Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 C LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 BÓKMENNTAHÁTÍÐ 2000 André Brink er bæöi pólitískur og siðferðislega þenkjandi rithöfundur sem óttast hnignun sammann- legra gilda. Hann semur bækur sínar á afríkönsku og þýðir þærjafnóðum yfir á ensku, skrifar Þorvarður Hjálmarsson um André Brink. Horft á myrkrið AUK ritstarfa er André Brink prófessor í bókmenntum, fæddur áriö 1935 í Vrede í Suöur-Afriku. Hann hefur kennt ensku og bókmenn- tir í háskólanum í Höfóaborg og viö Rhodesháskóla I Grahamstown. And- ré Brink er af þeirri kynslóð höfunda í Suóur-Afríku sem kallaðir eru á afrík- önsku Sestigers, en þaö eru höfund- ar sem kvöddu sér hljóös á sjöunda áratugnum og umbyltu hinum þjóö- hollu og íhaldssömu bókmenntum Búanna, hinnar drottnandi kynkvíslar landsins. Dæmigeröar bókmenntir Búa voru rómantískar hetjufrásagnir af svaðilförum í myrkviöum frum- skóganna og ættarsögur af land- námi, veöurfari og nýjum búskapar- háttum í framandi landi. Þá undu þeir sér dável við lestur á evrópskum af- þreyingarbókmenntum. Sestigers breyttu þessu öllu og beindu sjónum sínum aö kynferöislegum og siöferöi- legum spurningum aö hætti vest- rænna samtímahöfunda sinna og skrifuöu sögur um lífsreynslu sína sem í þokkabót og eftilvill óhjá- kvæmilega, uröu stórpólitískar fyrir vikiö og ógnuöu í raun stjórn hvíta minnihlutans. Fyrstu sögur André Brinks fjalla þó um manninn og lífs- baráttu hans frá víöu heimspekilegu sjónarhorni og það er ekki fyrr en áriö 1975 sem hann tekur eindregna af- stööu gegn (apartheid) aðskilnaðar- stefnunni. Um nær tveggja áratuga skeiö er efnivióur bóka hans ofinn úr baráttu gegn því óréttlæti sem svartir íbúar landsins urðu fyrir af völdum hvíta minnihlutans og þá fjallar hann ekki síöur um hnignun siöferðilegra gilda undir aöskilnaöarstefnunni. Hann er því bæöi pólitískur og siö- ferðilega þenkjandi rithöfundur. Andartak í vindinum André Philippus Brink fæddist inn í íhaldssama Búafjölskyldu, faöir hans gegndi friöardómaraembætti á vegum stjórnvalda og fékkst einkum viö ýmiss konar lögreglumál. André hlaut menntun sína f háskólanum í Potchefstroom, ströngum kristileg- um skóla sem áöur haföi veriö kalv- ínskt klaustur. Síðar venti hann kvæöi sínu í kross og nam viö Svarta- skóla í París á árunum 1959 til 1961, og aftur frá 1967 til 1968. Snortinn af þeirri gerjun sem þá átti sér stað í evrópskum menntaheimi, fór André Brink aö helga æ stærri hluta af verkum sínum baráttu gegn aóskilnaðarstefnunni og gagnrýni á hió hugmyndalega einangraða suður- afriska samfélag. Hann skrifaði fyrstu bækur sínar á afríkönsku, tungumáli Búanna, sem á ætt sína aó rekja til hollensku og er ásamt ensku opinbert mál hvíta kynstofns- ins í Suöur-Afríku. Sjálfur segir hann frá því aö afríkanska hafi verið töluö á bernskuheimili hans sex daga í viku hverri en móðir hans hafl tekiö upp þann sió að ræöa viö börnin á ensku einn dag í viku og þannig hafi enskan orðið hans ann- aö tungumál. Það var einmitt skáldsagan Kennis van die Aand, frá árinu 1973, sem hlaut þau örlög að vera fyrsta skáldsagan skrifuð á af- ríkönsku sem bönnuó var af stjómvöldum, fyrsta skáldsagan í langri röð sagna sem hlut sömu örlög. Kennis van die Aand, hlautnafn- iö Looking