Morgunblaðið - 01.08.2000, Qupperneq 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 B 7
r MT W
FRJALSIÞROTTIR
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Mótsmet
hjá Nool
EISTLENDINGURINN Erki Nool
setti mótsmet í 400 m hlaupi í síð-
ustu keppnisgrein fyrri keppnis-
dagsins í Talence. Nool hljóp á
46,95 sekúndum og bætti sex ára
gamalt mótsmet Svíans Henriks
Dagards, það var 47,25. Eista
mótsmetið, í 110 m grindashlaupi,
stóðst átökin um helgina. Það á
Frakkinn Guy Druit, en hann
hljóp grindahlaupið á 13,74 sek-
úndum 1976 þegar fyrsta al-
þjóðlega tugþrautarmótið fór
fram í Talence. Tomas Dvorák
varð fyrstur í grindahlaupinu að
þessu sinni og var 19/100 úr sek-
úndu frá mótsmetinu.
Þjófstartaði og sat eftir
ERKI Nool þjófstartaði í 100 m
hlaupi karla, en lét það ekki á sig
fá þegar hlaupið var ræst að nýju,
en Jón Arnar Magnússon og Tom-
as Dvorák voru m.a. með Nool í
riðli. Nool var hins vegar ekki
eins viðbragðsfljótur í 400 m
hlaupinu. Þá heyrði hann ekki í
ræsi hlaupsins er hann sagði;
„viðbúnir".
Nool hélt kyrru fyrir og og var
ekki „viðbúinn" fyrr en hlaupið
var ræst með skoti. Nool sló bara
á létta strengi eftir hlaupið þrátt
fyrir allt og sagði að fyrir vikið
hefði hann þurft að leggja meira
á sig en hann er vanur að gera á
fyrstu 200 metrum hlaupsins.
„Annars finnst mér alltaf
skemmtilegra að horfa á 400
metra hlaup en taka þátt í þeim,“
sagði Nool.
Plaziat oftast unnið
FRAKKINN Christian Plaziat
er sá sem oftast hefur unnið tug-
þrautarmótið í Talence, fimm
sinnum, fyrst 1986 og siðan frá
1988 til og með 1991. Dan O’Brien
batt enda á sigurgöngu Frakkans
söngglaða árið 1992 er hann
mætti til leiks eftir að hafa mis-
tekist að tryggja sér keppnisrétt
á Ólympíuleikunum um sumarið,
og setti heimsmet, 8.891 stig sem
stóð allt þar til í fyrrasumar að
Tékkinn Tomas Dvorák gerði bet-
ur.
Plaziat á ennþá franska metið,
8.574 stig frá 1991, en hann hætti
keppni um miðjan áratuginn.
Plaziat á einnig annað met og það
verður líklega ekki slegið alveg á
næstunni. Það er að á ferli sínum
fór hann 34 sinnum yfir 8.000 stig
í tugþraut. Næstur honum af nú-
verandi keppnismönnum í tug-
þraut er heimsmethafinn Tomas
Dvorák, hann á 28 þrautir að baki
yfir 8.000 stigum. Jón Arnar
Magnússon hefur fimmtán sinn-
um fengið fleiri en 8.000 stig í
tugþrautarkeppni.
Falleg en óvönduð leikskrá
LEIKSKRÁ mótshaldara í Tal-
ence var glæsileg að útliti, en það
sagði ekki allt því hún var full af
villum. I kynningu á Jóni Arnari
Magnússyni má sem dæmi nefna
að mynd var birt af Rússanum
Lev Lobdin, sem ekki tók þátt í
mótinu. Þá var sagt að besta
grein Jóns Arnars væri stangar-
stökk. Þótt Jón hafí tekið fram-
förum í stangarstökki þá er of
djúpt í árinni tekið að það sé hans
sterkasta grein. Einnig er fullyrt
að hann hafi hlaupið 100 metra á
10,20 sekúndum, það er fjarri lagi
því Jón hefur aldrei hlaupið þá
vegalengd á 10,56 sekúndum og
það er reyndar íslandsmet.
