Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 2
2 C FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ Aöalsteinsson Draum- ur í dós Hollywood bæði sannaói og afsannaði kenninguna um ameríska drauminn þegar ráðið var í aðalkvenhlutverkið í Simone, nýjustu mynd Andrew Niccol (Gattaca). Simone er ung kona sem kemur til Hollywood og verður frægnæstum umsvifalaust. Ekkert nýtt við þetta þema. A Staris Born (1937/54), All About Eve (1950), The Bare- foot Contessa (1954). Ung stúlka stígur úr rútu á umferðar- miöstööinni neðan við Sunsetog Vine. Hún er með hattkúf í annarri hendi og iitla ferðatösku í hinni. Stuttu síðar er hún orö- in fræg og dáð leikkona. Am- eríski draumurinn lifir. Simone kemur semsagt til með að feta í fótspor Esther Blodget og Eve Carrington. A/ Pacino (Guðfaðirinn) var feng- inn til að leika aöalkarlhlut- verkið. En hver leikur Simone? Það ætti ekki aö vera vandamál aö finna leikkonur sem þekkja Pacino: Mótleikari ekki til. sig á BSÍ-inu í Hollywood. Eng- inn vissi hver Sharon Stone eða Julia Roberts eða Cam- eron Diazv oru þegar þær komu í bæinn.Gæti ein þeirra ekki látið drauminn rætast á filmu, aftur og nýbúinn? Nei. Of þekktar. Sú sem leikur Simone þarf að vera óþekkt. Einhver sem fólk þekkir ekki, entrúirsamtaðhúngeti lagt heiminn að fótum sér. Púff. Ekki auðvelt, en ef slíka konu er einhvers staðar að finna, þá er það í Hollywood. Hér skortirekki hæfileikana. Nei. Niccol leitaði bæinn þveran og endilangan, en fannst hann ekki komast í nógu feitt. Jæja, þá er bara að gera leit- arflokk út af örkinni og finna þessa konu einhvers staöar í Ameríku. Það er þó þaðan sem þærkoma allar. „Sorrí." Niccoll reyndi það líka ogfann enga nógu góða í þessu 130 milljóna kvenna samfélagi. Hvað geröi hann þá? Réð út- lending? Nei. Hann létteikna Simone! Hún veröurfyrsta mennska aðalhlutverkið í bíó- mynd sem verður algerlega búiðtilítölvu! Þessi gegndar- lausi snilldarleikursannarog afsannarkenninguna um am- eríska drauminn í senn. Af- sannar hana, vegna þess að Hollywood er með þessu að segja að engin leikkona í öllu landinu sé nógu góö til að túlka hvílíka hæfileika fólk þarf að hafa til brunns að bera til slá í gegn þar. (Nálaraugaö inn t himnaríki er ekki svona torfarið, þangað ku komast óteiknaðar sálir.) Á sama tíma sannar þetta að ameríski draumurinn erenn við lýði. í Ameríku, sjáiði til, er ekki gert upp á milli fólks. Það er sama hver þú ert og hvaðan þú kem- ur, þú getur lifað ameríska drauminn. Jafnvel þótt þú sért ekki til. Allen og Albert Hughes (Menace II Society)v ildu einnig kvikmynda og höfðu Smithí huga í aöalhlutverkið en ekkert varð sumsé úr því. Cagef Paltrow og Af f leck í Bounce „Ég var mjög stressaður þegar ég hitti þau," er haft eftir leikstjóra róm- antísku gamanmyndarinnar Bounce, Don Roos, þegar hann talar um fyrsta fund hans og leikaranna Gwyn- eth Paltrow og Ben Affleck, sem fara með aöalhlutverkin i myndinni. „Þau eru bæði svona tólf ára og bæði hafa fengið Óskar." Myndin fjallar um Buddy, sem Affleck leikur, er lætur eiginmanni Paltroweftir sætið sitt í flugvél sem siðan ferst. Buddyer haldinn miklu samviskubiti og afræð- ur að hitta ekkjuna og veröur ástfang- inn af henni. Leikstjórinn Roossegir að vinskapur Paltrow og Afflecks hafi gerttökur á myndinni mjög auð- veldar. „Þau eru alltaf að stríða hvort öðru," segirhann. „Stundum eru þau eins og systkini, stundum