Morgunblaðið - 27.09.2000, Síða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 B 7
KNATTSPYRNA
Haraldur Ingólfsson og félagar í Elfsborg eru á góðu skriði
Viðræður um
nýjan samning
framundan
Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson og fé-
lagar hans í IF Elfsborg eru skammt á eftir
toppliðinu í efstu deild sænsku knattspyrn-
_______unnar. Liðið er í fjórða sæti,_
5 stigum á eftir efsta liðinu, Halmstad,
og á ágæta möguleika á Evrópusæti.
Pétur Gunnarsson heimsótti Harald
í Borás í Svíþjóð.
Haraldur fór til Elfsborg 1998 eft-
ir að hafa orðið íslandsmeistari
með Skagamönnum fimm ár í röð,
spilað 20 landsleiki fyrir Islands
hönd og leikið einn vetur með skoska
úrvalsdeildarliðinu Aberdeen. Hann
lék mikilvægt hlutverk í liði Elfsborg
á seinnihluta síðasta keppnistímabils
en var meiddur í upphafi keppnis-
tímabilsins sem nú stendur yfir og
hefur ekki átt fast sæti í byrjunarlið-
inu. Hann hefur alls komið við sögu í
15 leikjum af 21, þar af byrjað inn á
átta sinnum, og lagði upp mark í 3:1
sigri á Frölunda í fyrrakvöld eftir að
hafa komið inn á sem varamaður.
Þótt hann hafi ekki enn skorað
mark á tímabilinu er Haraldur með
næstflestar stoðsendingar af öllum
leikmönnum liðsins; aðeins stjörnu
liðsins, landsliðsmanninum Anders
Svensson, hefur tekist betur að finna
samherja í opnum færum.
Haraldur var einn besti leikmaður
íslensku knattspyrnunnar fyrir
nokkrum árum en lítið hefur frést af
honum eftir að hann hélt utan í at-
vinnumennskuna.
Morgunblaðið heimsótti hann á
dögunum í Borás, heimaborg Elfs-
borgarliðsins, þar sem hann býr
ásamt fjölskyldu sinni.
Góðir möguleikar
á Evrópusæti
Hvernig leggst lokasprettur
keppnistímabilsins í þig?
„Mjög vel. Liðinu hefur gengið vel,
við fórum hægt af stað en höfum svo
verið nánast óstöðvandi. Deildin hef-
ur verið mjög jöfn og eiginlega ekki
nema 2-3 lið sem ekki hafa náð að
hanga með í baráttunni. Við eigum
góðan möguleika á Evrópusæti ef við
höldum áfram að spila eins og við höf-
um spilað í sumar. Með smáheppni er
ekki langt í toppinn en það getur allt
gerst og það eru næg stig í pottinum.
I fjórum síðustu umferðunum mæt-
um við þessum svokölluðu toppliðum
hér, Halmstad, Helsingborg og eig-
um svo útileik við AIK í í síðustu um-
ferð. Halmstad og AIK eru efst í
deildinni. Halmstad hefur tapað
mörgum stigum á heimavelli en
gengið mjög vel á útivelli, sem er
óvanalegt hér í Svíþjóð, þar sem
heimavöllurinn gefur mönnum mik-
ið.“
Hvemig eru liðin í Allsvenskan í
samanburði við aðrar efstu deildir í
Evrópu annars vegar og hins vegar
efstu deildina á íslandi?
„Það er töluverður munur, miðað
við bestu deildir í Evrópu. Bestu liðin
hér, eins og AIK og Helsingborg,
geta staðið í öllum liðum þótt þau séu
ekki nógu sterk til að teljast til al-
bestu liða Evrópu. Helsingborg sló út
Inter Milano í Evrópukeppninni og
náði sæti í meistaradeildinni. Þeir
spiluðu mjög vel bæði heima og í Míl-
anó og það er frábært fyrir sænskan
fótbolta að fá sæti í meistaradeildinni
og gefur öllum liðunum í deildinni
hér svolitla innspýtingu.