Reyndar á Jón 10,2 í 100 m hlaupi
með handtimatöku en það jafn-
gildir aldrei 10,20 með rafmagns-
timatöku. Fleiri fullyrðingar um
árangur Jóns eru rangar, eða í
besta falli ekki í réttu samhengi í
mótsskránni. Sambærilegar upp-
lýsingar um árangur fleiri kepp-
enda á mótinu eru einnig rangar.
Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns
Arnars, sagði að ekki hefði verið
leitað til sín þegar skráin var
unnin.
Stoðar lítlfað
leggjast á
grasið og
„ÉG fann lítiilega fyrir eins og smáskoti í ilinni undir lok há-
stökkskeppninnar og að keppni lokinni leit læknir á það og fann
smábólgu, bar á hana krem og vafði um,“ sagði Jón Arnar Magn-
ússon aðspurður um meiðslin sem urðu þess valdandi að hann
varð að hætta keppni í Talence eftir sjö greinar. „í fyrstu grein á
síðari degi var ég þokkalegur og olli þvi ef til vill að ég beitti mér
að fullu í grindahlaupinu. Eg varð ekki var við neitt í kringlukast-
inu sem var næst á dagskrá en þegar ég var í þriðja upphitunar-
stökki fyrir stangarstökkskeppnina þá kom eins og smellur í il-
inni og leiddi fram ítána. Ég reyndi að hlaupa áfram, en hætti
fljótt því ég fann fyrir sársauka og fann að eitthvað hafði gefið
sig.
Eftir
Ivar
Benediktsson
I Bordeaux
Um leið var ég drifinn til tveggja
lækna og eins sjúkraþjálfara og
þeir sprautuðu og nudduðu. Nuddið
var svo sársaukaíúllt
að ég var nærri því
farinn að skæla. Állt
kom þetta fyrir ekki
og ég fann það um
leið og út á völl var komið að það væri
ekki hægt að taka neina áhættu með
að gera illt verra og reyna að
stökkva. Ég fann ekki fyrir sársauka,
en varð var við að eitthvað var eigi að
síður að gefa sig.“ Þannig að af
tveimur kostum kaustu að hætta?
„Já, ég valdi það. Ef um keppni á Ól-
ympíuleikum hefði verið að ræða þá
hefði ég látið slag standa, en við þess-
ar aðstæður þá lét ég það ógert að
djöflast á þessu. Það eru tveir mán-
uðir til leikanna og ég vona það
besta, að þetta jafni sig sem fyrst.“
Óttast þú að meiðslin raski undir-
búningi þínum fyrir leikana? „Ég hef
ekki miklar áhyggjur af því. Það eina
sem gæti raskast eru æfmgabúðirn-
ar sem til stendur að ég fari í í Ástra-
líu um miðjan ágúst. Ef þetta verður
ekki búið að jafna sig fyrir þann tíma
þá verðum við Gísli þjálfari lengur
heima á íslandi og æfum þar. Notum
þá allt sem tiltækt er heima til þess
að raska sem minnst æfingaáætlun-
inni.“ Jón sagði reikna með því að
fara strax til Ágústs Kárasonar,
læknis Iþrótta- og Ólympíusam-
bandsins og heim er komið frá
Frakklandi og leita eftir greiningu
hans á meiðslunum. „Þá kemst á
hreint hvað átti sér stað.“ Eru það
ekki mikil vonbrigði fyrir íþrótta-
mann að þurfa að taka þá ákvörðun
að hætta keppni, ekki síst þegar
hann er í baráttu um verðlaun? „Það
er svo sannarlega dapurt að þurfa
þess og mjög erfitt, ekki síst vegna
þess að maður er einn, keppninni er
lokið. Maður er berskjaldaður.
Vegna þessa verður allt greinilegra
en ef um hópíþrótt er að ræða og fyr-
ir vikið hefur gagnrýnin og umfjöll-
unin á stundum verið óþægilegri. En
ég valdi þessa íþrótt og verð að sætta
mig við galla hennar jafnt sem kost-
ina.„ Nú komstu til leiks heill en ekki
eins og á stundum í fyrra þegar
meiðsl hrjáðu þig og þú komst til
keppni meira í von um að allt gengi
að óskum þótt undir niðri vissir þú að
brugðið gæti til beggja vona. Þess
vegna hljóta vonbrigðin fyrir vikið að
vera meiri? „Rétt er það, það kom
enn verri tilfinning yfir mig nú en
stundum áður. Og um leið og ég
meiddist að þessu sinni grunaði mig
að nú gæti keppnin verið runnin út í
sandinn. Þegar þetta gerist þá er
bara ekkert við því annað að gera en
taka því af ró, það stoðar lítt að leggj-
ast á grasið og gráta.
