Morgunblaðið - 20.08.2000, Blaðsíða 34
E SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
*
Morgunblaðið/Jim Smart
Siggi Hall á Oðinsvéum
Þeir eru eflaust margir sem hafa viljað
gæða sér á réttunum er Siggi Hall hefur
töfrað fram á sjónvarpsskjánum.
Nú gefst tækifæri til þess á Oðinsvéum og
fór Steingrímur Sigurgeirsson
og kannaði hvernig mál standa_
á þeim bæ.
AÐ þarf vart að kynna
Sigga Hall fyrir nokkrum
manni. Hann hefur fyrir
löngu unnið hug og hjarta
landsmanna með þáttum sínum á
Stöð 2 þar sem hulunni hefur verið
"%Svipt af ýmsum leyndarmálum mat-
reiðslunnar á auðskiljanlegan og yf-
irleitt gamansaman hátt. Þessu til
viðbótar hefur hann verið með
mörg önnur járn í eldinum og má
nefna kynningar á íslensku hráefni
erlendis og útgáfu tveggja vinsælla
matreiðslubóka síðastliðin þrjú ár.
Það hefur hins vegar lengi blund-
að í Sigga að hefja veitingarekstur
á nýjan leik en hann rak um árabil
veitingastað í Noregi ásamt Svölu,
eiginkonu sinni.
I vor varð svo af því að Siggi Hall
tæki skrefið til fulls þegar hann
opnaði veitingahús í húsnæði Hótel
Oðinsvéa við Óðinstorg eftir að
gagnerar endurbætur höfðu verið
^gerðar á húsnæðinu. Þetta vinalega
hótel í miðbænum hefur ávallt haft
yfir sér huggulegan blæ en það var
orðið tímabært að hressa verulega
upp á veitingaaðstöðuna. Og það
hefur svo sannarlega verið gert.
Þetta fallega húsnæði hefur gengið
í endurnýjun lífdaga í höndum Óla-
far Örvarsdóttur, sem sá um hönn-
un veitingasalarins og húsgagna.
Garðskýli sem leið nokkuð fyrir
að vera kalt á veturna og hávaða-
samt í rigningu auk þess að vera
einangrað frá sjálfum veitingasaln-
um hefur verið endurbyggt úr
hertu öryggisgleri og sameinað
salnum er nú myndar eina, bjarta
heild. Litaval er ljóst og birtan leik-
ur um salinn. Útlitið er stílhreint og
nútímalegt og bekkur meðfram öðr-
um útveggnum setur sterkan svip á
heildina auk súlna er hafa haldið
sér frá fyrri tíð.
Ekki spillir heldur fyrir að loft er
hreint og tært þar sem reykingar
gesta eru einungis leyfðar í sófum í
einu horni við hlið barsins og öflugt
loftræstikerfi tryggir að aðrir gest-
ir verða ekki varir við það sem þar
fer fram. í kjallara er svo sérsalur
fyrir einkasamkvæmi og fundi.
Matseðillinn hjá Sigga Hall er
tvískiptur, annars vegar breytileg-
ur seðill með nútímalegum réttum
og hins vegar seðill með sígildum
réttum úr smiðju Sigga. Má þar
nefna lambahrygg með bláberja-
sósu og laxasúpuna miklu úr Kjós-
inni, en sú síðarnefnda fæddist árið
1988 er Sigurður sá um matreiðslu í
veiðihúsinu í Kjósinni og mætti á
hverjum morgni til að velja úr afla
veiðimanna í súpuna. Komst sú hefð
fljótlega á að veiðimenn yrðu að
kyngja því þegjandi og hljóðalaust
ef laxinn er þeir höfðu barist svo
hetjulega við varð fyrir valinu.
Lambahrygginn má hins vegar
rekja til þjóðhátíðarafmælisins árið
1994.
