Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.2000, Blaðsíða 8
P 8 B FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Blikastúlkur gáfu Herdísi og Jörundi Aka verð- launafé sitt UPPSKERUHÁTÍÐ knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram um sl. helgi og tók sérstæða stefnu er meistaraflokkur kvenna gaf verð- launapeninga þá er félagið hlaut fyrir sigur í bikarkeppni KSÍ. Stúlk- urnar gáfu handboltakonunni Herdísi Sigurbergsdóttur og manni hennar, Jörundi Áka Sveinssyni þjálfara Blikastúlkna, 300.000 krónurnar sem Vífilfell gaf þeim fyrir að vinna bikarkeppnina. Herdís sleit sem kunnugt er hásin fyrir um tveimur árum í lands- leik og þurfti að leita sér aðstoðar hjá þýskum lækni eftir að ígerð gekk í sárið. Þýski læknirinn hefur náð ótrúlega góðum árangri með Herdísi og hefur hún farið margar ferðir til Þýskalands til að leita sér lækninga. Blikastúlkur hafa fylgst náið með Herdísi í gegnum þjálfara sinn og ákváðu á uppskeruhátíðinni að gefa þeim hjónum verðlaunaféð til að að- stoða þau við þann kostnað sem skapast hefur vegna meiðslanna. „Þetta var alveg stórkostlegt. Þær veittu okkur verðlaunafé sitt. Þetta kemur sér vel,“ sagði Herdís sem var agndofa yfir gjöf stúlknanna. „Útgjöldin eru orðin ansi mikil. Það var búið að ákveða að tala við banka- Rússinn Tikhonov laus úr haldi RÚSSNESKI skíðakappinn Alexander Tikhonov var sleppt úr haldi lögreglu í Rússlandi um helgina en þar hefur hann verið í rúm- an mánuð vegna gruns um að eiga hlut að samsæri um að myrða rússneskan emb- ættismann. Tikhonov sigraði fjórum sinnum í skiðaskotfimi á Ól- ympíuleikum og tíu sinnum á heimsmeistaramótum á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Hann hætti keppni eftir að hann fókk gull á leikunum í Sarajevo 1984 og gerðist þá umfangsmik- ill kaupsýslumaður í Rúss- landi. Hann hefur neitað að eiga þátt í meintu samsæri. stjórann í Garðabæ en nú er hætt við það,“ sagði Herdís sem enn á eftir að fara tvisvar til Þýskalands. Hún fer út í lok nóvember og verða þá naglar fjarlægðir úr sininni. Síðan fer hún í síðasta skiptið í febrúar í lokaskoð- un. „í gegnum þessi tvö ár hafa margir lagt sitt af mörkum. Við átt- um þó engan veginn von á þessu því það er svo langt síðan þetta gerðist. Við urðum bæði kjaftstopp. Þetta var virkilega fallegt af þeim og okk- ur þykir mjög vænt um þetta,“ sagði Herdís sem náð hefur góðum ár- angri í meðferð sinni. Hún hefur þó lítið getað stundað starf sitt sem að- stoðarstúlka tannlæknis síðan hún meiddist og því kemur aðstoðin sér vel. Það var tilfínningaþrungin stund Morgunblaðið/Árni Sæberg Herdís Sigurbergsdóttir ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Maríu Jörgensdóttur. þegar Blikastúlkur afhentu féð og þegar Jörundur Áki hélt þakkar- ræðu. Margrét og Atli best A hátíðinni var Margrét Ólafs- dóttir valin leikmaður ársins og Laufey Ólafsdóttir sú sem náð hefur mestum framförum. Helga Ósk Hannesdóttir var valinn Bliki ársins ásamt Hákoni Sverrissyni. Atli Knútsson var valinn leikmaður árs- ins hjá körlunum og Þorsteinn Sveinsson sá er náð hefur mestum framförum. ■■■■■■■■■■■■■■■^■■■^^^■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■h Raneri boðar breytingar ÍTALINN Claudio Raneri sem tók við enska