Vonbrigðin eru mikil með þessi
málalok. Ég hef lagt mikið á mig og í
þessari þraut vorum við Gísli að leita
að hnökrum til þess að geta bætt úr
þeim áður en stóra stundin rennur
upp í Sydney. í raun kom það í ljós að
flestu leyti, en ekki með þessari við-
bót.“ Síðan er það annað. Keppni í
tugþraut er þitt lifibrauð og að þessu
sinni varst þú í baráttu um efstu sæt-
in og þar af leiðandi verðlaunafé,
ekki satt? Það hlýtur að skipta veru-
legu máli fjárhagslega hvort þú hafn-
ir í verðlaunasæti eða engu sæti eins
og raun varð á? „Það hefur sitt að
segja því verðlaunafé eru mín laun að
hluta. Auk þess þá er ég einnig úr
leik í stigakeppni Alþjóða frjáls-
íþróttasambandsins, en í þeirri
keppni er einnig um verðlaunafé að
ræða. Á þessari stundu þýðir ekkert
að velta sér upp þessu. Aðalatriðið nú
er að jafna sig af meiðslunum þannig
að þau verði ekki að flækjast fyrir
mér á Ólympíuleikunum." En þessi
meiðsl hafa áhrif á fleiri þætti en
heilsuna? „Það er satt, segja má að
meiðslin hafi kippt gulrótinni í burtu,
en gulrótin er að vinna verðlaunafé á
mótum sem þessum, vera með þeim
fremstu í stigamótaröð Alþjóða-
sambandsins, á því er enginn vafi. Ég
hefði kannski getað lokið keppni í
dag en þá átti ég bara á hættu að
skemma meira en orðið er í fætinum
og það er ekki peninganna virði því
fjögurra ára vinna gæti verið farin í
vaskinn, undirbúningur og þátttaka í
Ólympíuleikunum í Sydney." Lang-
aði þig samt ekkert að reyna að halda
áfram eftir tæplega tveggja tíma
meðferð? „Svo sannarlega því mig
langaði svo að bæta mig í stönginni
sem ég hef ekki mikið keppt í á þessu
ári. Mér leið vel áður en sinin gaf sig
og var bjartsýnn á framfarir, en þær
verða bara að bíða betri tíma. Von-
andi verður það í næstu þraut.“
Hvernig var helgin fram að meiðsl-
unum? „Hún vsir góð. Andstæðingai-
mínir þóttust vera eitthvað slappir,
en mér sýndist nú ekki vera mikill
bilbugur á Tomas Dvorák og Erki
Nool, hið minnsta. Að minnsta kosti
náði Nool sinni annarri bestu þraut á
ferlinum. Aðrir voru heldur slakari.
Eins og þrautin stóð þá stefndi í að
ég næði 8.500 stigum, kannski aðeins
rúmlega það. Ég á ekki nema tvær
löglegar þrautir yfir 8.500 stigum svo
ég var á góðri leið með að fara nærri
mínu besta.“ Verður erfitt að koma
heim það á bakinu að hafa ekki geta
lokið keppni? „Nei, þetta er nú einu
sinni það sem maður býr við, hlutirn-
ir ganga ekki alltaf eins og vonast er
eftir.“ Þú hefur nú fengið þinn
skammt af þessum þrautum, ekki
satt? „Ég var nú að vona ég hefði lok-
ið mínum skammti, en það þýðir ekk-
ert að láta þetta slá sig út af laginu.
