Morgunblaðið - 25.08.2000, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 C 7
BÍÓBLAÐIÐ
EKKI MISSA AF.,.
STÓRLEIK CHRISTIANS BALES t AMER
ICAN PSVCHO. ÞAR FER HANN SNILLDAR-
LEGA MEÐ HLUTVERK ÍSKYGGILEGS UPPA
í NEW YORK NÍUNDA ÁRATUGARINS, SEM
Á YFIRBORÐINU ER ÓAÐFINNANLEGUR
MERKJAVÖRUMAÐUR, UNDIR NIÐRI BULL-
ANDI OG MORÐÓÐUR BRJÁLÆÐINGUR.
ÞAÐ ÓTRÚLEGA GERIST AÐ BALE FER
LANGLEIÐINA MEÐ AÐ VEKJA SAMÚÐ
ÁHORFENDA MEÐ ÞESSU SKILGETNA AF-
SPRENGI GRÆÐGI-OG HÉGÓMAÞJÓÐFÉ-
LAGSINS. MARYHARRON LEIKSTJÓRI
GERIR EINS GOTT OG UNNT ER ÚR UM-
DEILDRI METSÖLUBÓK BRETS EASTON
ELLIS. AMERICAN PSYCHO ER VÖNDUÐ OG FURÐU VEL HEPPNUÐ
MYND EN EKKI FYRIR VIÐKVÆMA.
NÝJAR MYNDIR
SHANGHAINOON
Bíóborgin: Kl. 3:40-5:50-8-10:10.
Háskólabíó: 5:50 -8-10. Aukasýning laugar-
dag/sunnudag kl. 3.
Laugarásbíó: Kl. 5:50 - 8 - 10:10. Aukasýning
föstudag/laugardag kl. 00:30.
COYOTE UGLY
Bíóhöllin: Kl. 4 - 5:55 - 9 - 10:05. Aukasýning
föstudagkl. 12:15, laugardag/sunnudag kl. 2.
Kringlubíó: 4 - 5:55 - 8 - 10:05. Aukasýning
föstudagkl. 12:15.
Stjörnubíó: 5:50 -8-10:10. Aukasýninglaugar-
dag/sunnudagkl. 3:40.
ENGLAR ALHEIMSINS^^
DRAMA
íslensk. 2000. Leikstjórí: Friðrík Þór Fríðriksson.
Handrit: Einar Már Guðmundsson. Aðalleikendur:
Ingvar E. Sigurösson, Hilmir Snær Guðnason, Bal-
tasar Kormákur, Bjöm Jörundur Friðbjömsson.
Friðrik og hans fólk slær hvergi feiln-
ótu í mynd um vandmeöfariö efni.
Háskólabíó: Sýndlaugardag/sunnudagkl. 2-4
TOYSTORY2 ★★★%
TEIKNIMYND
Bandarfsk. 1999. Leikstjóri og handrit: John Lass-
iter. ísl. talsetning. Raddir: Felix Bergsson, Magn-
ús Jónsson, Ragnheiöur Elín Gunnarsdóttir, Har-
ald G. Haralds, Amar Jónsson, Steinn Ármann
Magnússon o.fl.
Framhald bráöskemmtilegrar og fjöl-
skylduvænnar teiknimyndar og gefur
henni ekkert eftir nema síður sé.
Dótakassinn fer á stjá oggullin lenda f
hremmingum útum borg og bý;
dæmalaust skemmtilegarfígúrur.
Bfóhóllin: Alla daga kl. 4. Aukasýning laugardag/
sunnudag kl. 2.
Kringlubíó: ísl. tal. Laugardag/sunnudagkl. 2.
AMERICAN PSYCHO ★★★
HROLLUR
Bandarfsk. 2000. Leikstjóri oghandrit: MaryHarr-
on. AðalleikendurChristian Bale, Willem Dafoe.
Gott handrit og leikur, ekki síst hjá
Bale, bjargarógeðfelldri mynd um öm-
urlegar persónur frá því aö vera óþol-
andi. Fráhrindandi en athyglisverð.
Kringlubíó: Alla daga kl. 8 -10. Aukasýning fðstu-
dagkl. 12.
Bíóborgln: Alla daga kl. 10:10.
ÉG UM MIG... ME, MYSELF AND
IRENE ★★★ GAMAN
Bandarfsk. 2000. Leikstjórar og handritshöfund-
ar: Farrellybræður. Aðalleikendur: Jim Carrey, Re-
née Zellweger.
