Morgunblaðið - 27.08.2000, Síða 18
J&8 B SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
DÆGURTÓNLIST
i
1
TÓNLISTARMENN
leggja fyrir sig tónlist af ól-
íkum hvötum, sumir til að
slá í gegn og verða ríkir, en
velflestir sjálfsagt fyrir
tónlistina, tónlistarinnar
vegna. Ekki er aftur á móti
gott að meta hvort menn
tala sér þvert um hug sem
segjast í raun ekki vilja
írægð og frama; eru þeir að-
eins að breiða yfír mis-
heppnaðar tilraunir til að slá
í gegn, eða kjósa þeir frekar
að setja ljós sitt undir mæli-
ker í raun og veru. Joe
Pernice þekkja kannski ekki
margir, enda hefur hann
forðast sviðsljósið sem mest
hann má, ekki síst með því eftir Árno
að bregða sér sífellt í ný og Motthíasson
ný gervi, en hann er með
hæfíleikamestu lagasmiðum
vestan hafs eins og sannast
á fjölmörgum skífum sem
hann hefur gefið út undir
ólíkum nöfnum.
Hugsanlega þekkja ekki
margir hér á landi
hljómsveitimar Scud
Mountain Boys, Pemice
Brothers, Chappaquiddick
Skyline eða Big Tobacco,
enda hafa hljómplötur þeirra
yfirleitt ekki fengist hér á
landi utan ein, Overcome by
Happiness með Pemice-
bræðrum. Allar eiga þær það
sameiginlegt að vera hugar-
fóstur Joe Pemice, sem sem-
ur lög og texta, útsetur, stýr-
ir upptökum, syngur og
leikur á gítar.
Þrátt íyrir svo náin ættar-
tengsl eru sveitimar merki-
lega ólíkar í tónsmíðum sín-
um; Scud Mountain Boys
flytja nútímalega trega-
skotna sveitatónlist, Pemice
Brothers háþróað tregaskot-
ið kammerpopp, Chappaqu- Pine
iddick Skyline síðrómantískt Box.
tregablandið nýrokk og Big
Tobacco naumhyggjulega
tregaskotna gítartónlist.
FÁIR tónlistarmenn hafa
lagt Bngland að fótum sér
með eins miklum hama-
gangi og skelmirinn Robbie
Williams. Fæstir áttu vfsast
von á því að hann myndi ná að
halda velli eftir að hann hrökkl-
aðist úr Take That, en annað
kom á daginn; Robbie Williams er
vinsælasti tónlistarmaður Bretlands
í dag og nýja plata hans, Sing When
You’re Winning, sem kemur út á
morgun, á eflaust eftir að treysta
hann í sessi.
Robbie Williams er persónugerð
sem Bretar falla gjarnan fyrir, há-
vær bamslega einlægur hrak-
fallabálkur sem getur ævinlega
komið fólki til að hlæja. Hann
var hirðfífl þeirra Take That-
manna, kjaftfor og yfir-
lýsingaglaður og á endanum
var honum bolað út úr þeirri
sveit, ekki síst til að tryggja
að hann skyggði ekki á Gary
Barlow, sem ætlað var að
verða mikil sljarna. Fyrstu
skref Williams á sólóbraut-
inni bentu og ekki til þess
að hann ætti annað eftir
en að verða skopmynd af
sjálfum sér; eftir stutta
stund í sviðsljósinu varð
hann hálfgerð dæmisaga
um tilgangsleysi frægð-
arinnar, feitlagin fylli-
bytta sem virtist ekki
eiga afturkvæmt.
Meira var þó í pilt
spunnið og fyrsta
sólóskífan, Life , yjSfo
Treginn gengui’ eins og rauð-
ur þráður í gegnum allt sem
Joe Pernice hefur sent frá
sér hingað til en hann tekur
ekki undir
það að hann
sé þung-
lyndur. „Eg
spái yfír-
leitt ekki í
tóninn á því
sem ég er
að setja
saman og
hlusta reyndar yfirleitt ekki á
plötumar mínar eftir að þær
koma út. Þegar það kemur
fyrir verð ég að viðurkenna
að mér hnykkir við á stund-
um er ég heyri þunglyndis-
legan tóninn í sumum lag-
anna og sum em svo
drungaleg að það hefði
kannski verið rétt að gefa
þau ekki út,“ segir Joe Pem-
ice og kímir.
