Morgunblaðið - 25.07.2000, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.07.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 45 sambýlið ætíð gott, og þar fæddist mín elskulega vinkona Kristín, einkabarn þeirra hjóna. Margs er að minnast frá þessum bernsku- og æskudögum. Þar eiga þau Guðni og Jóna ásamt Stínu stóran hlut að máli. A þessum ánjm vann Guðni í vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði. Um 39 ára aldur lærði hann gull- smíði og vann hjá Guðmundi And- réssyni gullsmiði, tengdaföður sín- um, á Laugavegi 50. Eftir fráfall Guðmundar keypti Guðni verslunina og stjómaði henni til hinstu stundar. Honum var mikilvægt að hafa alltaf nóg að starfa. Guðni var mikið fyrir tónlist og söng með karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði og seinna með Fóst- bræðmm. Oft heyrði ég hann æfa sig á kvöldin og hafði gaman af. Með Guðna og fjölskyldu fór ég í mína fyrstu tjaldútilegu, og það var til Þingvalla. Þvílík upplifun! Eða all- ir bíltúrarnir í Ford-bílnum sem okkur Stínu fannst svo fínn! Það sem er þó hvað minnistæðast, þegar litið er til baka, er mánaðarferð, sem við fómm saman um Evrópu. Var þetta í fyrsta skipti sem við Stína fómm til útlanda, þá unglingar. Þetta var frá- bær ferð sem aldrei gleymist og kannski einmitt fyrir það hversu vel Guðni fræddi okkur og kenndi um hin ýmsu lönd og borgir sem við fór- um um. Hann var búinn að lesa sér til og virtist jafnvel þekkja og vera búinn að sjá margt það sem við skoð- uðum, þó að hann hefði ekki komið þangað fyrr. Hann var stálminnug- ur, var það reyndar alla tíð, og hann naut sín svo einstaklega vel við að miðla okkur stelpunum af þekkingu sinni. Oft höfum við rifjað upp þessa ferð og alltaf hlegið jafn mikið og haft gaman af. Meðal annars þegar Jóna hafði áhyggjur af því að við væmm að villast og fara einhverjar „útúrgötur". Eftir á undraðist ég hversu vel Guðni mundi eftir öllu, stóm sem smáu, betur en við yngra fólkið. Mér fannst Guðni vera myndar- legur maður. Já, hreint og beint fal- legur! Hann var mikið ljúfmenni, kurteis og hafði sérlega fágaða fram- komu. Nú er þessi góði vinur horfinn á braut og ég veit að söknuðurinn er mikill í fjölskyldunni. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt Guðna. Elsku Jóna mín og Stína, Einar, Guðni og Árni. Ég votta ykkur inni- lega samúð mína og fjölskyldu minn- ar. Guðrún. Kveðja frá Félagi íslenskra gullsmiða í dag kveðjum við félaga okkar, Guðna Þórðarson. Hann var í starfi fram á síðasta dag, ötull og duglegur gullsmiður. Guðni fæddist á Ólfus- vatni í Grafningi 5. október 1914, ólst upp í Hafnarfirði og í ársbyrjun 1932 hóf hann nám í járnsmíði. Guðni stofnaði ásamt öðmm Vélsmiðjuna Klett, en er Guðni var 39 ára hóf hann nám í gullsmíði. Tengdafaðir hans, Guðmundur Andrésson gull- smíðameistari, kenndi honum iðnina, hjá honum vann hann og síðar tók Guðni við rekstrinum ásamt svo Kristínu dóttur sinni. Fyrst þegar Guðni byrjaði í iðn- inni var aðallega unnið víravirki. Á sjötta áratugnum fór að draga úr vinsældum víravirkisins og aðrir skartgripir að seljast. Smíði úr gulli varð sífellt stærri þáttur í starfsemi verkstæðisins við Laugaveginn, sem er mjög lítið en alltaf var hægt að taka á móti gestum og oft glatt á hjalla. Guðni hafði yndi af söng og var virkur meðlimur í Fóstbræðram, oft heyrði maður Guðna söngla við vinn- una, sem gaf til kynna að hann unni faginu. Að leiðarlokum viljum við kveðja þennan hugljúfa mannvin um leið og við flytjum eiginkonu hans, Jónínu, Kristínu dóttur hans og öðr- um ástvinum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guðna Þórð- arsonar. Halla Bogadóttir, formaður FÍG. YNGVI KJARTANSSON + Yngvi Kjartans- son fæddist á Ak- ureyri 7. apríl 1962. