Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.2000, Blaðsíða 10
io c LAUOAHDAGUR 9. SEPTPÍMBER 2000 BÓKMENNTAHÁTÍÐ 2000 MbRGUNBLAÐIÐ Breski rithöfundurinn Magnus Mills leikur sér meö fáránleikann, rambar iöulega á barmi fantasíunnar og tekst á þann máta aö setja fram dæmisögur um misnotkun valds og þaö hvernig venjulegir menn veröa óafvitandi valdir aö sinni eigin eyöileggingu. Fríða Björk Ingvarsdóttir fjallar um hraöferð Mills inn í breska skáldsagnagerð. Taumhald á mannskepnunni RITHOFUNDURINN og strætisvagnabílstjórinn Magnus Milis spratt óvænt fram á bókmenntasviöiö áriö 1998 meö fyrstu bók sinni The Restraint of Beasts (sem gæti út- -^lagst Taumhald á skepnum). Bók- ina skrifaði hann t vaktahléum sín- um sem bílstjóri. í kjölfar þess aö frumraun hans á ritvellinum var umsvifalaust útnefnd til Booker- verölaunanna varö Mills vinsælt umfjöllunarefni breskra dagblaða, enda saga hans ævintýri líkust. Fréttirnar af útnefningunni fékk hann í vinnunni þar sem hann sat við stýrið á vagni nr. 159 sem gengur á milli Suður-London og Oxford Cirkus. En þó hann ynni ekki til verð- launa þegar allt kom til alls var skammt stórra högga á milli hjá Mills, hann sendi fljótlega frá sér sína aöra bók, All Quiet On The Or- ► ient Express (Allt með kyrrum kjör- um í Austurlandahraölestinni) (1999) og hlaut hún jafngóðar viö- tökur. Gagnrýnendur hafa flestir veriö á einu máli um aö Mills hafi fyllilega unnið til þeirrar athygli sem þessar tvær bækur hafa vak- ið, þó einhverjum hafi fundist nóg um allt það umtal sem verið hefur um atvinnu hans. Magnus Mills fæddist í Glouchestershire í Englandi áriö 1954. Þrátt fyrir aö hafa lokiö námi í hagfræöi viö Wolverhamp- ton Polytechnic, vann hann lengst af fyrir sér sem farandverkamaður í landbúnaöi þangaö til hann flutti til London til aö keyra strætó. Meðfram þeim starfa fékkst hann viö aö skrifa greinar í blöö áður en hann ákvaö að láta til skarar skrtöa og skrifa skáldsögu. Barnslegur einfaldleiki og fyndnar uppákomur Bókin The Restraints of Beasts er að nokkru leyti byggö á reynslu hans sem farandverkamaöur. Aöal- söguhetjurnar, Tam og Ritchie, eru sendir út á land ásamt enskum yf- irmanni sínum til aö setja upp girð- ingar. Skoskir I húö og hár, og þar af leiðandi ákaflega tortryggnir f garð yfirmannsins sem einnig segir söguna, eiga þeir í stöðugum úti- stöðum viö allt og alla. Þeir eyða deginum í endalausum smókpás- um og hýrunni á kránni á kvöldin. Persónusköpun tvímenninganna er með miklum ágætum og þeir eiga samúö lesandans bókina á enda þó ýmislegt skondiö og miöur geðslegt gangi á. Þeir eru barns- lega einfaldir og er sá eiginleiki ekki síst þaö sem gerir verkstjór- anum erfitt fyrir. Sam- skipti Tam og Ritchie viö vinnuveitanda sinn eru meö miklum ólík- indum, enda virðist vinnuveitandinn tæp- ast heill á geösmun- um. Hann greiöir ekki launin á tíma og stendur fyrir stuttum fundum sem minna meira á yfirheyrslur Gestapó en vinnu- fundi. Styrkur Mills í The Restraint of Beasts liggur ekki síst í pers- Magnus Mills ónulegum stíl sem er ákaflega hnitmiðaóur og fyndinn. Mills leikur sér meö fáránleikann, rambar iöulega á barmi fantasíunn- ar og tekst á þann máta aö setja fram einskonar dæmisögu um mis- notkun valds og þaö hvernig venju- legir menn veröa óafvitandi valdir að sinni eigin eyöileggingu. í seinni skáldsögu sinni, All Qu- iet on The Orient Express, fjallar Magnus Mills um áþekkan efnivið. Að mati flestra gagnrýnenda vekur seinni bókin þó dýpri kenndir meö lesandanum, enda byggist frásagn- arhátturinn ekki eins mikið á farsa- kenndum uppákomum þó þessi bók sé ekki síður fyndin. Mills finn- ur hér nýjan styrk í persónusköpun en hann virðist hafa ákaflega glöggt auga fyrir mannlegu eðli. Gildra mannlegrar hegðunar Aðalsöguhetja bók- arinnar sem jafnframt er sögumaöur, er Ijúf- ur náungi sem ekki getur fengið af sér að móðga eóa