Miðað við fótboltann heima á ís-
landi er sænski boltinn hraðari,
„teknískari" og skipulagðari. Liðin
hafa stóra og góða leikmannahópa. I
Elfsborg erum við með 18 menn sem
geta allir spilað í liðinu, þetta eru
hörku leikmenn þannig að það er
mikil samkeppni um sæti í byrjunar-
liðinu. Það er mjög góð stemmning í
kringum liðið og sjö þúsund áhorf-
endur að meðaltali á heimaleikjum.
Það er alltaf gaman að spila fyrir
svona marga áhorfendur, það gefur
manni aukakraft.“
Líkar sænski
boltinn vel
Haraldur segir að sér falli sænski
fótboltinn mjög vel. Hann spilar í
sinni venjulegu stöðu á vinstri kanti
og liðið spilar 4-4-2. „Elfsborg hefur
alltaf verið þekkt fyrir Iéttan og
„teknískan" fótbolta. Boltanum er
haldið vel innan liðsins og það hefur
hentað mér mjög vel að spila héma,“
segir hann.
„Eg er búinn að vera á bekknum í
síðustu leikjunum. Ég var ekki með í
byrjun þegar keppnistímabilið byrj-
aði, ég varð fyrir meiðslum í nára,
átti í því í næstum þrjá mánuði og var
ekki kominn í toppæfingu fyrr en í
lok maí. Liðinu hafði þá gengið vel og
þjálfarinn hefur ákveðið að nota þá
leikmenn áfram sem voru í byrjun.
Svona er að lenda í meiðslum en það
er bara að taka því. Ég hef þurft að
bíta í það súra epli að vera á bekkn-
um og reyna að standa mig. Það er
hægara sagt en gert, það eru svo
margir góðir leikmenn í liðinu og
mikil samkeppni um mína stöðu á
vinstri vængnum. Ég hef spilað átta
leiki frá byrjun á þessu tímabili en
oftast komið inn á,“ segir Haraldur.
I seinni hluta mótsins í fyrra spil-
aði hann hins vegar alla leikina, gerði
fimm mörk og átti sex stoðsendingar
og var þá einn þeirra leikmanna sem
áttu flestar stoðsendingar í allri
deildinni. Eins og hjá Skagaliðinu á
sínum tíma tekur Haraldur yfirleitt
horn- og aukaspyrnur fyrir Elfsborg
þegar hann er í liðinu og föst leik-
atriði og fyrirgjafir eru hans aðals-
merki nú eins og áður.
Umskipti til hins betra
með nýjum þjálfara
Það hafa orðið mikil umskipti í
gengi Elfsborg-liðsins frá því í fyrra.
„Okkur gekk alveg ömurlega fram-
an af tímabilinu í fyrra en það snerist
við þegar þjálfarinn var rekinn og
B-A Strömberg tók við. Hann fór að
leyfa mönnum að spila þennan venju-
lega Elfsborg-fótbolta og láta bolt-
ann rúlla. Það fengum við ekki að
gera áður, það gekk allt út á kýlingar
fram og enginn skildi neitt í neinu.
Þannig að þjálfaraskiptin hafa borið
mikinn árangur. Leikmannahópur-
inn breyttist ekki en það að fá frjáls-
ari hendur hefur gefið af sér fleiri
mörk, skemmtilegri fótbolta og
sjálfstraust í liðinu."
Haraldur kom til Elfsborgar frá
Skagamönnum 1998 og gerði þriggja
ára samning sem rennur út um ára-
mót.
Þegar spurt er um hvað taki við um
áramót fer hann varlega í yfirlýsing-
ar, segist vera farinn að velta hlutun-
um fyrir sér og væntanlega fari hann
að ræða við stjórnendur Elfsborg
fljótlega. „Málin skýrast væntanlega
í október. Það er ekkert ákveðið enn-
þá, þetta verður bara að koma í ljós,“
segir hann. „Það er ekki útilokað að
við komum heim en það væri gaman
að vera úti í nokkur ár í viðbót."
Hann segir að sér og fjölskyldunni
líki vel lífið í Svíþjóð. „Þetta er eitt-
hvað sem allir boltastrákar vilja
prófa og breytingin er mikil frá því að
vera heima á Islandi, þar sem maður
var að vinna allan daginn og æfa eftir
það.
