Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 3
MÓRGUNBLAÐIÐ
BÓKMENNTAHÁTÍÐ 2000
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 C 3
ára stríðinu, þegar enginn veitti þeim
nokkra athygli og orð þeirra skiptu
engu máli.“
Tengsl fortíðar og samtíma
Tengsl fortíðar og samtíma móta
söguskoðun Giinters Grass og kem-
ur þaö iðulega fram í skáldskap
hans. Hann hefur ttrekað bent á að
þau öfl sem eru við stjórn í þjóöfélag-
inu læri aldrei af þeirri mannlegu
reynslu sem felst í bókmenntunum,
sagan hefur endurtekið sig í stfellu
allt frá forneskju. Þýski hugmynda-
fræðingurinn Theodor Adorno sló
fram þeirri hugmynd á eftirstríösár-
unum aö „það væri villimennska að
skrifa Ijóð eftir það sem gerðist í Au-
schwitz og þess vegna [væri] ómögu-
legt að skrifa Ijóð í nútímanumL Þó
atburöirnir í Auschwitz hafi vissulega
markað óbrúanlegt brot í siðmenn-
inguna og orð Adorno hafi haft tákn-
ræn áhrif, héldu þýskir höfundar á
borð við Grass áfram að skrifa. Ef til
vill fólst lausn þeirra í því að rifja upp
forsendur fortíðarinnar, muna þaö
sem gerðist og reyna þannig að
koma í veg fyrir endurtekningu sltkra
harmleikja. Það var skylda þeirra að
halda áfram að vinna með tungumál-
ið og menninguna, eða eins og
Grass hefur orðað það að „ná gæsa-
ganginum úr þýskri tungu".
Á síðasta áratug hefur Grass eink-
um verið að fást við samtíma sinn,
en sögusvið bókarinnar Víðáttan
(1995) eru ár sameiningar Þýska-
lands frá 1989-91. Bókin er eitt
fyrsta stóra bókmenntaverkið sem
fjallar um þá þróun sem átti sérstað
við hið sögulega fall Berlínarmúrs-
ins. Aðalsöguhetja bókarinnar, Theo
Wuttke, hefur helgað líf sitt rann-
sókn á 19. aldar rithöfundinum
Theodor Fontane og reynir hann að
finna hliðstæöur t fortíó og samtíö
með því að bera atburði úr heims-
sögunni saman við það sem gerist
dag frá degi í samtíma hans í Þýska-
landi. Á meðan á sameiningarvið-
ræöunum þýsku ríkjanna stóð gekk
Grass fram fyrir skjöldu og mótmælti
þeirri flýtimeöferð sem honum
fannst sameiningin fá í þýsku samfé-
lagi og hann taldi ekki samrýmast
ólíkum hagsmunum íbúa austurs og
vesturs. Hann fór ekki í grafgötur
með þá skoðun sína að honum fynd-
ist Þýskaland skorta þann pólitíska
styrk sem það þyrfti til aö endurnýja
sig sem sameinað ríki.
Hefur ekki alltaf verið tekið
með jafnmiklum fögnuði
Síðasta stóra verk Gúnters Grass,
sem út kom á síöasta ári, er bókin
Öldin mín en hún samanstendur af
eitt hundrað smásögum, einni fyrir
hvert ár aldarinnar, sögðum frá ólík-
um sjónarhólum mismunandi sögu-
manna.
í fréttatilkynningu í tilefni Nóbels-
verðlaunanna á síðasta ári kom fram
að sænska Nóbelsakademían álítur
Blikktrommu Gúnters Grass vera
„meöal þeirra bókmenntaverka 20.
aldarinnar sem lengst munu lifa".