Kannski þessi ósköp öll þýði að ég
verði að halda út lengur þar til hlut-
irnir fara að ganga upp að nýju. Það
skyldi þó aldrei vera að ég verði enn í
tugþrautinni fertugur, það eru ekki
nema níu ár,“ segir Jón og glottir,
þegir um stund og verður alvarlegur
á ný og segir. ,Auðvitað er erfitt að
koma með þessa staðreynd heim enn
einu sinni, að hafa ekki lokið þraut.
En ég get ekkert að þessu gert nú, ég
hafði ekki orðið var við það sem olli
meiðslunum áður en ég byrjaði. í
þetta sinn átti bara svona að fara, við
því er ekkert að gera.“
HEIMSMETHAFINN og heimsmeistarinn í tugþraut, Tékkinn Tomas
Dvorák, sýndi í Talence um helgina að hann verður ekki auðunninn,
jafnvel þótt hann gangi ekki heill til skógar vegna hnémeiðsla. Eftir að
hafa verið í þriðja sæti og verulega frá sínu besta að loknum fyrri
keppnisdegi þá sýndi hann sigurvilja og baráttugleði á síðari keppnis-
degi. Þá gerði hann það sem þarf tii þess að sigra og fagnaði efsta sæt-
inu annað árið í röð. Alls fékk Dvorák, 8.733 stig, 27 stigum meira en
Eistlendingurinn Erki Nool sem varð annar með annan besta árangur
ferli síns, 8.706 stig. Dvorák var 261 stigi frá heimsmeti sínu og 167
stigum frá því sem hann hefur best gert í ár.
Ivar
Benediktsson
skrifar
frá Bordeaux
Ungverjinn og Evrópumeistari ung-
linga, Attlia Zsivoczky varð annar
með 8.293 stig og Tékkinn Roman Sebrle
hlaut fjórða sætiðog olli
sjálfum sér og öðrum
vonbrigðum með því að
öngla aðeins saman
8.228 stigum, var rúm-
lega 700 stigum frá sínu besta.
Þegar kom að síðustu grein tugþraut-
arinnar var Dvorák 35 stigum á undan
Nool og ljóst að það yrði erfitt fyrir hinn
síðarnefnda að snúa taflinu sér í vil.
Hann gerði heiðarlega tihaun til þess að
hrista heimsmethafann af sér, en gekk
illa því Dvorák hélt sig um 2-3 metrum á
eftir, enda mátti hann tapa fyrir Nool
með fjögurra sekúndna mun. Þegar 300
metrar voru eftir bætti Nool verulega í
hraðann, Dvorák virtist sitja eftir, en
þegar rúmir 100 metrar voru eftir fór að
draga af Nool og að sama skapi dró
Dvorák á andstæðing sinn. Fór svo að
Nool átti ekkert eftir á síðustu metrun-
um og Dvorák kom nokkrum skrefum á
eftir í mark. Nool gerði það sem hann
gat, bætti sinn besta tíma í greininni um
tvær sekúndur, fékk tímann 4.30,40 mín-
útur. Dvorák náði næst besta tíma ferils
síns í 1.500 m hlaupi, 4.30,83.
Sigurvilji fyrir hendi
í níundu grein, spjótkasti, sýndi Dvor-
ák að hann er ekki auðunnini. Eftir að
hafa tapað með 60 sentímetra mun fyrir
Nool í stangarstökki, áttundu grein, þá
mátti ekkert bera út af hjá Dvorák í
spjótkastinu. Tvö fyrstu köstin voru í
styttra lagi, 63 til 64 metrar og greini-
lega að meiðslin settu strik í reikninginn.
Nool kastaði strax í fyrstu umferð, 68,89
og virtist ætla að fara með sigur af hólmi.
En í þriðja og síðasta kasti small rétt
saman hjá Dvorák, hann kastaði 69,37 og
Nool sem kastaði síðasta sinni rétt á eftir
átti ekkert svar. Hann gat ekki knésett
meistarann sem stóð við stóru orðin frá
því á blaðamannafundinum fyrir mótið
þar sem hann lét hafa eftir sér að þrátt
fyrir að vera meiddur þá væri hann ekki
kominn til Talence til þess að tapa, ekk-
ert annað en sigur kæmi til greina.
