Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 C 3 Dusan Makavejevvar einn frægasti leikstjóri gömlu Júgóslavíu en í mikilli óþökk þarlendra stjórnvalda. Myndir hans voru ögrun viö ríkjandi viöhorf í stjórnmálum og kynferöismálum, tvö sviö sem leikstjórinn tengdi gjarnan saman. Nú þegar hann veröur gestur Kvikmyndahátíðar í Reykjavík skoöar Árni Þórarinsson feril tæplega sjötugs óþekktarorms. Makal Makavejev ÞEIR sem urðu kvikmyndaáhuga- menn á áttunda áratugnum urðu fyr- ir léttum en eftirminnilegum áfollum af ýmsum atriðum í afurðum Dusan Makavejevs sem tíndust hingað til lands fram hjá kvikmyndaeftirliti; af- steypa tekin af reistum getnaðarlim í WR: Leyndardómar mannslíkamans í Fjalakettinum, leikkonan Carole Laure kynferðislega niðurlægð í Sweet Movie sem gerði allt vitlaust á fyrstu Kvikmyndahátíðinni í Reykja- vík árið 1978. Ekki er gott að segja hvernig myndir Makavejevs stand- ast efnislega tímans tönn þegar hann sækir ísland heim áratugum síðar aldraður maður en eftir stendur þó, að umhverfis ögrandi kitl- og fitlsen- ur og pólitískar ádeilur var frumleg uppbygging frásagnar, klippiteng- ingar að hætti „montage“-tækni Sergeis Eisensteins sem m.a. bland- aði saman myndefni heimildamynda og skáldskapar. Og kolsvartur húm- orinn er engu líkur í brotakenndum sögum sem oft fjalla um konur í greipum utanaðkomandi afla, póli- tískra, kynferðislegra, félagslegra, sáhænna. Stjórnleysingi stigur fram Makavejev er reyndar menntaður í sálfræði frá háskólanum í Belgrad þar sem hann fæddist árið 1932. Á háskólaárunum fór hann að fást við gerð stuttmynda og eftir að hann út- skrifaðist hóf hann nám í kvik- myndagerð. Heimildamyndagerð var hans helsti starfsvettvangur í byrjun og þegar hann gerði fyrstu leiknu bíómyndina í fullri lengd árið 1966 byggði hann á þeim granni sem heimildamyndin var. Maðurinn er ekki fugl klippir saman fréttamyndir og leikin atriði, hverfur fram og aftur í tíma. Þarna strax steig fram á sjón- arsviðið afar persónulegur, ef ekki sérviskulegur, leikstjóri með undir- furðulega kímnigáfu jafnt sem skarpa pólitíska sýn á hlutskipti al- þýðumanna og samskipti kynjanna. í næstu mynd, Ástarævintýri eða Mál símastúlkunnar sem hvarf (1967), staðfesti Makavejev að hann var kominn í framvarðarsveit aust- ur-evrópskra leikstjóra og þótt víðar væri leitað, manna sem reyndu nýjar og óhefðbundnar leiðh til að reyna á þanþol myndmálsins og djarfmann- lega túlkun á kynferðismálum í bældu kommúnísku þjóðfélagi. Satt og logið Hér fór að skýrast sú tenging sem Makavejev hefur í flestum mynda sinna stillt upp milli þjóðfélagslegs frelsis og kynferðislegs. Myndin seg- h frá ástum símastúlku af ungversk- um uppruna og arabísks heilbrigðis- fulltrúa, sambandsslitum þeirra og dauða hennar sem hann er grunaður um að vera valdur að. Undir áhrifum frá Eisenstein, Godard og Brecht setur Makavejev myndina saman úr heimildalegum köflum um rottueyð- ingu, viðtölum við kynlífsfræðing og glæpafræðing, fréttamyndum af eyðileggingu ldrkjuturna á dögum októberbyltingarinnar, svo eitthvað sé nefnt af hráefnunum. Sem dæmi um „montage“-aðferðina má taka hvernig hann klipph saman fall khkjuturnanna og fall kynferðis- legra varna mannsins þegar konan tælir hann. í Óvarið sakleysi (1968) heldur til- raunastarfsemin áfram. Þar notar leikstjórinn myndefni úr gamalli svart-hvítri bíómynd, fyrstu serb- nesku talmyndinni frá fimmta ára- tugnum sem einnig heith Óvarið Montenegro: Húsmóðir flýr úr fangelsi heimilisins. Dusan Makavejev: Stjórnleysingi með súrreaiísku ívafi. heldur það áfram að tala. Kvikmynd- in WR (Wilhelm Reich): Leyndar- dómar mannslíkamans er táknræn boðun frelsis og jákvæðra breytinga til handa mannfólki, hvort sem það er í viðjum kommúnisma eða kapítal- isma. Útlaglnn Margh telja WR höfuðverk (og má þá nota það orð í tvenns konar, ef ekki þrenns konar, skilningi) Dusans Makavejev. Svo mikið er víst að hann hefur ekki síðan náð sér á viðlíka skrið þótt þær fáu myndir sem hann hefur gert séu allar athyglinnai- virði. WR fékkst ekki sýnd í Júgó- slavíu, að sögn vegna þrýstings frá Moskvuvaldinu, og leikstjórinn komst að því að í heimalandinu virt- ust honum öll sund lokuð varðandi fjármagn og verkefni. Makavejev gerðist því útlagi og hefur unnið með framleiðendum bæði vestanhafs og í Evrópu. Engu að síður fann hann ekki það frelsi sem stjómvöld í Júgó; slavíu höfðu meinað honum um. I stað pólitískra fjötra komu fjötrar fjármagnsins, endalausra afskipta framleiðenda og krafna