Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 5
MORGUNgLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 C 5 BÍOBLAÐIÐ Heilagur Frai af Zoetro Varla líöur sú vika aö ekki birtist fréttir um ný samstarfsverkefni íslenskra kvik- myndafyrirtækja og erlendra. Væntanleg samframleiösla íslensku kvikmyndasam- steypunnar og Zoetrope, fyrirtækis Francis Ford Coppola, á kvikmyndinni The Godfather 1. I upphafi: Coppola leikstýrir Fred Astaire í Finian ’s Rainbow. Monster, sætir þar ekki minnstum tíðind- um. En Coppola er ekki aðeins framleiö- andi bíómynda; umfram allt er hann einn fremsti kvikmyndahöfundur Banda- ríkjanna síöustu fjörutíu ár, þótt hallaö hafi undan fæti í seinni tíö, eins og Árni Þórarinsson greinir frá. Apocalypse Now. ZOETROPE hefur ekki notið stöðugrar guðs blessunar alla þá þrjá áratugi sem félagið hefur starfað; fjárhagslegir öldu- dalir hafa verið djúp- ir og um hríð leit úr fyrir að Francis Ford Coppola missti það úr höndum sínum. En hann er seigari en flest sem seigt er. Á þessum tíma hafa myndir fyrirtækisins hlotið 15 Ósk- arsverðlaun og 68 tilnefningar. Enn er það í framvarðasveit tæknilegrar tilraunastarfsemi og metnaðarfullr- ar nýsköpunar í bandarískri kvik- myndagerð, hefur gert ýmsum hæfi- leikamönnum kleift að njóta sín, en bestu myndir þess eru engu að síður þær sem frumkvöðullinn, Francis Ford Coppola, hefur sjálfur gert best. Seigla og útsjónarsemi hans, sam- fara ríkri tjáningarþörf og sköpun- argleði, birtust strax í æsku, þegar hann fékk snert af lömunarveiki níu ára að aldri og hafði ofanaf fyrir sér og öðrum með því að setja á svið leikbrúðusýningar og taka 8 mm kvikmyndir. Hann var baldinn í skóla fyrst í stað en fékk síðan útrás fyrir ólguna á skapandi hátt þegar hann fór að leikstýi’a skólasýningum og skólamyndum. Öfugt við vini hans og félaga, „undradrengina“ svokölluðu, sem fóru að láta að sér kveða í kvikmyndagerð seinni hluta sjöunda áratugarins, Martin Scors- ese, George Lucas, Steven Spiel- berg, Brian DePalma, Paul Schrad- er, John Milius o.fl., ólst Coppola upp á rótgrónu menningarheimili. Faðir hans, Carmine Coppola, var tónskáld, móðirin var leikkona, og systir hans Talia Shire fylgdi í henn- ar fótspor, frændinn Nicolas Cage er meðal helstu stjama Hollywoodhvelfingarinnar og nú hefur dóttirin Sofia Coppola, eftir heldur mis- heppnaðan leiklistarferil, kvatt sér eftirminnilega hljóðs sem leikstjóri með The Virgin Suicides, sem í ár hefur víða hlotið góðar viðtökur. Byrjað í Ijósbláu j og b-hrolli Þegar Francis Ford Coppola hóf kvik- myndagerð, eftir að hafa stundað nám við VHH kvikmyndaskóla Kalif- ^H orníuháskóla í Los Angel- ^H es, réðst hann ekki strax í H menningarleg stórvirki. ^ Hann byrjaði að vinna fyrir sér ' við gerð Ijósblárra klámmynda; i Tonite For Sure heitir ein j (1961), Playgirls And the Bell- I boy er önnur (1962), en Coppola skammast sín ekki fyrir þessi bernskubrek meira en svo, að hann hefur látið svo ummælt að hann gæti vel hugsað sér að gera bíómynd, sem sameinaði klámmynd og alvöru dramatík. Gengisskráning hans í kvikmyndum hækkaði örlítið þegar hann gerðist 24 ára að aldri lærling- ur hjá B-myndakónginum Roger Corman, sem fékk nógu mikla trú á honum til að leyfa honum að leik- stýra hrollvekjunni Dementia 13 (1963). Þama hlaut hann þjálfun, ekki aðeins í kvikmyndagerð yfir- leitt, heldur einnig í ódýrri kvik- myndagerð, en myndin var tekin á þremur dögum. Sú lexía, að filma ódýrt og hratt, entist honum þó ekki ævina. Fyrsta „persónulega“ mynd Coppolas kom 1966, æskugrínmynd- in You’re a Big Boy Now, sem hann bæði skrifaði, leikstýi'ði og fram- leiddi meira og minna fyrir eigin pening. Hún er full af gleði og gáskafullum hundakúnstum manns sem veit af hæfileikum sínum en kann ekki enn að virkja þá, eins kon- ar þroskasaga um pilt sem býr við ofvernd for- eldranna en kemst til sjálfs sín með kynnum af ungri leik- konu. Minn- isstæðar em sviðsetning- aríNewYork Hann beygði inn á persónulegan af- leggjara með ódýrri vegamynd, sem í raun var á undan sinni samtíð hvað efni snerti. í The Rain People (1969) fjallar Coppola um kvenfrelsisbar- áttu sem þá var framundan fremur en að baki: Húsmóðir (Shirley Knight), segir skilið við hjónalíf, stekkur upp í bíl þótt barnshafandi sé og ekur burt. Þetta er ekki galla- laus mynd, en athyglisverð og vel leikin, ekki