Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Peter Schmeichel, markvörður og fyrirliði Dana, leikur sinn 126. landsleik á Laugardalsvelli
Island í
sömu spor-
um og Dan-
mörk var
þegar Pion-
tektókvið
PETER Schmeichel ver mark Dana á Laugardalsveliinum í kvöld í
125. Skiptíi hann bætir danska leikjametið í hverjum leik.
Þessi hávaxni og þrekni fyrirlidi danska iioiins vérour3? 3f2!
nóvember en á honum sjást lítil ellimerki. Hann virðist vera
fæddur sigurvegari, því í Danmörku vann hann fjóra meistaratitla
á fimm árum með Bröndby, með Manchester United varð hann
fimm sinnum enskur meistari, þrisvar bikarmeistari og Evrópu-
meistari, og Schmeichel var ekki fyrr kominn til Portúgals en
nýja liðið hans þar, Sporting Lissabon, varð meistari í fyrsta
skipti í 18 ár. Þar fyrir utan var Schmeichel í aðalhlutverki þegar
Danir urðu svo óvænt Evrópumeistarar sumarið 1992. Auk ým-
issa annarra vegsemda hefur Schmeichel tvívegis verið út-
nefndur besti markvörður heims af Alþjóða knattspyrnusam-
bandinu, árin 1992 og 1993.
Eftir
Vfði
Sigurðsson
Schmeichel ^ hefur aldrei áður
komið til íslands en hefur einu
sinni mætt íslenska landsliðinu í leik.
Það var í vináttuleik
í Kaupmannahöfn
árið 1988 er Danir
sigruðu, 1:0. „Við er-
um tveir gamlingjar
eftir í liðinu síðan þá, ég og Jan
Heintze," sagði Schmeichel bros-
mildur þegar Morgunblaðið hitti
hann á blaðamannafundi danska
knattspyrnusambandsins á Hótel
Islandi í gær.
Hversu mikið veist þú um íslenska
knattspyrnu ogíslenska leikmenn?
„Ég hef séð hvemig liðið hefur
þróast á síðustu árum og veit allt um
úrslit í leikjum þess. Það sigraði Svía
fyrir hálfum mánuði, vann Rússa og
hefur náð jafntefli gegn sterkum
þjóðum. Við eigum mikið verk fyrir
höndum hér í Reykjavík og það verð-
ur mjög erfitt, en það er alls ekki
ómögulegt að sigra hér á íslandi.
Dönsk knattspyrna á að standa ofar
íslenskri knattspyrnu, einfaldlega
vegna þess að við erum komnir
lengra á þróunarbrautinni. Island er
hinsvegar á margan hátt í sambæri-
legri stöðu og Danmörk var í byrjun
níunda áratugarins. Fram að þeim
tíma vorum við Danir ánægðir með
að vinna einn til tvo leiki í hverri
undankeppni og settum markið ekki
hærra. Þá tók Sepp Piontek við lið-
inu og breytti öllu. Hann fullvissaði
menn um að það væri hægt að gera
betur, ná lengra og komast í úrslita-
keppni á HM og EM. Það gekk eftir,
frá 1984 höfum við alltaf komist í úr-
slit á EM og tvívegis í lokakeppni
HM, og hápunkturinn var þegar við
urðum Evrópumeistarar 1992. Við
höfum sýnt það og sannað fyrir al-
þjóð að lítið land með takmarkaðan
fjölda leikmanna getur með góðu
skipulagi náð að setja mark sitt á
stærstu mót heimsins. ísland er að
hefja þessa göngu um þessar mundir
- hér hefur greinilega einhver sagt
að það sé hægt að ná lengra og gera
betur ef rétt er staðið að málum með
landsliðið og leikmennimir ná að
þroska sig betur með sterkari liðum
erlendis. Island getur hæglega fetað
í fótspor Danmerkur en til þess þarf
þolinmæði. Árangurinn kemur ekki
strax í dag eða á morgun, en hann
kemur síðar.
