Morgunblaðið - 27.08.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 B 13L
ÞJODLIFSÞANKARÆr nema von að orðstírpeirra dvíni?
Hugleiðingar í
heitum pottum
Þegar sumri er tekið að halla er hver sólskins- og hlýindadagur sönn Guðs
gjöf að áliti íslendinga og þannig er það svo sem líka um hásumarið á Islandi.
Eg vaknaði árla morguns sl.
sunnudag og ákvað snemmind-
is að fara í sund til að sleikja þar
morgunsólina. Eg
tók saman pjönkur
mínar og segir ekki
af ferðum mínum
þar til ég fór í heitu
pottana. Þangað
lögðu leið sína sam-
landar mínir, stutt-
ir og langir, feitir
og mjóir - alls kon-
n
eftir Guðrúnu Guð-
laugsdóttur
ar fólk, sumt hvert harla hversdags-
legt en annað eins og nýstigið út úr
skáldsögu, kvikmynd, eða jafnvel
helli, það var svo hvítt að það virtist
aldrei undir bert loft hafa komið áð-
ur.
Ég hallaði mér aftur í heitu vatn-
inu og velti fyrir mér hvað allt þetta
fólk væri að ræða sín á milli, því
margir áttu í samræðum. Ég tók að
leggja við eyrun. Við hlið sátu tveir
menn að spjalli.
„Þú ferð ekki í kirkju á sunnudög-
um? sagði annar þeirra.
„Nei, biddu fyrir þér, í kirkju fer
ég ekki nema í giftingar, skímir og
jarðarfarir, ég tek ekki í mál að
hlusta á vælið í þessum prestum í
annan tíma.“
„Ég fer nú svo sem ekki oft en
stundum heyrir maður nú ýmislegt
ágætt,“ svaraði hinn.
„Jæja. Veistu hvernig virðuleg-
asta jarðarforin var sem ég hef farið
í?“ sagði sá sem helst ekki fór í
kirkju.
Nei, það vissi hinn ekki. „Þegar
kunningi minn gamall var jarðaður í
kapellu einni var þar enginn prestur
viðstaddur. Þekktur kaupsýslumað-
ur rakti æviferil mannsins og þjóð-
frægur leikari las kvæði eftir eitt
þjóðskáldanna. Þetta var mjög hátíð-
legt, þar hefði prestur ekki bætt um
betur.“
Eg stóð upp úr pottinum og færði
mig í annan heldur heitari.
Þar voru fyrir maður og kona.
Maðurinn hafði auðheyrilega farið á
flugeldasýningu á menningamótt
Reykjavíkur og lét nú vel af þeirri
upplifun. Konan, komin rösklega á
miðjan aldur og glettnisleg í bragði,
hafði hins vegar farið á kaffihús á
þessum menningardegi Reykjavík-
ur.
„Ég heyrði þar unga söngkonu
með undurfagra rödd syngja ítölsk,
spönsk og íslensk lög, ungan mann
spila listavel á hljómborð og svo var
lesið upp úr nýþýddri franskri bók.“
„Var það skemmtileg saga?“ var
spurt.
„Hún var dálítið einkennileg,“
svaraði kona. „Nú?“
„Já, sagan var um mann sem bjó
með páfagauk og konu sem fór út í
bílskúr til að fróa sér. Ég hélt satt að
segja að Frakkar væm svo miklir
elskhugar að konur þyrftu ekki á
slíku að halda þar. Þeir hafa að
minnsta kosti haft það orð á sér,“
sagði konan.
Mér var orðið ómótt í heitu vatn-
inu og fór upp úr. Á leiðinni inn hugs-
aði ég um ástandið í íslenskum bíl-
skúrnrn, hvort þar væri að vænta
fjölskrúðugs ástalífs. „Varla, þó ekki
væri nema fyrir kulda sakir," hugs-
aði ég meðan ég fór í fötin. Ég velti
líka fyrir mér orðstír Frakka og
komst að þeirri niðurstöðu að von
væri að hann færi dvínandi ef þeir
væm teknir upp á því að búa með
páfagaukum. „Állt á sér skýringar í
þessari veröld,“ hugsaði ég spek-
ingslega og hélt heim á leið undir
„heitum haddi“ ágústsólarinnar -
nokkurs vísari um hvað landinn
spjallar um, til dæmis á sunnudags-
morgnum í heitum pottum sundlaug-
anna.
MATARLIST/O/ bara, hvað er núpetta?
Matarfœlni og fordómar
Ég geri það stundum í hjáverkum að
vera fararstjóri hjá ítölskum ferða-
mönnum um vort ástkæra, ylhýra...
Fátt nema gott eitt um það að segja,
nema það að blessuð skinnin em nú
ekki alltaf tilbúin til að prófa hinar
ýmsu nýjungar í mat og drykk.