on Darkness þegar André þýddi hana sjálfur yfir á ensku og hún kom út á Vesturlöndum áriö eftir. Síöan þá hef- ur hann skrifað allar sínar bækur á afríkönsku og þýtt þær sjálfur yfir á ensku jafnóðum. Bækur Andrés Brink þykja rannsaka samskipti og átök milli kynþáttanna í Suöur-Afríku á afar djúphyglan hátt og þá ekki síö- ur hlutverk Búanna í þeim samskipt- um öllum. Hann notar oft og iöulega kynferóisleg sambönd fólks af ólík- um kynþáttum til aö varpa Ijósi á togstreituna sem ríkir á milli stríö- andi aflaílandinu, nýtir sér kynferöis- legt táknsæi sem einhverskonar tákngervingu fyrir frelsisþrá gagnvart stöönuöu og afturhaldssömu póli- tísku og félagslegu stjórnkerfi sem allt ætlar aö kæfa og þráir helst af öllu aö ná böndum ut- an um alla mannlega viöleitni. Skáldsagan A Dry White Season, frá árinu 1979, er sennilega þekktasta verk Andrés á Vestur- löndum, en hún var kvikmynduö áriö 1989. Aörar helstu bækur hans eru An Instant in the Wind, frá árinu 1976, Rumours of Rain, sem út kom árið 1978, A Chain of Voices sem leit dags- ins ijós áriö 1982, The Wall of the Plague sem kom út áriö 1984, States of Emerg- ency áriö 1988, An Act of Terror áriö 1991, The First Life of Adamastor og On the Contrary voru báöar gefnar út áriö 1993. Síöan þá hefur margt breyst í Suöur-Afríku, ný stjórn hefur tekiö við völdum og sú þróun fólki kunnari en frá þurfi að segja. Bara rithöfundur André Brink hefur, þrátt fyrir hin miklu umskipti sem orðiö hafa í heimalandi hans, ekki látiö deigan síga. Áriö 1996 sendi hann frá sér bókina In Imaginings of Sand, þar sem hann skoðar framtíð Suöur-Afr- íku meö augum ungrar Búastúlku sem snýr heim aftur eftir aö hafa dvaliö mestan hluta ævi sinnar í sjálf- skipaöri útlegö á erlendri grundu í vinnu fyrir Afríska þjóöarráðið. í Dev- il’s Valley frá því í fyrra fjallar hann enn og aftur um Búa og ákveðnar hliöarsamfélags þeirra. Auk skáldsagnanna hefur André Brink skrifað ritgerðir af ýmsum toga, um samfélagsmál, bókmenntir og hvaöeina sem leitaö hefur á hug hans. Kunnasta ritgeröasafn hans er Mapmakers: Writing in a State of Siege frá árinu 1983. Þá hefur hann skrifaö smásögur, leikrit, bækur fýrir börn, ferðasögur, fræöilegar athug- anir og dagbækur, auk þess aö vera mikilvirkur þýðandi á evrópskum fag- urbókmenntum yfir á afríkönsku. ,,Ég hef haft tækifæri til þess á undan- förnum árum að ræöa við höfunda frá fyrrum alræöisríkjum Austur- Evrópu, og margir þeirra hafa hætt að skrifa eftir hrun kommúnismans,” segir hann í nýlegu viötali. „Þeir segj- ast ekkert hafa aö skrifa um lengur, en sjónarmiö mín eru önnur. Mér finnst eins og nú hafi loksins komið aö því aö verk mín hljóti dóma byggöa á þeirra eigin forsendum, en ekki eft- ir þeim málefnum sem þau fjalla um. Nú, aö aðskilnaðarstefnunni liðinni og á tímum snjallra stjórnmála- manna sem fá næg tækifæri til aö tala máli sínu, finnst mér þaö gleði- legt að vera bara rithöfundur. Trúiö mér og treystiö; aö vera bara rithöf- undur er meira en hægt er aö höndla meögóöu móti.