knattspyrnuliðinu Chelsea á dögunum hefur boðað breytingar á æfmgamynstri félagsins. Raneri hefur krafist þess að leikmenn liðins séu klárir á æfingar tvisvar á dag og að þeir leikmenn sem standi sig í leikjum félagsins fái að spila. Landi Raneris og forveri í starfinu, Gianluca Vialli, hafði þann háttinn á að leikmenn liðsins vissu nánast aldrei hveijir yrðu í byrjunarliðinu og lyk- illeikmenn máttu oft sætta sig við það hlutskipti að verma varamannabekkinn. Það er talið að þessi venja Vialli hafi ver- ið stærsti þáttur í óánægju sumra leikmann og Rainer hefur gefið það út að liafi ekki í hyggju að nota sömu aðferðir og Vialli. Það er nóg að gera hjá Gianfranco Zola og Roberto di Matt- eo á æfíngum liðsins en Rainer talar ekki stakt orð í ensku og þeir félagar verða því að þýða flest allt sem sagt er á æfingum. Kristján Helgason í úrslitakeppni opna breska meistaramótsins í snóker Kristján Helgason er hér að kanna hvernig sé best að senda eina kúluna í horngat. Á góða möguleika gegn Steve Davis Kristján Helgason mætir Steve Davis, einhveijum frægasta snókerspilara allra tíma og sexföldum heims- meistaraj i fyrstu umferð úrslita- keppninnar á opna breska meistara- mótinu í snóker á mánudagskvöld- ið. Sjónvarpsstöðin BBC sýnir leikinn beint eins og aðra leiki í lokakeppninni en 48 taka þátt í í> henni og þar eru mættir allir þeir bestu í heiminum.Kristján er að Eftir Víði Sigurðsson fara í sinn þriðja sjónvarpsleik á stórmóti á ferlinum en hinir tveir voru í vor. Fyrst mætti hann Mark Williams á opna skoska meistara- mótinu og síðan Stephen Lee á heimsmeistaramótinu í Sheffield. „Ég hef undirbúið mig eins og best verður á kosið, síðan ég kom heim frá undankeppninni fyrr í mánuðinum, og er mjög bjartsýnn fyrir þessa viðureign. Ég hef að undanförnu spilað minn besta snóker í þrjú ár og tel að mínir möguleikar gegn Davis séu mjög góðir. Hann er að sjálfsögðu frá- bær snókerspilari, einn sá besti sem uppi hefur verið, en ég er ekki að velta honum of mikið fyrir mér, það myndi bara rugla mig. Ég ein- beiti mér að sjálfum mér og að spila sem best,“ sagði Kristján við Morgunblaðið. Er ekki mjög sérstakt að mæta manni á borð við Steve Davis? „Jú, því er ekki að neita, þar sem hann er geysilega virtur og vinnur mikið fyrir snókeríþróttina. Hann situr í stjórn alþjóðasam- bandsins og er nokkurs konar sendiherra íþróttarinnar, og mjög góð ímynd fyrir hana. Davis er orðinn 43 ára og er núna í fyrsta skipti ekki í hópi 16 efstu á heims- listanum." Hefurðu hitt Davis áður? „Ég hef einu sinni talað við hann, á heimsmeistaramótinu í Sheffield í vor. Hann spurði mig mikið um ísland, enda kom hann hingað tvívegis og spilaði fyrir rúmum tíu árum. Þá var leikinn einn riðill á stórmóti hérna, í Vals- heimilinu, og ég fylgdist með hon- um í sjónvarpinu. Ég var nýbyrj- aður að spila sjálfur á þeim tíina og ekki orðinn svo áhugasamur að ég færi á staðinn." Keppt er með útsláttarfyrir- komulagi í Plymouth og sá sigrar sem vinnur fimm ramma. Leikur- inn getur því farið í allt að níu ramma. Sigurvegarinn fer í 32 manna úrslit og mætir þá Fergal O’Brien, sem er í 9. sæti á heims- listanum. Sextán efstu á listanum sitja hjá í fyrstu umferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.