Bræður fara mikinn með Carrey,
fyndnasta leikara samtímans, T farar-
broddi sem ástfanginn geðklofi og lög-
reglumaður í bófahasar. Ómengað
grín fyrir aödáendur Farrellyanna, aðr-
irgeta hneykslast.
Regnboginn: Alla daga kl. 5:40 - 8 -10:20. Auka-
sýning laugardag/sunnudag kl. 2.
GLADIATOR ★★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Ridley Scott. Aðal-
hlutverk: Russell Crowe.
Fantagóður skylmingahasar með sögu-
legu ívafi þar sem Crowe er frábær
sem skylmingakappinn og Scott tekst
að ná fram alvöru stórmyndablæ.
Laugarásbíó: Alla daga kl. 10:10.
101REYKJAVÍK ★★★ GAMAN
íslensk. 2000. Leikstjóm oghandrit: BaltasarKor-
mákur. Aðalleikendur: Victoria Abril, Hilmir Snær
Guðnason, Hanna María Karlsdóttir, Baltasar Kor-
mákur.
Svört kynlífskómedía úr hjarta borgar-
innar, nútímaleg og hress sem skoðar
samtímann í frísklegu og fersku Ijósi
raunsæis ogfarsa. Vel leikin, einkum
af hinni kynngimögnuðu Almodóvar-
leikkonu Victoriu Abril og er yfir höfuð
besta afþreying.
Háskólabíó: AHa daga kl.6-8-10.
MISSION: IMPOSSIBLE 2 ★★★
SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjóm: John Woo. Handrít:
Nicky Butt. Aðalleikendur: Tom Cruise, Thandie
Newton.
Cruise er eiturbrattur í skemmtilega
gerðri framhaldsmynd hasarmynda-
leikstjórans Johns Woo. Ffnasta sum-
arskemmtun.
Háskólabió: Alla daga kl. 5:30-8-10:30. Auka-
sýning laugardag/sunnudag kl. 3.
STJÖRNULEIT - GALAXY QUEST
★★★GAMAN
Bandarísk. 1999. Leikstjóri Dean Parisot. Hand-
rit: David Howard. Aðalleikendur: Tim Allen, Sig-
oumey Weaver og Alan Rickman.
Hress og vel skrifuö grínmynd sem
skopast að Star Trek-dellunni og
Trekkurunum. Segir af óvæntum æv-
intýrum B-leikara í misskildum guða-
hlutverkum í útheimi. Aðalleikararnir
hitta rétta tóninn.
Háskólabío: Alla daga kl. 5:50-8-10:15. Auka-
sýning laugardag/sunnudag kl. 3.
X-MEN ★★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjóm og handrit Bryan
Singer. Aðalleikendur: Patrick Stewart, lan McKell-
en, Famke Janssen.
Rn afþreying sem kynnir áhorfandann
fyrir áhugaverðum persónum og
furðuveröld stökkbreytta fólksins.
Sagan ofureinföld, boðskapurinn
sömuleiöis, en stendur fyrir sínu. Að-
alkarektarnir eru góðir, bestur Hugh
Jackson sem Jarfi.
Regnboginn: Alladaga kl. 5:45-8-10:15. Auka-
sýning Laugardag/sunnudag kl. 2 - 4.
Bíóhöllin: Alla daga kl. 3:50 ö 5:55 -8- 10:15.
Aukasýning föstudag kl. 12. Laugardag/sunnudag
kl. 1:45.
Laugarásbíó: Alla dagakl. 5:45-8-10:19. Auka-
sýning föstudag kl. 00:30.
ERIN BROCKOWICH ★★1/4
SPENNA
Bandarfsk. 2000 Leikstjóri: Steven Soderhergh.
Handrit: Susannah Grant. Aðalleikendur: Julia
Roberts, Aibert Fmney, Marge Helgenberger, Aaron
Heckart.
Óvenjuleg kvikmyndahetja, einstæð
móðir með þrjú böm (Julia Roberts),
gerist rannsóknaraðili á lögfræðistofu
(Albert Rnney) og hleypir af stað
stærsta skaöabótamáli í sögu Banda-
ríkjanna. Jólasveinsleg en sleppur,
þökk sé meistara Rnney og Roberts
sem sýnir tilþrif í langri en notalegri af-
þreyingu Stevens Soderbergh.
Regnboginn: Alla daga kl. 8 -10:20.
KEEPING THE FAITH ★★% GAMAN
Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Edward Norton.
Handrít: Stuart Blumberg. Aðalleikendur: Ben Still-
er, Edward Norton, Jenna Elfman.
