Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 4
4 C FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Sigurður Sverrir Pálsson Slepp- ið hest- unum ErikClau- sen: Drama- tík og húmor. „Slip hestene l0s“ er nafniö á nýrri kvikmynd eftirErlk Clausen sem nýlega var frumsýnd í Danmörku og er þetta orðatiltæki sótt til Kar- en Blixen, sem sagði oft: „Sleppiö hestunum lausum og skiljið vagninn eftir. “ | ér finnst þetta orðasamband lýsa því svo vel að losna undan sál- rænu oki," segir Clausen. „Stór hluti af þrýstingi nú- tímaþjóðfélags á þegnana er sálrænn og felst í því að gera fólk ósýnilegt, að gera sem minnst úr því og láta fólki finnast það vera fyrir. Þetta er frá mínum bæjardyrum séð eitt af að- alvandamál- unum í dönsku þjóð- lífi t dag. Þessvegna verður ein- staklingurinn að finna kraft- inn t sjálfum sér, sleþþa sér lausum, trúa á eigið ágæti og trúa því að hann sé not- hæfur. Þetta hljómar allt mjög al- varlega og það er það líka. Þetta er Clausen-mynd þar sem ég blanda saman alvöru dramatík og léttleika gaman- myndanna. Með þessu móti á ég auðveldara með að plata áhorfendur til þátttöku. Það verður að vera ákveöin lífsgleði til staðar." Clausen notar umhverfið kringum skrifstofuna sína á Amager sem bakgrunn en sagan segir frá gluggapúss- aranum Bent, sem Clausen leikur sjálfur. Bent, sem er velliöinn í hverfinu ogfljótur að svara fyrir sig, veröur fyrir því óhappi að 11 ára drengur hjólar utan í nýja bílinn hans og rífur hliðarspegilinn af. Þetta skapar heitar umræð- ur í hverfinu um barnaupp- eldi og öryggiseftirlit en (3eg- ar Bent í sinni réttlátu reiði krefst bóta af mömmu pilts- ins, sem er einstæð (og ein- mana), gengur hann of langt og hverfið snýst gegn hon- um. Hann stendur í fyrsta skipti andspænis sjálfum sér og uppgötvar að hann er í raun einmana, að fjöl- skyldulífið erí molum og að vinir hans eru í rauninni ekki vinir hans. Hann verður ástfanginn af einstæðu móð- urinni og samband þeirra hangir fýrst og fremst saman á sameiginlegum einmana- leika þeirra. Þrátt fyrir það tekst þeim að veita hvort öðru þann styrk og þann kjark sem þarf til að sleppa hestunum lausum. Þetta hljómar allt frekar alvarlegt en látiö ekki blekkjast. í Clausen-mynd er alltaf stutt í skopið og íróníuna. Þetta sambland af gleöi og alvöru minnir að sumu leyti á þá Forman og Menzel í árdaga þegar þeir gerðu myndir um landa sína í Tékkó fyrir ’68. Jólagleði: The Garden eftir breska leikstjórann Derek Jarman. Afyrri hluta áttunda áratugarins var kvik- myndamönnum frjálst að yrkja um hómósexúalisma eins og þá lysti. Óskert skáldaleyfi eitt sér dugði hins vegar ekki til. Mynd- ir um homma urðu að skila arði til að þessar sögur yrðu gjald- gengar í Hollywood, skrifar Jónas Knútsson í seinni hluta grein- ar sinnar um samkynhneigð karla í kvikmyndasögunni. Jarman enn á feró: Kvikmyndin Sebastiane. Myndarieg þerna: Kvikmyndin La Cage aux Folles. Bandaríkjamenn virtust, líkt og Rómverjar forðum, tengja hómósexúalisma við útlendinga. Hommar úr öðru landi voru því lík- legri til að hljóta náð hjá áhorfendum. Farsinn La Cage aux Folles náði miklum vinsældum í heimalandinu Frakklandi og gekk fyrir fullum hús- um í Bandaríkjunum. Myndin braut blað í sögu kvikmyndanna því að sannað þótti að mynd um