íslenska landsliðið hefur þegar
sýnt umheiminum að það lætur eng-
an valta yflr sig. Það berst til síðustu
mínútu og sættir sig ekki við tap, og
það er alveg ljóst að ég ber mjög
mikla virðingu fyrir íslenskri knatt-
spymu.“
Hversu vel þekkir þú til einstakra
leikmanna Islands?
„Ég tala aldrei um einstaka leik-
menn mótherjanna, einbeiti mér
bara að sjálfum mér og mínu liði. Það
þýðir ekkert að hugsa of mikið um
það sem andstæðingamir eru að
gera. Ef maður þykist vita allt um
mótherjann lendir maður í vandræð-
um um leið og hann gerir eitthvað
óvænt - sem gerist alltaf. Það er því
betra að velta sér sem minnst upp úr
því.
Ég kannast við marga leikmenn
Islands og sá til sumra í Englandi
þegar ég lék þar. Þetta eru allt góðir
leikmenn sem hafa staðið vel fyrir
sínu hjá sfnum félagsliðum, en ég vil
ekki brjóta mín lögmál með því að
fara nánar út í það og vona að þú
virðir það við mig.“
Danska liðið náði sér ekki á strik í
úrslitakeppni EM í sumar. Hvernig
lítur þú á frammistöðu liðsins þar?
„Hún olli mér miklum vonbrigð-
um. Ég bjóst við mun betri árangri,
taldi að við gætum hæglega komist
áfram úr riðlinum og unnið keppn-
ina. Ég hélt að riðillinn yrði mikið
jafnari, öll liðin myndu vinna leiki og
öll tapa, en ég hafði heldur betur
rangt fyrir mér. Við vonuðumst eftir
góðum úrslitum gegn Frökkum í
fyrsta leik og að við gætum fylgt því
eftir gegn Hollendingum og Tékk-
um. Það voru gífurleg vonbrigði að
lenda í neðsta sætinu með ekkert
stig. Ég er ekki sérlega stoltur af
okkar framgöngu í mótinu, en svona
fór þetta. Það voru meiðsli í leik-
mannahópnum og í þessari keppni
opinberaðist það að Danmörk hefur
ekki nógu mikla breidd til að ráða við
slíkt. Maður verður að sætta sig við
niðurstöðuna en það sem skiptir
mestu máli er að hægt sé að vinna úr
þessu á jákvæðan hátt. Með Morten
(Olsen) og Michael (Laudrup) við
stjórnvölinn eigum við að geta það,
þeir hafa kynnst þessu öllu og hafa
staðið vel að því að búa liðið undir
nýja keppni."
Hvernig metur þú riðilinn sem Is-
land og Danmörk leika í að þessu
sinni?
„Riðillinn er geysilega erfíður. ís-
land og Malta eru af mörgum taldar
vera veiku þjóðirnar en ég reikna
með því að sérstaklega ísland eigi
eftir að láta til sín taka og hirða stig
af mörgum. Það eru þó fyrst og
fremst hinir almennu knattspyrnu-
áhugamenn sem reikna með sex auð-
Morgunblaðið/Ásdís
Peter Schmeichel, leikjahæsti landsliðsmaður Dana, segist bera mikla virðingu fyrir ísienska
landsliðinu.
