Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 C 5 BOKMENNTAHATIÐ Færeyski rithöfundurinn og bókmenntafræðingurinn Jógvan Isaksen segist hafa skrifaó spennusögur sínar meö það fyrir augum að ósköp venjulegir Færeyingar fái áhuga á að lesa á eigin tungumáli. Margrét Sveinbjörnsdóttir slóst í för með aðal- persónu fyrstu tveggja bókanna, rannsóknarblaðamanninum Hannis Martinsson. Færeyskt samfélag bak grunnur glæpasagna AÐALSÖGUHETJAN í tveimur saka- málasögum færeyska rithöfundarins Jógvans Isaksen er drykkfelldur blaöamaður að nafni Hannis Mart- insson sem lendir í hinum ótrúleg- ustu ævintýrum. Sögusvið beggja sagnanna er Þórshöfn en leikurinn berst víða, meðal annars til Paragvæ, Sviss og Ítalíu, þar sem fjár- glæframenn og frímúrarar koma við sögu. Báð- ar eru sögurnar skemmtilegar og kímnar lýsing- ar á mannlífi í Færeyjum, ekki síst á bjórklúbbunum þar sem rannsóknarblaðamaö- urinn kemur gjarnan við í leit að fréttum og til að slökkva þorstann. Sögurnar sem um ræðir hafa báðar komið út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar hjá Uglu- klúbbnum: Ljúf ersumarnótt íFæreyjum (1994) og Grár október (1995). Þriöja sakamálasaga höfundarins bertitilinn Á Ólafsbku en auk þess hefurhann sentfrá sérnokkrar bækuríyrirbörn og unglinga. Þá eru ótaldar bækur hans um fær- eyskar bókmenntir og myndlist en á síðustu ár- um hefur hann aðallega fengist viö rannsóknir á verkum færeysku rithöfundanna William Hein- esen, Jörgen-Frantz Jacobsen ogHeöin Brú. Jógvan Isaksen erfæddurí Þórshöfn í Færeyj- um árið 1950 og er mag. art í norrænum bók- menntum frá Kaupmannahafnarháskóla, þar sem hann hefur verið lektor í færeysku máli og bókmenntum allt frá árinu 1990. Þá stýrir hann bókaforlögunum Mentunargrunnur Stúdentafé- lagsins og Antonia, auk þess sem hann hefur verið meðritstjóri við bókmenntatímaritin Brá og Café Existens. Árið 1994 hlaut hann færeysku fagbókmenntaverðlaunin sem kennd eru við M.A. Jacobsen. Rannsóknarblaðamaóurinn óttalausi í báðum fýrmefndu bókunum sem komið hafa út á íslensku kemst blaðamaðurinn Hannis á snoðir um ýmisskonar ólöglegt athæfl sam- borgara sinna. Einn síns liðs kemur hann upp um glæpina en lögreglan stendur gjörsamlega ráðalaus gagnvart óútskýran- legum moröum og mannshvörf- um. Eins og í mörgum öörum góðum glæpasögum á hann vin hjá lögreglunni, Karl, og eiga þeir meö sér óformlega og óopinbera samvinnu. Sagan Ljúf er sumarnótt í Færeyjum hefst á láti Sonju, gamallar vinkonu sögumann- sins, en hún var einnig blaöa- maður. Skömmu seinna finnst svo unnusti hennar hálsbrot- inn. Hannis, sem býr á þessum tíma í Kaupmannahöfn, fer heim til Færeyja til að rannsaka málið. Leikurinn berst um allar eyjarnar og reynist lykiilinn að gátunni vera glæsiskúta ein mikil frá Paragvæ sem liggur við bryggju í Þórshöfn. Eftir því sem sögumaður kemst lengra í leit sinni að lausn gátunnar fjölgar moröunum - en rannsóknar- blaðamaðurinn Hannis óttast ekkert. Grár október hefst þar sem útvarpsþulurinn Páll Hansen deyr af blásýrueitrun í beinni út- sendingu. Fljótlega berast böndin að fyrirtæk- inu Gaia International, þar sem Páll hafði áður starfað við að selja löndum sínum hlut í olíusk- ipum með það að augnamiði að lækka skatta. Ekki vildi þó betur til en svo að fyrirtækið fór á hausinn og margir töpuðu aleigunni - ekki síst ríkissjóður, sem hafði lánaö allt að 70% af smíöaverði skipanna. Hannis fer að grafast fýrir um höfuðpaurinn í Gaia International en áður en hann kemst á slóð Hanusar í Rong hafa þrír aðr- ir menn látist á voveiflegan hátt. Hannis kemst að því að auk þess að reka útgerð er Hanus í Rong trúboði í sértrúarsöfnuöi. Leikurinn berst um víðan völl, m.a. til Sviss og Ítalíu, þar sem Hannis kemst að ýmsu misjöfnu um tengsl Han- usar