Þessir réttir og nokkrir til við-
bótar teljast sígildir Sigga Hall-
réttir og verða þeir ávallt á boðstól-
um. Hinn venjulegi seðill er hins
vegar umfangsmeiri og hann tekur
reglulega breytingum. Þannig var
töluverður munur á matseðlunum
er ég snæddi hjá Sigga Hall með
um tveggja mánaða millibili nú í
sumar.
Þótt áhrifin komi úr ýmsum átt-
um mætti kannski helst lýsa mat-
reiðslunni sem spænskri og ítalskri
Miðjarðarhafsmatargerð á frönsk-
um grunni, sem einstaka sinnum
sækir krydd og aðferðir til fjarlæg-
ari slóða.
Siggi Hall er alls ekki ódýr veit-
ingastaður, þvert á móti skipar
hann sér í flokk með dýrustu
MATUR
OG VÍN
veitingastöðum landsins. Forréttir
eru á bilinu þúsund til þrettán
hundruð krónur, aðalréttir kosta
frá nítján hundruð krónum upp í
þrjú þúsund og þrjú hundruð krón-
ur og allir eftirréttir eru á sléttar
þúsund krónur. Álagning á vínum
virðist vera hefðbundin íslensk
veitingahúsaálagning.
Staðurinn stendur hins vegar
undir því að skipa sér í þennan
flokk. Umhverfið er glæsilegt, mat-
urinn vel útfærður (og svo sannar-
lega vel útilátinn) og þjónustan
vinaleg, þótt hún mætti kannski
vera ögn skipulagðari miðað við
þann gæðaflokk, sem staðurinn
skipar sér í.
Það er mín reynsla að forréttir
og fiskur, ekki síst saltfiskur, séu
sterkasta hlið staðarins. Undan-
tekningarlaust hafa þessir réttir
staðið undir væntingum og verði í
heimsóknum mínum. Má nefna
Portóbelló-svepp bakaðan með
hvítlauk, basiliku og balsamíku á
stökku rúkólasalati (1.000 kr) sem
dæmi. Þessi réttur ætti engan að
svíkja. Portóbellósveppurinn er
bragðmikill og minnir helst á
nautakjöt en hann er hér borinn
fram á bökuðu brauði smurðu með
hvítlaukssósu. Rifinn Parmesan-
ostur er gratíneraður ofan á og olíu
ojg basilmauk blandað saman við.
Utkoman bragðmikill og góður
réttur í ítölskum stíl. Það sama má
segja um blandaðar smásnittur
„Crostini“ með ristuðum humar,
tapenade, grilluðum ætiþistli og
smokkfiski í pestó (1.200 kr.)
Spænsk áhrif eru hins vegar
ríkjandi í saltfiskbollum á tómat-
Á eigin vegum
MARGIR sem ferðast til út-
landa eru alltaf að leita að
því sem er alveg ekta. og
innfætt. Þeir vilja ekki vera eins og
hinir túristarnir sem eru leiddir
áfram í skipulögðum hópum, heldur
vilja gjarnan ferðast á eigin vegum.
Þeir jafnvel blygðast sín fyrir að
vera með í hópferð og þurfa stund-
um að hafa orð á því að yfirleitt
ferðist þeir nú á eigin vegum, en í
þetta sinn kom þetta allt svo seint
upp á og þau keyptu ferðina á til-
boðsverði á Netinu af því þau voru
svo þreytt og fannst því alveg eins
gott að fara í hóp, þótt þau venju-
lega ferðist á eigin vegum. Að ferð-
ast á eigin vegum er nefnilega
merki um sjálfstæði og karakter-
styrk og jafnvel statussymbol; þeir
sem ferðast á eigin vegum eru yfir
það hafnir að taka þátt í einhveijum
plebbalegum túrisma. Þeir vilja
skoða allt með eigin augum, finna út
úr öllu sjálfir án þess að þurfa að
leita til fararstjóra. Að ferðast á
eigin vegum gengur út á það að
upplifa allt persónulega, fá ekta
stemmningu, hitta og rabba við inn-
fædda, vera boðið inn á heimili, fá
að sjá inn til fólks, hvernig það situr
fyrir framan sjónvarpið, hvar fjöl-
skyldumyndirnar hanga og hvernig
klósettið er. Að ferðast á eigin veg-
um er svolítið eins og að vera í gervi
ekki túristans, þykjast ekki vera
túristi, heldur sönn persóna, svona
eins og þýski rithöfundurinn Gunter
Wallraff þegar hann þóttist vera
Krítarkort
Dimitría er eins og
Hnallþóra í Kristnihald-
inu, segir Hlín Agnars-
dóttir; óþreytandi við að
bera sautján sortir á
borð og Stelios sem rek-
ur „kafaeneion“ áfast við
íbúðarhúsið þeirra
hjóna, státar af góðu
„retsína“ kvoðuhvítvíni
sem hann auðvitað býr
til sjálfur.
