Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.09.2000, Qupperneq 6
6 C FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ ÐfflDðS Sigríöur Dögg Auðunsdóttir Ofbeldi og ofsa- hraði Pltt: Oskiljan- legur framburdur. VART líður sá dagur að dag- blöðin minnist ekki einhverju orói á Guy Ritchie, leikstjóra og höfund kvikmyndanna Lock, Stock and Two Smok- ing Barrels og Snatch sem hefurnýlega verið tekin til sýningar hér í Bretlandi. Segja má að hann sé orðinn „hinn breski Tarantino", svo mikla umfjöllun hafa myndir hans hlotið, enda sverja þær sig óneitanlega í ætt við myndir á borð við Pulp Fiction og Reservoir Dogs. Líkt og í Lock, Stock and Two Smoking Barrels eru aóal- persónur Snatch ætt- aöarúrundirheimum London og samansafn fífldjarfra glæpamanna sem svífast næreinskis. Myndin hefst á því aö hóp- ur þjófa rænir demantasala í Antwerpen og kemur höndum yf- ir 86 kar- ata dem- ant auk smærri gimsteina. Frankie Four Fing- ers (Ben- icio del Toro) fær það hlutverk aö koma dem- öntunum til yfirmanns síns, Avi (Dennis Farina), í New York. Hann kemur hins vegar vió í London þar sem hann ætlar aö koma minni demöntum í hendurnar á Doug „the Head“ (Mike Reid) ogtekur þátt í veömáli sem stendur um ólöglegan hnefaleikabar- daga milli „Gorgeous Ge- orge“ og Mickeys O’Neill (BradPitt). Þegar Frankie sýnir sig ekki t New York mætir Avi til London og ræöur „Bullet Tooth" Tony (Vinnie Jones) til þess aö hafa uppi á Frankie ogtýnda demantinum. Manngerðir myndarinnar eru flestar hálfgerðar steríó- týpur. Þar á meðal eru gyöing- urinn sem selur skartgripi, rússneski mafíósinn, lág- stéttarharðjaxlinn frá London • og hópur írskra sígauna sem Brad Pitter í fararbroddi fyrir. Allireru uppnefndir hlægileg- um nöfnum og allir eru þeir karlkyns, fyrir utan eina konu, móöur Mickeys, sem einfaldlega er kölluö „Mum O’Neil" (Sorcha Cusack) og felur sig í hjólhýsi sínu nær alla myndina. Ofbeldiö er ægilegt og hraóinn í myndinni sltkur aö áhorfendur veröa aö blikka augunum á methraða til að missa örugglega ekki af neinu á meöan augun lokast. Hinn uppspunni trski fram- buröur Brads Pitt kemur síð- ur en svo í veg fýrir aö hægt sé aö slaka á athyglinni á meðan horft er á myndina, því hann er hreint út sagt óskiljanlegur. Þaö huggaói mig þó aö lesa gagnrýni um myndina eftir á, þar sem enskumælandi gagnrýnendur virtust ekki hafa skiliö eitt einasta orö sem út úr honum kom. Svar Pitts og Richies: Þetta átti að hljóma svona! Frumsýning Huldumaðurinn með Kevin Bacon undir leikstjórn Paul Verhoevens er frumsýnd í Sambíóunum Álfabakka, Nýja bíói Keflavík, Stjörnubíói, Laugarásbíói . og Borgarbíói Akureyri. OsýnilegL . maðurinn VÍSINDAMAÐURINN Sebastian Caine (Kevin Bacon) er sérstaklega hæfileikaríkur á sínu sviði og upp- finningasamur og hefur unnið að því um langt skeið að finna upp aðferð til þess að gera menn ósýnilega. Hann starfar við leynilegar rann- sóknir á vegum Bandaríkja- stjórnar og hefur loksins eftir miklar rannsókn- ir tekist að búa til efni sem gerir dýr ósýnileg. Caine er í sjöunda himni og þverbrýtur allar reglur þegar hann gerir tilraunir með efnið á sjálfum sér með óttalegum afleiðingum. Að- stoðarmenn hans, Linda McKay (El- isabeth Shue) og Matthew Kensing- ton (Josh Brolin) reyna að koma honum til hjálpar en hinn ósýnilegi Caine er ekki á því að verða sýnileg- ur aftur í bráð. Hann hefur komist að því að mikil völd fylgja ósýnileika og persónuleiki hans breytist. „Það er með ólíkindum hvað maður getur gert ef maður þarf ekki lengur að horfa framan í sig í spegli," segir hann. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku spennumyndinni Huldumann- inum eða Hollow Man með Kevin Bacon í aðalhlutverki. Með önnur hlutverk fara Eiisabeth Shue, Josh Brolin, Kim Dickens, Greg Grunberg og William Devane. Leikstjóri er Paul Verhoeven, sem gert hefur nokkra trylla á sínum ferli. Myndin er frumsýnd í fímm kvikmyndahús- um. Framleiðand- inn Douglas Wick fékk þá hugmynd fyrir 11 árum að gera mynd um ósýni- leika. „Um það leyti var tölvu- tæknin að ryðja sér til rúms,“ er haft eftir honum, „og mér varð ljóst að hægt var að sýna afleiðingar ósýnileika með áhrifaríkari hætti en nokkru sinni áður.