við fjárglæframenn í ítölsku frímúrara- reglunni P2. Eins og Halldóra Jónsdóttir bendir á í grein sinni um bækumar tvær í Morgun- blaðinu 4. nóvember 1995 felst styrkur höfundarins í því hversu gíf- urlega auðvelt hann á með að koma fróðleik frá sér sem afþreyingu. í fyrri bókinni eru t.d. magnaðar upp- lýsingar um nasista og síöari heims- styrjöldina og í hinni síðari segir m.a. af harösvíraöri ítalskri frímúrar- areglu og Páfagarði. í viðtali við færeyska dagblaðið Sosialurin í tengslum við útkomu bókarinnar Grár október er Jógvan Isaksen m.a. spurður hvort spennu- sögur hans séu lýsingar á færeysku samfélagi. Hann svarar því til að hann reyni að gefa einhverja mynd af veruleikanum, eiginlega megi segja að færeyskt samfélag sé bakgrunnur bók- anna. Jafnframt segist hann hafa reynt að gera málið eins létt og lifandi og hann gat, án þess þó að fara útfyrir velsæmismörk. Hefði fengið mér aðra vinnu „Glæpasögurnar mínar eiga fyrst og fremst að vera spennandi og skemmtilegar. Ég held að færeyskar bækur séu alltof leiðinlegar,“ segir hann og bætir við aó hann hafi skrifaö bæk- urnar með það fýrir augum að ósköp venjulegur Færeyingur sem situr heima hjá sér á sunnu- dagssíðdegi og blaðar í bók fái áhuga á að lesa á eigin tungumáli. Fólk eigi að fá að lesa fær- eysku sértil skemmtunar. Hann segist upphaflega hafa fariö að skrifa til þess að stytta sér stundir, það hafi veriö leik- ur og tilbreyting frá hinni daglegu vinnu í háskól- anum. Þegar hann er spuröur hvort bækumar séu ekki einfaldlega skrifaðar í gróöaskyni svar- ar hann - kannski eilítið háðslega: „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði viljaö vinna mér inn aukapeninga hefði égfengið mér aðra vinnu en að skrifa færeyskar glæpasögur." Jógvan Isaksen Grár október Rmmtán sekúndur eftir. Þulurinn seildist í vatnsglasið og skolaöi kverkamar. Hann fann að eitthvað var að. En það fann hann ekki fyrr en hann var búinn að renna sopanum niöur. Vatn- ið var beiskt á bragðið og maginn tók illa vió. Þulurinn varð óðara altekinn kvölum, hann heyktist í sætinu, missti glasið og vatnið rann yfir plöggin á boröinu. Tæknimaðurinn var að horfa á klukkuna og sá ekki hverju fram fór hinum megin rúðunnar. Á slaginu tuttugu mínútur yfir tengdi hann hljóönemann. Þulnum var illt í höfðinu. Honum var flökurt. Nú stóð hann á öndinni. Hann stundi og tók á öllum kröftum til að draga andann en það var ekki til neins. Hann var farinn að kippast af krampa. Hann var í þann veginn að kafna. Fréttatíminn var hafinn. Fyrst heyrðu hlustendur korr og stunur en síðan heyrðist maður æla svo að ekki varð um villst. Þulurinn var lagst- ur fram á borðkrílið og hélt báðum höndum um boröröndina fjær sér. Hann var rauður í framan, krampa- kippir fóru um hann ailan og hann sí- gapti eins og þorskur á þurru landi. Hlustendur voru hálfnaöir með há- degismatinn og komu sumir ekki gafflinum alla leið þegar þessi ólysti- legu hljóð upphófust. Menn létu þau þó ekki aftra sér lengi. Þeir sögðu sem svo að nú hefði vinurinn dottið í það rétt einu sinni, það væri víst kominn tími til að senda hann aftur í afvötnun. Þegar tæknimaðurinn kom inn í þularklefann lá þulurinn fram á grændúkaða borðið og hreyfingar- laus með öllu nema hvað greina mátti ofurlitla kippi í handleggjunum sem héngu og námu nærri við gólf. Tæknimaðurinn laut yfir þulinn og leit framan í hann. Þulurinn starði galopnum augum og skein skelfmg úr þeim. í sömu svifum þóttist tækni- maðurinn finna möndlulykt. Grár október kom út hjá Ugluklúbbi Máls og menningar 1995 í þýóingu Ásgeirs Ásgeirssonar. Linn Ullmann segistsækja meiri innblásturtil norskra þjóösagna en bókmennta Rómönsku-Ameríku en sumir gagnrýnendur hafa kallaö þaö töfraraunsæi þegar karlmaöur breytist í makríl í bók hennar, Áöur