Svíþjóð og ísland eru mjög lík
samfélög en það er ekki sama ferðin á
öllu hér og heima á íslandi; hér er ró-
legra yfir öllu. Svíarnir eru aðeins
jarðbundnari, rólegri og yfirvegaðri.
Hérna safnarðu fyrir hlutunum áður
en þú kaupir þá en heima kaupir þú
fyrst og hugsar svo um að borga.
Okkur líður mjög vel hérna. Svo er
veðráttan náttúrlega miklu betri, hér
fær maður gott sumar, yfir 20 stiga
hiti frá því í apríl.“
Eins og næm má geta fylgist
Haraldur vel með því sem er að ger-
ast í íslensku knattspyrnunni í gegn-
um Netið og fær sendar út
myndbandsspólur með leikjum frá
vinum og kunningjum. Það kemur
ekki á óvart að hann segist fylgjast
best með Skagamönnum, í liði þeirra
var hann jú burðarás og vann fimm
Islandsmeistaratitla með liðinu í röð
á árunum 1993-1997.
Blaðamaður hefur á orði að mikið
sé talað um að knattspyrnan á Islandi
hafi verið í lægð í sumar og útflutn-
ingur knattspyrnumanna sé farinn að
bitna á efstu deildinni.
Haraldur segir að sú þróun þurfi
ekki að lcoma á óvart. „1998 fóru
ótrúlega margir leikmenn úr deild-
inni heima út og hafa staðið sig vel á
Norðurlöndunum og annars staðar í
Evrópu, þannig að það er ekki skrýt-
ið að það hafi komið lægð í knatt-
spyrnuna en á móti kemur að þá fá
ungir leikmenn tækifæri sem þeir
hefðu ekki annars fengið strax; að
sýna sig og sanna. Annars get ég ekki
dæmt um hvernig deildin var í sumar
en það er jákvætt að spennan var
mikil. Það hefur komið mér mest á
óvart hvað Skagamenn gerðu lítið af
mörkum. Það hefur alltaf verið ein-
kenni Skagamanna að skora mikið.“
Haraldur á að baki 20 A-landsleiki
og 2 mörk og 25 leiki með yngri
landsliðum en hefur ekki verið í
landsliðshópnum frá 1995 þegar hann
spilaði í Skagaliði Guðjóns Þórðar-
sonar og landsliðinu undir stjórn Ás-
geirs Elíassonar. Hann segist sáttur
við að vera ekki í landsliðshópnum
lengur. „Það er ekki einkennilegt að
ég sé ekki í hópnum. Mér finnst sjálf-
sagt mál að menn þurfi að vera að
Morgunblaðið/PG
Knattspyrnufjölskylda. Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson ásamt Unni Ýr, 6 ára, og
Tryggva, 4 ára, heima í Borás.
Pressens bild
Haraldur Ingólfsson, fyrrverandi leikmaður ÍA (t.h.J, í leik með Elfsborg.
spila alla leiki með sínu liði til að vera
í landsliði. En þótt ég sé ekki í hópn-
um er gaman fyrir mig að finna hvað
liðinu hefur gengið vel bæði undir
stjórn Guðjóns og Atla, því byrjunin
hjá honum lofar góðu.
Það sem háði landsliðinu, þegar ég
var í hópnum hjá Ásgeiri, var að
hluta til það að þetta var blanda af
leikmönnum sem spiluðu á íslandi og
erlendis. Eftir að hafa kynnst því að
vera atvinnumaður erlendis og leik-
maður heima þá tel ég að landsliðið
verði í rauninni að vera samansett af
leikmönnum sem spila erlendis.
Mönnum sem eru að spila í toppdeild-
um í Evrópu allt árið, eru í góðu
líkamlegu formi og hafa meira
„ternpó" í kroppnum en menn ná upp
heima. Það er bara svona. Það er fullt
af leikmönnum heima, sem eru góðir
og geta spjarað sig erlendis sem leik-
menn en það tekur smá tíma að fara
upp á næsta stig. Enda kemur það í
ljós núna, þegar nær eingöngu at-
vinnumenn eru í hópnum, að landslið-
ið nær toppárangri.
