Morgunblaðið - 20.08.2000, Side 12
12 E SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
MORGUNB LAÐIÐ
Rúmfatalagerinn óskar eftir
goðu fólki í framtíðarstörf
Vegna mikilla anna viljum við bæta góðu
fóiki í raðir okkar. Við leitum að fólki sem
er iétt í lund og leggur metnað sinn í að
veita góða þjónustu. Um framtíðarstörf
er að ræða fyrir gott fólk.
Lagerfólk
Sölufóik
Fóiic á kassa
Umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum
verslunum Rúmfatalagersins.
Athugið að upplýsingar eru ekki gefnar
i síma.
Mmfatalagerinn oþnaði sína fyrstu verslun áíslandi árið 1987.
Nú eru reknar 5 verslanir bér á landi ásamt 4 í Kanada ogeinni í
Pœreyjum, Rúmfatalagerim befur alltaf keppst við að bjóða mikið
vöruval á besta mögulega verði hvetju sinni. 0
Smith og Norland vill ráða rafeindavirkja til starfa í
tæknideild fyrirtækisins sem fyrst.
Starfið felur í sér sölu og þjónustu á síma- og tölvubúnaði sem
og öðrum veikstraumsbúnaði, samskipti við erlenda aðila og
markaðssetningu.
Umsækjandi þarf að hafa gott vald á ensku.
Leitað er að röskum einstaklingi með góða tækniþekkingu og
áhuga á þjónustu, viðskiptum og mannlegum samskiptum.
Um er að ræða gott framtíðarstarf í notalegu umhverfi hjá traustu
og virtu fyrirtæki sem selur gæðavörur.
Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru vinsamlega beðnir að senda
okkur eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf fyrir miðvikudaginn 30. ágúst. Farið verður með allar um-
sóknir og fyrirspurnir sem algjört trúnaðarmál. Ef þörf er nánari
upplýsinga vinsamlega sendið tölvupóst á sminor@sminor.is.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is
EFTIRLITSS TOFNUN EFTA
Meginhlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA er að
tryggja að EFTA-rikin (ísland, Liechtenstein og
Noregur) standi við skuldbindingar sínar samkvæmt
samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES)
og að EES-reglumar séu lögteknar og þeim beitt af
EFTA-ríkjunum á réttan hátt.
Eftirlitsstofnun EFTA er alþjóðastofnun, staðsett í
miðborg Bmssel, með 50 starfsmenn af u.þ.b. 10
þjóðemum. Eftirlitsstofnunin býður laun og kjör
sambærileg við aðrar alþjóðastofnanir.
Eftirlitsstofnun EFTA óskar eftir að ráða,
helst frá september 2000,
SKJALAVÖRÐ
í stjómsýsludeild stofnunarinnar. Ráðið verður í
stöðuna til þriggja ára með möguleika á einni endur-
nýjun.
Skjalavörður stofnunarinnar gegnir lykilstöðu, þar
sem nauðsynlegt er að skjalasafnið sé ætíð vel
skipulagt og uppfært. Skráningarkerfi stofnunarinn-
ar endurspeglar uppbyggingu EES-samningsins.
Eins og stendur em einungis pappírsgögn varðveitt
í skjalasafninu, en íhugað er að taka upp rafrænt
skjalavistunarkerfi.
Leitað er að skipulögðum, skilvirkum og sjálfstæð-
um starfsmanni með góða samstarfshæfileika.
Hæfniskröfur em: Framhaldsskólamenntun og
minnst þriggja ára starfsreynsla á viðkomandi sviði,
ásamt fullkomnu valdi á ritaðri og talaðri ensku
og góðri kunnáttu í þýsku, íslensku eða norsku.
Frönskukunnátta er æskileg.
Kunnátta í notkun hugbúnaðar svo sem MS Word,
Excel, Outlook og Powerpoint er nauðsynleg,
reynsla í notkun á Access og EDA er æskileg.
Frekari upplýsingar (staða nr. 10/00) og umsóknar-
eyðublað má fá á heimasíðu stofnunarinnar:
http://www.efta.int/
eða hafa samband við:
EFTA Surveillance Authority, - Administration,
Rue de Tréves 74, B-1040 Brussels.
Sími (00 32 2) 286 18 91 (umsóknareyðublöð).
Sími (00 32 2) 286 18 90 (upplýsingar).
Fax (00 32 2) 286 18 00.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2000.
FULLT STARF
HLUTASTARF
16 ára — 80 ára
ÞAÐ ER EINFALT
VIÐ VILJUM ÞIG
í HÓPINN!
NOKKRIR TÍMAR Á VIKU EÐA
FULLT STARF
40 TÍMAR Á VIKU
Allt eftir þínum þörfum
Góð laun í boði og ýmis fríðindi
McDONALDS
Suðurlandsbraut
Austurstræti
Kringlunni
McDONALDS
ER LÍFLEGUR VINNUSTAÐUR