Þjóðin sú er gjaman hálfsmeyk við
fæðu sem er henni framandi líkt og
skyr og hangikjöt svo dæmi séu
teldn.
Margir spekingar hafa samein-
ast um þá skoðun, að matar-
gerð þjóðanna sé áreiðanlegasta
vitnið um menn-
ingu þeirra. Eins,
að ef takist að
brjóta á bak aftur
þá fæðufordóma
sem séu ríkjandi,
sé það ein besta
leiðin til gagn-
kvæms skilnings
þjóða í millum.
Þar sem ítölsk matargerð er
margrómuð fyrir ferskleika sinn
og fjölbreytni, hafa íslendingar
ekki farið varhluta af þeirri ítölsku
„matarbylgju" sem riðið hefur yfir
heiminn á síðustu áram. ítalirnir
eiga hins vegar ekki mjög greiðan
aðgang að harðfiski, hákarli eða
öðru íslensku lostæti að öllu jöfnu
og ekki nema eðlilegt að það taki
þá smá tíma að ná áttum og venja
bragðlaukana við hinar nýju
„mataraðstæður". Það er náttúr-
lega mjög ráðlegt, að kynna sér
örlítið matarmenningu viðkomandi
gestaþjóðar áður en lagt er af stað
í ferðalag. Svona í það minnsta til
að fyrirbyggja barnalegar vand-
lætingargrettur framan í gestgjaf-
ann sem leggur sig e.t.v. allan
fram við matseldina.
ítölsk matargerð mætir hins
vegar ekki miklum mótþróa meðal
íslensku þjóðarinnar og hver ítölsk
vömtegundin af annarri slær í
gegn. Hinn dásamlegi parmesan-
ostur, sem færir jafnvel hvers-
dagslegasta kartöflugratín í hæstu
hæðir, er ein af þeim. Það gladdi
mig mjög að sjá aðra ítalskættaða
nýjung í ostabúð nýverið: íslensk-
an mozzarella-ost. Reyndar ekki
ekta buffala-mozzarella eins hún
gerist best, en sambærilegan ost
úr kúamjólk, en slíkir ostar fást
einnig á Ítalíu. Þessi frábæri ostur
lætur lítið yfir sér og er ekki
bragðsterkur, en lífgar ótrúlega
mikið upp á matinn, með tærhvítri
nærvem sinni. Hann er t.d. frábær
ofan á pitsuna, eins í samfloti við
tómata og ferska basiliku í salati.
Ljúffengur er hann líka einn og
sér með ólífuolíu og svörtum, ný-
möluðum pipar. Upplagt er að
sneiða hann út í grænmetis- og
pastasalöt og strá t.d. oregano yf-
ir.
Mozzarella-osturinn er frábær í
samlokur úr hvítu brauði frekar en
grófu, því þá fær hið milda bragð
hans betur notið sín. Það er tilval-
ið að skella inn í þær samlokur t.d.
tómatsneiðum, ferskri basiliku,
smá ólífuolíu, salti og pipar. Uppá-
haldmozzarellu-rétturinn minn er
grillað grænmeti með mozzarella-
osti. Hér fylgir eitt afbrigðið af
slíku lostæti.
Mozzarella-fyllt-
ar paprikur
Aðolréttur fyrir 2, forréttur fyrir 4
2 paprikur, ein gul og ein rauð
______200 g mozzarello-ostur_____
__________100 g tómatar__________
_____________2 egg_______________
blanda gf ferskum kryddjurtum,
s.s. basiliku, salvíu og oregano
co Ví glas af þurru hvítvíni
_____________ólífuolía___________
.salt og pipar
Sjóðið eggin í 10 mín., kælið þau
og skerið því næst í sneiðar. Sker-
ið paprikurnar í tvennt eftir endi-
löngu og fjarlægið kjarnahús
þeirra og stöngla. Raðið því næst
eggjum í paprikuhelmingana, þar
ofan á tómatsneiðum, kryddið með
salti og pipar og stráið krydd-
blöndunni yfir.
Komið paprikunum fyrir í eld-
föstu fati og baðið þær í um 4 msk.
af ólífuolíu og hvítvíninu. Grillið í
ca 20 mín. við 200°. Takið þær þá
út úr ofninum og þekið hvern
paprikuhelming með sneiðum af
mozzarella-osti. Skellið aftur inn í
ofn í 4-5 mín., eða þar til osturinn
er orðinn vel bráðinn.
eftir Álfheiði Hönnu
Friðriksdóttur
Jose Caballero/Presslink
TÆKNI/Þjóðmenningin og umferðin
Á slœmtgengi í um-
ferðinni sér rœtur í
þjóðmenningunni?