homma gat náð vinsældum. Hommar voru loks teknir gildir sem söguhetjur í kvik- myndum. Enginn er spámaður... Eins og oft vill verða er besta mynd sem gerð hefur verið um hómósexúal- isma hræódýr bresk sjónvarpsmynd. Rithöfundurinn Quentin Crisp lést fyrir skömmu en hann var næstum jafngamall öldinni. Crisp var mikill sundurgerðarmaður í klæðaburði og spígsporaði um gervalla Lundúni með skærblátt hár. Hann átti líkams- meiðingar yfír höfði sér á hverju götuhorni og var oftsinnis barinn sundur og saman. Crisp reit endur- minningar sínar, Nakti ríkisstarfs- maðurinn (The Naked Civil Servant), og sjónvarpsmynd var gerð eftir bók- inni árið 1975. Leikarinn John Hurt fór á kostum og gerði þessum furðu- fugli ógleymanleg skil. Crisp á öðrum mönnum fremur skilið nafnbótina hetja. Hann gekk í berhögg við allt og alla. Öllu mótlætinu tók hann með jafnaðargeði og gerði óspart grín að þessum hrakningum líkt og ekkert væri sjálfsagðara. Ein sér var þraut- segja hans tU marks um hve kjarkað- ur maðurinn var. Mesta hreystiverk Crisps var þó í því fólgið að aldrei var haft eftir honum styggðai-yrði, hvorki í ræðu né riti, um þá sem gerðu hon- um lífið leitt. Crisp fluttist tU Bandaríkjanna á gamals aldri þótt flestir menn á svip- uðu reki væru lagstir í kör. Rithöf- undurinn settist að í New York, kiæddist sínu fegursta skarti og lét á það reyna hvort hann fengi svipaðar viðtökur og í heimalandinu. Crisp hélt að hann hefði sungið sitt síðasta þar sem risastór blámaður kom ask- vaðandi að honum. Blökkumaðurinn horfði upp og niður og sagði með bros á vör, „Þú ert í öllum skrúðanum“ og gekk leiðar sinnar. Quentin Crisp var kominn heUl í höfn en hann dvaldi það sem eftir var af langri ævi í Banda- ríkjunum, með öllu laus við heimþrá. Mesti leikstjóri Þjóðverja á ofan- verðri öldinni, Rainer Werner Fass- binder, var mikill hommi. Sem betur fer höfðu Þjóðverjar mildast nokkuð frá dögum Tacitusar. Þótt fráleitt væri að flokka myndir eftir Fass- binder sem hommamyndir lýsir hann hlutskipti homma í myndum á borð við Refurinn og vinir hans og Quer- eUe, sem leikstjórinn gerði eftir skáldsögunni Querelle de Brest eftir Jean Genet. Fassbinder var óhemju fjölskrúðugur í tilhugalífinu. Hann gekk að eiga konu en tældi svara- manninn í brúðkaupsveislunni. Aðrar góðar sögur af honum eru vart prent- hæfar. ítalinn Pier Paolo Pasolini var hommi og fór ekki í grafgötur með það en víkur lítt að hommum nema í myndinni Salo. Landi hans Luchino Visconti var eins sinnaður en lét lítt á því bera þangað til að hann festi Dauðann í Feneyjum eftir Thomas Mann á filmu árið 1971. í nóvellunni segir frá dauðvona rithöfundi að nafni Aschenbach, sem fellir hug til æsku- manns í Feneyjum. Visconti fékk fjármagn með þeim hætti að einhver starfsmaður hjá Wamer-risanum í Hollywood lagði blessun sína yfir handritið en lét undir höfuð leggjast að lesa það. Myndin er almennt talin meistaraverk. Dirk Bogarde vann mikinn sigur í aðalhlutverkinu. Kvik- myndataka, tónlist og hljóðvinnsla var til fyrirmyndar. Myndin var valin til sérsýningar fyrir konungsfjöl- skylduna bresku og var það til marks um breytta tíma. Hommamyndir Einmana kúrekar Andys Warhol: Kvlkmyndin Lonesome Cowboys. hafa eflaust verið til frá árdögum kvikmyndanna. En hommar voru undir