Morgunblaðið - 27.09.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 B 9
Þorbjörn Jensson telur að íslandsmeistarabaráttan verði harðari en áður
Á ÁRSÞINGI Hand- ,
knattleikssambands fs-
lands í vor var ákveðið
að feila út jafntefli í
deildarkeppni karia og
kvenna. Endi leikur
með jafntefli skal fram-
lengja leikinn í 2x5
mínútur. Verði enn
jafnt skal framlengja
aftur í 2x5 mínútur og
fáist ckki úrslit þá
verður svokallað
gullmark látið ráða úr-
slitum.
Haukar og Afturelding eiga titla
að verja. Haukar hömpuðu ís-
landsmeistaratitlinum á síðustu leik-
tíð eftir sigur á Fram
Guðmundur en Afturelding varð
Hilmarsson deildarmeistari.
skrifar Báðum þessum lið-
um er spáð í topp-
baráttu í vetur en Ijóst má vera að
fleiri lið koma til með að blanda sér í
þá baráttu.
Morgunblaðið fékk Þorbjörn Jens-
son landsliðsþjálfara til að meta liðin
tólf í deildinni og með fylgir spá hans
um stöðu liðanna eftir deildarkeppn-
ina.
Breiðablik 12. sæti
„Breiðablik er það lið sem ég hef
séð minnst til á undirbúningstímabil-
inu en hef samt heyrt mest af. Mér
sýnist á öllu að veturinn verði Blik-
unum þungur. Þeir gætu að vísu
nartað eitthvað í liðin þegar líða fer á
mótið en það verður einfaldlega of
seint. Breiðablik var ekki með á
Reykjavík Open og ég hefði haldið að
þeir hefðu þurft að vera með þar.“
HK 11. sæti
„Eg byggi þessa spá mína um HK
á að liðið hefur misst sterka leik-
menn. Sigurður Sveinsson er hættur
og hann var náttúrlega betri en eng-
inn í þessu liði. Þá eru Hjálmar Vil-
hjálmsson og Atli Samúelsson farnir
í önnur lið og mér sýnist að það sé
búið að höggva allt of mikil skörð í
liðið. Kúbumaðurinn sem HK fékk
hefur ekki sýnt hingað til að hann sé
af þeim styi-kleika sem HK-menn
hefðu þurft á að halda.“
ÍR 10. sæti
„IR-ingar hafa orðið fyrir blóðtöku
þar sem leikstjórnandinn og þeirra
besti maður undanfarin ár, Ragnar
Oskarsson, er horfinn á braut. ÍR-
ingar eiga marga unga og efnilega
stráka sem koma inn í staðinn en ég
held samt að missir þeirra sé of mik-
ill og þeii- verði á þessum slóðum.“
Stjarnan 9. sæti
„Ef Stjörnuliðið smellur vel saman
getur það vel orðið ofar en í níunda
sætinu en það er samt eitthvað sem
segir mér að Stjarnan eigi erfitt upp-
dráttar. Magnús Sigurðsson, sem
kom heim frá Þýskalandi, er búinn að
vera mikið meiddur í undirbúningn-
um og Hilmar Þórlindsson er farinn
frá liðinu. Mér sýnist að Arnar Pét-
ursson eigi að vera í skyttustöðunni
og Sigurður Viðarsson leikstjórnandi
þannig að Stjörnumennirnir eru ekki
eins öflugt skyttulið og þeir hafa ver-
ið.“
Valur 8. sæti
„Mér sýnst að Valsmenn eigi í
vandræðum með markvarðarstöð-
una. Petkevicius sem kom frá FH er
meiddur og þeir eru komnii- með
Georgíumann í staðinn. Hann er að
koma inn á síðustu stundu og þarf að-
lögunartíma. Hægri vængurinn hef-
ur tekið breytingum. Valdimar
Grímsson og Valgarð Thoroddsen
eru komnir heim
HANDKNATTLEIKSMENN hefja
leiktíð sína af alvöru í kvöld en
þá verður flautað til leiks í 1.
deild karla á íslandsmótinu í
handknattleik. Eins og ávallt
ríkir mikil spenna og eftir-
vænting hjá handknattieiks-
áhugamönnum fyrir veturinn og
sú spenna kemur til með að
magnast þegar á íslandsmótið
líður því fyrirfram reikna menn
almennt með jöfnu og spenn-
andi móti.