Dvorák var í vandræðum á fyrri degi,
hljóp 100 m á mun lakari tíma en hann
getur best eða á 10,75 sekúndum. Nool
fékk besta tímann, 10,69. Langstökkið
sem hefur verið mjög gott hjá honum
undanfarin misseri gekk ekki sem skyldi
en honum tókst að bjarga sér í síðasta
stökki með því að stökkva 7,58 metra.
Nool stökk allra manna lengst, 7,81.
Kúluvarpið var einnig lakara en hans er
vandi, en eigi að síður kastaði hann kepp-
enda íengst, 16,14 metra.
Að vanda vafðist kúluvarpið fyrh
Nool, hann varpaði aðeins 14,20.
Hástökkið gekk illa og hann var 14
sentimetrum frá sínu besta, stökk 1,95
metra og byrjaði á 1,86. Nool fór einnig
hæst yfir 1,95. Síðasta grein fyrri dags
gekk allvel hjá Dvorák, 48,07 sekúndur,
en Nool gerði enn betur og setti móts-
met, 46,95. Alls fékk Dvorák 4.396 stig á
fyrri deginum en til samanburðar má
geta þess að hann var með 4.645 stig á
sama tíma í þraut sinni í Götzis í Austur-
ríki í vor þegar hann fékk alls 8.900 sam-
tals í þrautinni. Nool var með 4.404 að
loknum funm greinum.
Nool reyndi við 5,60 metra
Dvorák byrjaði síðari daginn á því að
vera rúmlega þriðjung úr sekúndu frá
sínu besta í 110 m grindahlaupi en kom
eigi að síður fyrstur í mark og einn kepp-
enda sem hljóp á skemmri tíma en 14
sekúndur. Nool hefur aldrei verið góður í
grindahlaupi þótt hann honum hafi farið
fram og fékk hann tímann 14,40.
Dvorák kastaði vel í kringlukastinu,
lengst alha, 49,22 metra. Allt gekk hins
vegar á afturlöppunum hjá Nool sem
kastaði einu gildu kasti, 41,84 og var
nærri því að gera það ógilt. Hin tvö köst
Nools voru stutt og fóru út fyrh kast-
gehann og því dæmd ógild.
Dvorák var nærri sínu besta í stangar-
stökki er hann lyfti sér yfir 4,90 í síðustu
tilraun. Nool byrjaði hins vegar ekki að
stökkva fyrr en ráin var komin í 5,10
metra. Áður en yfir lauk stökk hann 5,50
metra og átti tvær góðar við 5,60 metra
sem er jafnt því sem hann hefur hæst
stokkið um ævin
Forsmekkur að Sydney
Einvígi Dvoráks og Nools var spenn-
andi. Efth að Jón Arnar Magnússon féll
úr keppni fyrir stangarstökkið gat eng-
inn andstæðinga þeiira veitt keppni.
Einvígið var e.t.v. forsmekkurinn að
því sem koma skal á Ólympíuleikunum í
Sydney. Tveir frábærlega þjálfaðh
íþróttamenn sem hafa ómælda trú á
sjálfum sér og hafa fyllstu ástæðu til
þess að vonast eftir gullverðlaunum í
haust. Það verður ekki heiglum hent fyr-
ir aðra að standa þeim á sporði, það er
hins vegar ekki útilokað fyrir þá sem eru
vel þjálfaðh og trúa á verk sín á leikvell-
inum. Dvorák verður ekki auðsigraður,
það sannaðist í Talence.
skaptinu
TVEIR keppendur sem
skráðir voru til leiks í tug-
þrautarkeppninni í Tal-
ence, Aleksandr Jurkov,
Úkraínu, og Tékkinn Jiri
Ryba, hrukku úr skaptinu á
síðustu stundu. Engar opin-
berar skýringai' voru gefn-
ar á fjarveru þeirra og
ypptu starfsmenn mótsins
öxlum þegar leitað var eftir
þeim og kann að vera að
þær hafi aldrei borist form-
lega.
