 1954, d. 1974. 5) Guðmundur AI- fred, f. 1961, líffræðingur, kvænt- ur Sólveigu Grétarsdóttur, f. 1959. Þeirra börn em: a) Grétar Öm, f. 1985 og b) Jóhanna Fríða f. 1985. Sigrid Agnes ólst upp í Hamborg en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1945. Hún starfaði fram að giftingu sem teiknari hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún var húsmóðir, lengst af í Vesturbæ á Álftanesi, uns hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976 og snéri sér að há- skólanámi í bókasafnsfræðum og þýsku. Frá útskrift 1979 til 1992 starfaði hún sem bókasafnsfræð- ingur við bókasafn Bessastaða- hrepps og bókasafn Garðabæjar. Utför Sigrid Agnesar fer fram frá Bessastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. SIGRID AGNES KRISTINSSON Elsku amma Sísí. Ég vil kveðja þig með nokkrum orðum á blaði en á bara svo erfitt með að finna þau réttu. Kvöldið sem við fengum að vita að amma okkar ætti aðeins stutt eftir las ég góða sögu, Bróður minn Ljónshjarta, fyr- ir bræður mína. í sögunni fer fólk til Nangilima þegar það deyr, lands æv- intýranna, langt frá jörðinni. En hvað sem það heitir og hvar sem það er þá veit ég að þú hefur farið á góð- an stað. Og þú munt ávallt lifa í hjarta mínu og hjá okkur sem minn- umst þín. Ég þakka fyrir allt sem við fengum að lifa með þér, minningarn- ar eru margar og góðar. Þín ömmustelpa, Anna Rúna. í minningu ömmu minnar. Hvert hefurðu farið elsku amma er þú mjúklega lagðir lífið. I sárustu þymunum sínum þótt saklaus og góð þú værir. Ég mun kannski aldrei vita hvert leiðir þínar fara og þetta er hugsanlega löng og erfið ferð, en ég veit að þú ferð hana alla, syngjandi og glöð. Ef það er eitthvað himnaríki þá trúi ég að þú sért þar og seinna munum við koma til þín og syngja saman eitthvert lag. En eitt máttu vita elsku amma mín, að ástin er öflug og lifir þótt augun í dauðann bresti. Fanney Sigrid, (Sísí). Við Sigrid hittumst fyrst í tímum í bókasafnsfræðum við Háskóla Is- lands. Það var að haustlagi og sólin skein inn um gluggann og ég virti fyrir mér stillta og glæsilega konu sem sat við gluggann. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari hennar var bjarta, fallega brosið hennar, hreinskilið og hlýtt. Báðar vorum við seint á ferð- inni í náminu. Við höfðum látið heim- ili og barnauppeldi ganga fyrir frek- ara námi eins og eðlilegt þótti á þeim tíma en strax og börnin fóru að verða sjálfbjarga og ýmsir námsmöguleik- ar opnuðust drifum við okkur í nám og völdum báðar bókasafnsfræðina og sáum aldrei eftir því. Það var oft erfitt að láta sólar- hringinn endast þar sem heimilin voru stór og skila þurfti ritgerðum og taka próf á sama tíma og undir- búa þurfti ef til vill fermingarveislur, afmæli eða annað sem til féll á stór- um heimilum. Sigrid fór ekki var- hluta af því en með dugnaði, þraut- seigju og samviskusemi ásamt góðum gáfum tókst henni námið með prýði. Þegar ég fór þess á leit við hana að hún kæmi til starfa að Bókasafni Garðabæjar var það auðsótt múl og eftir að hún hóf störf þar komu kostir hennar enn betur í ljós. Það var mik- ið lán fyrir mig og bóksafnið að fá hana til starfa. Þau fjórtán ár sem hún starfaði við bókasafnið var það staðsett í Garðaskóla, svonefnt samsteypu- safn, það er skóla- og almennings- safn og tengdist því starfsemi þess mjög Garðaskóla og Fjölbrautaskól- anum. Nemendur og kennarar not- uðu bókasafnið mikið og reyndi því mjög á okkur starfsmenn safnsins við að leiðbeina og aðstoða við heim- ildaritgerðir og kjörbókaritgerðir nemenda. Þar naut Sigrid sín afar vel. Hún var hjálpsöm og þolinmóð en föst fyrir og tókst með reisn og hlýju að vekja virðingu nemendanna. Hún var víðlesin og ötul við að finna heimildir um hin margvíslegu efni. Með afar góðri samvinnu við kennara skólanna tókst okkur að sinna heimildavinnunni nokkuð vel þó að oft væri þröngt á þingi þegar heilu bekkjardeildirnar biðu óþolin- móðar eftir aðstoð. Með tímanum komum við okkur upp nokkuð góðum heimildabanka sem reyndist okkur ómissandi