Norton leikstýrir og fer með aðalhlut-
verkið og gerir hvorttveggja vel og
Stikker er jafnvel betri. Gamanmynd
um ástarþríhyrning er vissulega
skondin og oft lipurlega skrifuö en
sligast niður á happ-í-endaklisjuna.
Bíóhöllln: Alla daga kl. 5:45 - 8.
Bíóborgin: Alla daga kl. 5:30-8-10:30
Laugarásbíó: 5:30 - 8 -10:30..
LOVE AND BASKETBALL ★★1/2
DRAMA
Bandarísk. 2000. Leikstjóm og handrit: Gina
Prínce. AöalleikendurOmar Epps,
Ágætlega útfærð saga af ungu pari
með ódrepandi áhuga á körfubolta.
Ágæturleikur.
Bíóborgin: Alla daga kl.5:30 - 8..
THE PERFECT STORM ★★%
SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Wolfgang Petersen.
Handrit: Sebastian Junger. Aðalleikendur; George
Clooney, Mark Wahlberg.
Spennandi og vönduð afþreying um
sjómenn í lífsháska. Tölvubrellurnar
áhrifaríkar en sögunni helst til ábóta-
vant.
Bíóhöllin: kl. 6:05 -8-10. Aukasýning föstudag
kl. 12.
Kringlubíó: W; 8 -10:30.
Stjörnubíó: 5:40-8-10:20.
STÚART UTU STUART UTTLE ★★1/2
FJÖLSKYLDUMYND
Bandarísk. 1999. Leikstjóri: Rob Minkoff. Handrit:
M. Night Shaymalan og Greg Brooker. Aðalleikend-
ur: Geena Davis, Hugh Laurie, Jonathan Lipnicki.
Músin Stúart er svo sæt og raunveru-
leg. Ágætis fjölskyldumynd sem vant-
ar örlítinn kraft og galdra.
Regnboginn: Föstudag og máudag klþ 6. Laugar-
dag/sunnudag Ikl. 2..
Stjörnubíó: laugardag/sunnudag kl. 3:50-5:30.
TUMITÍGUR - THE TIGGER MOVIE -
Enskt tal, enginn texti ★★1/2
TEIKNIMYND
Bandarisk. 2000. Leikstjóri Jun Falkenstein.
Handrit:A.A. Milne.
Þokkaleg teiknimynd fýrir yngstu kyn-
slóðina segir af ævintýrum Tuma og
vina hans.
Bíóhöllln: kl. 4. Laugardag/sunnudag kl. 2 - 4.
Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2.
Laugarásbíö: ki.4. - 6.
TUMITÍGUR - íslenskt tal ★★%
TEIKNIMYND
Bandarísk. 2000. Leikstjóri Jun Falkenstein.
Handrit: A.A. Milne . Raddir Laddi, Jöhann Sigurð-
arson, Sigurður Sugurjónsson, ofl.
Þokkaleg teiknimynd fyrir yngstu kyn-
slóöina segir af ævintýrum Tuma og
vina hans.Góð talsetning.
Bíóhöllin: Alla daga kl. 4-6. Aukasýning laugar-
dag/sunnudagkl. 2.
Kringlubíó: Alla daga kl. 4 - 6:15. Aukasýning
laugardag/sunnudag kl.2.
Laugarásbíó: Alla daga kl. 2-4-6. Engin sýning
kl. 2. eftir helgina.
28 DAYS ★★% DRAMA
Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Betty Thomas. Hand-
rit: Susannah Grant. Sðalleikendur: Sandra Bull-
ock, Steve Buscemi, Viggo Murtensen.
Bullock leikur vel í þessari mynd, sem
annars er stefnulaust melódrama.
Regnboginn: Alla daga kl. 8-10.
GONEIN 60 SECONDS^ DRAMA
Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Dominic Sena. Hand-
rit: Scott Rosenberg. Aðalleikendur. Nicolas Cage,
Angelina Jolie.
Dæmigeröur Bruckheimer-sumar-
smellur. Óaðfinnanlegur útlits með
hörkugóöum spennuatriðum en borð-
leggjandi framvindu og fyrirsjáanlegum
endi.
Bíóhöllin: Alla daga kl. 10:15.
THE PATRIOT - FRELSISHETJAN
★★ STRÍD
Banadrísk. 2000. Leikstjórí: Roland Ennerích.
Handrit: Robert Rodat. Aðalleikendur: Mel Gibson,
Heath Ledger, Chris Cooper.