Ég hafði gaman af því að landsliðið
skyldi vinna Svía. Ég bjóst við að þeir
myndu ná jafnfefli en átti varla von á
að þeir myndu vinna. Svíarnir spiluðu
illa en Islendingarnir spiluðu vel, og
það spilar enginn betur en andstæð-
ingurinn leyfir. Það var kominn tími
til að vinna Svíana og það var mjög
gaman að mæta í landsliðstreyjunni á
æfingu daginn eftir leikinn.“
Sænska landsliðið fékk miklar
skammir í dagblöðum eftir tapið
gegn Islandi, bæði leikmenn og þjálf-
ari. Sænsku blöðin voru ekki heldur
ánægð með fyrsta leik liðsins í HM-
undankeppninni en þá vannst naum-
ur 1-0 sigur á Aserbaídsjan, með
marki sem Anders Svensson, félagi
Haralds í Elfsborg, skoraði.
Svensson er stjarna Elfsborgar,
spilaði seinni hálfleikinn gegn íslend-
ingum og Haraldur segir að hann sé
frábær leikmaður. „Ég mundi segja
að hann sé besti miðjumaður sem ég
hef nokkurn tímann spilað með og
það eru hreinar línur að hann er
næsti maður sem fer frá Elfsborg til
toppliðs í Evrópu. Hann hefur allt
sem miðjumaður þarf, er fljótur og
sterkur, góður skallamaður og skot-
maður, með gott auga fyrir öllu spili
og er ótrulega góður að komast fram
hjá mönnum. Hann hefur spilað mjög
vel fyrir okkur í sumar,“ segir Har-
aldur. Svensson er eini A-lands-
liðsmaður Elfsborgar en liðið á 4 leik-
menn í 21 árs landsliðinu, en þar er
Elfsborgarþjálfarinn B-A Strömberg
við stjórnvölinn. Elfsborg er gamalt
félag með mikla sögu og í hópi þeirra
liða sem hafa unnið sér inn flest stig í
efstu deild frá upphafi. Liðið hefur
hins vegar ekki orðið Svíþjóðarmeist-
ari síðan 1961.
Hvernig hefur þú þróast sem leik-
maður eftir að þú fórst út í atvinnu-
mennsku?
„Það er erfitt fyrir mig að dæma
um það, en leikstíllinn minn hefur lít-
ið breyst. Ég hef alltaf verið kant-
maður og hef haldið áfram að spila þá
stöðu hér. En ég er mun „teknískari"
en þegar ég var heima enda er hér
mikið byggt upp á hraða og tækni.
Maður er líka kominn með meira
„tempó“ í kroppinn og í sitt spil en
áður og ég getgert hluti á meiri hraða
en þegar ég var heima á íslandi enda
fær maður ekki eins mikinn tíma með
boltann hér og þarf að hreyfa sig enn
meira til að skapa sér svæði.“
Guðjón bestur,
Björklund verstur
Hvernig finnst þér vinnubrögð
þjálfara hér í samanburði viðþað sem
þú kynntist á íslandi?
„Eg hef haft marga þjálfara og
þeir eru eins misjafnir og þeir eru
margir enda hafa þeir ólíkar aðferðir.
Sumir eru lélegir aðrir góðir. Guðjón
Þórðarson er besti þjálfari sem ég
hef nokkurn tímann haft, ég held að
það sé ekki nokkur spurning. Hann
veit alltaf nákvæmlega hvað hann vill
inni á vellinum, er góður í að kenna
leikmönnum þær stöður, sem þeir
eiga að spila inni á vellinum, og ná
fram því besta í hverjum leikmanni.
Hjá Elfsborg hef ég haft tvo þjálf-
ara. Fyrst Kalle Björklund og hann
er lélegasti þjálfari sem ég hef haft.
Þú gætir spurt alla aðra í liðinu og
fengir sama svar, menn skildu ekki
hans hugsun í sambandi við fótbolta.
B-A Strömberg var aðstoðarþjálf-
ari þegar ég kom en tók við liðinu um
mitt sumar í fyrra og hann er mjög
góður þjálfari. Hann er góður í sál-
fræðihliðinni, sem er mjög mikil-
vægt. Hann talar mikið við leikmenn
og gefur mönnum spark í rassinn
þegar þarf og kemur með góð
„komment" þegar við á.