Kastaði upp
í lok dags
JÓN Amar Magnússon,
kastaði upp fljótlega eftir
að hann lauk keppni í síð-
ustu grein fyrri keppnis-
dagsins, 400 m hlaupi. Gísli
Sigurðsson, þjálfari Jóns
kippti sér ekkert upp við
þetta. Sagði þetta koma
stundum fyrir. „Eftir fjögur
hundruð metra hlaupið á
sér stundum stað ákveðin
spennulosun og það var það
sem gerðist hjá Jóni, þetta
var ekkert alvarlegt," sagði
Gísli. Jón náði sér fljótlega
og fór að hreyfa sig á nýjan
leik áður en hann hélt út á
hótel í vel útilátinn kvöld-
verð.
Dvorák langt
frá sínu besta
TOMAS Dvorák náði sér
ekki á strik á fyrri degi í
Talence og var hnémeiðsl-
um um að kenna. Hann
stökk, 1,95 m, 14 sentímetr-
um lægra en hann á best frá
því í Götzis í vor. Ljóst var
eftir upphitun að hástökkið
yrði Dvorák erfitt, hann
fékk mikla hnéspelku. Hann
fór yfír 1,95 áþijóskunni í
þriðja og siðasta stökki.
Þess má geta að það er gef-
ið 129 stigum færra fyrir
1,95 en 2,09 m og munar um
minna í jafnri keppni.
+
Gísli Sigurðsson segir að séu meiðsli Jóns Arnars
ekki alvarleg sé engin ástæða til annars en bjartsýni
Jón er í
toppæfingu
■t
„ÞAÐ eru vissulega vonbrigði að Jón Arnar skyldi meiðast og
þurfa að hætta, en ég hef ekki áhyggjur af meiðslum ef þau
eru ekki alvarlegs eðlis. Þá ætti þetta ekki að hafa áhrif á
undirbúninginn fyrir leikana,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari
Jóns Arnars Magnússonar, eftir að Jón varð að draga sig út úr
keppninni að loknum sjö greinum af tíu vegna tognunar í lið-
bandi við stórutá á hægri fæti. Meiðslin eru þess eðlis að Jón
á afar erfitt með að hlaupa og beygja tána. Gisli segir enn
fremur að hann hafi séð nóg í keppninni þótt hann hafi ekki
lokið öllum greinum, hann hafi fengið staðfestingu á því hvað
bæta þarf áður en að Ólympíuleikunum kemur og að unnið
verði að því eftir fremsta megni, en að sjálfsögðu fengi Jón
tíma til þess að jafna sig.
Framan af þrautinni segir Gísli að
útlitið hafi verið gott og Jón hafi
stefnt í að ná einni bestu þraut sinni
frá upphafi og hafi
lvar jafnvel átt mögu-
Benediktsson loika á að bæta Is-
skrifar landsmet sitt, 8.573
fráBordeaux stig. „Ég sá að Jón
er í formi, það var aðalatriðið fyrir
mig, ég á að skila honum í eins góðri
æfingu og kostur er þegar á hólminn
er komið í Sydney.“ Hvaða áhrif hef-
ur það á undirbúning ykkar fyrir
leikana að Jón skyldi ekki geta keppt
í öllum greinum? „Ég sá það sem ég
þurfti að sjá. Varðandi framhaldið
get ég ekkert sagt á þessari stundu,
enda spurningin sú hversu lengi Jón
verður að ná sér að fullu. Ég vona að
sjálfsögðu að hann nái sér hið fyrsta
þannig að við getum einbeitt okkur
að því sem þarf að laga fyrir Ólymp-
íuleikana." Ef Jón verður frá í tvær
til þrjár vikur, setur það mikið úr
skorðum? „Við myndum þola tvær
vikur, það er ljóst, því við höldum
áfram að æfa þótt þetta hafi gerst,
það eina sem breytist er hvað við
gerum á hverjum tíma. Meiðslin
þurfa ekki að koma illa við ýmsar
líkamlegar æfingar, s.s. lyftingar og
þess háttar, ég tala ekki um ef Jón
jafnar sig á tveimur vikum. Jón er í
mjög góðri æfingu, það er ljóst, en
hann fær ekkert að hvíla aftur fyrir
leikana eins og hann gerði fyrir
þessa þraut. Ef hann kemst á fullt
ról í hraða, snerpu og sprengi-
kraftsþjálfun þá þolir hann alveg
þessa hvíld. Nú þurfum við að halda
áfram í erfiðum líkamlegum æfing-
um þrátt fyrir þetta og það er ekkert
mál, það þarf aðeins að hliðra til og
breyta áherslum, þá þurfa þessi
meiðsl ekki að slá okkur út af laginu
svo fremi sem þau verða ekki lang-
vinn.“ Hverju þarf að breyta? „Fyrst
og fremst verðum við að vinna í út-
haldsþjálfun en meira í snerpuæf-
ingum þar sem því verður við komið.