“ André Brink Tahar Ben Jelloun er fæddur og uppalinn í Marokkó, en hann hefur búiö í Frakklandi undanfarin þrjátíu ár og skrifar á frönsku þótt móöurmál hans sé arabíska. Sagnaheimur hans þykir afar heill- andi enda er hann nú einn vinsælasti rithöfundur hins frönskumælandi heims, segir Friðrik Rafns- son bókmenntafræðingur. Sagnaseiöurfrá Marokkó ALLT frá upphafi rithöfundarferils síns hefur Tahar Ben Jelloun veriö aö byggja brýr skilnings milli fólks og menningarheima, en jafnframt veriö ötull vió að rífa niður múra misskilnings og haturs. Þetta hefur hann gert í skáldverkum sínum, skáldsögum, smásög- um og Ijóöum, en einnig í fjölda ritgeröa og greina sem hafa birst á bókum og í blööum eins og franska dagblaöinu Le Monde en í þaö hefur hann skrifaö um árabil. Nú er hann sennilega þekktasti höfundurinn af noróur- afrískum uppruna í Frakklandi, samnefnari fyrir þá seiöandi arabfsku rödd og þaö suð- ræna sjónarhorn sem eru farin aö skipta æ meira máli f frönskum bókmenntum og menningu. Fræðimaður og rithöfundur Tahar Ben Jelloun fæddist áriö 1944 í bænum Fes í Marokkó, en fluttist ellefu ára aö aldri til annars bæjar, Tanger. Þar gekk hann í menntaskóla, en hélt aö loknu stúd- entsprófi til borgarinnar Rabat þar sem hann hóf nám í heimspeki, en varö að gera hlé á því námi vegna þess að hann þurfti aó gegna átján mánaöa herskyldu þvert gegn vilja sín- um. Þaö ku hafa verið á þessum tíma sem hann byrjaöi að fást vió aö skrifa, einkum yrkja. Áriö 1968 lauk hann prófi í heimspeki og kenndi hana í þrjú ár í menntaskóla, en hélt síöan til Parísar áriö 1971 í doktorsnám í félagssálfræöi. Viöfangsefni hans í lokarit- geröinni var „Kynlífsvandamál norður-afrískra verkamanna í Frakklandi“. En ritstörfin áttu nú hug hans allan og fljótlega fékk hann fýrstu bók sína útgefna hjá virtum útgefanda í París, Maspero. Tahar Ben Jelloun hefur nú sent frá sér níu skáldsögur, nokkrar Ijóöa- bækur, bækur af sjálfsævisögulegum toga, ritgeröir, viötalsbækur og greinasöfn. Verðlaun og vinsældir Tvær bóka hans hafa öörum fremur náö al- menningshylli. Þær eru skáldsagan Heilög nótt (La nuit sacrée, 1987), sem færöi hon- um hin virtu Goncourt-verólaun, fyrstum arabískra höfunda, og samtalsbókin Kynþáttahatur út- skýrt fyrir dóttur minni (Le racis- me expliqué a ma fille, 1998), en báðar þessar bækur hafa orðiö metsölubækur í hinum frönskumælandi heimi. Heilög nótt er í rauninni sjálf- stætt framhald skáldsögunnar Sandbarnið (L’enfant de sable, 1985). Sögumennirnir í báðum skáldsögunum eru alþýðlegir sagnamenn sem sem sitja á þorpstorgum í Noróur-Afríku og segja sögur. Sögumaóurinn í Sandbarninu segir sögu af stúlku sem var dulbúin sem drengur vegna þess aö það var hefö í Marok- kó að ef menn eiguðust ekki son yröu þeir geröir arflausir. Og öllu meiri niöurlægingu var ekki hægt aö hugsa sér í því samfélagi. í skáldsögunni Heilög nótt er það hins vegar viöfangsefni fyrri bókarinnar, stúlkan sem nú er orðin gömul kona, sem segir sína útgáfu af þessari sömu sögu. í þessum tveimur skáldsögum er höfundurinn þannig annars vegar að lýsa lífi þessarar ungu stúlku sem er aö vakna til vitundar um það að hún er kynvera og hins vegar gagnrýna þaö stífa og nánast miöaldalega karlaveldi sem hún er al- in upp t. Bókin Kynþáttahatur útskýrt fyrir dóttur minni kom út áriö 1998. f þeirri bók sest Ta- har Ben Jelloun niður meö ttu ára dóttur sinni og reynir aö svara áleitnum spurningum barnsins varöandi þá umræóu og þau vanda- mál sem fylgja sambúö fólks af ólíkum kyn- þáttum