Hér eru þjálfararnir vel menntað-
ir, sækja mikið af námskeiðum og
hittast reglulega til að ræða saman
og læra hver af öðrum. Ég held að
þjálfarar á íslandi séu líka yfirhöfuð
vel menntaðir og sinni sínu starf eftir
bestu getu. Þjálfunaraðferðirnar eru
líkar en það háir boltanum heima að
aðstæður eru þannig að leikmenn
hafa ekki getað æft fótbolta allt árið,
þangað til núna að Reykjaneshöllin
er komin. Hérna getum við æft úti á
möl allt árið og erum komnir með
nýtt innanhússgervigras þannig að
aðstæðurnar era alltaf að batna.“
Hættir eftir 3-4 ár
Haraldur segist ekki hafa hugsað
sér að leggja fyrir sig þjálfun þegar
hann leggur skóna á hilluna, sem
hann stefnir að eftir 3-4 ár, ef allt
gengur upp. „Þá verð ég á fínum aldri
til að hætta, 33-34 ára. Ég er við-
skiptafræðingur og hef hugsað mér
að starfa á þeim vettvangi þegar
knattspyrnuferlinum lýkur,“ segir
hann og kveðst ætla að njóta þess að
spila fótbolta meðan heilsa og að-
stæður leyfa og kveðst aðspurður alls
ekki sjá sig fyrir sér í sporum Arnórs
Guðjohnsens, sem enn er á fullu á
fertugasta ári.
Ef þú horfír yfíir ferilinn hingað til
hvaða leikur eða atvik stendur upp
úr?
„Ég er ekki lengi að kalla það fram
í huganum, það er sólarhringurinn
29. og 30. september 1996,“ segir
Haraldur. „Þeim sólarhring í lífi
mínu gleymi ég aldrei. Á sunnudegin-
um 29. spiluðum við Skagamenn úr-
slitaleik við KR í deildinni. Við þurft-
um að vinna leikinn, unnum hann 4-1
og urðum íslandsmeistarar. Það voru
um sex þúsund manns á vellinum og
einstök stemmning. Daginn eftir, 30.
september, fæddist svo Tryggvi son-
ur minn. Það verður erfitt að slá út
þennan sólarhring og það er ekkert á
ferlinum sem kemst nálægt því,“ seg-
ir Haraldur.
Betur búið að
kvennaknatt-
spymu í Svíþjóð
HARALDUR Ingólfsson og eigin-
kona hans, Jóni'na Víglundsdóttir,
eru eitt þekktasta knattspymup-
ar Islands síðustu ár. I lok keppn-
istímabilsins 1995 vildi svo
skemmtilega til að bæði hlutu
verðlaun fyrir háttvísi á leikvelli
á uppskeruhátíð KSÍ og voru val-
in prúðasti knattspymukarl og
-kona á landinu það árið.
Jóm'na jék 134 leiki með sigur-
sælu liði ÍA í efstu deild í'slensku
kvennaknattspyrnunnar og skor-
aði 40 mörk. Auk þess lék hún 22
landsleiki. í lok keppnistímabils-
ins.
Eftir að hún fluttist til Svíþjóð-
ar með Haraldi og bömum þeirra,
Unni Ýr og Tryggva, spilaði Jón-
ína tvö keppnisti'mabil í sænsku 3.
deildinni sem er svæðisskipt og
h'tið um löng ferðalög.
Jóm'na segir mikinn mun á að-
stæðum knattspymukvenna á ís-
Iandi og í Svíþjóð. „Á íslandi gef-
ast margar stelpur upp á
unglingsárum þegar álagið er
mest, 6 æfingar í viku fyrir utan
skólann. Hér er álagið minna og
allar aðstæður mun betri,“ segir
Jónína.
í liðinu sem ég spilaði með vor-
um við á svipuðum aldri og æfð-
um bara eins vel og við gátum.