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 14. júlí. Ég var erlendis þeg- ar útför Yngva Kjart- anssonar blaðamanns, góðkunningja míns, fór fram. Ég sé eftir heim- komu að hans hefur verið maklega getið í minningargreinum, og því bættur skaðinn þó að kveðja mín sé síðbúin og stutt. Ég kynntist Yngva fyrst þegar ég hóf kennslu við Menntaskólann á Akureyri 1983 en hann var þá á lokaári þar. Yngva þótti, ef ég man rétt, lítið til koma þeirra fræða sem nýi kennarinn reiddi fram enda ekki nema þremur áram eldri en hann og Yngvi þá þegar, að eigin dómi, nokkuð lífsreyndur. Seinna áttum við hins vegar eftir að verða allvel sáttir. Næst kynntist ég Yngva sem deildarfulltrúa heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri en því starfi gegndi hann um skeið þegar hann var milli vita í blaðamennskunni. Tókst þá með okkur góður kunn- ingsskapur sem aldrei slitnaði. Yngvi var afskaplega vel liðinn sem deildarfulltrúi. Starfinu sjálfu gegndi hann af inngróinni trú- mennsku og ljúfleik, en undir lok þess gmnar mig að mestur tími Yngva hafi farið í að vera allsherjar hjálparhella kennara í Þingvalla- strætinu í tölvumálum - og settu deildamúrar þar greiðasemi hans engin mörk. Yngva var mjög saknað hér er hann hvarf á braut og tók upp sér skyldari sýslan, en hann heimsótti okkur þó reglulega á kaffistofuna og sinnti stundakennslu hér í mörg ár: kenndi verðandi hjúkmnarfræðingum greinaskrif og hluta af aðferðafræðinámskeiði í rekstrardeild. Vöndugleikur og samviskusemi einkenndi kennslu Yngva sem og önnur störf. Því þótti mér ekki ónýtt að geta fengið hann til að sjá um frágang og hönnun á greinasafninu Tilraunin ísland í 50 ár sem við Valgarður Egilsson læknir ritstýrðum og Listahátíð gaf út árið 1994. Yngvi var góður blaðamaður, öt- ull fréttamaður og frábær þátta- stjómandi. Sagnaslóðar-þættir hans verða mörgum útvarpshlustendum eftir- minnilegir enda naut þar eðlislæg rósemi hans, natni og Ehygli sín best. Hann hafði ríka réttlætis- kennd og brennandi áhuga á fjöl- miðlun af öllu tagi, úr- vinnslu og miðlun upplýsinga til almenn- ings. Honum þótti víða pottur brotinn í að upplýsingaskyldu stjómvalda væri sinnt sem skyldi og því glöddu lög um það efni, sett fyrir nokkr- um ámm, hann mjög þó að hann teldi þau raunar ganga of skammt í ýmsum greinum. Almennt hafði Yngvi ímigust á öllu uppblásnu og loft- bornu en laðaðist að hinu smágerva og jarðbundna. Hann var hógvær án þess að vera auðmjúkur, kíminn án þess að vera rætinn, elskulegur án þess að vera uppáþrengjandi, fylg- inn sér án þess að vera ágengur. Eðliskostir Yngva nutu sín í hetjulegri baráttu hans við grimm- an og ósigrandi óvin, baráttu sem stóð lengur en nokkum hefði getað órað fyrir. Þar réð mestu að Yngvi tók sjúk- dómi sínum ekki af því æðmleysi sem kallað er dygð í minningar- greinum, en oft er ekki nema rang- hverfan á sálrænni uppgjöf, heldur af hetjuskap og ódrepandi baráttu- anda. Hann burstaði meira að segja rykið af menntaskólaenskunni og gott betur til að geta deilt reynslu sinni með þjáningarsystkinum út um allan heim á Netinu og talið í þau kjark. Yngvi var ekki trúmaður í venju- legum skilningi en í einu síðasta samtali mínu við hann lýsti hann þó þeirri skoðun