Morgunblaðið - 27.08.2000, Síða 14
Jf 4 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Bráðræði á Bráðræðisholti. Thor Jensen mun hafa reist húsið árið 1904. Það var reisulegt og því var vel við-
haldið í tíð Thors. Varð hrömun að bráð. Öðlaðist nýtt líf í Kópavogi.
Ljósmynd/Guðlaugur Leósson
Bráðræði í Kópavogi, hækkað og stækkað. Var reist á mótum Þverbrekku og Hlaðbrekku.
frægt hús
Bráðræði þekkja margír og Bráðræðisholt,
segir Pétur Pétursson, en hann fjallar hér
um þetta sögufræga hús, sem öðlaðist nýtt
líf í Kópavogi þar sem það stendur nú.
FRÆG og fleyg er gamansöm lýsing
Valdimars Ásmundssonar ritstjóra,
föður Héðins alþingismanns, á
Reykjavík: „Ekki er von að vel fari í
bæ sem byrjar í Bráðræði og endar í
Ráðleysu."
Bráðræði þekkja margir og Bráð-
ræðisholt. „Ráðleysa" var alþýðlegt
uppnefni á húsi Egils Diðrikssonar
við Laugaveg, gegnt Kirkjuhúsinu
þar sem Marteinn Einarsson réð áð-
ur ríkjum á velmektardögum.
Jón Helgason biskup, sem flest
hefír skrifað af fjölvísi og þekkingu
um Reykjavík fyrri tíðar, var hreint
ekki hrifinn af því að Selsholti, sem
hann nefndi svo, skyldi vera valið
heitið Bráðræðisholt. Það mun mega
rekja til þess að Jóni biskupi féll illa
að stóreignir kirkjunnar lentu í hönd-
um einstaklinga....var það illa séð af
mörgum er stiftsyfirvöld seldu
Magnúsi Jónssyni í Bráðræði dóm-
kirkjujörðina Sel fyrir 1500 ríkisdali í
stað þess að bjóða bæjarstjóm kaup
á henni.“
Seli fylgdu hjáleigur og landflæmi
mikið.
Magnús Jónsson, sem ýmist var
kenndur við Austurhlíð í Biskups-
tungum eða Bráðræði í Reykjavík
var afi Magnúsar Sigurðssonar bank-
astjóra og Jóns Hjaltalíns prófessors,
nafna Jóns Hjaltalíns landlæknis,
sem var ömmubróðir þeirra bræðra.
Ekki þarf sá skyldleiki að hafa spillt
fyrir því að kaup tókust. Þeir feðgar
Magnús og Sigurður sonur hans, sem
einnig var kenndur við Bráðræði,
stunduðu verslun við Vesturgötu þar
sem Th. Thorsteinsson verslaði síðar,
en konur hafa nú haslað sér völl. Séra
Ami Þórarinsson segir hjartnæma
sögu af viðskilnaði Sigurðar í Bráð-
ræði við verslun sína er hann „lokar
búð og hættir að höndla" vegna gjald-
þrots. Hann sendir þjónustustúlku í
búðina að sækja eldspýtustokk. Opn-
ar buddu og fær henni nokkra skild-
inga til þess að setja í peningakassa
verslunarinnar. Ekkert skyldi sækja
af vörubirgðum nema gjald kæmi
fyrir. Eiríkur Einarsson alþingis-
maður var lengi náinn samstarfsmað-
ur Magnúsar bankastjóra, sonar Sig-
urðar í Bráðræði. Hann rómaði
heiðarleika Magnúsar í alkunrui vísu:
Við ríkmannlegan bæjarbrag
ogborgarþef
sér mjakar allt til Magnúsar
hvemjúkláttskref!
Eg veglyndari valdamann ei vitað hef
né svipað þessu saklaust hjarta í silfurref.
i
fnám
gmiðlunarvefhönnun
Forskot á
Vinnumarkaði
Vefhönnun
Háhraðavefur
Margmiðlun
Hljóðvinnsla
Myndvinnsla
Videóvinnsla
^klnnritun á haustönn að Ijúka
Einn bekkur
Örfá sæti laus
Innritun fvrir vorönn hafin
Streymi is
Nýr skóli
Tvær annir ►
Markmið D
Kvöldskóli ►
Frábært nám