Joe Pernice kom fyrst
fram á sjónarsviðið í kjölfar
sveitatónlistarbylgjunnar
sem þeir Jeff Tweety og Jay
Farrar ýttu úr vör með Uncle
Tupelo-skífunni No Depress-
ion. Hann var þá í híjóm-
sveitinni The Scuds sem
spilaði raímagnað rokk, en
venti sínu kvæði í kross,
endumefndi sveitina The
Scud Mountain Boys og fór
að spila lágstemmda
sveitatónlist. Fyrsta
skífan (snældan)
kom út 1995
og kall-
aðist
hœfileikamaour
Sveitatónlist Fyrsta hljdmsveit Joes Pernice, Scud Mountain Boys.
Hún vakti á sveitinni nokkra
athygli, meðal annars fyrir
framúrskarandi útgáfu á
Cher-laginu gamla Gypsies,
Tramps and Tvieves. Næsta
skífa, Dance the Night Away,
kom út sama ár og var heldur
fjöragii, þótt óvanir
eigi kannski
erfitt með
að greina
fjörið.
Þegar
hér var
komið
sögu vildu
stjórar
Sub Pop-út-
gáfunnar
endi-
lega gefa út plötur með þeim
félögum og varð úr að þriðja
platan, Massachusetts, kom
út 1996, en skömmu áður
komu hinar tvær út saman á
einum diski.
Joe Pemice var þá búinn
að setja saman þrjár breið-
skífur á tveimur áram og
langaði að sögn að breyta til.
„Mér fannst við ekki komast
lengra í þá átt sem við voram
að fara, það var tími til
kominn að gera eitt-
hvað annað. Eg vil alls
ekki gera lítið úr
sveitatónlist, en mér
fannst einfaldlega
leiðinlegt að vera allt-
af að gera það sama.“
Sú ágæta sveit Scud
Mountain Boys var
þar með úr sögunni og
l í framhaldi stofnaði
| Pernice hljómsveitina
Aiil The Pemice Brothers,
sem dregur nafn sitt
af því að bróðir hans er með í
sveitinni. The Pemice Broth-
ers sendi írá sér breiðskífuna
Overcome by Happiness
1998 og kom nokkuð á óvart.
Þeir sem þekktu til íyrri
verka Joes Pernice og félaga
sperrtu eyran því hann hafði
snúið úr lágstemmdri sveita-
rómantík í hátimbrað popp.
Skífan fékk fyrirtaks dóma,
eins og reyndar allt það sem
Joe Pemice hefur komið að,
og seldist bærilega. Pemice
var aftur á mót með í fórum
sínum lög sem honum þóttu
ekki hæfa Pemica Brothers-
heitinu og þar sem klásúla
var um að í útgáfusamningi
hans ákvað hann að gefa það
út undir öðra nafni. Hann
kallaði saman sveitina sem
hann hafði ferðast með undir
nafninu Pernice Brothers og
tók upp skífu sem kom út
undir nafninu Chappaquidd-
ick Skyline snemma á þessu
ári.
Aðdragandi að þeirri plötu
varð til þess að slettist upp á
vinskapinn milli Pernice og
Sub Pop, og í vor var hann
samningslaus. Það hefur þó
ekki aftrað honum frá því að
semja og gefa út, því fyrir
stuttu kom enn út diskur með
verkum Joes Pernice, Big
Tobacco, sem þýskt smáfyr-
irtæki gefur út.