hjálpartæki. Lykillinn að hveiju bókasafni er spjaldskráin. Það var sérfag hennar. Með nákvæmni, eljusemi og dugnaði skildi hún eftir sig einhverja þá full- komnustu spjaldskrá sem eitt bóka- safn hefur eignast. Hún hafði afar næmt auga fyrir réttritun og ís- lensku máli og að hafa umsjón með og vélrita spjöld fyrir rúmlega tut- tugu þúsund bækur þar sem minnst þijú til fimm spjöld þurfti fyrir hverja bók er ekki heiglum hent. Þegar svo tölvuvæðingin ruddi gömlu bókaskránni úr vegi tókst hún á við tölvuna og byrjaði að tölvuvæða safnið og var talsvert komin áleiðis þegar hún þurfti að hætta störfum vegna veikinda, langt um aldur fram. Fljótlega eftir að hún fór að vinna við bókasafnið fór hún að hafa orð á SObSI’BlNAR Leqsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 því að sig langaði til að koma upp bókasafni í Bessastaðahreppi, henn- ar heimabyggð. Þegar svo skólahús- næði grunnskólans þar var stækkað opnaði hún lítið bókasafn í skólanum. Fyrstu árin fékk hún smávegis peningaupphæðir á ári til að kaupa bækur fyrir en að öðru leyti vann hún við safnið í sjálfboðavinnu. Hún fékk mikið af bókum lánað úr Bóka- safni Garðabæjar til að lána fólkinu á Álftanesinu. Með dugnaði og þraut- seigju tókst henni að kom upp litlu en vönduðu bókasafni sem hún var afar stolt af. Þegar ég svo aðstoðaði hana í veikindum hennar við Bókasafn Bessastaðahrepps sá ég hve vel hún hafði vandað til bókavalsins. Þar sem hún var víðlesin og hafði vandaðan bókasmekk undraðist ég ekki hve fjölbreytt úrval var þar af góðum bókum. Á þeim fjórtán árum sem Sigrid starfaði við Bókasafn Garða- bæjar ávann hún sér vináttu og virð- ingu okkar allra sem við fáum seint þakkað. Eiginmanni hennar, bömum, tengdabörnum og bamabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Erla Jónsdóttir. Á ^íjcT ( — GARÐHEIM A ÓMABÚÐ • STEKKJARBA ^ SÍMI 540 3320 jœxxxxxxxxxxxxxix; H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 xxxxxxxxxxrrrrxfc ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstjórar okkar búa yfir aratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. sími 896 8242 sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Elskulegur faðlr okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR PÁLSSON prentari, lést á Elliheimilinu Grund föstudaginn 21. júlí. Útförin ákveðin síðar. Fyrir hönd annarra ættingja, Ólöf Gestsdóttir, Páll Gestsson, Fríður Gestsdóttir, Jóhann Löve, Ragnar Gunnarsson, Þórunn B. Jónsdóttir, Arnar Jóhannsson, Sígríður Pálsdóttir. + Systir okkar, SÓLVEIG ÖLVERSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum fimmtudaginn 20. júlí. Jón Ölversson, Þráinn Ölversson, Magnús Ölversson, Þóra Ölversdóttir, Lovfsa Ölversdóttir, Þórarinn Ölversson, Sigurður Ölversson og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, INGIMUNDUR INGIMUNDARSON frá Svanshóli, lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík laugardaginn 22. júlí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingibjörg Sigvaldadóttir og synir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, dr. BENJAMÍN H. J. EIRÍKSSON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 23. júlí. Kristbjörg Einarsdóttir, Þórunn Benjamínsdóttir, Magnús K. Sigurjónsson, Eiríkur Benjamínsson, Einar Benjamínsson, Erla Indriðadóttir, Sólveig Benjamínsdóttir, Árni Páll Jóhannsson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Gunnar Harðarson, barnabörn og langafabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför UNNAR Á. SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Bólstaðarhlíð 41, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar á Skjóli fyrir góða umönnun. Hannes Hafliðason, Dagný Hildur Leifsdóttir og fjölskylda. 1 ■ Jr Mm Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum * Onnumst atia þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. $ Prestur Kistulagning Kirkja * Legstaður x _ V Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja QF/ UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.