Morgunblaðið - 27.08.2000, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Presslink
William Friedkin, til hægri, leikstýrir Samuel L. Jackson við gerð nýjustu myndar leikstjórans, Rules of Engagement, sem sýnd var hérlendis í sumar. Myndin hlaut ekki góðar viðtökur.
Breyttur
Særing’amaður
Bandaríski leikstjórinn William Friedkin var upp á
sitt besta á áttunda áratugnum þegar hann gerði
myndirnar Franski fíkniefnasalinn og Særinga-
manninn. Síðan hefur hann gert margar lélegar
myndir, að sögn Arnaldar Indriðasonar, en sendir
í haust frá sér endurskoðaða útgáfu af Særinga-
manninum sem lengist um 11 mínútur.
ÞRÁTT fyrir allar lélegu myndimar
verður nafn Friedkins alltaf tengt
hinum blómlega áttunda áratug í
Hollywood - kvikmyndunum. Hann
var einn af ungu leikstjórunum ásamt
Coppola, Allen, Altman, Scorsese, Bogdano-
vich og fleirum sem hleyptu nýju lifi í bíó-
myndimar og gerðu hluti sem aldrei höfðu
verið gerðir áður. Margir þessara leikstjóra
voru börn síns tíma og þegar áratugnum lauk
var eins og þeir legðust í meðalmennsku og
þaðan af verra. Friedkin var einn af þeim.
Tveggja mynda maður?
Eftir dýrðardagana gerði hann Sorcerer ár-
ið 1977, rándýran skell, og ekki tók betra við
með myndunum The Brink’s Job, Cruising
(sem reyndar er betri en margir ætla), Deal of
the Century, To Live and Die in L.A. (sem er
ekki alvond), Stalking Danger og Rampage.
Nokkrar vonir voru bundar við að mynd hans
Jade frá 1995 kæmi Friedkin aftur á sporið en
það gerðist ekki, hún reyndist ankannalegur
kynlífstryllir byggður á handriti Joe Ezterhaz.
Nýjasta mynd leikstjórans var svo sýnd hér á
landi í sumar, Rules of Engagement, og þótt
hann hefði þá Tommy Lee Jones og Samuel L.
Jaekson með sér tókst honum ekki að gera
neitt spennandi úr því herréttardrama.
Breska kvikmyndatímaritið Empire tók nýl-
ega viðtal við Friedkin og spurði hann að því
hvort honum þætti það ekkert pirrandi að
myndir hans tvær frá öndverðum áttunda ára-
tugnum, Franski íTkniefnasalinn (The French
Connection) og Særingamaðurinn, skuli
skyggja á allt annað sem hann hefur gert í
kvikmyndum um dagana. „Nei,“ svaraði hann,
„ég gerði mynd sem hreppti fimm Óskarsverð-
laun og aðra sem var útnefnd til tíu Óskars-
verðlauna, hafði gríðarleg áhrif um allan heim
og allir sem tengdust henni urðu ríkir. Það er
óhjákvæmilegt að þessar tvær myndir séu ...
jæja, orðum það þannig að ég gleðst yfir því að
fólk muni eftir þeim. Það hlýtur að tákna að
þær séu góðar.“
Um feril sinn eftir Særingamanninn segir
hann: „Það sem ég vona er að fólk muni á end-
anum tala um nýlegri myndir mínar og þær
myndir sem ég á eftir að gera í framtíðinni
eins og það talar um þessar tvær fyrri myndir.
Við þekkjum það að kvikmyndir eru endur-
uppgötvaðar mörgum árum eftir að þær hafa
verið gerðar og eru þá sagðar vera meistara-
verk. Citizen Kane naut engra vinsælda þegar
hún var frumsýnd og gagnrýnendur vissu ekki
nákvæmlega hvað þeir áttu um hana að segja.
Orson Welles var yfirlýstur frumkvöðull og
hrakinn frá Hollywood. Ég vona að ég eigi
ekki eftir að fá þá meðferð.“
Friedkin segist ætla að setja Særingamann-
inn aftur í dreifingu í Bandaríkjunum í haust.
Hann hefur bætt ellefu mínútum við myndina
og endurunnið hljóðrásina. „Upphafið er öðru-
vísi, miðjan er öðruvísi og endirinn er öðru-
vísi,“ segir Friedkin. „Ég hef bætt við sjö eða
átta atriðum og fullt af brellum. Ég hef ekki
gert eins og George Lucas og bætt við vélbún-
aðinn. En ég hef bætt við hlutum, atriðum,
sem undirstrika andlegt inntak myndarinnar."
Fíkniefnasalinn og Særingamaðurinn
William Friedkin er fæddur í Chicago árið
1939 ogleikstýrði hundruðum sjónvarpsþátta í
heimaborg sinni áður en hann gerði sína fyrstu
Presslink
William Friedkin og eiginkona hans,
sSherry Lansing, fyrir frumsýningu kvik-
myndarinnar Rules of Engagement.
mynd, Good Times, með söngparinu Sonny og
Cher. Það var árið 1967. Hann gerði eftirtekt-
arverðar myndir fyrir 1970 eins og The Night
They Raided Minsky’s og The Boys in the
Band, sem byggði á kunnu leikriti Mart
Crowley. Hann hafði ekki starfað mikið fyrir
stóru kvikmyndaverin í Hollywood en leik-
stjórinn Howard Hawks hvatti hann til þess
(kærasta Friedkins á þessum tíma var dóttir
Hawks) og Friedkin gerði Franska fíkniefna-
salann í kjölfarið.