markaðar- ins. Myndh hans einkenndust ekki af sama krafti og frumleika, ádeilan augljósari, djarfur húmorinn þving- aðri. Sweet Movie (1974) er alls ekki sæt mynd. Þessi fransk-kanadísk- þýska samframleiðsla segh frá Ung- frú heimi sem giftist Hema Kapítal, er nauðgað af honum og gengur í gegnum röð niðurlæginga sem vora svo bókstaflegar að leikkonan Carole Laure greip til lögsóknar til að stöðva sýningu sumra atriðanna. Þessi öfgafulla og heldur kjánalega saga er tengd siglingu skipsins SS Survival (!) niður Signu, sem að sjálf- sögðu er voðalega táknræn og póli- tísk, en allt strandar þetta á skeri til- gerðar. Montenegro (1981) var mun betri mynd, frekar hefðbundin miðað við þær fyrri, gerð í Svíþjóð í samvinnu við Bo Jonsson, framleiðanda Hrafns Gunnlaugssonar. Amerísk húsmóðh í Svíþjóð, vel leikin af Susan Anspach, yfirgefur hlutverk sitt þeg- ar hún kynnist náttúrubörnum úr hópi júgóslavneskra innflytjenda. En líkt og flestar söguhetjur Maka- vejevs getur hún ekki höndlað ný- fengið kynferðislegt frelsi sitt og drepur elskhuga sína. Niður og norður The Coca Cola Kid (1985) var gerð í Ástralíu með Eric Roberts og Greta Scacchi í aðalhlutverkum. Roberts leikur útsendara gosdrykkjaveldis- ins sem hyggst nema land þar um slóðh og steypa innfæddum gos- drykkjaframleiðendum af stalli. Það vantar að mestu gos í þessa mynd; hún er flöt og ráðvillt og Scacchi bættist í hóp þeirra leikkvenna sem telur Makavejev hafa niðuriægt sig og misnotað. Síðasta mynd Makavejevs sem sýnd hefur verið hérlendis er Mani- festo (1988), gerð fyrir bandarískt fjármagn en byggð á smásögu efth Emile Zola. Hún gerist einhvers staðar í Mið-Evrópu snemma á öld- inni og segir frá ungri konu sem kemur til þorpsins Waldheim til að myrða konung sem þangað er væntanlegur. Bylting liggur í loftinu en vegna íhlutunar lögreglustjóra staðarins, bréfbera og skólastýru, nær hún ekki mikið lengra en á rúm- stokkinn. Myndin er fagurlega tekin og á stöku stað bregður fyrir fyrri kostum og gáska leikstjórans en yfir og allt um kring hvílir ský óljósra markmiða og málamiðlana. Fyrir þýskt fjármagn gerði Maka- vejev svoGórillan baðar sig á hádegi (1993) en hún er sögð pólitísk ádeila um rússneskan hermann sem verður eftir í Berlín þegar herdeild hans snýr heim að lokinni styijöld. Dusan Makavejev, sem nú er bú- settur í París, er hvað sem öðra líður skemmtilegur aufúsugestur á Kvik- myndahátíð og hefur unnið sér sinn sess í kvikmyndasögunni. Sweet Movie: Vakti miklar deilur á fyrstu Kvikmyndahátíðinni íReykjavík. Górillan baðar sig á hádegi: Pólitísk ádeila. sakleysi og skipar því í nýtt filmískt samhengi. Gamla myndin var róman- tísk ævintýramynd sem var ritskoð- uð af hernámsstjórn nasista en síðar fordæmd íyrir að vera hliðholl nas- istum. Atriði úr þessari mynd, sum handmáluð af Makavejev, klipph hann saman við viðtöl sín við fólk sem vann að gerð hennar og frétta- myndh frá hernámsáranum. Leitin að hinu sanna frelsi Eftir framsýningu Óvarins sak- leysis fór Makavejev til Bandaríkj- anna, styrktur af Fordstofnuninni, til að rannsaka ævi og verk Wilhelms Reich. Reich var marxískur sálkönn- uður sem hélt því fram að kynferðis- leg upplýsing og frelsun leiddi til betra samfélags, komst upp á kant við starfsbræður sína og var að lok- um fangelsaður í Bandaríkjunum fyrh kenningar sínar og lækningaað- ferðir. Makavejev hafði fengið fjár- magn frá þýskri sjónvarpsstöð til að gera heimildamynd um Reich en eft- ir tökur í Bandaríkjunum og frekari rannsóknh í Evrópu ákvað hann að gera allt öðruvísi mynd. Að venju klippir hann fram og aftur um mynd- efnið en í grófum dráttum er fyrri hlutinn helgaður heimildakönnun á lífi Reichs í Bandaríkjunum, viðtöl- um við lækna hans, ættingja og aðra sem þekktu hann, þ.á m. rakarann hans sem klippt eru saman við heimildakönnun á viðhorfum Banda- ríkjamanna til kynferðismála á árun- um kringum 1970 með ýmsum viðtöl- um, þ.á m. við ritstjóra tímaritsins Screw. Seinni hluti myndarinnar samanstendur mestmegnis af leik- inni frásögn af ástum ungrar konu í Belgrad, sem er áhangandi Reichs, og forpokaðs og bælds sovésks skautahlaupara. Efth að konan hef- ur „forfært" karlmanninn er honum um megn að höndla kynferðislega (les: pólitíska) frelsun sína og afhaus- ar konuna með skautanum sínum. En þótt höfuðið sé skilið frá búknum BODYSLIMMERS NANCY GANZ LÍNURNAR í LAG SENDUM I PÓSTKRÖFU undirfataverslun Kringlunni — 1. hæð, sími 553 7355

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.