eins og góðir vinir og stundum eins og félag- ar“ Símaklefinn Maður labbar inn í símaklefa, tekur upp símtólið og er sagt af nærliggj- andi leyniskyttu að hann verði skot- inn til bana ef hann leggur tólið á aft- ur. Þannigersagan í Símaklefanum eða Phone Booth, sem JoelSchu- Schumacher: Símaklefatryllir. macher ætlarað kvikmynda innan skamms. Ekki hefurenn veriö afráðið hver tekur upp tólið f símaklefanum. Jim Carreyvar áhugasamur á sínum tíma að leika í myndinni en hætti við. Einnig var Will Smith orðaöur við hlutverkið. Handritiö ereftir Larry Cohen og höfðu nokkrir leikstjórar sýnt áhuga á að kvikmynda það áður en Schumachertók það aö sér. MichaelBay, sem gerði Ragnarök, sýndi myndinni áhuga en er nú að kvikmynda stórmyndina Perluhöfn. Fjölskyldu- manninum í nýjustu mynd sinni leikur Nichol- as Cagevaldamikinn kaupsýslu- mann á Manhattan sem ungursagöi skilið við ástina sína ogfórtil London í starfsnám. Atvikin haga því svo til að einn daginn vaknar hann við hlið konunnar sem hann skildi eftir heima og lifir því lífi sem hefði getaö orðið ef Cage: Þarfekki að vera eins þungbrýnn í næstu mynd. hann hefði aldrei farið til London. Myndinni er lýst sem nútímagerð It's a Wonderful Life, en leikstjóri hennar er Brett Ratner, sem áðurgeröi Rush Hour. Meö aöalkvenhlutverkiö fer Téa Leoni. Curtis Hanson (L. A. Confidential) ætlaði að gera þessa mynd á tímabili en hætti við. Aöal- hlutverkið var boöið John Travolta, sem hafði annaö að gera. Cage leist vel á rómantíska gamanmynd eftir Bringing Out the Dead og sló til. Klæðskerinn í Panama Tökur standa nú yfir á einni af ný- legri sögum njósnasagnahöfundar- ins John Le Carré, The Tailor ofPan- ama eða Klæðskeranum ÍPanama. Leikstjóri erJohn Boorman en með aðalhlutverkin fara Pierce Brosnan og Geoffrey Rush ásamt Jamie Lee Curtis. Myndin fjallarum klæð- skeraíPanama sem breskur njósnari færtil þess að senda vill- andi upplýsingarheimtil Bretlands um það hvernig Kínverjar ætla sér að ná yfirráðum yfir Panamaskurðinum. Brosnan leikur njósnara þennan en Boorman segir að persónan sé „antí- Bond‘‘ Þess má geta að Brosnan gerði nýlega samning um að leika í þremur Bond-myndum í viðbót. Brosnan: Njósn- ari Le Carrés. I Eftir Arnald Indríðason Þaðererfittaðgeraþvíalmennilegskilffá- | I einum orðum en áttundi áratugur tuttugustu I I aldarinnar er hin eina og sanna gullöld Hollywood - kvikmyndanna. Þeir I 1 sem fóru hvað mest í bíó á þeim áratug, fólk fætt í kringum 1960, og ólst upp á myndum tímabilsins, er fólk sem dekrað var við í bíó. Það sá margt afþví besta (og sumt afþví versta reyndar líka) sem gert var í kvik- j I myndagerð á öldinni og það býr að því þegar það sér myndirnar sem I gerðar eru í dag og undrast hversu lélegar þær eru orðnar. Það er margt \ | sem veldur því að kvikmyndagerðin í Hollywood blómstraöi sem aldrei j I fyrr á áttunda áratugnum. Umrót hippaáratugarins á undan hafði sín I áhrif; myndir eins og Bonnie and Clyde, Easy Rider, Butch Cassidy and I the Sundance Kid og Midnight Cowboy féllu í kramið hjá unga fólkinu og • Hollywood tók mið af því. Ungir og menntaðir kvikmyndagerðarmenn komu fram á sjónarsviðið íkringum 1970 ogblésu nýju lífi íað mörgu I leyti staðnaða kvikmyndagerð og hæfileikafólk af austurströndinni hóp- , I aðist vestur til draumaborgarinnar og lagði grunninn að sérstaklega bita- \ j stæðri kvikmyndagerö. Leikstjórarnir fengu meiri völd