Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 3

Morgunblaðið - 29.09.2000, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 B 3 KÖRFUKNATTLEIKUR Hama stakk ísfi ingana Hamar í Hveragerði vann KFÍ mjög örugglega, 105:72, á heimavelli sínum í Hveragerði í gærkvöldi. Leikurinn byrjaði fjörlega en fljót- lega í öðrum leikhluía skildu leiðir og Hamar stakk af. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu heimamanna, Hamar stal 25 boltum á meðan KFÍ stal aðeins 10 boltum og hafði það mikið að segja þegar upp var staðið. Vð unnum þennan leik örugg- lega og ég er ánasgður með leikinn, sem hefði kannski ekki gengið svona vel gegn betra liði. Valberg Einar kom inn á °S skrifar var að gera góða hluti, svo stóð Dade sig vel og stóru mennirnir voru að skila sínu. Allir leikir eru mikilvæg- ir og við þurfum að vinna þá nokkra í vetur. Þetta er byrjunin, sigur er sigur sama hve stór hann er,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálf- ari og leikmaður Hamars, eftir leik. Heimamenn byrjuðu vel en síðan ■ KÁRI Marísson, fyrrum lands- liðsmaður í körfuknattleik, kom inn þegar Tindastóll tók á móti Njarðvíkingum í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann er án efa elsti leikmaður úrvalsdeildar frá upp- hafi en Kári verður 49 ára í nóv- ember. ■ KÁRI spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild í ellefu ár en hann lék síðast með Tindastóli gegn KR í desember 1989. Frá þeim tíma hefur hann aðallega leikið með 2. deildarliði Smára úr Varmahlíð. ■ FYRSTA leik sinn í meistara- flokki lék Kári hins vegar árið 1967 og þá var hann í liði KFR og leikurinn fór fram í gamla Há- logalandinu. ■ AXEL Kárason, sonur Kára, er 17 ára gamall og er einnig í leik- mannahópi Tindastóls. Vaiur Ingimundarson, þjálfari Tinda- stóls, valdi pabbann framyfír son- inn í tíu manna hópinn fyrir leik- inn í gærkvöld ■ BALDUR Jónasson úr KFÍ var drjúgur í þriggja stiga skotunum gegn Hamri í Hveragerði í gærk- völd. Baldur skoraði 18 af 20 stigum sínum með skotum fyrir utan 3ja stiga línuna. ■ KR-INGAR og ÍR-ingar skor- uðu mest í þriðja leikhluta en hann fór 29:28 fyrir ÍR. KR gerði hins vegar aðeins 15 stig í síðasta leikhlutanum. ■ ÍR-INGAR töpuðu boltanum 14 sinnum í leiknum enda var æði- bunugangurinn stundum mikill i sókninni. KR tapaði boltanum hins vegar 11 sinnum. ■ STOÐSENDINGAR heima- manna voru 26 talsins og átti Eir- íkur Önundarson ófáar þeirra. ■ KR-INGAR fengu skráðar 20 stoðsendingar og áttu þeir Ólafur Jón Ormsson og Arnar Kárason flestar þeirra, fjórar hvor. ■ KR notaði alla tíu leikmenn sína í leiknum í gær og þeir sem minnst léku fengu að reyna sig í þrjár mínútur. IR-ingar notuðu hins vegar ekki alla sína menn því tveir komu ekkert inn á í leiknum. dró af þeim þegar leið á fyrsta leik- hluta. Annar leikhluti var eign Hamars frá upphafi til enda og komu þeir sér upp 19 stiga forskoti. Leikmenn KFÍ voru hreinlega ekki komnir í form og kom það mikið niður á spilamennsku þeirra. Þá vantaði gestina tilfinnanlega stóra miðherja sem geta hirt fráköstin, en það var veikasti hlekkur þeirra ásamt mjög götóttri vörn. Ljósið í leik KFÍ var Dwayne Fontana sem átti hreint út sagt stórkostlegan leik og var lang- stigahæstur með 33 stig, 14 fráköst og 4 stolna bolta, einnig átti Baldur Jónasson ágætan leik en hann skoraði sex þriggja stiga körfur í leiknum. Hjá Hamri stóð Chris Dade sig mjög vel og átti margar góðar stoð- sendingar á félaga sína. Hann skor- aði m.a. fallega flaututroðslukörfu í lok leiksins eftir glæsilega send- ingu frá Lárusi Jónssyni þvert yfir völlinn. Undir lokin hægðist á leiknum og Hamar innbyrti mjög þægilegan og öruggan sigur. „Ég er ekki smeykur við fram- haldið, við spiluðum fáa æfingaleiki og það tekur ákveðinn tíma fyrir liðið að komast í form. Við getum spilað miklu betur en þetta, það þýðir samt ekki að vera að afsaka neitt. Leikmenn KFÍ geta miklu meira en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Karl Jónsson, þjálfari KFI, sem var að vonum svekktur eftir leikinn en KFI var spáð falli í deildinni af þjálfurum, formönnum og liðsstjór- um. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson Dwayne Fontana, besti maður KFÍ, reynir að verja skot Svavars Páls Pálssonar úr Hamri. ‘ 111 nrpm Tindastóll skellti meistaraefnunum TINDASTÓLL gerði sér lítið fyrir og skellti sigurstranglegasta liði úrvalsdeildarinnar, Njarðvík, í fyrstu umferðinni á Sauðárkróki í gærkvöld. Lokatölur urðu 84:73 eftir mikla baráttu þar sem þrír Njarðvíkingar fóru af velli undir lokin eftir að hafa fengið á sig tæknivíti og villur fyrir að mótmæla dómgæslunni. Heimamenn komu sterkir til leiks og verða greinilega erfiðir heim að sækja í vet- ur, sem fyrr. Frá fyrstu sekúndu var Ijóst að bæði liðin ætluðu sér ekkert nema sigur í leiknum, sem var mjög hraður og einkennd- ist af mikilli baráttu. Björnsson Gestirnir náðu að skrifar skora fyrstu stigin, en heimamenn börð- ust af harðfylgi og fljótlega náðu þeir að jafna og í fyrsta leikhluta skiptust liðin á að leiða með einu eða tveim stigum. Varnir beggja liða voru traustar, en hittnin var ekki að sama skapi mikil alveg í byrjun. Þó var alls ekki um neinn haustbrag að ræða á leik þessara liða, og virtust bæði koma vel undirbúin til leiks. Sama baráttan einkenndi annan leikhluta, þó höfðu heimamenn alltaf frumkvæðið og munaði verulega um að Ómar Sigmarsson og Lárus Dag- ur voru sjóðheitir, og röðuðu niður þriggja stiga körfum, og einnig var Lárus mjög sterkur í vörninni. Þá áttu Shawn Myers og Kristinn Frið- riksson ágætan leik. Hjá Njarðvík- ingum voru Teitur Örlygsson og Sævar Garðarsson langbestir en Brenton Birmingham náði sér aldrei á strik og var langt frá því að sýna sitt besta. Hálfleikstölur voru 42:36. Sama baráttan hófst strax í upp- hafi síðari hlutans og söxuðu gestim- ir á forskot Tindastólsmanna og komust yfir, 46:47, en þá kom mjög góður kafli hjá heimamönnum, sem tóku forystuna og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiksins. Á seinustu mínútum síðasta leikhluta misstu Njarðvíkingar þrjá menn út- af með fimm villur, þá Brenton Birmingham, Teit Örlygsson og Loga Gunnarsson, og fengu á sig tæknivíti og villur vegna athuga- semda við dómgæsluna, sem þeir máttu alls ekki við, á meðan heima- menn nýttu sér þetta til fullnustu og héldu fengnum hlut. Tindastólsliðið lék allt mjög vel spilaði mjög sterka vörn, og beittar sóknir, og þegar gamla kempan Kári Marísson kom inn á nokkru fyrir leikslok var honum fagnað ákaflega. í liði Njarðvíkinga var Teitur Ór- lygsson mjög góður ásamt Sævari Garðarssyni, en einnig átti nýi danski miðheijinn, Jes V. Hansen, mjög góðan kafla í síðari hluta leiks- ins, svo og Logi Gunnarsson. Mikilvægt að sigra í fyrsta leik Valur Ingimundarson þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður í leikslok. „Það var okkur mjög mikil- vægt að sigra í fyrsta leik, leik sem við vissum að mundi verða erfiður. Við lékum góða vörn og allt liðið sem heild spilaði vel, þetta hvetur okkur bara til þess að halda svona áfram og gefa ekkert eftir, því að við getum þetta.“ Klukkan bilaði og leiknum frestað LEIKMENN Keflavíkur og Hauka ásamt rúmlega 300 áhorfendumvoru klárir í slaginn á tilsettum tíma í gærkvöldi í íþróttahúsinu í Keflavík enda fýrsti alvöruleikur ársins fram- undan á Islandsmótinu í körfuknatt- leik. Þegar ágætir dómarar leiksins, þeir Jón Bender og Eggert Þór Að- alsteinsson, ætluðu að hefja leik kom í ljós að vallarklukkan var biluð og eftir árangurslausar viðgerðartil- raunir sem stóðu í tæpa klukkustund var ákveðið að fresta leiknum. Marg- ar hugmyndir voru reifaðar hvernig hægt væri að leysa málin á meðan reynt var að koma klukkunni í lag og ein tillagan var að leikurinn yrði færður í íþróttahús Njarðvíkur, en sú lausn fékk ekki góðar undirtektir. Rafeindavirkinn og leikmaður Hauka, Guðmundur Bragason, reyndi sig við klukkuna ásamt raf- virkja sem kallaður var til en ekkert gekk og áhorfendur snéru heim á leið og fengu endurgreiddan að- gangseyrinn. Leikur Keflavíkur og Hauka verður leikinn í kvöld kl. 20.00 í íþróttahúsi Keflavíkur og vonandi verður búið að koma vallar- klukkunni í betra ástand.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.