særa nokkurn mann. Hann hefur sterka þörf fyrir aö falla inn í sitt nán- asta umhverfi og geðj- ast öllum. Lesandanum veröur brátt Ijóst að flestir þeir sem á vegi söguhetjunnar veröa reyna að notfæra sér hann, þrátt fyrir að sögumaöurinn leggi mikið á sig til þess aö réttlæta gjöröir samferða- manna sinna og afsaka þá erfiðu aöstööu sem hann sjálfur lendir í. Sögumaðurinn er ferðalangur sem fariö hefur upp í sveit til þess aö átta sig á tilverunni áöur en hann leggur af staö í lengra feröa- lag yfir þvera Asíu. Hann tekur aö sér að vinna ýmis verk á tjaldstæði til að spara sér leiguna. Fyrr en varir er hann orðinn hluti af lífinu f þorpinu og orðinn sjálfsagöur gest- ur á þorpskránni. Eftir því sem tím- inn líður veröa ástæöur hans til brottfarar óljósari, en þegar hann loks ákveöur aö fara er hann fast- ur í gildru mannlegrar hegöunar, þar sem hans eigin sómatilfinning kemur í veg fyrir aö hann geti gert þaö sem honum er fyrir bestu. Mills tekst vel að lýsa því sem margir myndu ef til vill álíta horn- stein bresks hegöunarmynsturs, viljanum til aö gera öllum til hæfis og valda engum ónæöi. Um leið af- hjúpar hann þann tvískinnung sem felst í slíkri hegðun og þeirri til- finningalegu valdbeitingu sem hún getur leitt til. Magnus Mills hefur tekist að láta kveöa viö nýjan tón f breskri skáldsagnagerð, en hann á þó ræt- ur sínar í hefðinni. Margir þykjast merkja áhrif frá rithöfundum á borö við Thomas Pynchon (sem lét svo lítið að skrifa á bókarkápu fyrri bókarinnar) Martin Amis og James Ellroy, þó Mills fari samt sem áöur sfnar eigin leiðir. Hann heimsækir svipaöar söguslóöir í báöum bók- um sínum, þó aöstæöur og pers- ónusköpun sé meö ólíkum hætti. í seinni bókinni tekst honum sér- staklega vel aö ffnpússa þau mannlegu átök sem sagan leiðir í Ijós og skapa sagnaheim sem ber hans eigin listræna svipmót. > Staöa Bókmenntakynningarsjóðs hefur styrkst umtalsvert á nýliónum árum á þann veg aö verksvið hans er smám saman aö veröa víðtækara, segir Jónína Michaelsdóttir formaöur sjóösins. Kynning íslenskra bókmennta BOK.IS ókmenntakynningar- sjóður gegnir því hlut- verki samkvæmt reglum frá 1982, „ að kynna fslenskar bók- menntir erlendis, í þeim tilgangi, aö íslensk skáldverk verði gefin út á erlendum málum í bókarformi, birt f tfmaritum, flutt í leikhúsum, útvarpi og sjónvarpi." Sjóðurinn veitir nú styrki tvisvar á ári, 15. apríl og 15.nóvember. Þurfa um- sóknir að hafa borist á þar til geröum eyðublööum, síöasta dag mánaöarins á undan. Staða Bókmenntakynningar- sjóðs hefur styrkst umtalsvert á nýliönum árum, á þann veg aö verksviö hans er smám saman aö veröa víötækara. Stjórnir Bók- menntakynningarsjóös hafa hver af annarri lagt áherslu á að nýta þaö fjármagn sem sjóöurinn hefur haft til ráöstöfunar, til að styrkja þýöingar á íslenskum síðari tíma fagurbókmenntum. Styrkir hafa þó einnig veriö veittir í tengslum viö margs kyns bókmenntakynningar, svo sem bókastefnur í Gautaborg, Normandí, bókakynningu í Madrid og víöar. Á Noröurlöndum og víöar, eru starfandi bókmenntakynningar- miöstöðvar. Umfang þeirra og starfsemi er talsvert mismunandi, en þær hafa á liönum áratugum skapað sér sess f því samhengi sem þær starfa f. Framkvæmdastjórar þessara miöstööva á Norðurlöndum hafa starfaö saman aö norrænum bók- menntakynningum, sem Norræna ráöherranefndin í Kaupmannahöfn hefur beitt sér fyrir. Af þessum sökum hafa myndast tengsl milli miöstöövanna og í framhaldi af því samstarf, í þeim tilvikum sem það er talið hagkvæmt. Formaöur Bókmenntakynningarsjóös hefur tekið þátt í þessu samstarfi á veg- um menntamálaráðuneytisins. Styrkir til þýðinga, kynninga og ferðalaga Lengi hafa veriö uppi hugmyndir um aö setja á stofn kynningar- miöstöö fyrir íslenskar bókmenntir hér á landi og ýmsar skoöanir reif- aöar um hvert hlutverk slíkrar miö- stöövar ætti aö vera. Lögö hafa verið fram álit og frumvapsdrög um