“ Hann fékk Andrew Marlowe til þess að þróa fyrir sig hugmyndina og gera kvik- myndahandrit og sendi það Paul Verhoeven. „Hann var sá leikstjóri sem við helst vildum að gerði Huldu- manninn," segir Wick. „Það erfið- asta við myndina var að fá tækni- brellurnar til þess að verða hluti af dramatískri sögu og Paul er rétti maðurinn til þess að leysa slíkt vandamál." Verhoeven leist vel á handritið. „Persónumar voru skýrt mótaðar. Söguþráðurinn fór ýmsar skemmti- legar krókaleiðir og lék sér með ósýnileikann á frumlegan hátt. Sag- an var úttekt á hinu illa. Hún byrjar sem vísindaævintýri með nokkrum húmor en með tímanum sjáum við hvernig vísindamaðurinn Sebastian Caine verður að skelfilegu skrímsli." Kevin Bacon var fenginn til þess að fara með hlutverk vísindamanns- ins. „Það sem kveikti áhuga minn á myndinni," er haft eftir leikaranum, „var tækifærið til þess að vinna með Paul Verhoeven og persónuleiki Sebastian Caines. Hann er valda- gráðugur, sjálfselskur dekurdreng- ur sem missir algerlega stjórn á sér þegar hann verður ósýnilegur.“ Leikarar: Kevin Bacon, Elisa- beth Shue, Josh Brolin, Kim Dickens, Greg Grunberg og William Devane. Leikstjóri: Paul Verhoeven (Flesh + Blood, RoboCop, Total Recall, Basic Instinct, Showgirls, StarshipTroopers). HHMHMMMHMHHMMHH Frumsýning Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Nýja bíó Akureyri sýna mynd Lars Von Triers, Dancer in the Dark, meö Björk Guðmundsdóttur í aöalhlutverki. i uansara SELMA (Björk Guðmundsdóttir) er þrítug kona frá Tékkóslóvakíu sem flytur í lítinn iðnaðarbæ í Wash- ington-fylki á sjöunda áratugnum ásamt 12 ára gömlum syni sínum. Hún starfar í vefnaðarverksmiðju og þrælai- í öðrum störfum til þess að safna peningum. Hún þjáist af erfða- sjúkdómi sem getur gert hana blinda en skurðaðgerð gæti hjálpað henni. Hún á það til að flýja grámygluleg- an raunveruleikann inn í ímyndaðan heim fullan af tónlist og dansi en sag- an tekur óvænta stefnu þegar pen- ingum Selmu er rænt og hún reynir að ná þeim til baka. Þannig er söguþráðurinn í nýjustu mynd danska leikstjórans Lars Von Triers, Dancerin theDark, með Björk Guðmundsdóttur í aðalhlutverki. Myndin verður frumsýnd í dag í Há- skólabíói, Sambíóunum Alfabakka og Nýja bíói Akureyri en með önnur hlutverk í henni fara Catherine De- neuve, Peter Stormare, David Morse, Cara Seymore, Uda Kier, Jean-Marc Barr og Stellan Skars- gárd, sem fer með litla gestarullu. Is- lenska kvikmyndasamsteypan er meðframleiðandi myndarinnar. Dancer in the Dark er sannarlega alþjóðleg. Leikstjórinn er danskur, aðalleikkonan íslensk, aðrir leikarar koma frá Norðurlöndunum, Frakk- landi og Bandaríkjunum, hún fjallar um Tékka í Bandaríkjunum en er tekin í smábæ í Svíþjóð. Hún er þriðja myndin í trílógíu sem Lars kall- ar Gullhjartað en fyrri tvær myndim- ar í flokknum eru Brimbrot og Fávit- amir. Gullhjartað var myndabók sem í réttarsalnum: Björk ieinu söngatriðinu. Björk sem Selma: Flýrgrámyglu raunveruleikans inn í tónlist og dans. Lars átti ungur drengur. Aðalpersón- an í myndinni heitir Selma eins og dóttir leikstjórans. „Ég ákvað að gefa Dancer in the Dark sama ferskleikann og Dogma - myndunum og Brimbroti,“ sagði Lars fyrir nokkru í viðtali við breska kvik- myndatímaritið Sight and Sound. „011 leiknu atriðin eru tekin með handheldum myndavélum en söng- og dansatriðin eru tekin upp með 100 vídeómyndavélum sem dreift er um sviðið. Það var reyndar minn gamli vinur Tómas Gíslason, sem ég hef unnið með við margar myndir mínar, er kom með þá hugmynd að nota 100 myndavélar. Við töluðum saman um hvemig söngleikjamynd ætti að líta út og vorum sammála um að við ætt- um ekki að notast við neitt plat.“ Lars segir að uppáhalds söng- leikjamynd hans sé Saga úr vestur- bænum eða West Side Story „vegna þess að hún fæst við svo dæmigert Dancer in the Dark Leikarar: Björk Guðmundsdótt- ir, Catherine Deneuve, Peter Stormare, David Morse, Cara Seymore, Uda Kier, Jean-Marc Barr og Stellan Skarsgárd. Leikstjóri: Lars Von Trier (Ele- ment of Crime, Europa, Riget 1 og2, Brimbrot, Fávitarnir). amerískt þema“, og vegna þess að hún færði söngleikinn út á göturnar. Önnur söngleikjamynd sem er í miklu uppáhaldi hjá Lars er Singing in the Itain, „sérstaklega vegna Gene Kellys“. Leikstjórinn segir á öðrum stað að Dancer in the Dark gerist í Banda- ríkjunum vegna þess að „þaðan eru söngleikirnir en líka vegna þess að það er staður sem ég hef aldrei komið til og mun sennilega aldrei koma til vegna þess að ég ferðast ekki með flugvélum. Fyrir mér er það goð- sagnalegt land“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.