Morgunblaðið - 25.08.2000, Side 1

Morgunblaðið - 25.08.2000, Side 1
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 Á FÖSTUDÖGUM Leikstjórinn sem gerðist framleiðandi Coppola í kröppiiiiHtoneÍ FRANCIS Ford Coppola, sem nú er að ganga til samstarfs um framleiðslu bíómyndar á íslandi, er mistækm- snillingur sem á að baki nokkrar af helstu myndum kvikmyndasögunnar á seinni hluta síðustu aldar. Blómatími hans sem leikstjóri og höfundur var á áttunda áratugnum, eins og fram kemur í grein Árna Þórar- inssonar, en sá áratugur er einmitt við- fangsefni Arnaldar Indriðasonar í Sjónar- horni. Það sem ekki má sjást mistolt SÍMASTAURAR í víking:amyndum, armbandsúr á kúrekum villta vestursins, flug- vélar á himni yfir sveitasælu frá 19. öld. Flest höfum við séð slík dæmi um slysaskot í kvik- myndum, mannlegu mistökm svokölluðu. Sæbjörn Valdimarsson fjallar um slysin sem sluppu í gegnum eftirlitið og enduðu á tjaldinu. NÝTT I BÍÓ Kinverji i villta vestrinu •LAUGARÁSBÍÓ, Bíóborgin, Há- skólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag gamanvestrann Shanghai Noon með Jackie Chan og Owen Wilson í aöalhlutverkum. Leik- stjóri er Tom Deyen myndin gerist I villta vestrinu og greinir frá því þegar sendimaður keisarans í Kína reynir að leysa kínverska prinsessu úr haldi mannræningja. Fær hann í lið með sér útlaga nokkurn og lendir í miklum ævintýrum.“ Á barnum • Bandaríska gamanmyndin Coyote Uglyerfrumsýnd T alls fimm kvik- myndahúsum í dag en hún er meö Maria Bello í aöalhlutverki og segir frá fjörinu á barnum Coyote Ugly á Manhattan þar sem einungis vinna konur. Leikstjóri er DavidMcNally, sem ekki hefur áðurgert leikna bíó- mynd, en framleiðandi er hasarmaðurinn Jerry Bruckhelmer. Væntanlegt Verðlaunamynd Bjarkar og von Triers á þremur tjöldum Svarta- myrkur • Háskólabíó frumsýnir hinn 1. september geimtryllinn Pitch Black eða Svartamyrkur. Leikstjóri er David N. Twohy, sem áður gerði The Arrival, en myndin greinir frá áhöfn flutningaskips úti í geimnum sem brotlendir á ókannaðri plánetu og lendir þar í miklum erfiðleikum þegar myrkur skellur á. Með aðal- hlutverk fara Radha Mitchell og Cole Hauser. Góður dulbúningur • Skffan frumsýnir hinn 1. september bandarísku gam- anmyndina Big Momma’s Hou- se með Martin Lawrence í að- alhlutverki. Hann leikur FBI -lögreglumann en atvikin haga því svo til að hann verður að dulbúast sem eldri kona og lendir t miklum vandamálum vegna þess. Leikstjóri er Raja Gosnell, sem klippti gamanmyndina Mrs. Doubt- fire á sínum tíma. Dancer In the Dark TrumsvncL ^ septembe DANCER In the Dark, kvik- mynd Lars von Trier með Björk Guðmundsdóttur í aðalhlut- verkinu, verður frumsýnd á íslandi föstudaginn 22. sept- ember og hugsanlega forsýnd helgina áður. Myndin verður sýnd í Háskólabíói, Sambíóun- um Álfabakka og á Akureyri. Hljómdiskur með tónlist Bjarkar úr myndinni kemur út 18. september og nefnist Selmasongs. Björk, sem hlaut verðlaun kvik myndahátíðarinnar í Cannes fyr- ir leik sinn í myndinni, mun ekki verða viðstödd frumsýn- inguna í Reykjavík, þar eð hún verður í Bandaríkjunum, þar sem Dancer in the Dark verður opnunarmynd kvik- myndahátíðarinnar í New York sama kvöld. Leik- stjóri myndarinnar, Lars von Trier sem hreppti Gullpálmann í Cannes, verður hvorki við- staddur frumsýning- arnar hér né í New Björk í hlutverki Selmu: Færútrás ísöngvamyndum. York, enda ferðast hann helst ekki með flugvélum. Hann mætir hins vegar á frumsýningu í heimaland- inu Danmörku 8. september. Dancer In the Dark gerist í bandarísku dreifbýli árið 1964 og segir frá austur-evrópskum inn- flytjanda, Selmu, sem Björk leikur. Hún er einstæð móðir ungs drengs, sem þjáist af alvarleg- um augnsjúkdómi, eins og hún gerir sjálf. Selma starfar í verksmiðju og reynir að safna peningum fyrir lækn- isaðgerð handa drengnum en gengur böslulega. Þegar erfiðar aðstæð- urnar leggjast þungt á Selmu fær hún útrás og finnur skjól í hugarheimi bandarískra dans- og söngvamynda. Meðal annarra leik- ara eru Catherine Den- euve, David Morse, Peter Stormare, Joel Grey, Jean-Marc Barr, Udo Kier, Zeljko Ivanek og Stellan Skarsgárd. (ÓLABÍÓI OG NÝJA BÍÓI AKUREYRI 1. SEPTEMBER undirtón5)r HASKOLABÍÓ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.