Joe Pemice gefiu' lítið fyr-
ir frægðina og segist meðal
annars hafa forðast alla
samninga við stórfyrirtæki til
að lenda ekki í klónum á
markaðsdeildum. „Mér
finnst vægast sagt óhugnan-
leg tilhugsun að vera á mála
til að mynda hjá útgáfunni
EMI-Capitol-Virgin-Warn-
er-Atlantic-Elektra og undir
merki þeirra. Ekki er bara að
þau séu ópersónulegar
ófreskjur, heldur geta þau til
dæmis ekki þolað það ef plata
selst í 20.000 eintökum. Þá er
betra að vera á eigin vegum,
selja 20.000 plötur og græða
tíu milljónir, með alla þræði í
hendi sér. Það er vitanlega
freistandi að fá einhvern ann-
an til að gera allt íyrir sig, en
ég held að framundan sé
blómatími óháðu útgáfanna,
ekki síst fyrir tilstilli Netsins.
Sjálfur er ég samningslaus
sem stendur og hygg að það
sé affarasælast að ég stofni
einfaldlega eigin útgáfu."
Robbie Williams
- hávær, barns-
lega einlægur
hrakfallabálkur
sem getur ævin-
lega komið fólki
til að hlæja.
Through a Lens,
sýndi að ekki var bara
að hann gat sungið af
sannfæringu, heldur
kunni hann að velja sér
samstarfsmenn. Næsta skífa
þar á eftir, I’ve Been
Expecting You, seldist enn
meira og skyndilega var
Robbie Williams orðinn vin-
sælasti túnlistarmaður Bret-
land, menningarlegt kenni-
leiti sem aðrir popplistamen
hlutu að miða sig við. Það
hefur eflaust ekki dregið úr
gleði hans yfir velgengpiinni
að fjandvinur hans Gary
Barlow sendi frá sér sína
fyrstu súlúskífu um líkt leyti
og seldist ekki neitt.
Samstarfsmenn WiIIiams
á skífunni nýju eru þeir
sömu og á fyrri súlúverk-
um; Guy Chambers, sem
S semur flest laganna og
* stýrir upptökum, og
Steve Power, sem sér
einnig um upp-
tökstjúm. Þeir hafa
áður unnið gott verk
og ekki annað að
merkja af viðtök-
um gagnrýnenda
en á ferð sé klass-
ík Robbie Will-
ams-skífa, upp
full af léttu
grípandi
poppiOg
rgr-?- beiskju- og
■Fl m kímnis-
kotnum
textum.
Bjartar vonir
MIKIÐ hefur verið látið með bresku hljómsveitina Coldplay í
heimalandinu undanfarið. Það vakti fyrst verulega athygli á
sveitinni þegar hún var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna, en
tónlistin hefur líka spurst út, ekki síst lagið Yellow.
hirðfíflið
ÞEIR Coldplay-félagar
hafa ekki spilað saman
ýkja lengi, enda ekki nema
fjögur ár síðan þeir kynnt-
ust. Þeir voru allir búnir að
basla í hljómsveitum áður en
þeir kynntust, en þó datt
þeim ekki í hug að stofna
hljómsveit fyrr en gítar- og
píanóleikarinn og söngvar-
inn Chris Martin og gítar-
leikarinn Jonny Buckland
tóku að glamra saman. Guy
Berryman slóst í hópinn sem
bassaleikar og fjórði vinur-
inn, Will Champion, ákvað
að verða trommuleikari þótt
hann hefði fram að því aldrei
sest við sett. Með mikilli
vinnu gekk allt upp og um
mitt ár 1998 sendu þeir fé-
lagar frá sér fyrstu smáskíf-
una, Safety. Hún vakti nóga
athygli til að sveitinni var
boðið að spila hér og þar og
áður en langt um leið bauðst
henni samningur hjá stór-
fyrirtæki sem gaf út breið-
skífuna Parachutes nýverið.
Parachutes hefur fengið
fyrirtaks dóma og margir
sjá í Coldplay björtustu von
breskrar popptónlistar nú
um stundir. Þeir félagar eru
og brattir og ósparir á hvað
þeir hyggist gera við pen-
ingana sem streyma muni
inn eftir því sem frægðarsól
þeirra rennur. Ekki á aurinn
að fara í dóp og kvenfólk;
þeir hyggjast kaupa South-
ampton-knattspyrnuliðið
sem átt hefur erfiða daga
undanfarnar leiktíðir.