Síðan verður Jón að taka til við lyft-
ingaæfingar að nýju auk þess sem
úthaldsþjálfun í vatni verður fram-
haldið, bæði í „tempóæfingum“ og
grunnþolsæfingum lítillega. Ég kvíði
engu.“ Er fyrirséð mikil vinna í ein-
hverjum atriðum? „Nei, alls ekki.
Þótt ýmsar tæknigreinar hafi ekki
verið upp á það besta nú í Talence þá
get ég ekki kennt manninum neitt
frekar í þeim atriðum, hann kann
þetta allt saman. Spurningin snýst
nú eingöngu um stemmningu í þess-
um greinum þegar á leikana sjálfa er
komið, hvað Jón Arnai' gerir þegar á
hólminn er komið.
Ég veit það og trúi því að Jón
verður í öndvegis hraða- og frísk-
leikaformi þegar blásið verður til
leiks í tugþrautarkeppninni, í dag
bendir ekkert til annars. Þar með
verður Jón aðeins að svara því þegar
keppnin stendur yfir á Ólympíuleik-
unum hvað hann langar að ná langt.
Auðvitað er slæmt að hann skuli
meiðast nú, en eins og staðan er á
honum að öðru leyti þá hef ég engar
áhyggjur, ég veit ekki af hverju ég
hef þessa tilfinningu eða af hverju ég
ætti að hafa áhyggjur, svo fremi sem
meiðslin verða ekki langvinn og elta
okkur inn á leikana. Ég trúi því hins
vegar ekki.
Þegar á hólminn er komið geta
greinar alltaf heppnast misvel, bæði
gengið vel og illa. Verði það raunin
þá verður ekki hægt að afsaka neitt
með því að Jón sé ekki tilbúinn í
slaginn. Hann verður tilbúinn að
gera sitt besta.
Ég bendi á að um helgina þá stökk
Jón gilt stökk upp á 7,63 metra. Ég
hef aldrei séð hann stökkva eins illa
svo langt og þá. Það segir mér bara
eitt, Jón Arnar hefur aldrei verið í
betri æfingu til þess að stökkva lang-
stökk á sínum ferli. Þetta hljómar ef
til vill eins og gömul plata hjá mér,
en er eigi að síður staðreynd. Úr því
að hann getur stokkið 7,63 metra og
gert það eins illa og hann gerði þá er
Ijóst að með því að vanda stökkið
betur getur hann stokkið enn lengra.
Það er það sem hann meðal annars
þarf til þess að ná árangri á Ólymp-
íuleikunum." Gísli hallar sér aftur í
sæti sínu, afslappaður á svip og
ítrekar: „Ég hef engar áhyggjur.
Um helgina sá ég öll merki þess að
Jón Arnar verði í eins góðri æfingu á
réttum tíma og frekast er hægt. Jón
verður í toppformi í Sydney, það
eina sem getur komið í veg fyrir það
er að meiðslin sem nú komu upp séu
alvarlegri en við teljum. Um það er
ekki hægt að segja enn, en það ætti
að koma í ljós mjög fljótlega, vona
ég.“ Fari svo að meiðslin reynist
ekki draga neinn dilk á eftir sér og
þið getið haldið ykkar striki, keppir
Jón Arnar þá eitthvað meira fyi-ir
leikana? „Það vona ég því þrátt fyrir
allt samstarf okkar Jóns má ekki
gleyma því að við erum í sama félag-
inu, Ungmennafélaginu Tindastóli
sem er innan UMSS í Skagafirði.
Það félag tekur þátt í Bikarkeppni
FRÍ eftir tvær vikur og það er vænt-
anlega sá tími sem Jón verður að
taka hvíld frá hraða- og sprengi-
kraftsæfingum að öllum líkindum.