Morgunblaðið/Jim Smart
Stuðningsmenn Hauka fögnuðu meistaratitli sl. keppnistímabil. Hvað gera þeir í nýju glæsilegu húsi Hauka á Ásvöllum í vetur?
eru komnir til baka og það kemur til
með að styrkja liðið. Valsmenn ollu
vonbrigðum í fyrra. Þeir komust ekki
í úrslitakeppnina og í ár þurfa þeir að
glíma við þann draug.“
Grótta/KR 7. sæti
„Grótta/KR hefur fengið mikið af
mannskap og ég verð að segja það að
lið þeirra lofar mjög góðu miðað við
það sem ég hef séð til þeirra. Þetta
eru sterkir leikmenn sem Grótta/KR
hefur fengið og mér sýnist liðið vel
mannað í öllum stöðum. Lettinn sem
hefur leikið með liðinu hefur tekið
framförum og það kæmi mér ekki á
óvart ef Grótta/KR yrði spútniklið
ársins."
ÍBV 6. sæti
„ÍBV hefur misst Barisic frá síð-
asta ári en hefur fengið annan út-
lending sem er kannski ekki eins öfl-
ugur. Jón Andri Finnsson og Eymar
Kiniger hafa bæst í hópinn og ef eitt-
hvað er þá eru Eyjamenn með sterk-
ari hóp en í fyrra því margir ungir
strákar eru að koma. Spáin mín með
ÍBV byggist á því að liðið er geysi-
sterkt á heimavelli og hann fleytir
Eyjamönnum langt í vetur.“
FH 5. sæti
„FH-ingarnir hafa styrkt sig
nokkuð. Þeir hafa fengið Bergsvein
Bergsveinsson í markið og Héðin
Gilsson og allir vita að þessir leik-
menn geta breytt heilmiklu. Þá er
vinstrihandarskyttta frá Ki'óatíu á
leiðinni til liðsins og ef hann fellur vel
inn í leik liðsins gæti FH-liðið orðið
sterkt í vetur. Þá má ekki gleyma því
að Guðmundur Karlsson er tekinn
við þjálfun FH og menn vita að hann
kann ýmislegt fyrir sér.“
Fram 4. sæti
„Framararnir eru reyndai' búnir
að missa sterka pósta úr liði sínu. Tit-
ov er hættur og Pauzolis farinn á Sel-
foss. Rússinn Fedukin er hins vegar
ótnílega seigur að búa til nýtt lið og
nú þarf hann að spila annað varnar-
afbrigði út af breyttum mannskap.
Spáin
FORRÁÐAMENN liðanna í 1.
deild karla í handknattleik,
þjálfarar, fyrirliðar og lands-
liðsþjálfarinn Þorbjörn Jens-
son spá því að deildarmeistara-
titillinn í handknattleik falli
Aftureldingu í skaut. Spáin var
kunngerð á árlegum kynning-
arfundi HSI í fyrradag.
1. Afturelding.........284
2. Fram................279
3. Haukar..............256
4. FH..................246
5. KA..................231
6. Valur...............202
7. Stjarnan............201
8. Grótta/KR...........151
9. ÍBV.................142
10. ÍR.................133
11. HK..................99
12. Breiðablik..........38
Þorbjörn Jensson landsliðs-
þjálfari birti sína spá og hún er
þannig: 1. Afturelding, 2.
Haukar, 3. KA, 4. Fram, 5. FH,
6. ÍBV, 7. Grótta/KR, 8. Valur,
9. Stjarnan, 10. ÍR, 11. HK, 12.
Breiðablik.