stofnun Bókmenntakynningar- stofu, en þær tillögur hafa ekki fengiö framgang. Spyrja má hvort nútíminn þurfi samskonar ramma utan um slíka starfsemi og gengið var út frá fyrir einum eöa tveimur áratugum. I ársbyrjun 1999, bauðst Bók- menntakynningarsjóöi skrifstofu- aðstaða á Túngötu 14, að tilhluta menntamálaráöherra, þar sem fyr- irspurnir erlendis frá og hvers kyns verkefni sem beint var til sjóöins, fóru sívaxandi. Vinnur formaður sjóösins á skrifstofunni í hluta- starfi. Þegar sjóðurinn var kominn meö heim- ilisfang, síma og net- fang, ákvaö stjórnin að nýta netfangiö sem yf- irskrift starfseminnar, Bok.is. Orð eins og Bókmenntakynningar- sjóður vefst fyrir út- lendingum og segir ekki mikiö, en bok.is tengir saman bækur og ísland og bok er nægilega skylt þeim orðum sem annars- staðar eru notuð yfir bækur, til að það skilj- ist víöast hvar. Gera má ráö fýrir aö starfsemi Bok.is taki með tímanum á sig þá mynd sem hæfir verkefnum sem sjóönum berast, sem og hug- myndum stjórnarmanna um frum- kvæði hans og hlutverk almennt. Stjórnendur íslenskra bókforlaga, að minnsta kosti hinna stærri, búa til dæmis yfir viðamikilli þekk- ingu á útgáfumálum og mörkuöum erlendis, hafa aflaö sér mikil- vægra sambanda og komiö höf- undum sínum á framfæri erlendis. Aörir gera þaö ekki betur. Aftur á móti er hægt aö koma að sömu málum frá mismunandi hliðum, svo aö gagn veröi af. Á barna-og unglingabókastefn- unni í Bologna á Ítalíu, var Bok.is með kynningarrými, ásamt bók- menntakynningarmiöstöövum Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands og er það fyrsta skiptisem miöstöövarnar standa sjálfar aö slíkri kynningu. Sam- starf á bókastefnum f Leipzig, Varsjá, og viðamiklar bókmenntakynningar f Þýskalandi árió 1997, voru á vegum norrænu ráöherran- efndarinnar eins og áöur sagði. Menntamálaráð- uneytiö vísar málum sem þangaö berast á sviði bókmennta í vaxandi mæli til Bókmenntakynningarsjóós. Þannig veitir sjóöurinn nú feröa- styrki til rithöfunda og hefur um- sjón meö farandsýningu um Hall- dór Laxness, sem og framkvæmd á þriggja ára samningi ráöuneytis- ins og Literarishes Colloquium í Berlín um gagnkvæmt boö til rit- höfundar/þýðanda um dvöl f viö- komandi landi einn mánuö á ári, svo eitthvað sé nefnt. Samstarf um heimsóknir þýðenda Bókmenntakynningarsjóöur hef- ur átt ágætt samstarf viö Rithöf- undasamband Islands, Stofnun Sigurðar Nordal og Félag íslenskra bókaútgefenda. Ekki er ágreining- ur um mikilvægi góðra þýðenda ís- lenskra bókmennta yfir á önnur tungumál, en álitamál hvort þessa mikilvægis gætir í launum og lofi. Bókmenntakynningarsjóöur og Stofnun Sigurðar Nordal hafa tvisvar sameinast um að bjóöa þýðendum íslenskra bóka erlendis til ráöstefnu hér á landi, 1991 og 1998 og tókust þessar ráðstefnur meö miklum ágætum. Það er augljós ávinningur fyrir þann sem býr erlendis og starfar viö aö þýöa íslensk skáldverk, aö fá tækifæri til aö koma til íslands öðru hvoru og helst að dvelja hér um tíma. Nú í vikunni samþykktu stjórnir Bókmenntakynningarsjóös og Rithöfundasambands íslands aö standa saman aö því, að bjóöa árlega einum þýöanda að koma til íslands og dvelja í mánuö í gesta- íbúöinni f Gunnarshúsi. Bókmenntakynningarsjóöur mun greiöa fargjald viökomandi og styrk að upphæö kr. 80.000,- áttatíu þúsund. Geta þýöendur sent inn umsóknir til Bok.is eöa Rithöfundasambandsins nú þegar um vist í Gunnarshúsi á næsta ári. í stjórn Bókmenntakynningar- sjóðs sitja Elísa Þorsteinsdóttir og Hávarr Sigurjónsson, tilnefnd af Rithöfundasambandi íslands og Jónína Michaelsdóttir, formaöur sem er skipuð af ráðherra án til- nefningar Allar frekari upplýsingar um Bok.is/Bókmenntakynningar- sjóð er hægt að fá í sfmum 552 8500 og 861 0408. Netfangið er bok@bok.is Jónfna Michaelsdóttir é VAKÁ HEICÁFEUL §í&yt*óirA §, w§ EIMSKIP ÍSLENSK ERFÐAGREINiNG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.