Þessi ummæli eru afar mikilvæg í
Ijósi þess að verkum Grass hefur
ekki alltaf verið tekið með jafnmikl-
um fögnuði. „Útgáfa tveggja fyrstu
skáldsagna minna, Blikktrommunn-
ar og Hundaára," sagði Grass við af-
hendingu verðlaunanna, „og verks-
ins Köttur og mús sem ég skaut inn
á milli, kenndi mér snemma, þegar
ég var tiltölulega ungur rithöfundur,
að bækur geta valdiö hneykslan,
hamslausri bræði ogjafnvel hatri, að
það sem maöur gerir af ást til ætt-
jaröarinnar má túlka sem
niöurrifsstarfsemi. Síðan þá hef ég
veriö umdeildur." Grass hefur bent á
að bækur séu svo áhrifamiklar að
stundum finnur fólk sig knúið til aö
brenna þær og slíkt heyrir ekki ein-
göngu fortíðinni til. Hann hefur mark-
visst notað list sína til að koma boð-
skap á framfæri, til að halda á loft
þeirri staðreynd að einn sannleikur
getur ekki verið öðrum æðri, aö allar
sögur eru þess viröi að vera sagðar,
sama hversu áleitnar eða krefjandi
þæreru.
RÍKULEG kímnigáfa ogfrum-
leiki einkennir umfram
allt annað skrif Norð-
mannsins, Erlends Loes.
Hann er fæddur 1969 í
Þrándheimi en býr nú og starfar I Ós-
ló. Loe er ungur rithöfundur sem á
það til að fara óvæntar leiðir í skrifum
sínum og alla jafnan einkennast þau
af skoplegri sýn á tilveruna.
Á ýmsu gekk í framhaldsskólanámi
Loes. Hann var utanskóla, bæði
vegna þess að hann geröist skipti-
nemi I Frakklandi og vegna starfa
sinna meö leiklistarhópi. En Loe hafði
verið kvaddur í herinn, hunsað her-
kvaðninguna ogí kjölfar þess skikkaó-
ur til samfélagsþjónustu með frjálsa
leikhópnum Stella Polaris. Að fram-
haldsskólanum loknum hóf hann nám
í bókmenntafræöum og tók til við að
skrifa sína fyrstu skáldsögu. Raunar
er Loe fjölmenntaöur maöur á sviði
þjóðfræða, bókmennta og kvikmynda-
gerðar.
Vörn hins mjúka manns
Það vakti töluvert mikla athygli í
Noregi þegar Erlend Loe kom fram á
sjónarsviöiö sem rithöfundur. Fyrsta
bók hans, Tatt av kvinnen sem út kom
1993, þótti hafa ferska
sýn á umræðuna um
samband kynjanna. Hún
varjafnvel túlkuð af sum-
um sem vöm hins mjúka
manns í stórskotahríð
kvenfrelsisumræðunnar
á þessum tíma. Raunar
birtist aðalpersónan og
sögumaðurinn f þeirri
bók okkur sem dálítið
bamalegur eða naívis-
kur, mjúkur maður sem
lætur unga og töluvert
ráöríka konu setjast að
hjá sér og nánast hel-
taka líf sitt. Helstu stí-
leinkenni Loe komu þeg-
ar fram í þessari fyrstu bók.
Raunsæislegur stíll hans markast
umfram allt af einfaldri og tærri setn-
ingaskipan og orðanotkun. Textinn
ber þó alla jafnan í sér einhverja tví-
ræðni sem birtist í því sem kalla
mætti kaldhæðinn naívisma.
Árið 1994 kom út barnabókin, Rsk-
en og sömuleiöis Maria & José sem
er myndskreytt bók fyrir fuliorðna.
1995 gaf Loe út bamabókina Kurt blir
grusom og árið eftir Den store rpde
hunden. Bamabækur Loe eru mynd-
skreyttar af Kim Hior-
hay og gildir það einnig
um Kurt quo vadis?
sem út kom 1998.