Jón hefur hins vegar sótt kraft og at-
orku til þessa félags þótt hann sé nú
um stundir atvinnumaður. Vonandi
get ég eitthvað notað hann í þessari
keppni en væntanlega verður það
minna en við og hann vonuðum áður
en hann meiddist nú um helgina. Ég
vonast til þess að við getum eigi að
síður staðið okkur mjög vel og hugs-
anlega klórað aðeins í sigurliðið und-
anfarin ár.
Hvort Jón keppir eða ekki verður
að koma í ljós, en hann þarf að
stökkva stangarstökk og hlaupa
spretthlaup, ná tilfinningunni í þess-
um greinum.
Spjótkastið hefur ekki gengið sem
skyldi í vor og það þarf að laga. Ég
er hins vegar alveg afslappaður út af
langstökki, hástökki, 400 metra
hlaupi og fleiri greinum. Síðan eig-
um við örugglega einhverja ása uppi
í erminni þegar stóra stundin rennur
upp, allur okkar undirbúningur und- .
anfarin ár miðast við leikana og þá
gerast hlutii-nir vonandi, við eigum
það inni að sjá verulegar framfarir í
nokkrum greinum.
Meiðsli nú eru vissulega ekki
spennandi, en við lærum á þeim
þannig að mótbyi' herðir menn og
hvetur til dáða. Ég sé ekki nokkra
ástæðu til annars en bjartsýni,“
sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns
Arnars Magnússonar.
Jón Arnar
fékk konfekt
EINS og greint var frá í Morgun-
blaðinu á laugardaginn átti Jón Arn-
ar Magnússon 31 árs afmæli á fostu-
daginn, áður en keppnin hófst í
Talence.
Ekki var sungið fyrir pilt í tilefni
dagsins, en eftir kvöldverð á föstu-
daginn komu tveir andstæðingar
hans, Tékkamir Tomas Dvorák,
heimsmethafi í tugþraut, og Roman
Sebrle, færandi hendi með gómsætt
konfekt og færðu Jóni að gjöf í tilefni
dagsins. Jón þakkaði að sjálfsögðu
fyrir sig og sagðist ætla að geyma
gjöfina þar til keppni væri lokið á
sunnudag.
Stuðningshópur Nolls lítill
HLUTI af svokölluðum stuðn-
ingsmannaklúbbi Erki Nool var
mættur til þess að styðja við bakið á
sínum manni eins og hann gerir
ævinlega á mótum. Eru stuðnings-
mennirnir í sérstaklega merktum
bolum og láta mikið fyi'ir sér fara
með húrrahrópum og setja ævinlega
mikinn svip á mót. Að þessu sinni var
hópurinn þó óvenju fámennur enda
um langan veg að fara auk þess sem
félagsmenn munu vera að safna fyrir
ferð á Ólympíuleikana í Sydney í
haust. Fámennið kom hins vegar ^
ekki í veg fyrir að stuðningsmenn-
irnir hleyptu upp fjöri í áhorfenda-
stúkunni á leikvellinum í Talence.
Nool er í góðu sambandi við stuðn-
ingsmannahópinn og talar við suma
úr hópnum eftir hverja keppnisgrein
og segir þeim frá hvað gott hafi verið
gert og hvað hafi farið miður hjá sér í
undangenginni grein.
Árangur Jóns Amars
Árangur Jóns Arnars í Talence var sem hér segir: 100 m hlaup -
10,75 sekúndur - 915 stig langstökk - 7,63 metrar - 967 stig kúlu-
varp - 15,61 metrar - 827 stig hástökk - 2,04 metrar - 840 stig 400
m hlaup - 47,67 sekúndur - 925 stig 110 m grindahl. - 14,57 sek-
úndur - 902 stig kringlukast - 45,65 metrar - 776 stig. Þrettán af
sautján keppendum tókst að ljúka keppni í ölium tíu greinum tug-
þrautarinnar, auk Jóns hættu Frakkamir Wilfrid Boulineau, Yves
Bourgey og Gaetan Blouin keppni.