Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 C 3 BÍÓBLAÐIÐ Independence Day: Risageimskipin voma yfir Washington en sumir sækja vinnu eins og ekk- Titanic: Samkvæmt reglum farþegaskipa var enginn samgangur á milli farþega á fyrsta ogþriðja ert hafi í skorist og aðrir flýja eins og þeir eigi lífið að leysa. farrými og því hefðu Leonardo DiCaprio og Kate Winslet aldrei hist í raunveruleikanum. EINA atriðið sem ég man úr ómerkilegum spaghettivestra frá þeim tíma sem þeir helltust yíir bíógesti, átti alls ekki að vera í myndinni. Kvik- myndagerðarmennirnir höfðu leitt okkur upp í Klettafjöll villta vesturs- ins (hefur að öllum líkindum verið af- skekkt fjallahérað á Spáni), hetjan sat keik í söðlinum í óralöngu atriði, og dritaði niður eirrauða frumbyggjana að hætti þúsunda annarra mynda. Petta var allt orðið frekar lúið og svæfandi þegar ég rak augun í óeðli- lega hreyfingu uppi í myndhominu. Þegar betur var að gáð, kom í ljós að myndavélin hafði óvart farið örlítið inná hraðbraut 20. aldarinnar með all- ri sinni ógnarumferð. í einhveijar mínútur var traffíkin að birtast í blá- hominu í hrópandi mótsögn við heróp rauðskinnanna og yfímáttúrlegan hetjuskap riddaraliðsins. Sýningunni var borgið, eitthvað bitastætt hafði gerst! í annað skipti átti sér stað minnis- stætt slys í einni af þeim risavöxnu, ít- ölsku bibh'umyndum sem settu svip á sjöunda áratuginn. Gjaman með mös- ulbeina, bandarískum B-leikumm, löngu komnum úr tísku í heimaland- inu. Gott ef j>etta var ekki Sódóma og Gómorra. Eg man það ekki glöggt, frekar en annað, utan hjólfaranna sem blöstu við í mýmörgum eyði- merkuratriðum. Þau vom ekki eftir hestvagna, heldur bflakost kvik- myndagerðarmannanna. Svo var það hann Sean, sonur þess nafntogaða leikara og lífsnautna- manns Errols Flynn. Lítinn kærleik bar hann til föður síns, sem stafar e.t.v. af því að samkvæmt sjálfsævi- sögu stórstjömunnar, fór hann með soninn á hómhús á fermingardaginn, þegar aðrir fengu Möve. Það er önnur saga. Allavega muldi karlinn ekki undir strákinnn er Sean reyndi fyrir sér á kvikmyndasviðinu. Sean lék í tveim myndum áður en hann hvarf í grænt víti Víetnam, síðla á sjöunda áratugnum. Önnur, The Son of Capta- in Blood, fékk inni í bragganum - Hafnarbíói. Sean var myndarpiltur, kaffibrúnn úr sólinni í Kalifomíu. Því var farið undan armbandsúrinu enn athyglisverðara í mynd um sjóræn- ingja á sautjándu öld. Islenskar myndir hafa ekki farið varhluta af slíkum uppákomum frek- ar en aðrar. Ekki þótti öllum við hæfi að sjá Agnesi á Ádidasskóm á önd- verðri 19. öld, sem er gott dæmi um óhöppin. Þau em oftast fremur lítil- fjörleg en alltaf jafn kankvísleg. Nú skyldi maður ætla að stórvirki sem kosta meira en hundrað myndir um hana Agnesi Magnúsdóttir, tæk- ist betur að sigta frá slíkar hand- vammir, en svo er ekki. Þær tilheyra allri kvikmyndaflómnni. Bregðum upp smásjánni. Titanic Stærsta, dýrasta og vinsælasta mynd sögunnar slapp ekki við mistök, sem em mýmörg en smávægileg. Það ætti ekki að koma á óvart í jafn risa- vaxinni kvikmyndagerð. • Nánast alla myndina er Kate Winslet að busla í vatni. Þó er hún jafnan óaðfinnanlega snyrt, greidd og Mistök á mistók ofan Glöggir áhorfendur hafa löngum verið naskir á að reka augun í hina fjölbreytilegustu smíðagalla og annað sem miður fer í kvikmyndagerð. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að mistök eiga sér ekkert síður stað í fokdýrum stórmyndum en ódýrum smámyndum. Singing In the Rain: Gene Kelly (fyrir miðju). máluð. Rose hin unga (Winslet) er græneygð, sú roskna (Gloria Stuart), bláeygð. • Þegar Titanic er að sökkva, Rose og Jack á harðahlaupum eftir gangi, bregður fyrir tökumönnum og -vél- um utan við kýraugað. • Ef grannt er skoðað, grillir mest alla myndina í útlínur fjalla í baksýn - þó skipið sé úti í ballar- hafi. • Himinn og haf aðskilja farþega þriðja og íyrsta farrýmis enn í dag. Aðgreiningin enn skýrari á upp- gangstímum stéttaskiptingarinnar á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. í blá- köldum raunveruleikanum hefðu þau Jack og Rose aldrei haft tækifæri á að hittast, hvað þá heldur meira. • í atriðinu þar sem Jack fer í fyrsta sinn í gegnum dymar inn á fyrsta