Hver þjóð er jafnmikið menntuð og fortíð hennar kveður á um. Þjóðmenn-
ingin verður til í víxlverkun við hið efnislega umhverfi þegnanna. Hún er
íhaldssöm í þeim skilningi að siðir vorir, venjur, hugsanagangur og hegðun
er arfur frá fortíðinni, ekki aðeins frá okkar eigin fortíð heldur einnig for-
feðra vorra, líkt og segja má um tungumálið. Þeir umgengnishættir sem
ríkja meðal vor, t.d. í Reykjavík þann dag í dag era ákvarðaðir, m.a. af hey-
skaparháttum austur í Flóa á síðustu öld. Og vitaskuld þar að auki af því
efnislega umhverfi sem við höfum búið okkur hér og nú. Við losum okkur
ekki við fortíð okkar, sem betur fer, því að hvar væri þjóðmenning vor stödd
ef við gerðum það?
Það má benda bæði á jákvæðar
og neikvæðar hliðar við það að
draga þennan menningarlega hala
á eftir sér. Nei-
kvæðir þættir
kunna að felast í
því að við lögum
okkur ekki nógu
hratt að síbreyti-
legum efnislegum
kringumstæðum.
Þannig verða lög-
mál bændamenningarinnar sem
ráða enn mestu um umgengnis-
hætti okkar hvert við annað til
þess að við sitjum uppi með sjálf-
hverfa umgengnishætti okkar á
milli sem era óæskilegir í borgar-
samfélagi. Þetta kemur fram í
ýmsu: Til dæmis er oss lítt að
skapi að fara eftir reglum sem hafa
verið settar til að gera umgengni
okkar hvert við annað þægilegri.
Hins vegar sitjum við uppi með
þann úrelta hugsunarhátt að við
séum ein í heiminum og séum
hvert um sig miðja hans og allt sé
hægt að miða við okkar eigið sjón-
arhorn. Þetta tvennt á ágætlega
við sé ég á gangi uppi í Gljúfurleit.
Hver setur mér þá reglur annar en
landið sem ég geng. Er nokkurt
sjónarhorn annað hugsanlegt en
mitt eigið ef ég sé ekki annað en
grös og grjót? Varla fer ég að taka
tillit til þeirra hluta né setja mig
inn í hugsanagang þeirra til að það
hafi áhrif á atferli mitt.
Kringumstæðurnar hafa breyst
afar ört á þann veg að við kom-
umst ekki upp með að hugsa
svona. í engu kemur þetta jafn-
skýrt fram og umferðarmenning-
unni. Hún er allan daginn, hvern
dag, lýsandi mælir á sjálfhverfan
hugsanagang samborgara minna. í
engu verður jafnskýrt að við verð-
um sífellt að vera að setja okkur
fyrir hugskotssjónir sjónarhom
meðborgara okkar. Enda þykist
yfirritaður merkja að hann sé meir
áberandi meðal hinna rosknu öku-
manna en hinna yngri. Þetta er svo
þrátt fyrir þá staðreynd að það séu *"
yngstu ökumennirnir sem valda
tíðast slysum. Það virðist einkum
tengt glæfraakstri eða því að þeir
hafi hlotið ónóga þjálfun. Ég (sem
bý í miðbæ Reykjavíkur) verð oft á
dag fyrir því að sjá hin þjóðlegu ís-
lensku brot (vöntun stefnuljósa, af-
ar rangar vinstri beygjur með
ranga staðsetningu bíls á gatna-
mótum miðað við beygjuna sem er
tekin, ekið þvert í veg fyrir mann
inn á aðalbrauto.s.frv.) Bjóði
kringumstæðurnar upp á að maður
sjái ökumanninn er það afar oft
roskinn maður (sjaldnar kona).
Umferðarappeldi og uppeldi al-
mennt virðist vera farið að skila
því að hinir ungu hafi hugmynd unrt
að aðrir séu með þeim á götunum
og taki tillit till þess. Það er meira
en má segja um marga þeirra
hinna eldri.
Yfirritaður varð fyrir því (láni)
að kynnast umferð í öðra landi,
gamalgrónu evrópuríki þar sem
reglur eru reglur. Það var satt að
segja bæði í umferðinni og í um-
gengnisháttum almennt meðal
manna að ég varð fyrir e.k. menn-
ingarlegu áfalli við að flytjast til
landsins árið 1976. Það styður þó
tilgátuna hér í upphafi um menn-
ingarlegan dratthalagangað þaff^,
má lúshægt sjá umferðarmálin
snúast til betri vegar. Líklega
verðum við farin að keyra eins og
sæmilega siðmenntuð Evrópuþjóð
einum tuttugu áram eftir andlát
mitt. Það verður gaman að horfa á
gróandi þjóðlífið árið 2040 - eða
hvað? Af aksturslagi manna skuluð
þér þekkja þá.
eftir Egil Egilsson