Nýjasta frelsishetjumynd Gibsons er
of löng, ótrúleg og jafnvel ósmekkleg.
Hefur þó nokkuð skemmtanagildi á
köflum.
Stjörnubíó: Alla daga kl. 7 -10.
Bíóhöliin: Alla daga kl. 10.
RETURN TO ME ★★ DRAMA
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Bonnie Hynt. Handrít:
Don Lake, Hunt. Aðalleikendur: David Duchovny,
Minnie Dríver.
Ofur væmin, saklaus og einföld ástar-
saga sem mætti vera meira fútt í þótt
margt sé ágætlega gert.
Laugarásbíó: Alla daga kl. 8.
ROMEO MUST DIE ★★ SPENNA
Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Andrzej Bartowiak.
Handrit: Nicky Butt. Aðalleikendur Jet Li, Delroy
Lindo
Li flýgurfimlega um loftin blá og virðist
liðtækur sem nýjasti loftfimleika-
slagsmálahundur kvikmyndanna í
hefðbundnum hefndartrylli.
Bíóhöllin: Alla daga kl. 8 - 10:15. Aukasýning 4+
föstudagkl. 12:30.
Kringlubíó: Alla daga kl. 8-10:15.
THREE TO TANGO ★★ GAMAN
Bandarísk. 2000. Leikstjórí og handrít: Damon
Santostefano. Aðalleikendur: Matthew Perry, Neve
Campbell, Dylan McDermott.
Perry leikur mann sem allir halda að
sé hommi í þokkalegum misskilnings-
farsa.
Kringlubíó; Alla daga kl. 6.
STEINALDARMENNIRNIR - THE
FLINTSTONES: VIVA ROCK VEGAS
★% FJÖLSKYLDUMYND
Bandarísk. 2000. Leikstjórí: Brian Levant. Hand-
rít: Bruce Cohen. Aðalleikendur: Mark Addy, Step-
hen Baldwin.
Afskaplega ómerkileg kvikmynd með
útþynntri og samhengislausri sögu v
um ástamál Freds og Barneys, sem
varla vekja áhuga barna né full-
orðinna.
Háskólabíó: Alla daga kl. 4 - 6 - 8. Aukasýning
laugardag/sunnudag kl. 2.
POKEMON/ÍSL. TAL ★ BARNA-
MYND
Japönsk. 1999. Leikstjórar: Michael Hargrey, Kun-
ohiko Yuyama. Handrit: Norman J. Grossfeld, Tak-
eshi Shudo. Teiknimynd.
Ljót, leiöinleg, fær eina stjömu fyrir að
ná til bamanna með einhverjum óskilj-
anlegum hætti.
Bíóhöllin: Alla daga kl. 4-6. Aukasýning laugar-
dag/sunnudag kl. 2.
Kringlubíó: Alla daga kl. 4.. Aukasýning laugar-
dag/sunnudagkl. 2.
Regnboginn: Alla daga kl. 6. Aukasýning laugar-
dag/sunnudag kl. 2-4.
POKEMON/ENSKT TAL ★ BARNA-
MYND
Japönsk. 1999. Leikstjórar: Michael Hargrey, Kun-
ohiko Yuyama. Handrít: Norman J. Grossfeld, Tak-
eshi Shudo. Teiknimynd.
Ljót, leiðinleg, fær eina stjömu fyrir að
ná til barnanna með einhverjum óskilj-
anlegum hætti.
Bíóhöllln: Alladagakl. 4-6-8. Aukasýninglaug-
ardag/sunnudag kl. 2.
BARN í VÆNDUM - MAYBE BABY ★
GAMAN
Bresk. 2000. Leikstjóri: Handrit: Aðalleikendur
Hugh Laurie, Joely Richardsori, Rowan Atkinson. ★
Gamanmynd um hjón sem eiga í erfiö-
leikum með að eignast barn. Flest
missirmarks, Laurie Ijósi punkturinn.
Háskólabíó: Alla daga kl. 6 - 8 - 10. Aukasýning
laugardag/sunnudag kl. 2 - 4
Svipmynd
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
HANN fór langleiðina með að
stela Die Hard frá sjálfum ofur-
harðhausnum Bruce Willis. Þó
var hann illmennið en Willis hetj-
an. Ahm Rickman varð heims-
frægur á einni nóttu, svo sópaði að honum í einni
bestu hasarmynd allra tíma. Næsta eftirminni-
lega hlutverk Rickmans, fógetinn illræmdi í Nott-
inghamskíri, í Hróa hattar-mynd Kevins Costner,
var á sömu nótum. Leikarinn hefur gætt þess að
festast ekki í slíkum skúrkarullum og staðið sig
með ágætum í sundurleitustu hlutverkum. Enda
vel menntaður og langsjóaður í bestu leikhúsum
Englands í bestu hlutverkum leikhúsbókmennt-
anna.