síst af James Caan I hlut- verki heilaskemmds mðningsbolta- manns, sem verður á vegi konunnar. Það var skömmu eftir að hann lauk við The Rain People að Coppola flutti sig um set frá Hollywood til San Francisco, þar sem hann stofn- aði Zoetrope og safnaði til sín ýms- um hæfileikamönnum úr hópi vina og skólafélaga. Það blés ekki byi'- lega í upphafi. Fyrsta myndin sem Zoetrope framleiddi, vísindaskáld- skapurinn THX 1138 (1971) eftir George Lucas, fór langt með að sliga fyrirtækið í fæðingu, m.a. vegna vondra samninga um fjármagn frá Warner Brothers. Blessun guðföðurins Það var Lucas sem bætti fyrir þann skell með því að beina Coppola í átt að smelli fyrir Paramountfélag- ið til að bjarga fjárhagnum. Útkom- an, The Godfather (1972) og fram- hald hennar, The Godfather II (1974), em trúlega bestu glæpa- og tónlist The Lovin’ Spoon- ful. Alfaraleið og afleggjarar Einhverjir ráðamenn hjá Warner Brothers létu hrífast og veittu Coppola stóra tæki- færið, rándýra söngvamynd, Finian’s Rainbow (1968) með Fred Astaire, Petula Clark og Tommy Steele. Hann gi'eip þetta tæki- færi vegna þess, eins og hann hefur sjálfur I sagt, að hann | hafði verið al- i inn upp við söngleiki og „óg hélt að faðir minn | yrði stoltur af mér ef ég fengi allt í einu að leikstýra söngleik í Hollywood, því hann hafði sjálf- ur viljað starfa á því sviði.“ Myndin var skemmtilegur skellur. Coppola dró saman peningaseglin á næstu mynd og sneri af al- faraleið Hollywood. myndir sem gerðar hafa verið. Þar hjálpaðist margt að: Coppola sýndi snerpu sína sem handritshöfundur með því að skera niður og hefla breiða og losaralega bók Mario Puzo í hnitmiðaðar kvikmyndir með mögnuðum dramatískum þunga í bland við ósvikna skemmtun, að sönnu blóðuga á köflum. Leikstjór- inn Coppola fann myndunum dimm- lýstan stíl, sem minnir einatt á mál- verk, við undirleik tónlistar Nino Rotha. Afburða leikhópur, Marlon . Brando, A1 Pacino, John Cazale, James Caan, Robert Duvall og Robert DeNiro, fór á kostum í túlk- un glæpona sem svífast einskis gagnvart andstæðingum en halda í heiðri ströng siðalögmál gagnvart fjölskyldu og samherjum. Myndim- ar um Guðföðurinn eru í raun um ranghverfu ameríska draumsins, hið frjálsa einkaframtak eins og það birtist í starfsemi mafíunnar og spillingu valdsins. Þær nálgast eins konar shakespearska örlagasögu. Og með Guðföðurnum II tókst ^ Coppola að afsanna að framhaldið sé ævinlega lakara en frummyndin. Guðföðurmyndirnar komu Copp- ola aftur á kúrs, vel sóttar og vel metnar og Óskarsverðlaunaðar í bak og fyrir. Þarna stóð Coppola á há- tindi ferils síns, því sama ár og ann- ar hluti Guðföðurins sá dagsins Ijós (1974) sendi hann frá sér annað önd- vegisverk, sem minna fór fyrir, sam- særistryllinn The Conversation. Gene Hackman gerir alltaf vel en túlkun hans á hinum einmana hler- unarsérfræðingi Harry Caul, sem kann að rjúfa einangrun annarra en ekki sína eigin, er einhver eftir- minnilegasta mannlýsing kvikmynd- anna. Handrit Coppolas er snjöll > skoðun á tæknilegu og pólitísku um- hverfi okkar, þar sem friðhelgi einkalífs og ábyrgð einstaklingsins eru skiptimynt. Einnig hér sá hann lengra en nef hans náði; viðfangsefn- ið er enn tímabærara nú en þá, eins og sjá má af fréttum, ekki síður en nýlegum samsæristrylli, Enemy Of the State, þar sem Hackman endur- leikur í raun hlutverk Cauls. Á heljarþröm Eftir þessi snilldarverk var Francis Ford Coppola einn valda- mesti maður í Hollywood. Honum stóðu allar dyr opnar og allir sjóðir til ráðstöfunar. Og hann greip tæki- færið, eins og venjulega, og hellti sér út í ævintýri sem nánast reið honum að fullu, bæði fjárhagslega og and- lega. Apocalypse Now (1979) átti að verða stórvirki, myndin mikla, rétt eins og Citizen Kane fyrir Orson Welles. Og Apocalypse Now varð stórvh'ki og er enn ein magnaðasta bíómynd sem gerð hefur verið. Coppola tekur skáldsögu Josephs Conrad, Heart Of Darkness, og fær- ir leit hennar að hinum myrku öflum mannshjartans yfir til Víetnam, þar sem hryllingur stríðsrekstrar spegl- ast í trylltum augum persóna á helj- arþröm. Þessi sérstaka blanda ab- súrdisma og vægðarlauss raunsæis er greinilegur áhrifavaldur í t.d. ný- legri stríðsmynd, Three Kings, sem gerist í Persaflóastríðinu. Hér er fjöldinn allur af eftirminni- legum atriðum sem ekki mynda jafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.