í Frakklandi. Þetta litla kver var upp- haflega hugsað sem tilraun til að svara vangaveltum hennar og vinkvenna hennar skipulega og skriflega, en hún vakti forvitni útgefanda bóka Tahars Ben Jellouns, Seuil. Þaó skipti svo engum togum, bókin varö und- ireins metsölubók í Frakklandi þar sem inn- flytjendur eru fjölmargir og umræöa um þau mál ofarlega á baugi, en hún á greinilega erindi við íbúa fleiri landa því hún mun vera aö koma eöa er komin út vtða um lönd. Sterk réttlætiskennd Tahar Ben Jelloun sagöi ný- lega í viðtali viö franska bókmenntatímaritiö Lire: „Ferill minn er í senn hægur og sam- kvæmur sjálfum sér. Ég hef alla tíö skrifað um þaö sama, það er aö segja um ofbeldiö f lífinu.” Eitt af því sem einkennir allar bækur Tahars Ben Jellouns er sterk réttlætiskennd. Hann hikar ekki viö að taka á viðkvæmum málum eins og kynjamisrétti og trúarofstæki t heimalandi stnu, en hann er heldur ekkert að hlífa Frökkum í bókum sín- um og greinum og gagnrýnir þá oft fyrir hroka og yfirdrepsskap, t.d. í bókinni Frönsk gest- risni (L’hospitalité frangaise) þar sem hann gagnrýnir innflytjendapólitík franskra stjórn- valda harölega. Aö þessu leyti segist hann kinnroöalaust vera þaö sem kallað hefur ver- ið afstööuhöfundur. Hann lítur svo á að rit- höfundurinn gegni ákveönu þjóöfélagslegu hlutverki og eigi ekki aö loka sig inni í fagur- fræöilegum fílabeinsturni. Eöa eins og hann sagöi nýveriö í viötali: „Ég er þeirrar skoöun- ar aö bókmenntirnar eigi aö brjóta niöur hindranir og leysa upp landamæri, annars verða þær bara eins og hver annar malandi sem minnir á tannkrem sem á aö gera morknar tennurnar í okkur skjannahvítar..." Tahar Ben Jelloun er því einn þeirra höfunda sem hugsa á tveimur tungumálum, hafa tveggja heima sýn. Hann er með annan fót- inn í vestrænum nútíma, en hinn í rótgrónum sagnaheimi arabískrar menningar. En um- fram allt er hann frábær rithöfundur sem hef- ur tekist aö skapa sinn eigin seiöandi sagna- heim, heim sem er fullur af ilmandi kryddi, hlýjum sandi, sterku sólskini, líkamlegum un- aöi og skrautlegum persónum. Sand- barnið Og upp rann dagurinn mikli, fæöing- ardagurinn. Konan hélt enn í vonina: kannski myndu örlögin færa henni sanna gleði, gera allt ráðabrugg óþarft! En því miöur! Örlögin voru sjálfum sér samkvæm og þrjósk. Hún undirbjó fæöinguna afar sam- viskusamlega. Hún vissi aö þetta var alveg sérstök fæöing og sennilega sú síöasta á löngum ferli hennar. Stúlkurnar skildu ekki hvers vegna allir voru í svona miklu uppnámi. Ljósmóöirin, Lalla Radhia, hvíslaöi aö þeim að drengur væri á leiöinni í heiminn. Hún sagöist alltaf hafa fundiö slíkt á sér, þaö væri nokkuð sem skynsemin réöi ekki yfir, Hún sagöist sjá á hreyfingum barnsins í maga móðurinnar að þetta gæti ekki verið annaö en strákur. Hann spark- aöi fast, svona eins og karlmenn ein- ir geta gert! Stelpurnar voru hálf ráö- villtar. Slíkur barnsburður myndi setja allt á annan endann í fjölskyldunni. Raunar liföu þær heldur óspennandi Iffi. Kannski myndi væntanlegum bróöur þeirra þykja vænt um þær! Fiskisagan flaug um hverfiö og milli fjölskyldumeölima: Hadj Ahmed á von á syni ... Sandbarniö eftir Tahar Ben Jelloun í þýöingu Friðriks Rafnssonar. Tahar Ben Jelloun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.