og menn eins og j I Coppola og Scorsese nýttu sér það til hins ýtrasta. Og ungir leikarar á I I borð við Al Pacino, Robert De Niro, Meryl Streep og Jack Nicholson I fengu sín fyrstu bitastæðu hlutverk. Ég á ímiklum erfiðleikum með að nefna fleiri en tvær verulega góðar bíómyndir frá Batmanáratugnum, þeim níunda, Platoon er ein, og það er j I með herkjum að ég muni eftir sæmilegum myndum frá áratug Júragarös- ■ I ins, þeim tíunda, Shawshank-fangelsið er ein, Tortímandinn tvö önnur. j Kannski eru þær fleiri, ég man bara ekki eftir þeim. I Efégerhins vegarspuröurútígóöarHollywood-myndirfrá áttunda I áratugnum fer einhver buna ígangsem égveitekki hvernig á að stoppa: I I Franska sambandið eitt og tvö, Patton, Guðfaðirinn eitt og tvö, The Par- allax View, Three Days ofthe Condor, All the President’s Men, Gauks- hreiðrið, Særingamaðurinn, Alien, Deliverance, Jaws, Marathon Man, ■ Mean Streets, Taxi Driver, Stjörnustríð, Carrie, Apocaiypse Now, Raging ■ I Bull, Lenny, Five EasyPieces, Last Tango in Paris, Halloween, The Last j Picture Show, The Last Detail, Kramer vs. Kramer, Invasion ofthe Body j I Snatchers, Annie Hall (ogallaraörar Woody Allen-myndir áratugarins I nema Interiors), High Anxiety, Heaven Can Wait, The Heartbreak Kid, • Eraserhead, Enter the Dragon, The Elephant Man, Dog Day Afternoon, Papillion, Don 't Look Now, The Deer Hunter, The Day of the Jackai, Om- J en, Chinatown, Close Encounters of the Third Kind, A Clockwork Or- ■ ange, Being There, Badlands, American Graffiti, Murderon the Orient I Express, Little BigMan, The Man Who Would Be King, M*A*S*H*, j Nashville, Midnight Express, The Shining. j I Og ég er örugglega aö gleyma tíu myndum í viðbót. Þetta eru myndirn- í I ar sem mín kynslóð ólst upp við. Aðrirgeta ugglaust nefntjafnmargar I I myndir frá þeim áratug sem er þeim kærastur en ég efastsamt um það. • Eins og sjá má ríkti á áttunda áratugnum sérstakt blómaskeið. Það er sjálfsagt einhver mælikvarði á gæði þessara mynda að engin I þeirra hefur elst illa, þær hafa allar saman staðist tímans tönn. Þær eru \ I í hópi mynda sem hægt er að horfa á meö reglulegu millibili og það er j hægt að finna eitthvað nýtt íþeim íhvert sinn. Á þeim tveimur áratugum j j sem liðnir eru síðan hefur Hollywood sökkt sér æ meira í risavaxnar B- i I myndir fyrir börn á öllum aldri, einhvers konar sumarmyndasamkeppni I um brellur og tölvuleiki, sem eru horfnar manni að eilífu á 60 sekúndum. I Ég fór að hugsa um þetta þegar ég sá Insider eða Uppljóstrarann eftir J Michael Mann með Al Pacino og Russell Crowe í aðalhlutverkum. I Mann hefði sómt sér vel á áttunda áratugnum. Insider er ein af fáum nýj- ■ I um myndum sem nær þeim eftirsóknarverðu gæðum sem sjá mátti dag- | j lega í kvikmyndahúsunum á áttunda áratugnum. j L____________________________________________________________________I Besta norræna myndin verður valin á kvikmyndahátíð í Noregi á mánudaginn Sterkur argangur í Haugasun Á morgun hefst alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Haugasundi í Noregi, en ásamt Gautaborgarhátíð- inni sem haldin er í febrúarmánuði er hún helsti vettvangur fyrir kynningu og sölu á norrænum kvikmyndum, bæði innan og utan Norðurlanda. Hátíðin stendur yfír í viku, en þeir atburðir hennar sem skipta íslendinga máli eiga sér stað núna um helgina, annars vegar markaðurinn New Nordic Films og hins vegar veiting Amönduverðlaunanna