Knappur stíll og
háðsádeila
Önnur skáldsaga Er-
lend Loe kom út árið
1996. Hún nefndist Na-
iv. Super og segir frá
ungum manni sem
lendir í tilvistarkreppu
og segir sig úr samfé-
laginu. Loe dregur
þarna enn upp mynd af
manni, Ijúfum og hlýj-
um sem svo að segja
kiknar undan áreiti tímans og dregur
sig í hlé til að gera upp líf sitt. Lokaá-
reitiö er ekki stórvægilegt. Hann tapar
í krokketleik. Við það er eins og hon-
um sé öllum lokið. Hann byrjar upp á
nýtt og tekur til við að gera lista um
lífsþættina sem skipta máli. Áður en
varir er höfundurinn komin á dýpri mið
í leit persónunnar að hinu mikilvæga í
lífinu sem kannski er þó einfaldleikinn
sjálfur. Stíll bókarinnar og raunar heiti
speglar þennan einfaldleika því að
það er leitun að styttri og knappari stíl
ogeinfaldari orðanotkun.
Árið 1999 kom svo út skáldsagan
L. Þetta er undirfurðuleg saga sem af
gagnrýnendum var túlkuð sem háðs-
ádeila og jafnvel meðvituð stæling
ferðabókmennta. Hún segir frá undir-
búningi ferðar og ferð um suöurhöf.
En í upphafi bókar kemur fram að
sögumaður/höfundur er haldinn mik-
illi landkönnuðaráráttu og setur fram
kenningu í anda Thors Heyerdals í þá
veru aö fólkiö á suðurhafseyjum hafi
borist þangað á skautum á suðrænni
ísöld. Þá kenningu þarf svo að sanna
með ferðalagi. Innihald bókarinnar er
síðan grallaraskapur í þessum anda.
Hún er sögð af þeirri frásagnargleði
sem gert hefur Loe að einum vinsæl-
asta höfundi Noregs.
Erlend Loe hefur einnig gefið út
tvær bækur með þýðingum á Ijóðum
eftir Hal Sirowitz, Sa Mor og Sa tera-
peuten min. Hann hefur unnið að
handritsgerö að stuttmyndum, sjón-
varpsþáttum og kvikmyndum. Ýmis
verk hans hafa verið þýdd á önnur
tungumál. Hann fékk myndabóka-
verölaun norska menningarráðsins
fyrir barnabókina Den store rpde
hunden og Cappelen-verölaunin
1997.
Thor Vilhjálmsson
Skáldfarir
Einsog fluga stór fari blóm afblómi,
sýgur þau og nær sér til flugs
að fara um víðan völl þung afblómdrukk sínum,
og hverfur blómagrund;
og hækkar flug vaxandi æ
á svifi yfir skóga og ása og fell,
og verður vængbreiður fugl
við tinda fjalla efldurafsýn
yfir hrjóstruga grund og hraun
undir sem magnast og svella og þrútna,
bólgna og buldra og drynja
og hrynja um auðnir;
elfur með víxlandi litum,
svífursíðan sollinn afsýnum
út á haf, yfir hleina og flesjur og sker,
út til fjarra eyja sem mara við sjóndeildarhring,
eða í átt til þeirra sem bíða
ósýndir utan hans,
ör afdrukk úr bikar blóma fyrst,
og síðan afvíkkaðri sýn
þar til afgerjast skáldskaþur
sem ógnar með ofstyrk í bláu heiði
þegar komið er út yfir mörk,
þá minnist hann vængjanna
sem þverra snöggt
efþrýtur traust ísefjaðri lund.
Og snýr þá við með snöggum slætti
meðan endist víðtæki vængjanna
oghnitarhægan flugið íhöfn,
hægan meðan enn bera loftstraumar
brothætt fley um leiðirnar milli skýja
og hjá gnfpum skörþum
og egghvesstum hömrum án griða
niður milli fjalla á landtæka grund til að æja,
og sefa hið ærða geð
til sátta hjá mús í haga
og fugli sem reynir með svigahlauþum
um móa aö ginna gestinn
burt frá ungum sínum smám.
Og úr læknum berast
raddirbarna og kvenna
íberjamó.
Ljóðið er ort í tilefni Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar 2000 og hefur ekki birst áöur.
Erlend Loe er einn af yngstu höfundum Noregs en hefur þegar skipaö sér í fremstu röð
segirSkafti Halldórsson bókmenntafræðingur
Hinn mjúki
maður
Erlend Loe
Mál ifflog menning
SMITH & NORLAND
ÍSLANDSBANKIFBA