Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 3

Morgunblaðið - 01.08.2000, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 B 3 KNATTSPYRNA Fylkir heldur fast í toppsætið FYLKISMENN gefa ekkert eftir í toppbaráttu Landssímadeildar- innar og halda fast í toppsætið, eru með fjögurra stiga forskot á KR sem er í öðru sæti. í gær sigruðu þeir Stjörnuna 5:1 í Ár- bænum. Tolurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum þar sem Stjarnan sótti oft á tíðum stíft án þess að uppskera. Fyik- ismenn spiluðu yfirvegaða og skipulagða knattspyrnu og voru fljótir og hugmyndaríkir í sókn- arleik sínum. Það voru því kátir stuðningsmenn þeirra appel- sínugulu sem fylktu liði um Ár- bæinn eftir leikinn með trommuslætti og söng. Hfylkismenn byrjuðu vel og skoruðu ■ tvö mörk á fyrsta stundarfjórð- ungi leiksins. Það fyrsta var eitt það fallegasta í sumar, IrisBjörk bakfallsspyrna Krist- Eysteinsdóttir ins Tómassonar, sem skrifar hafnaði örugglega í marki Stjömunnar. Stjömumenn tóku við sér eftir mark- ið og tóku að sækja af nokkrum krafti. Þeir héldu boltanum ágætlega innan liðsins en sóknarleikur þeirra var máttlaus og þeir sköpuðu sér fá færi. Það besta í leiknum fékk Ragnar Amason er hann skaut ágætu skoti eftir sendingu Bobans Ristic, en Kjartan Sturluson varði. Síðari þálfleikur byrjaði fjöruglega. Asgeir Asgeirsson átti fyrst ágætt marktækifæri en skot hans hafnaði rétt yfír slá Fylkismanna. Veigar Páll Gunnarsson var einnig nálægt því að skora er hann fékk sendingu inn í teiginn. Hann tók slæma fyrstu snert- ingu og gerði sér erfitt fyrir í skotinu, sem Kjartan varði auðveldlega. Fátt markvert gerðist svo fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins. Gylfi bætti þá við þriðja marki Fylkis á afar glæsilegan hátt, með föstum skalla utan teigs. Garðbæingar klómðu í bakkann með ágætu marki en Fylkir gerði út um leikinn með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins. Þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik í sumar náðu Fylkismenn samt að skora fimm mörk og geta því ekki kvartað. Leikmenn liðsins eru afar skapandi og ófeimnir við að reyna skemmtilega hluti. Leikgleðin er í fyrirrúmi og strákamir beijast hver fyrir annan. „Ég er hress með fyrstu 20 mínút- umar þegar við skoruðum tvö mjög falleg mörk. Síðan slökuðum við fúll- mikið á og vorum bara að spila illa eft- ir það. Síðan náðum við náttúrlega að nýta þessi færi í lokin þannig að ég er svona þokkalega sáttur við leikinn," sagði Bjami Jóhannsson þjálfari Fylkismanna og viðurkenndi fúslega að hann hefði verið enn ánægðari hefði liðið sýnt betri leik. „Mörkin duttu okkar megin í kvöld og við höldum bara áfram að skora mörk. Ég hefði viljað sjá meiri festu í leik liðsins en ég ætla ekki að gagn- Sævar Þór Gíslason skoraði þrjú mörk fyrir Fylki gegn Stjörnunni. Friðrik Ómarsson og samherjar hans hjá Stjörnunni réðu ekki við bar- áttuglaða Árbæinga. rýna leik þess þegar það skorar fimm mörk. Tölurnar gefa enga mynd af gangi leiksins og ég hrósa Stjömunni fyrir mikinn kjark. Þeir komu fram- arlega á völlinn og vom að sýna ágæt- is leik og ég hef ekki séð Stjömuliðið svona sprækt í sumar,“ sagði Bjami. Stjaman lék ágæta knattspymu oft á tíðum en vantar að komast í ákjós- anleg færi. Þeir virtust óömggir og óvanir að sækja svo mikið sem raun bar vitni og fengu því á sig of mörg mörk með kæruleysislegum vamar- leik. Sjálfstraust margra leikmanna virðist í lægra lagi, enda ekki skrítið miðað við gengi liðsins