Hún breytti að mörgu leyti hefðbundu
löggudrama þess tíma með raunsæislegum
persónum og kaldranalegri borgarstemmn-
ingu og enn hefur enginn tekið upp eins spenn-
andi bílaeltingaleik og Friedkin í þeirri mynd;
líklega hefur Gene Hackman heldur aldrei ver-
ið betri. Friedkin hreppti Óskarinn fyrir bestu
leikstjórn og varð einn af þekktustu og eftir-
sóttustu leikstjórum draumaverksmiðjunnar á
augabragði.
Rithöfundurinn William Blatty var þá að
leggja lokahönd á Særingamanninn, sem vakti
mikla athygli þegar hún kom út, en hún fjallaði
um það hvernig djöfullinn tók sér bólfestu í 12
ára gamalli stúlku með ógurlegum afleiðing-
um. Það varð úr að Friedkin leikstýrði mynd
eftir sögunni og gerði það með slíkum glæsi-
brag að myndin hreppti tíu Óskars-
útnefningar. Friedkin var þekktur skaphund-
ur á tökustað og þótti oft haga sér
einkennilega og ýmsar sögur um hann gengu
ljósum logum um kvikmyndasamfélagið
vestra. Einu sinni meðan á tökum Særinga-
mannsins stóð sló hann prest utanundir fyrir-
varalaust til þess að fá betri leik frá honum.
Sögur voru á kreiki um að hann hafi skotið inn
myndum í Særingamanninn sem mannlegt
auga nam ekki en höfðu áhrif á undirmeðvitun-
dina. Sagt var að bölvun hefði fylgt kvik-
myndahópnum. Og þar fram eftir götunum.
Matrix í uppáhaldi
Friedkin hefur átt erfitt uppdráttar sem
kvikmyndagerðarmaður síðan en hvort það
eru álög sem hvíla á honum vegna Særinga-
mannsins skal ósagt látið. Hann hefur haft
áhrif á aðra hrollvekjuhöfunda kvikmyndanna.
Nú síðast sagði Night Shyamalan, höfundur
Sjötta skilningarvitsins, að Særingamaðurinn
hefði haft áhrif á sína kvikmyndagerð og hann
nefndi eina persónu í myndinni eftir leikstjór-
anum, Friedkin.
„Ég veit að hann er mikill aðdáandi Sær-
ingamannsins og hann hefur stórt auglýsinga-
plakat af myndinni á skrifstofunni sinni,“ segii’
Friedkin í Empire og lofar Shyamalan í há-
stert. Af öðrum ungum Hollywood-leikstjórum
sem hann hefur dálæti á nefnir hann Paul
Thomas Anderson. „Ég hafði mikið gaman að
Magnolia og Boogie Nights var líka frábær.
Og mér finnst gaman að David Fincher, Höf-
uðsyndimar sjö var mjög góð mynd.“
Annars hefur Hollywood lítið breyst. „Það
er sama áherslan á dýru aðsóknarmyndirnar
og áður. Fólk um allan heim vill enn þá sjá slík-
ar myndir. Paul Thomas Anderson á aldrei eft-
ir að gera mynd sem hefur sömu áhrifin og fær
sama áhorfið og Titanic. Hann á eftir að gera
frábærar myndir en stóru aðsóknarmyndirnar
eru ekki að fara neitt og ég á erfitt með að sjá
fyrir mér fólk hópast á mynd eins og Magnolia
þegar milljarðamyndirnar eru í boði.“
Uppáhaldsmynd Friedkins er þó The Matr-
ix og hann spáir því að hún eigi eftir að hafa
mun meiri áhrif á kvikmyndagerðarmenn
framtíðarinnar en myndir eins og Magnolia,
Amerísk fegurð eða Being John Malkovich.
,AUt eru þetta myndir sem boða nýja strauma
og það sem meira er, þær boða meiri fjöl-
breytni en áður þekktist. Sjötta skilningarvitið
var miklum mun venjulegri bandarísk bíó-
mynd en Amerísk fegurð en samt var það Am-
erisk fegurð sem hreppti alla Óskarana. Ég
sjálfur hefði látið The Matrix fá Óskarinn fyrir
bestu myndina.“
Annars er allt verðlaunavafstur Friedkin
mjög á móti skapi. „Allir sem halda að þeir hafi
unnið eitthvað merkilegt eru að blekkja sjálfa
sig.“ Og síðar: „Ég var mjög heppinn að fá
Óskarinn á sínum tíma en mér fannst ég ekki
vera besti leikstjórinn, ég leit ekki svo á að
neinn væri bestur. Það voru gerðar myndir
þetta ár sem mér fannst betri en mín eigin.“