Það er mjög vel staðið að öllu í
kringum kvennaknattspymuna
hér, liðin hafa liðstjóra og ein-
hvem tii að sjá um búningana og
slfkt. Aðstaðan er líka miklu jafn-
ari héraa milli karla og kvenna
og ég held að það sé að hluta til út
af því að félögin fá frá bænum
pening sem miðast við íjölda iðk-
enda þannig að ef jafnmargar
konur og karlar spila fótbolta
eiga peningamir að skiptast
jafnt.“ Jónfna lagði skóna á hill-
una fyrir þetta keppnistímabil.
„Mér fannst kominn tími til að-
hætta,“ sagði hún. „Ég hafði rosa-
lega gaman af þessu en það var
mikið að gera í skólanum þar sem
ég er á si'ðasta ári í hjúkmnar-
fræði,“ segir hún.
Atti mikinn þátt í að forða okkur frá falli
Haraldur Ingólfsson átti stóran
þátt í því að Elfsborg féll ekki úr
efstu deild á síðasta tímabili, að sögn
B-A Strömberg, þjálfara liðsins.
„Haraldur hefur átt frekar sveiflu-
kenndan feril hjá okkur,“ sagði
Strömberg í samtali við Morgunblað-
ið. „Hann hefur lítið verið í byrjunar-
liðinu á þessu keppnistímabili en er
alltaf í hópnum. I fyrrahaust, þegar ég
tók við, spilaði hann mikið, átti mjög
góða leiki og stóran þátt í því að við
héldum okkur í deildinni, skoraði
fimm mörk og átti sjö stoðsendingar í
síðustu 10 leikjunum. Það er mjög
góður árangur.“
„Haraldur er góður sóknarmaður,
með marga góða eiginleika, t.d. góða
boltatækni, skot og sendingar og við
notum hann mikið í aukaspymum og
öðrum föstum leikatriðum. Það má
segja að hann sé dæmigerður kant-
rnaður," segir Strömberg.
„En jafngóður og hann er í sóknar-
leik þá eru gallar í varnarleik hans. Að
vísu er hann vinnusamur og getur
hlaupið mikið en það vantar talsvert á
tæklingarnar hjá honum og hann á
erfitt með að vinna boltann af and-
stæðingi.11
Hvernig sérðu fyrir þér framtíð
Haralds hjá Elfsborg?
„Samningurinn hans rennur út í
haust og á næstunni hefjast viðræður
millli hans og stjórnarinnar. Niður-
stöður þeirra viðræðna munu ráðast
af peningamálunum. Það er verkefni
stjórnarinnar er að sjá okkur fyrir
leikmannahóp innan ákveðins fjár-
hagsramma. Ef ég réði þessu hins
vegar einn hefur Haraldur það marga
góða eiginleika sem leikmaður að ég
vil gjarnan hafa hann í þessum hópi.“
Nú eruð þið skammt á eftir topplið-
unum í deildinni og eigið góðar líkur á
Evrópusæti. Hvernig líst þér á fram-
haldið?
„Ég held ekki að við eigum mjög
mikla möguleika á Evrópusæti,“ segir
Strömberg. „Við höfum verið of veikir
Morgunblaðið/PG
Haraldur Ingólfsson ásamt B-A Strömberg, þjálfara Elfsborg.
vamarlega og fengið á okkur of mikið _
af mörkum. Við þurfum að bæta úr því ~
til þess að vera trúverðugir í toppbar-
áttunni og í Evrópukeppni. Síðustu
umferðirnar í deildinni verða erfiðar,
þá mætum við sterkustu liðunum.
Nei, ég á ekki von á að við kaupum
leikmenn til að styrkja okkur vamar-
lega heldur leggjum áherslu á að
vinna með þá leikmenn sem við höf-
um.“
Strömberg kom til íslands í sumar
sem einn af þjálfumm sænska ungl-
ingalandsliðsins.
„Það gekk ekki nógu vel því við töp-
uðum 1-0. íslandi hefur farið mikiá*
fram sem knattspyrnuþjóð. Það er í
raun ótrúlegt og frábært að svo lítil
þjóð hafi komið fram svo margir góðir
knattspymumenn. Vitaskuld sá ég í
íslenska unglingaliðinu menn sem við
vildum gjarnan nota í Elfsborg en þeir
eru flestir þegar samningsbundnir er-
lendum liðum þannig að ekkert slíkt
er til skoðunar," segir Strömberg.