en þú sofnar. Margrét Sveinbjörnsdóttir komst líka aö því aö Lína langsokkur hefur haft mikil áhrif á höfundinn. Óútmáanleg áhrif Línu langsokks LINN Ullmann er norskur rit- höfundur sem hefur þeg- ar öðlast heimsfrægð fyr- ir fýrstu skáldsögu sína, För du sovner, sem út kom árið 1998. Bókin hefur nú þegar verið þýdd á fjölda tungu- mála og hér kom hún út í íslenskri þýðingu Solveigar Brynju Grétar- sdóttur hjá Máli og menningu á síöasta ári, undir titlinum Áöur en þú sofnar. Hér er á ferð fjölskyldusaga sem gerist í Noregi og Bandaríkjunum og hverfist aö drjúgum hluta um brúðkaup. Aðalsöguhetjan er kjarnakonan Karin Blom. Fjölskylda hennar er allt annað en venjuleg og sér í lagi er móðirin mótsagna- kennd og undarleg. Samt vilja dæt- ur hennar ekki skipta á henni og annarri. Henni er lýst sem óham- ingjusamri, biturri, fullri, snarhringl- andi galinni - en eigi að síður ómótstæöilegri. Karin Blom líkist móður sinni. Að einu leyti eru þær þó ólíkar: Karin hefur sjálf frum- kvæði, ekki síst í samskiptum sín- um við karlmenn. Hún bíöur ekki eftir því að þeir slái henni gull- hamra heldur er hún snögg að tæla þá sjálf. í fyrrnefndri brúð- kaupsveislu kemur hún til dæmis auga á mann sem hún telur hent- ugt fórnarlamb og fangar hann - á milli rétta. Maður breytist í makríl í viötali í norska tímaritinu Filo- logen (1-1999) segir Linn Ullmann aö persónan Karin hafi veriö upp- hafið að sögunni. „Það stendur í bókinni að Karin hafi um ellefu ára aldur uppgötvað að það gæti borg- að sig að skrökva. Að minnsta kosti ef það kemst ekki upp um mann. Fyrir mig var það líka ákveð- in lausn - að ég gæti sagt ná- kvæmlega það sem ég vildi. Allt var mögulegt. Karin opnar dyrnar að margskonar raun- veruleika og það ger- ist margt skringilegt. Það hefur verið kallað töfraraunsæi, til dæmis þegar maður breytist í makríl. Þar vil ég reyndar segja að ég sæki meiri inn- blástur til norskra þjóösagna en bók- mennta Rómönsku- Ameríku. En fyrst og fremst langaöi mig til að skrifa um fjöl- skyldu sem var stór og villt og sorgbitin LinnUllmann og yfir sig hamingju- söm og bitur og hatursfull og ást- úðleg," segir hún. „Lína langsokkur - bönnuð börn- um" sagði sænskur gagnrýnandi um aöalpersónuna Karin. Linn Ull- mann þykir það ekki slæm samlík- ing, þar sem hún hafi löngum verið hrifin af verkum Astrid Lindgren. Sögur henn- ar hafi haft mikil áhrif á hana þegar hún var barn og raunar enn þann dag í dag. „Lína hafði óafmáanleg áhrif á mig," segir hún. Áhrif og innblástur sækir Linn Ullmann þó víðar en úr sænsku Smálöndunum. Hún kveðst til dæmis hafa oröiö fyrir jafnmiklum áhrifum frá Tolstoj og Chicago Hope. „Ég elska amerískar kvik- myndir, eins og til dæmis Die Hard með Bruce Willis. Og það er ekki af svona gáfu- mannaáhuga fyrir B-myndum." Gat ekki sungið og var ömurlegur leikari Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á því hverra manna rithöfundurinn er skal upplýst að Linn Ullmann er dóttir norsku leikkonunnar Liv Ull- mann og sænska leikstjórans Ingmar Bergman. Hún er fædd árið 1966 og ólst að stórum hluta til upp í New York. Auk leiklistarinnar nam hún bókmenntir við New York University. Hún býr í Ósló og hefur undanfarin ár starfaö sem menn- ingarblaðamaður, dálkahöfundur og bókmenntagagnrýnandi hjá Dagbladet. Meðal þess sem Linn Ullmann gefur upp um sjálfa sig á menningarvef Dagbladet er eftir- farandi svar við spurningunni um hvernig hún varð rithöfundur: „Eig- inlega vildi ég verða óperusöng- kona en ég get ekki sungiö. Þá ákvað ég að verða leikari. Eftir nokkurra ára nám í leiklistarskóla í New York sagði kennarinn minn mér að ég væri ömurlegur leikari. Móöir mín var alveg sammála. Þar með varð ég blaöamaður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.