Rickman fæddist í London 1946, af írsku og
velsku foreldri. Faðir hans var iðnaðarmaður og
féll frá konu og fjórum börnum er Rickman var
aðeins 8 ára gamall. Stráknum gekk vel í skóla og
ariton
hlaut styrk til framhaldsnáms í menntaskóla þar
sem hann hóf leikferilinn að áeggjan kennara
sinna. Nam síðan grafíska hönnun og stofnaði eig-
in fyrirtæki í greininni. 26 ára gamall var hann
orðinn þess fullviss að Thalía ætti hug hans allan,
seldi fyrirtækið og settist á skólabekk að nýju, nú
við hinn virta leiklistarskóla, The Royal Academy
of Dramatic Arts. Á meðan á námi stóð vann hann
sem búningamaður stórleikaranna Ralphs
Richardson og Nigels Hawthorne.
Að námi loknu tók við glæsilegur leikferill á
sviði, þar sem Rickman hlaut m.a. afbragðsdóma
fyrir túlkun sína á Valmont í Les Liaisons Dang-
ereuses í West End, var ráðinn í kjölfarið til að
fara með hlutverkið á Broadway, þar sem hann
hlaut Tony-tilnefningu fyrir frammistöðuna.
Leikaiinn knái geystist síðan inn í kvikmynda-
heiminn með áður getinni frammistöðu í hlutverki
foringja glæpagengisins í Die Hard (’88). Þar var
hægt að tala um uppgötvun, slík áhrif sem túlkun
hans hafði á þá ágætu mynd. Við tóku frekar
slappar myndir. The January Man, ónýt gaman-
mynd með Kevin Kline í aðalhlutverki og Quigley
Down Under (’90), með Tom Selleck, á hans
skammlífa frægðarferli. Þá stal hann senunni frá
Kevin Costnerí Hróa hetti (’91), sem meinfyndinn
og illskeyttur fógetinn. Sama ár sýndi Rickman á
sér gjörólíka hlið sem látinn sellóleikari í róman-
tísku gamanmyndinni Truly, Madly, Deeply.
Það sem eftir lifði síðasta áratugar hélt Rickm-
an áfram að gera góða hluti í ólíkum myndum.
Túlkaði leikara með vafasama fortíð í An Awfully
Big Adventure (’94); hinn brjóstumkennanlega
Brandon ofursta í Vonum og væntingum (95);
Emon de Valera, frelsishetju og forsætisráðherra
íra í Michael Collins (’95) og veraldarvanan engil í
Dogma (’99).
Arið 1977 leikstýrði Rickman The Winter Gu-
est, sem sýnd var hérlendis í sjónvarpi. Mæðgurn-
ar Emma Thompson og Phyllida Law fóru með
aðalhlutverkin, en myndin var lítt eftirminnileg
þótt hún væri vel leikin og vandvirknisleg af Rick-
mans hálfu. Nú er verið að sýna nýjustu myndina
hans, Stjörnuleit - Galaxy Quest, í kvikmynda-
húsi í borginni og framtíðin er þétt skipuð. Rickm-
an er að vinna við að raddsetningu teiknimyndar-
innar Help, I’m a Fish hjá vinum vorum, Dönum;
Aldrei betri - Never Better, verður frumsýnd í
næsta mánuði. Þá fer Rickman með titilhlutverkið
í The Search For John Gissing, sem frumsýnd
verður á næsta ári.
Aian Rickman
hefurfágaða framkomu og
virðulegtyfirbragð. Svipmikil
persóna hans hentar vel í af-
gerandi hlutverkum þar sem
djúp, skýroghljómmikil röddin
og lýtalaus raddbeiting er
punkturinn yfir i-ið. Rickman
getur leikið hvað sem er, þessa
dagana nýtur hann sín vestur á
Melum sem Shakespeareleik-
ari sem hefur lifað sitt fegursta
á sviðinu og fer með hlutverk í
aulalegum sjónvarpsþætti sem
breytist í fúlustu alvöru í
Stjörnuleit - Galaxy Quest. Hér
er hann f Vonum og væntingum
- Sense and Sensibility.