veldum stigum gegn íslandi og gegn
Möltu. Við leikmennirnir vitum bet-
ur og gerum okkur grein fyrir því að
þetta verða afar erfiðir leikir. Allir
vita hvað Tékkarnir geta, Norður-
Irar eru alltaf seigir og þó Búlgarir
hafí verið að sigla í gegnum hálfgert
tómarúm eiga þeir eftir að koma
sterkir til baka. Þetta verður afar
strembið og í raun er útilokað að
velta sér upp úr því á þessari stundu
hvaða lið komast áfram eða eiga
möguleika á því. Málið ér að það eru
ekki til neinar veikar þjóðir lengur í
knattspyrnunni í Evrópu, auðveldir
andstæðingar fyrirfinnast ekki leng-
ur. Kýpur vann Spán í undankeppni
EM, Island vann Rússland - það eru
allir að reyna að styrkja sig og ná
stóru þjóðunum að getu. Noregur er
gott dæmi um lið sem var lágt skrif-
að en hefur náð langt. Norðmenn
spila ljótan fótbolta en þeir komast í
stærstu mótin og það er ekki hægt
annað en að dást að því sem þeir hafa
gert. Þetta gerir evrópsku knatt-
spyrnuna stöðugt betri og skemmti-
legri.“
Þú yfírgafst Manchester United
fyrir ári, eftir átta ára dvöl og mikla
sigurgöngu. Hvernig var að fara
þaðan og í portúgölsku knattspyrn-
una?
„Þetta voru mikil viðbrigði, en
mjög góð breyting fyrir mig. Eg yfir-
gaf Manchester United á réttum
tímapunkti, tók ákvörðunina sjálfur
ojg er mjög sáttur við allt það ferli.
Eg sakna einskis frá Englandi, sá
tími er að baki og mér líður mjög vel
í Portúgal. I vor vann ég meistara-
titilinn með Sporting sem hafði ekki
orðið meistari í átján ár. Ég er að
upplifa nýja vídd í knattspyrnunni,
fjölskyldan er ánægð og þetta mun
koma mér til góða þegar litið er til
framtíðarinnar. Ég er með samning
við Sporting til næsta vors, og hef þá
val um að framlengja hann um eitt ár
til viðbótar. Ég hef ekki tekið neinar
ákvarðanir um hve lengi ég spila
knattspyrnu og hugsa bara um eitt
tímabil í einu.“
En með danska landsliðinu - ertu
á leið í 150 leikina eða hefur þú tekið
einhverja ákvörðun um annað?
„Með landsliðinu er hugarfarið
það sama, eitt ár í einu. Ég stefni
ekki á neitt meira en það,“ sagði Pet-
er Schmeichel að lokum.
Heiðar með á ný
HEIÐAR Hclguson er kominn
að nýju í íslenska Iandsliðshóp-
inn, en Heiðar var fjaiTÍ góðu
gamni gegn Svíum á dögunum
vegna meiðsla. Heiðar lék hins
vegar gegn Möitumönnum fyrr
í sumar og skoraði þá sitt
fyrsta mark fyrir iandsliðið í
5:0 sigri. Heiðar var á skot-
skónum aftur á mánudag en þá
skoraði hann eitt fjögurra
marka Watford sem vann 4:1
sigur á Sheffield United í ensku
1. deildinni. Þetta var annar
leikur hans með liðinu á þessu
tímabili, en hann átti í meiðsl-
um nær allt undirbúnings-
timabilið.
„Það h'tur allt út fyrir það að
ég sé búinn að yfirstíga þessi
meiðsli. Ég fékk beinhimnu-
bólgu í legginn og út frá þvf í
ökklann en ég vona að þetta sé
núna búið. Ég er búinn að spila
með í tveimur sfðustu leikjum
Watford og hef ekki fundið til
neinna meiðsla en ég þarf
kannski einn mánuð til viðbótar
til að komast í mitt besta
form,“ sagði Heiðar í samtali
við Morgunblaðið.
Þar sem þú ert ekki alveg
kominn í fulla æRngu, má þá
ekki reikna með að þú byrjir
leikinn gegn Dönum á vara-
mannabekkn um?
„Ég veit það bara ekki en
það kemur allt í Ijós. Ég er til-
búinn til að hcfja leikinn og
eins að koma inn á. Það er mjög
gaman að vera kominn f slag-
inn aftur enda hundfúlt að vera
frá vegna meiðsla," sagði Heið-
ar, sem ieikur sinn 11. landsleik
komi hann við sögu f leiknum
gegn Dönum annað kvöld.