sinni að höfuðstef allra bestu bókmennta heimsins (en í þeim var hann ótrúlega vel lesinn), sem og trúarbragða, væri friðþæg- ingarfórnin. Hetjan fellur en ljær um leið hinum kraft svo að þeir eigi lífsvon: Murphy deyr í Gaukshreiðr- inu en indíáninn brýst út, Njáll brennur en Kári (vindurinn, tíminn, framvindan) heldur sína leið. Yngvi gerði sér ömgglega enga grein fyrir því í þessu samtali okkar að hann sjálfur væri órækastur vitnisburður um gildi eigin kenningar: Hann var þá að falli kominn, en fordæmi hans, þolgæði og hetjulund, gefur okkur sem eftir lifa kraft til að kóklast áfram um sinn uns orka þverr og aðrir taka við merkinu. Yngvi Kjartansson var góður drengur, velviljaður öllu sem lífs- anda dregur. Hans mun víða saknað þó að mestur harmur sé vitaskuld kveðinn að fjölskyldu hans sem hann talaði jafnan um með sérstökum innileik. Henni sendi ég persónulega og fyrir hönd starfsfólks Háskólans á Akur- eyri innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Kristjánsson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, KRISTJÁNS HAUKSSONAR, BASSA, Bassastöðum. ísfold Aðalsteinsdóttir, Hólmfríður Sölvadóttir, Fanney Kristjánsdóttir, Brynjólfur Gunnarsson, Kristín Kristjánsdóttir, Kristján Bárðarson, Hólmfríður Kristjánsdóttir Wallace, Lee Wallace, ísfold Kristjánsdóttir, Guðmundur Hauksson, Nanna Ásgrímsdóttir, Edda B. Hauksdóttir, Hartman Ásgrímsson, barnabörn og systkinabörn. Elskuleg systir okkar, GRÓA MARÍA SÖRENSDÓTTIR, Fairfield, Kaliforníu, lést 8. júlí sl. Útför hennar hefur farið fram í Kaliforníu. Guðbrandur og Sævar Sörenssynir. + INGIBJÖRG W. MAGNÚSDÓTTIR, Arnarholti, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Friðrik W. Magnússon. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, frændi og afi, BIRGIR STEINÞÓRSSON, Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 20. júlí, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju fimmtudaginn 27. júlí kl. 13.30. Kristín Ingimundardóttir, Brynja Ríkey Birgisdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Birgir Aðalsteinsson, Kristín Stefánsdóttir, Anna Bryndís Óskarsdóttir, Alexander Berg Garðarsson, Ylfa Rakel Ólafsdóttir, Garðar Berg Guðjónsson, Steinunn Guðjónsdóttir, Ólafur Ingþórsson, Birgir Karl Óskarsson, Birgitta Ríkey Garðarsdóttir, Arna Rín Ólafsdóttir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og frænka, ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR, Stigahlíð 2, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 17. júlí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. júlíkl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítala Hringsins. Gunnar Haraldsson, Ásthildur Guðjohnsen Gunnhildur Eva og Stefanía Kristveig Björnsdóttir, Bjöm Jóhannsson, Guðrún R. Daníelsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Baldvin M. Frederiksen, Sveinn Jóhannsson, Soffía Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Þorvaldur Bragason. + Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar og afa, BJÖRNS RAGNARS ÓSKARSSONAR bryta, Rauðalæk 14. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks sem annaðist hann á Landspítala, Fossvogi. Hjördís Guðmundsdóttir, Guðmundur Þór Bjömsson, Bima Bjömsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS B. KRISTINSSONAR, Fífumýri 3, Garðabæ. Ellen Þorkelsdóttir, Kristinn Gunnarsson, Jónína Heigadóttir, Ingvar Helgi Kristinsson, Sylvía Björg Kristinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.