fyrir bestu norrænu myndina sem kunngjörð verð- ur á mánudagskvöldið 28. ágúst. Nýjar norrænar myndir Hátíðin í Haugasundi hefur verið við lýði í fimmtán ár og var upprunalega hugsuð til að kynna norskar myndir og nýjar erlendar myndir á heima- markaðnum. Þannig er hún enn, nema á síðustu ár- um hefur þáttur mynda frá Norðurlöndum vaxið til mikilla muna. Til dæmis hefur markaðurinn New Nordic Films verið haldinn frá árinu 1995 og er orð- inn mjög mikilvægur fyrir kynningu og sölu nor- rænna mynda. Þangað kemur fjöldi kaupenda víðs vegar að úr heiminum, dreifingaraðilar fyrir kvik- myndahús og fulltrúar sjónvarpsstöðva eða flestir þeir sem sýnt hafa áhuga á norrænum kvikmynd- um í gegnum tíðina. Að sama skapi mæta allir helstu kaupendur, framleiðendur og kvikmynda- gerðarmenn frá Norðurlöndum, svo markaðurinn er ekki síður mikilvægur fyrir samskipt- in innan þeirra. Norræni kvikmyndasjóð- urinn styrkir framtakið og þama eru haldin málþing og fundir af ýmsum toga til að kortleggja núverandi stöðu og spá í framtíðina. Á New Nordic Films er einungis pláss fyrir um fimmtán myndir hverju sinni og skipuð er sérstök nefnd til velja þær. At- hygli vekur hversu margar íslenskar myndir eru með í ár, eða fjórar: Ungfrúin góða og húsið, Englar alheimsins, Fíaskó og 101 Reykjavík. Frá Svíþjóð koma einnig fjórar myndir: Songs from the Second Flooreftir Roy Andersson, Trolösa eft- ir Liv Ullmann en handritið skrifaði Ingmar Berg- man, A Summer Tale eftir Ulf Malmros og bama- myndin Tsatsiki, morsan och polisen eftir Ellu Lemhagen. Frá Noregi koma þrjár myndir: Det- ector eftir Pál Jackman, Aberdeen eftir Hans Pett- er Moland og S.O.S eftir Thomas Robsahm. Dan- mörk er með tvær myndir: Dancerin the Dark eftir Lars von Trier (allir vita hver leikur aðalhlutverkið í henni) og Bomholms stemme eftir Lotte Svendsen. Frá Finnlandi koma tvær myndir: Restless eftir Aku Louhlmles og Seven songs from the Tundra eftir Anastasiu Lapsui og Markku Lehmuskallio. Verðlaun hátíðarinnar r Haugasundi kallast Am- anda og fer veiting þeirra fyrir norskar og alþjóð- Hilmir Snær Guðnason og Víctoria April í 101 Reykjavík: Hver fær Amönduna? legar myndir fram í beinni sjónvarps- útsendingu hinn 2. september. Frá árinu 1993 hafa hins vegar verið veitt sérstök Am- andaverðlaun fyrir bestu norrænu myndina og verð- m- sem fyrr segir tOkynnt um hana mánudagskvöldið 28. ágúst. Kvikmynda- stofnanir hvers lands um sig til- nefna myndir til Amandaverðlaunanna, hér er það úthlutunamefnd Kvikmyndasjóðs íslands og valdi hún að þessu sinni 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák. Sumum þykir sjálfsagt skrítið að tilnefna ekki Engla a 1- heimsins, en það mun vera vegna þess að Frlðrik Þór Friðriksson hefur hlotið Amönduna í tvígang - árið 1994 fyrir Bíódaga og 1997 fyrir Djöflaeyjuna - og hann er eini leikstjórinn frá upphafi sem hefur unnið þau svo oft. íslendingar eru þó ekki einir um að dreifa athyglinni á myndir sínar, því í stað þess að tilnefna Dancer in the Dark, sem hlaut Gull- pálmann í vor í Cannes, velja Danir Bomholms stemme. Myndir hinna landanna eru S.O.S. frá Noregi; Tsatsiki, morsan och polisen frá Svíþjóð; og Seven Songs from the Tundra frá Finnlandi. Og þá er bara að vita hvort Baltasar Kormákur og félagar hljóti önnur alþjóðleg verðlaun sín fyrir 101 Reykjavík á mánudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.