í sumar. „Við voram afskaplega kæmlausir í kvöld og fengum á okkur klaufaleg mörk. Við eram ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi. Við eram að skapa okkur hálffæri sem við eram reyndar að skora úr og þetta verður bara að breytast. Við vorum ekkert að spila illa. AUur leikminn fyrii- utan mörkin var fínn. Við erum búnir að spila ágætan fótbolta í sumar en ná- um bara ekki að skora og vinna leiki. Við erum ekkert hættir - ætlum að ná þessum liðum sem eru þarna fyrir of- an okkur. Það er ekki öll von úti enn - við eigum leik inni á flest lið og ætlum að halda áfram alveg til síðasta leiks,“ sagði Veigar Páll, leikmaður Stjöm- unnar, í leikslok. Morgunblaðið/Sverrir 4) Fylkir 5:1 Stjarnan % Leikskipulag: 4-3-3 Kjartan Sturluson Helgi Valur Daníelsson fR Þórhallur Dan Jóhannsson Ómar Valdimarsson JH (Ólafur Stígsson 76.) Gylfi Einarsson fH fslandsmótið í knattspyrnu Landsslmadeildin, 12. umf. Fylkisvöllur mánudaginn 31. júlf, 2000 Aðstæður: Logn, þurrt en skýjað. hiti um 7 gráður. Völlurinn ágætur. Áhorfendur: Um 1050 Leikskipulag: 4-3-3 Zoran Stojadinovic Birgir Sigfússon Vladimir Sandulovic Valdimar Kristófersson Friðrik Ómarsson Zoran Stosic fR Sverrir Sverrisson fR Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 5. Aðstoðardómarar. Sigurður Þór Þórsson, Garðar Örn Hinriksson. Rúnar Páll Sigmundsson fH (Sturla Guðlaugsson 87.) Finnur Kolbeinsson fR Sævar Þór Gísiason fHfH KristinnTómasson fR Ásgeir Ásgeirsson fH (Ingólfur Ingólfsson 81.) Ragnar Árnason fR Boban Ristic Theodór Óskarsson Skotámark: 11-13 (Björn Másson 62.) (Hrafnkell Óskarsson 76.) Hornspyrnur: 4 - 2 Veigar Páll Gunnarsson fK Rangstöður: 0 - 2 1:0 (6.) Kristinn Tómasson skorar með bakfallsspyrnu eftlr laglega sendingu Gylfa Einarssonar. 2:0 (14.) Sverrir Sverrisson gaf glæsilega sendingu inní teiginn á Sævar Þór Gíslason sem lék á Stojadinovic og lagði boltann snyrtilega yfir marklínuna alveg út við stöng. 3:0 (79.) Ólafur Stígsson sendi fyrir frá vinstri á Gylfa Einarsson sem skor- aði með skalla utan teigs. 3:1 (81.) Rúnar Páll Sigmundsson skorar með skoti beint úr aukaspyrnu rétt utan teigs frá vinstri. 4:1 (87.) Sævar Þór Gíslason skoraði með lausu skoti undir Stojadinovic í markinu eftir sendingu frá Gylfa Einarssyni. 5:1 (90.) Sævar Þór Gíslason skoraði sitt þriðja mark úr vítaspyrnu eftir að Friðrik Ómarsson braut á Kristni Tómassyni innan teigs. Gul spjöld: Ásgeir Ásgeirsson (32.) fyrir brot. Zoran Stosic (8.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin. ■ DAVID Ginola var um helgina seldur frá Tottenham til Aston Villa fyrir 350 milljónir króna. Ginola var fljótur að senda Geor- ge Graham, knattspyrnustjóra Tottenham, tóninn eftir að salan var frágengin og sagði að það hefði komið sér í opna skjöldu í sumar þegar hann frétti að Tott- enham hefði tekið tilboði Aston Villa. Sér hefði liðið vel hjá Tott- enham og framkoma Grahams í sinn garð í vor og sumar hefði verið ótrúleg. mBRADFORD, sem hélt óvænt velli í ensku úrvalsdeildinni á síð- asta tímabili, keypti um helgina Dan Petrescu frá Chelsea fyrir 117 milljónir króna. Petrescu, sem er 32 ára rúmenskur lands- liðsmaður, samdi við Bradford til fjögurra ára. ■ INTER Milano keypti um helgi- na Robbie Keane, hinn efnilega írska sóknarmann frá Coventry, fyrir hálfan annan milljarð króna. Coventry lét ekki þar við sitja heldur seldi einnig Noel Whelan til Middlesbrough fyrir 260 millj- ónir króna. ■ MIDDLESBROUGH er líka í þann veginn að kaupa Joseph Desire Job, landsliðsmann Kam- erún, frá Lens í Frakklandi fyrir 350 milljónir króna. ■ MARK Bosnich, markvörður Manchester United, verður vænt- anlega lánaður til Celtic í Skot- landi í eitt ár. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, hefur gert lýðum ljóst að Fabian Bart- hez yerði aðalmarkvörður liðsins í vetur og Bosnich er ekki sáttur við að verma varamannabekkinn. ■ CHARLTON, sem vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor, keypti í gær finnska sóknarmann- inn Jonathan Johansson frá Glas- gow Rangers fyrir tæpar 400 milljónir króna. Charlton hafði áður keypt Claus Jensen frá Bol- ton fyrir 450 milljónir. ■ WEST Ham tilkynnti í gær að varnarmaðurinn efnilegi Rio Ferdinand væri ekki falur fyrir minna en 2,4 milljarða króna. Sögusagnir hafa verið í gangi um að Barcelona vilji fá hann í sínar raðir. ■ CHRIS Sutton hóf ferilinn með Celtic í Skotlandi með glæsibrag. Sutton var seldur þangað frá Chelsea í sumar eftir misheppn- aða dvöl í London en hann skor- aði sigurmark Celtic, 2:1, gegn Dundee United í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. ■ STEFAN Reuter, fyrirliði þýska knattspyrnuliðsins Dort- mund, var skorinn upp á hné síð- asta föstudag og verður frá keppni í þrjá mánuði. ■ NOREGUR lagði heimsmeistar- ana frá Bandaríkjunum, 2:1, í vin- áttulandsleik í Osló á sunnudag, frammi fyrir 16 þúsund áhorfend- um. Dagny Melgren kom Noregi yfir og gestirnir skoruðu sjálfs- mark en minnkuðu síðan muninn með marki frá Cindy Parlow. Ásmund- ur til Blika BREIÐABLIK hefur fengið Ásmund Arnarsson til liðs við sig frá Fram. Blikar borguðu í gær ugp leik- mannasamning Asmundar hjá Fram. Ásmundur er 28 ára sóknarleikmaður og kemur hann í stað Marels J. Baldvinssonar í leikmanna- hópBlika. Ámi Gautur og félagar að stinga af ÁRNI Gautur Arason og félagar í Rosenborg nálgast sinn níunda meistaratitil í röð í norsku knatt- spyrnunni. Rosenborg hefur orðið norskur meistari frá 1992 og engin breyting virðist ætla að verða á því þar sem Þrándheimsliðið náði 10 stiga forystu um helgina með því að sigra Lilleström, 2:1, á meðan skæð- asti keppinauturinn, Brann, tapaði fyiir Odd Grenland, 2:0. Brann á reyndar leik til góða en bilið breikk- ar enn. Árni Gautur átti sem fyrr ágætan leik í marki Rosenborgar og hann er nú kominn í fjórða sætið yf- ir stigahæstu leikmenn deildarinnar samkvæmt einkunnagjöf VG með 5,53 í meðaleinkunn. Rúnar Krist- insson náði sér ekki á strik með Lilleström í leiknum. Indriði Sig- urðsson lék síðustu mínúturnar með Lilleström. Pétur Marteinsson lék mjög vel með Stabæk sem sigraði Start á úti- velli, 5:2. Hann er orðinn næst stiga- hæsti leikmaður deildarinnar hjá VG, er með 5,62 í meðaleinkunn í ár og aðeins félagi hans hjá Stabæk, Tobias Linderoth, er fyrir ofan. Tryggvi Guðmundsson lagði upp eitt marka Tromsö sem vann Moss auðveldlega, 3:0. Tryggvi var ekki á skotskónum því hann nýtti ekki þrjú góð færi en hann er í 3.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 9 mörk. Hann hefur lagt upp sex mörk til viðbótar fyrir liðið. Viking missti af dýrmætum stig- um á heimavelli þegar liðið tapaði 0:1 fyrir Molde í Stavanger. Auðun Helgason þótti besti leikmaður Vik- ing en Ríkharður Daðason lék ekki með vegna meiðsla. Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, var óhress með dómgæsluna í leik liðsins við Odd Grenland og mót- mælti sérstaklega rauðu spjaldi sem einn hans manna fékk í leiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.