Það hafa verið hnökrar á leik Fram á
undirbúningstímanum en þeir voru
nokkuð sannfærandi á móti Haukun-
um í meistaraleiknum. Mín tilfmning
er sú að Fedukin búi til nokkuð gott
lið hjá Fram eins og í fyrra.“
KA 3. sæti
„KA-menn hafa verið að gera
einna best í þessum leikjum sem ég
hef séð. KA-liðið vinnur óhemjuvel
sem lið, leikmenn liðsins eru baráttu-
glaðir og gefast aldrei upp. Það sem
háir því mest er að það er lágvaxið og
verður þar af leiðandi að spila mjög
framarlega vörn og þá er hópurinn
ekki mjög stór. Ungu strákarnir í KA
fengu margir hverjir mikla eldskírn í
fyrra og það kemur þeim til góða í
vetur og ekki síður að heimavöllur-
inn, sem er einn sá besti á landinu.“
Haukar 2. sæti
„Ástæðan fyrir því að ég set
Haukana þetta ofarlega er einfald-
lega sú að þeir urðu íslandsmeistar-
ar í fyrra. Það hafa ekki orðið miklar
breytingar á þeirra mannskap en
það er nýr þjálfari kominn sem hefur
mikla reynslu og hann ætti að geta
spilað vel úr þeim mannskap sem er
fyrir. Það verður örugglega pressa á
Viggó því hann er ekki með síðra lið í
höndunum en Guðmundur Karlsson,
sem gerði þá að meisturum á síðasta
tímabili. Ég er viss um að þátttaka
Haukanna í Evrópukeppninni á eftir
að reynast þeim vei í upphafí móts-
ins.“
Afturelding 1. sæti
„Ég set Aftureldingu í fyrsta sæt-
ið af því að mér finnst að liðið sé með
mannskapinn sem er búinn að vera
mest saman. Það breytir ekki neinu
þó svo að nýr þjálfari sé tekinn við
liðinu því Mosfellingar eru með „íút-
inerað" lið. Bjarki Sigurðsson þjálf-
ari þekkii' hvern einasta leikmann og
það ætti að vera auðvelt fyrir hann
að skálda sínu til viðbótar. Það eru
ekki miklar breytingar í Mosfells-
bænum. Reynir Reynisson ætti að
fylla skarð Bergsveins í markinu og
Páll Þórólfsson kemur í stað Jóns
Andra.“
Stöngin út eða stöngin inn
„Ég mundi segja að á þessum
leikjum sem ég er búinn að sjá núna
með haustinu þá eru liðin mjög jöfn
og þetta er oft spurningin hvort þau
eru að skjóta stöngina inn eða stöng-
ina út. Leikir liðanna í haust hafa
verið ákaflega jafnir og það gefur
fyrirheit um skemmtilegt íslands-
mót. Nú er þetta þannig í vetur að
engin jafntefli verða látin gilda og
það ætti að færa enn meiri spennu í
leikina,“ segir Þorbjörn.
Hvernig myndir þú meta styrk-
leika deildarinnar miðað við á síðasta
tímabili?
„Ég myndi halda að deildin ætti að
vera ívið sterkari í ár. Bæði er það að
sterkir leikmenn eru komnir heim
eftir dvöl erlendis og eins eru ungu
strákarnir sem fengu eldskírn í fyrra
orðnir betri og reyndari. Það sem
mér finnst jákvæðast landsliðsins
vegna er að mörg lið eru að spila fjöl-
breyttan vamarleik. Meirihlutinn er
að spila framliggjandi varnir, sem er
komið mikið i alþjóðlegan hand-
bolta,“ sagði Þorbjörn.
Sjö nýir til
Gróttu/KR
Helstu félagaskipti í 1. deild karla í hand-
knattleik fyrir þetta tímabil eru þessi:
Andrei Lazarev, Breiðablik/Gosenroth
Andreus Stelmokas, Þðr/KA
Atli Samúelsson, HK/Grótta KR
Axel Stefánsson, Valur/Stabæk
Bergsveinn Bergsveinss, Afturelding/FH
Dalibor Valencic, Maccaby/FH
Davíð Ólafsson, Valur/Grótta KR
Egidijus Petkevicius, FH/Valur
Einar Jónsson, Valur/Haukar _
Eymar Kruger, Fylkir/ÍBV
Gunnar Beinteinsson, FH/Ajax
Gylfi Gylfson, Haukar/Dússeldorf
HjálmarVilhjálmsson, HK/Fram
Héðinn Gilsson, Dormagen/FH
Hilmar Þórlindsson, Stjarnan/Grótta KR
Hlynur Mortens, Víkingur/Grótta KR
Jahesky Garcia, Rio Grande/HK
Jón A. Finnsson, Afturelding/IBV
Kári Guðmundsson, Valur/IR
Kjetil Ellertsen, Haukar/hættur
Kristján G. Þorsteinsson, Fram/Grótta KR
Lars Walter, KA/HSV Emden
Magnús A. Magnússon, KA/Grótta KR
Magnús Sigurðsson, Willstatt/Stjarnan
Mindiaugas Andriuska, Kaunas/IBV
Miro Barisic, ÍBV/Post Bregens *■
Páll Beck, Fram/Grótta KR
Páll Þórólfsson, Essen/Afturelding
Ragnar Óskarsson, ÍR/Dunkerque
Reynir Reynisson, KA/Afturelding
Rúnar Sigtryggsson, Göppingen/Haukar
Robertaz Pauzolis, Fram/Selfoss
Valdimar Grímsson, Wuppertal/Valur
Valdimar Þórsson, Afturelding/Selfoss
Valgarð Thoroddsen, Víkingur/Valur
Sterkir leikmenn
Engin
jafntefli