sömu sök seldir og aðrir minni- hlutahópar. Þótt þeu megnuðu að gera myndir og dreifa þeim eftir krókaleiðum var engin lifandi leið að varðveita myndirnar. Þær hafa orðið tímanum að bráð. Þegar á leið öldina tóku höfundar hommamynda ást- fóstri við svonefndar íramúrstefnu- myndir enda áttu þeir ekki í önnur hús að venda. Bandaríski framúr- stefnumaðurinn Kenneth Anger festi alls kyns gjörninga á filmu þótt hann ætti margra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Fjöllistamaðurinn Andy Warhol gerði þó nokkrar homma- myndir. Sá sem leikstýrði flestum þeirra heitir Paul Morissey en War- hol var eignaður allur heiðurinn að vanda. Bretinn Derek Jarman var einn frumlegasti kvikmyndamaður sem Bretar hafa átt. Jarman var myndlistarmaður og leikmyndarmað- ur en leikstýrði mörgum frammúr- stefnumyndum í fullri lengd. Mynd- ina Sebastiane gerði hann á latínu og var sagan greinilega sögð frá bæjar- dyrum homma. Þótt myndin kostaði lítið sem ekkert magnaði Jarman fram fomöldina áreynslulaust og af meira öryggi en áður hefur verið gert. Caravaggio var ævisaga ítalska listmálarans og snillingsins og hver myndrammi í anda málarans. Ját- varður annar var nýstárleg útgáfa af söguhetju leikskáldsins Christophers Marlowes. Jarman sýktist af alnæmi. Eftir því sem honum þvarr máttur urðu myndimar persónulegri en áttu margar hverjar lítið erindi fyrir utan veröld homma. Hann lést fyrir nokkr- um ámm og féll þar frá einn djarfasti andríkasti kvikmyndamaður sem Bretar hafa átt í háa herrans tíð. Á seinni tímum William Hurt hlaut Óskarsverð- laun fyrir snilldarlega túlkun á homma í myndinni Kossi köngulóar- konunnar árið 1985. Myndin La Cage Aux Folle var nýverið endurgerð í Hollywood undir heitinu The Bird Cage. Myndir um homma bera þess ekki lengur merki að höfundar þeirra séu að leggja höfuðið að veði. Síðast- liðinn áratug hefur eyðniveiran geng- ið eins og rauður þráður gegnum hommamyndir (Philadelphia, Long Time Companion). Tom Hanks vann Óskarsverðlaun fyrir að leika dauð- vona homma í myndinni Fíladelfíu. Gildi myndarinnar var fremur samfé- lagslegt en listrænt. Sama efni hefur verið tekið fyrir í ótal sjónvarps- myndum. f sjálfu sér er allt gott um þessar myndir að segja. Þær eru á hinn bóginn hver annarri líkar og tæpast ódauðleg listaverk þótt höf- undar þeirra hafi brýnan boðskap að færa. Breski rithöfundurinn Anthony Burgess hélt því fram að eftir því sem mannkynið fjölgaði sér úr hófi fram ættu stjórnvöld í hverju landi eftir að hvetja þegna sína til að stunda ergi undir kjörorðinu: „Það er hátíð að vera hommi.“ (It’s sapiens to be homo). Franski fjöllistamaðurinn og homminn Jean Cocteau var einn ást- sælasti og virtasti kvikmyndamaður Frakka. Einkahagir manna á borð við James Whale, Cocteau, Jarman og Gus Van Sant skipta engu máli þótt þessir menn sjái hlutina frá öðrum sjónarhóli en flestir hveiju svo sem það sætir. Ef til vili verða þeir homm- ar sem setjast í leikstjórastólinn í ná- inni framtíð nokkuð hversdagslegir í samanburði við Jean Cocteau, Quent- in Crisp og Derek Jarman. Þær myndir sem gerðar hafa verið um homma undanfarið bera þess hins vegar merki að pansexúalistar hafa fengið inngöngu í mannfélagið, þótt fyrr hefði verið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.