Tyrki til að reyna það á eigin skinni
hvernig farið var með tyrkneskt
vinnuafl í Þýskalandi. Fólk sem
ferðast á eigin vegum vill semsagt
valraffa pínulítið, það kaupir sér
ekki týpískt túristaátfitt, það fer
ekki í skoðunarferðir með öðrum ís-
lendingum, það vill fyrir alla muni
ekki láta aðra túrista sjá að þeir séu
túristar. Sumir sem ferðast á eigin
vegum gera það eðlilega og átaka-
laust og sé áhugi þeirra á landi og
þjóð virkilega sannur þá ávinna þeir
sér strax virðingu og viðurkenningu
meðal innfæddra
Stundum gerist það að hægt er
að breyta út af venjunni í þessum
venjulegu túristaferðum, sem sumir
eru of fínir til að taka þátt í og þá er
jafnvel hægt að fara með heilu hóp-
ana inn á gafl hjá innfæddum og
leyfa þeim að sjá hvernig þeir
borða, hvíla sig og skemmta sér. Þá
er hægt að sýna venjulega túristan-
um hvernig innfæddir hafa það al-
veg ekta. Þá eru engin túristaleik-
tjöld, engir búningar, ekkert skrum
og skran. Það gerðist einmitt hér á
dögunum á Krít að íslendingum og
aðeins íslendingum var boðið inn á
gafl hjá íbúum í Loutraki-þorpinu
upp í vestur af Hania. Þeim var
boðið að taka þátt í svokölluðu
„panagiri" sem er ein mesta þorps-
hátíð ársins og haldin í tilefni af
himnaför Maríu guðsmóður, en hún
dreif sig víst þangað 15. ágúst sam-
kvæmt grísku orþódoxkirkjunni.
Nú kynnu margir að halda að þetta
hafi verið einhver þunglyndisleg
kirkjuhátíð, þar sem rétttrúaðir
Krítverjar syrgðu brottför heilagrar
guðsmóður. Þótt íbúar Loutraki-
þorpsins geti státað af Maríukirkju
sinni og telji sig afar trúaða, þá var
nú öðru nær. Þorpsbúar sem eru nú
ekki nema 150 talsins tóku sig sam-
an og komu upp mikilli matarveislu í
garðinum við hliðina á kirkjunni,
réðu til sín hljómsveit og opnuðu
bar og dönsuðu fram eftir allri
nóttu.
I Loutraki búa öndvegishjónin
Dimitría og Stellos Larentzakis,
bændur góðir sem hafa gengið bæði
mér og öðrum íslenskum útlögum í
foreldrastað. Þau máttu ekki heyra
á annað minnst en ég kæmi og ekki
bara borðaði með þeim hátíðarmál-
tíð um miðjan dag þann 15. ágúst,
heldur vildu þau líka að ég kæmi
með túristana mína á „panagiri“
seinna um kvöldið. Systir Stelíosar
býr í næsta húsi og þegar Dimitría
er hætt að bera mat á borð dregur
hún mig yfir til mágkonunnar. Þar
situr sonurinn Nikos og spilar á lýru
í tilefni dagsins og syngur krítversk
harmljóð um grimmileg örlög Krít-
verja á Tyrkjatímum ásamt föður
I
I
I
I