farrými, má greina tökumann fyrir aftan hann. Júragarðurínn - Jurassic Park • í atriðinu þegar lögfræðingurinn (Jeff Goldblum), varpar sér útúr jepp- anum (rétt áður en T-Rex mætir á svæðið), skilur hann bfldyrnar eftir Verk'nue„sama verð Greyhound-rútuía. aStum opnar. I næstu senum eru þær lokað- ar en þegar strákurinn leitar þar skjóls eru þær aftur opnar uppá gátt. • Á meðan þau borða ísinn, John Hammond og Laura Dem, er raf- magnið farið af. Engu að síður snúast viftumar vandræðalaust fyrir ofan þau. • Á flótta Lauru Dem til aðaldyr- anna undan ráneðlunni, dinglar vasa- Ijós í strengnum. Engu að síður er það horfið augnabliki síðar, þegar hún er komin útfyrir. • Sam Neill og krakkarnir vaða aur og mold áður en þau leita hælis yf- The Green Berets: John Wayne (fremsturí flokki), kommúnlstaban- inn sem kom vinstri mönnum úr jafnvægi með þessum nauða- ómerkiiega hetjuóð frá Víetnam, þar sem sólin settlst í austri og annað eftirþví. ir nóttina uppi í tré. Engu að síður em skór leikarans einsog beint úr kassan- um morguninn eftir. Independence Day • Þegar Randy Quaid flýgur orr- ustuþotunni á móðurskipið er það beint yfir flugvellinum þai- sem her- stjómin var samankomin. Er hann sprengir skipið, fellur það beint til jarðar. Við skulum minnast þess að áður hafði komið fram að þessi risa- geimskip væru 15 mílur í þvermál. Hvemig í ósköpunum stóð á því að það hrapaði ekki á flugvöllinn? • Jeff Goldblum hvolfir í sig áfengi í einu atriðinu. Hringir í fyrrverandi eiginkonu sína og skellir flöskunni niður á borð svo það gusast úr henni. Næst þegar hann hyggst væta kverk- amar þarf hann að skrúfa tappann af - sem áður lá við hliðina á flöskunni. • Á þessu sama fylliríi hugkvæm- ist Goldblum að eitra fyrir hinum óboðnu gestum með tölvuvírus og er orðinn blankandi edrú á augnabliki. Handritshöfundurinn er örugglega bindindismaður. • Einn flugmannanna segir frá því að hann hafi lent í höndum geimvera fyrir áratug og allir skella uppúr. Það ætti ekki að þykja fjarstæðukennt eða fyndið undir kringumstæðunum. • Dómsdagur í nánd, risavaxið geimskip vofir yfir Los Angeles, þó ganga sumir hlutir fyrir sig einsog á hverjum öðmm Drottins degi. Blað- burðarmaðurinn ber út og strippar- inn, eiginkona Wills Smith, heldur til sinnar mikilvægu vinnu einsog ekkert hafi í skorist - á meðan aðrir flýja borgina sem fætur toga. Scream Á auglýsingaspjaldinu er Billy með skegg - þótt hann sé samviskusam- lega rakaður í myndinni. Shane Einn frægasti vestri allra tíma er með spaghettisýkinguna; í einu at- riðinu, snemma í myndinni, má greina í fjarska Greyhound langferðabfl á ferð. The Shawshank Redemption Er fangelsisstjórinn kemur í klefa Andys morguninn eftir flóttann, hef- ur kvikmyndaplakatið verið fest niður á öllum homum fyrir opi útgönguleið- arnnar. Hvemig svosem það er hægt -innanfrá. Singing in the Rain í regndansatriðinu fræga með Gene Kelly, rignir aðeins frammi fyrir tökuvélunum. Baka til er allt á þurru. Spartacus Ófáir stríðsmenn Rómarkeisara bera armbandsúr (em þægilegri á hendi en sólúr). Notting Hill í öllum útitökum af bókabúðinni er kona að þerra augu bams. The Nutty Professor Hér blasir við algengasta skekkjan. Þegar myndavélinni er beint framan- frá að ömmunni í borðhaldsatriðinu, er vatn í glasi fyrir framan hana. Næsta taka er tekin aftan að ömmu og nú er eitthvað dökkt, líklega kók, í glasinu. Augnabliki síðar segir dóttir hennar eitthvað á þessa leið: ,Jkmma, fáðu þér vatn“, og aftur er innihaldið glært. The Saint Fæðingarbletturinn á andliti Vals Kilmer er rokkandi til og frá, ýmist hægra eða vinstra megin. The Green Berets Þessa endemis vitleysu létu komm- ar fara fyrir brjóstið á sér, gott ef ein- hver mussulýður var ekki á vappi fyr- ir framan Austurbæjarbíó í den til að mótmæla áróðrinum. Þó John Wayne hefði skömm á kommum og sæi í gegnum blekkingarvefinn, þá gerði hann ein hallærislegustu mistök sög- unnar í lokaatriðinu. Þá ganga kemp- umar (grænhúfumar að sjálfsögðu), inní sólarlagið - en stefna í austur! • Þeir lesendur sem gaman hafa af að velta fyrir sér mistökum á hvíta tjaldinu ættu að líta við á Netslóðinni www.movie-mLstakes.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.